Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 39

Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 39 www.tunga.is Eftirlíking af vinnustofunni Á neðri hæð safnsins hefur dýr- mætasta verkinu úr safni hjónanna veríð komið upp, sjálfu Lífshlaupinu. Það eru þrír veggir úr vinnustofu Kjarvals í Austurstræti með mynd- um úr lífsins ólgusjó, atvinnulífi, sveita- og borgarlífí. Þorvaldur festi kaup á verkinu á sínúrh tíma þegar Reykjavíkurborg sá sér ekki fært að gera það. Lífshlaupið verður nú til sýnis í þriðja sinn opinberlega en það var síðast sett upp í heilu lagi á aldara- fmæli Kjarvals 1985 í Galleríi Há- holti í Hafnarfirði. Guðbergur líkir þessari eftirlík- ingu af vinnustofu meistarans við helli. „Þetta er sá hellir sem listmál- arar hafa verið að mála í frá fyrstu tíð og reynt að lífga með því að mála veggina. Að mér vitandi hefur lítið verið lesið í þessar rúnir, Lífshlaup- ið, en þær geyma á vissan hátt hans innri mann.“ Guðbergur segir menn finna fyrir þrengslum, innilokunarangist, á vinnustofunni og því sé gott, eftir að hafa dvalist þar um hríð, að leita út í frelsið, leikinn. Þar hefur verið komið fyrir sýnis- horni af þeim gífurlega fjölda teikn- inga, eftir Kjarval og aðra menn, sem hjónin eignuðust um dagana. Eiga þær að sýna bakhlið hellisins. Hún snýr að áhorfendum og er hin hliðin á málurunum. Guðbjörg velur orðið „fjársjóður" til að lýsa því sem fyrir augu ber og fullyrðir að enginn einn aðili eigi eins myndarlegt safn af teikningum hér á landi, hvorki Kjarvalsstaðir né Listasafn Islands. Það segir mikið um ástríðu hjón- anna. Teikningarnar eru frá ýmsum tím- um og Guðbergur bendir á að þær sýni að smekkur hjónanna hafi á ýmsan hátt verið annar og næmari en samferðamannanna. I Kjarvals- hlutanum má þekkja ýmsa menn en aðra ekki. Guðbergur veðrast allur upp yfir teikningu sem heitir hvorki meira né minna en Lífið er saltfiskur. „Hér geta menn loksins séð þessa mynd.“ Þessi eftirlætissetning okkar Is- lendinga og einkunnarorð á öldinni sem er að líða er sumsé frá meistara Kjarval komin. Að áliti Guðbergs kemur þarna glöggt fram hvað fjölmargir og ólíkir íslenskir málarar hafa verið leiknir við að draga línur með ýmsu móti og margbreytileika í lit. „í þessu eru þeir líklega frjálsastir, ekki háðir öðru en hæfileikum sínum og getu, enda hefur hér á landi verið fremur lítill áhugi á teikningunni, undir- stöðuatriði myndlistarinnar.“ Af öðrum málurum sem eiga þarna teikningar má nefna Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason, Mugg, Jón Engilberts, Ásgrím Jónsson, Snorra Arinbjarnar og Finn Jóns- son. Sýningunni lýkur svo á þremur litlum teikningum eftir Kristján Da- víðsson sem hann hefur áritað til vin- ar síns, Þorvaldar, um miðjan átt- unda áratuginn. „Hér lýkur lífshlaupi hjónanna í list.“ Guðbergur og Guðbjörg ljúka upp um það einum munni um að þau hafi haft yndi af því að setja sýninguna upp. Fjölbreytni í safninu sé mikil og augljóst að hjónin hafi valið listaverk af innlifun. „Maður sér lundarfar þeirra og skapgerð í valinu," segir Guðbergur. Eftir á að hyggja segir hann það standa upp úr að unnt hafi verið að draga þetta góða safn fram í dags- Ijósið og Guðbjörg bætir við að lang- flest verkin séu í mjög háum gæða- flokki - boðleg hvar sem er. „Það er heiður fyrir Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn að sýna þetta safn. Það sýnir straum tímans í íslenskri ............................. . . Tilfinning fyrir stórbrotnum formum kemur fram í verkum Jóns Stefánssonar. myndlist, einkum á fyrri hluta aldar- innar, og kunnum við börnum þeirra Þoivaldar og Ingibjargar, Geir- laugu, Skúla og Katrínu, bestu þakk- ir fyrir að lána okkur verkin. Það hefur verið mjög gott að vinna með þeim.“ Fyrir landsmenn að hætti Þor- valdar Guðbjörg dregur þá ályktun að Þoivaldur heitinn hefði ugglaust verið ánægður með sýninguna. „Fyr- ir landsmenn að hætti Þorvaldar gæti þessi sýning allt eins heitið, en hjónin vildu alla tíð að fólk fengi að njóta listarinnar með þeim. Hótel Holt er gott dæmi um það en það er einstakt að flétta saman veitingar- ekstur og listasafn með þeim hætti. Það segir líka meira en öll orð um gæði safnsins að við þiggjum ekki eitt einasta verk að láni frá Holtinu á þessari sýningu." Guðbjörg veitir því athygli að hjónin hafa fylgt sinni kynslóð í hsta- verkakaupum. Gamlir meistarar séu áberandi en minna fari fyrir til dæm- is afstraktlistinni. Á henni hafi þau bersýnilega ekki haft eins mikinn áhuga. „Það getur stafað af því að þau eru orðin fullorðin þegar hún ryður sér til rúms.“ Guðbergur segir þessa kynslóð listamanna hafa í senn verið mynd- ræna og Ijóðræna. Sótt margt í Ijóðl- istina. „Hér áður fyn- voru mynd- listarmenn ljóðrænir en nú eru þeir nettengdir. Það segir sig sjálft að þessi sýning verður ekki á Netinu en ég vona að fólk grípi tækifærið og sjái sýninguna. Við vitum ekki hve- nær eða hvort þetta glæsilega safn verður sýnt opinberlega aftur.“ í tilefni af sýningunni kemur út bókin Lífshlaup eftir Guðberg Bergsson en í henni eru yfir níutíu myndir af listaverkum og fjöldi ljós- mynda að auki. Lífshlaup stendur til 30. janúar ár- ið 2000. samstæður Komdu til okkar ef til stendur að kaupa hljómtceki. Þú sparar fjármuni, fyrirhöfn og ert um leið að fjárfesta í gceðum. Magnari 2x50 RMS • Útvarp FM/AM, klukka • Tvöfalt segulband auto rev. Ibita geislaspilari f. 3 diska • Tónjafnari • 2 Way hátalarar* Fjarstýring Magnari 2x30 RMS • Útvarp FM/AM, klukka • Tvöfalt segulband auto rev. MASH Ibita geislaspilari f. 5 diska • Tónjafnari 3D space • 2 Way hátalarar • Fjarstýring brautA’rholti 2 SIM I 5800 800 Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Hversu skyld eru íslenska og enska?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.