Morgunblaðið - 09.12.1999, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kjarna Pverholti 2, 5. hæð, 270 Mosfellsbæ,
Ástríður Grímsdóttir hdl., lögg. fasteignasali,
oorbjörg I. Jónsdóttir hdl., lögg. fasteignasali.
Sími 586 8080, símbréf 566 8532.
Netfang: kjarni@mmedia.is
http://www.habii.is/fastmos/
HJALLAHLÍÐ - 4RA HERB. ALLT SÉR -
GLÆSILEG ÍBÚÐ. Mjög falleg 4ra herb. 94,4 fm íbúð á 2. hæð
með sérinngangi. íbúðin skiptist í forstofu með flísum á gólfi, tvö
bamaherbergi með skápum og dúk á gólfum, gott hjónaherbergi með dúk
og miklum Skápum. Flísalagt Baðherbergi í hólf og gólf, með inngangi í
þvottahús. Lítið vinnuherbergi. Góð stofa og eldhús. Góð teppi á gangi og
stofu en flísar á eldhúsgólfi. Köld útigeymsla og geymsluris yfir íbúðinni.
Mjög falleg íbúð. Áhv. 5,4 m. V. 9,6 m.
MARKHOLT - 4-5 HERB. ALLT SÉR, ALLT
NÝTT - MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ. 4-5 herb íbúð á 1. hæð ,
fjórbýli, 144 fm. (búðin er öll endurnýjuð, nýjar innréttingar, nýir gluggar og
gler, nýtt baðherbergi, nýtt á gólfum. Sérgarður og -bílastæði. Falleg íbúð
sem gefur mikla möguleika. Ekkert greiðslumat. Áhv. 6,0 m. V. 10,9 m.
(1103)
BYGGÐARHOLT - RAÐHÚS - BÍLSKÚR. EIGN
SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR. 143 fm endaraðhús
ásamt 33 fm bílskúr. Húsið skiptist í góða forstofu, gestawc, sjónvarpshol,
eldhús með þvottahúsi innaf, fjögur svefnherbergi, baðherb., stóra stofu,
sauna og sturtuklefa. Húsinu er sérlega vel við haldið að utan sem innan.
Húsið stendur í lokuðum botnlanga. Góð ræktuð lóð. Stutt í alla þjónustu,
íþróttahús, skóla, hesthús, verslanir o.fl. Áhv. 2,5 m. V. 15,2 m.
Bjargvætturinn iðjulausi
KVIKMYNDIR
llcgnboginn
ANIDEAL HUSBAND
★ ★1/2
Leikstjórn: Oliver Parker. Handrit:
Oliver Parker eftir leikriti Oscars
Wilde. Aðalhlutverk: Rupert Ever-
ett, Cate Blanchett, Jeremy Nort-
ham, Minnie Driver og Julianne
Moore. Icon Productions 1999.
ÁRIÐ er 1895 og borgin er Lon-
don. Samkvæmislíf heldra fólksins
er í blóma; allir í leit að hentugum
maka, allir gefa sig út fyrir að vera
siðferðið uppmálað. Nema herra
Arthur Goring. Hann er siðlaus
iðjuleysingi, og viðurkennir það, og
af einhverjum ástæðum hrífst fólk
af þessari hreinskilni og treystir
honum. Þegar fégráðug frú
Cheveley mætir á staðinn og hótar
alþingismanninum Sir Róberti, fyr-
irmynd annarra ungra manna, öllu
illu, lendir Arthur í hlutverki
bjargvættar mitt í hringiðu lyga,
yfirhylminga, misskilnings og ör-
væntingar, þar sem ástin er samt
aldrei langt undan. Þessi grá-
glettna mynd, sem byggð er á
leikriti Oscars Wilde, lýsir á
skemmtilegan hátt þeim neyðar-
legu aðstæðum sem oft skapast af
þeim einum orsökum að fólk má
ekki vera það sjálft í þessu sam-
ansaumaða samfélagi. Margt er
býsna skemmtilegt, eins og pers-
ónurnar sem eru vel skrifaðar og
líflegar. Samtölin eru ansi góð á
stundum, og þá helst í samskiptum
Arthurs og föður hans. Margar
uppákomur eru skondnar, en í
heildina fínnst mér myndin missa
marks, þar sem sögufléttan er
hreinlega ekki nógu áhugaverð,
ekki nógu grípandi, auk þess sem
siðferðiskennd manneskjunnar hef-
ur breyst og gerir söguna illskilj-
anlega á stundum. Eg get ímyndað
mér að leikritið geti verið býsna
skemmtilegt sem léttur farsi, en
bíóhúsagestir nútímans gera mikl-
ar kröfur til söguþráðs án hnökra.
Það besta við myndina eru allir
þessir stórskemmtilegu leikarar.
Rupert Everett er sérlega sann-
færandi sem hinn heillandi iðju-
leysingi, en hann má eiga það að
þótt hann fái aldrei sérlega bita-
stæð hlutverk þá skilar hann sínu
alltaf vel. Jeremy Northam stend-
ur sig mjög vel í hlutverki hins ör-
væntingarfulla Sir Róberts. Minnie
Driver og Julianne Moore eru fín-
ar, en best allra er Cate Blanchett.
Hún hefur sýnt það áður að hún er
alveg þrusugóð leikkona. Hér sýnir
hún svo fínan leik sem hin siðsama
Gertrude, ástfangin eiginkona Sir
Roberts, að manni finnst hálfgerð
sóun að eyða kröftum hennar í svo
litla og saklausa mynd sem þessa.
Fyrirmyndar eiginmaður er vel
leikinn, lítill og ljúfur farsi sem víst
má glotta að í skammdeginu.
Hildur Loftsdóttir
Þórarinn Torfason og Tómas R. Einarsson fléttuðu saman tónlist og ljóðalestri.
Menningarkvöld Við árbakkann
Blönduósi-Húnvetnskir og hún-
vetnsk ættaðir listamenn komu
fram á menningarkvöldi í kaffi-
húsinu Við árbakkann á dögunum
og fluttu ljóð, lásu sögur og léku
tónlist af fingrum fram.
Tómas R. Einarsson tónlistar-
maður sem er ættaður frá
Blönduósi las kafla úr bókinni Af-
ródíta eftir Isabel Allende en Tó-
mas þýddi þá bók. Auk þess að
lesa lék Tómas á bassann sinn
eigin tónverk og annarra. Dúett-
inn Kúnzt frá Blönduósi, sem
skipaður er hjónunum Jóni Sverr-
issyni og Jóhönnu Harðardóttur,
flutti nokkur lög af nýjum geisla-
diski sínum sem ber nafnið „Ótrú-
leg orð“.
Birgitta Hrönn Halldórsdóttir
bóndi og rithöfundur frá Syðri-
Löngumýri las úr nýjustu skáld-
sögu sinn „Eftirleik“ en þessi bók
er jafnframt sautjánda bók höf-
undar. Þórarinn Torfason las úr
nýrri ljóðabók sem hann gefur
sjálfur út og heitir „SviP‘. Þessi
bók er önnur Ijóðabók höfundar
en auk þess hefur hann gefið út
eina skáldsögu. Þeir Tómas og
Þórarinn fléttuðu einnig saman
tónlist og ljóðalestri við góðar
undirtektir. Kolbrún Zophonías-
dóttir Ias úr bók Árna Gunnars-
sonar „Háspenna lífshætta" sem
fjallar um veiðimanninn skag-
firska Sigurfinn Jónsson.
Húvetningar fjölmenntu á
menningarhátíðina Við ár-
bakkann og var gerður góður
rómur að frammistöðu listamann-
ana.
Kjúklingasúpa fyrir 6
900-1200g kjúklingur í bitum • 5 gulrætur • 2 litlir laukar • 3 stönglar sellery
• 1 rauð parika • 1 ds mais/gulikorn • 3/4 bolli ósoðið bygg/hrisgrjón.
Maireiðsluaðferð: Maukið í matvinnsluvél 2 gulrætur, 1 lauk og sellerýstönglana.
Saxið afganginn af græmetinu. Setjið vatn í pott svo fljóti yfir kjúkinginn.
Grænmetismaukið og saxaða grænmetið sett yfir. Suðan látin koma upp og
látið krauma í 1 klst. Bætið þá byggi/hrisgrjónum útí í og látið sjóða í aðra
klst. Takið kjúklinginn úr pottinum, hreinsið kjöt af beinunum, skerið í
bita, setjið út í súpuna ásamt maisnum. Skerpið á hitanum og
berið súpuna fram með góðu brauði.
X
Erlendar súpusfður:
http://www.souprecipe.com/
http://www.happycookers.com/
Kjúklinga-spaghettisúpa
500 gr kjúklingabringur • 500 gr spaghetti • 4 stk hvítlauksgeirar • 3 msk
salt • 12 bollar vatn • 3 msk matarolía • kjúklingakraftur og soyjasósa
Matreiðsluaðferð: Látið vatnið sjóða í góðum potti, setjið út í salt, olíu og
niðurskorinn hvítlaukinn. Skerið bringumar í smá bita, brjótið speghettíið
fingurlangt út í pottinn, hrærið vel saman, sjóðið í 30 mín.
Bragðbætið eftir smekk með kjúlinj
ogsoyasósu
KJUKUNGAS/ BÆNDUR í
DfEr hita og hreSf
pfkulda og trekk'