Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
P
V
Leyni-blaða-
mennska
Æskilegt væri að öll þáttaröð Mac Intyr-
es væri sýnd í sjónvarpinu. Hún minnir
okkur á að óhugnanleg spilling og við-
urstyggilegir fordómarþrífast víða und-
iryfirborðinu í samfélagi manna.
BLAÐAMENNSKA er í eðli
sínu leit að sannleika - tilraun
til að komast að kjarna hvers
máls og að endurspegla sem
best margbreytileika mannlífs-
ins. Víða um lönd þykir blaða-
mennskan þjóna best sannleik-
anum þegar að baki henni býr
sjálfstæð rannsókn - óháð hags-
munaöflum og valdsmönnum.
Slík blaðamennska hefur átt erf-
itt uppdráttar á Islandi. Vafa-
laust ræður smæðin þar miklu.
A Islandi ríkir Gróa á Leiti,
landsmenn eru sólgnir í slúður
og tala frjálslega sín á milli um
náungann. En það má alls ekki
segja frá slíku opinberlega -
nema sá sem talið varðar geri
það sjálfur. Sjálfhverfar afhjúp-
unarsögur eru í hávegum hafð-
ar, en sjálfstæð rannsókn blaða-
manns á einstaklingi án hans
velþóknunar þykir skammarleg.
I litlum sam-
VIÐHORF
Eftir JakobF.
Ásgeirsson
félögum ræð-
ur hræsnin
gjarnan ríkj-
um.
I gærkvöldi sýndi sjónvarpið
merkilega heimildarmynd um
skuggahliðar tískuheimsins.
Myndin var byggð á vett-
vangsrannsókn írska blaða-
mannsins Donals Mac Intyres.
Hann stundar svokallaða leyni-
blaðamennsku (e. undercover
journalism). Leyni-blaða-
mennska felst í því að blaðamað-
urinn villir á sér heimildir við
upplýsingaöflun, býst í dular-
gervi og sviptir hulunni af ým-
issi starfsemi með því að taka
sjálfur þátt í henni um hríð.
Þetta er áhættusamt starf og
til þess veljast tíðum pólitískir
þráhyggjumenn eins og Þjóð-
verjinn Gúnther Wallraff og
Ástralinn John Pilger. Það hef-
ur rýrt mjög áhrifamátt blaða-
mennsku þeirra að þeir hafa
verið boðberar tapaðs málstaðar
í stjórnmálum. A hinn bóginn er
virðingarvert hversu óhikað þeir
hafa oft staðið með lítilmagnan-
um. Báðir telja þeir það hlut-
verk sitt að afhjúpa hræsni
valdsmanna. Pilger er, sem
kunnugt er, frægur fyrir að
sýna umheiminum grimmdar-
verk Pol Pots í Kambódíu og
nokkurra ára gömul sjónvarps-
mynd hans um vinnuþrælkun yf-
irvalda í Búrma var sérlega
áhrifamikil. Til Búrma fór Pil-
ger með falsað vegabréf í gervi
starfsmanns á ferðaskrifstofu.
Segja má að blaðamaðurinn
og rithöfundurinn Martha Gell-
horn (þriðja eiginkona Hemin-
gways) hafl komið Pilger á spor-
ið. Arið 1966 skrifaði hún frægar
greinar í breska blaðið Guardian
um Víetnam-stríðið. Hugh
Cudlipp, þáverandi ritstjóri Mir-
ror-blaðsins, sýndi ungum
blaðamanni sínum, John Pilger,
greinar Gellhorns og sagði:
- Þetta er það sem er raun-
verulega að gerast, farðu og
náðu í þessa sögu fyrir okkur.
Gellhorn sagði frá því síðar að
Pilger hefði skrifað þær greinar
um Vletnam-stríðið sem hún
hefði ætlað sér að skrifa, en eft-
ir birtingu Guardian-greinanna
var henni synjað um vegabréfs-
áritun til Víetnam.
Donal Mac Intyre er ekki síð-
ur ástríðufullur blaðamaður en
Pilger og hefur þann kost um-
fram Pilger að vera laus við allt
pólitískt ofstæki. Þátturinn um
tískuheiminn er hluti fjögurra
þátta raðar sem byggist á um-
fangsmikilli heimildaöflun sem
stóð í rúmt ár og var þaulskipu-
lögð af fjölmennu starfsliði
BBC-sjónvarpsins. Um eins árs
skeið brá Mac Intyre sér í fjög-
ur ólík gervi og túlkaði fjórar
manngerðir samtímis. Hann
þóttist vera fótboltabulla, líf-
vörður, starfsmaður á elliheimili
og tískuljósmyndari. Hann bjó í
fjórum borgum og talaði fjórar
ólíkar mállýskur. Það reyndi því
mjög á blaðamanninn. Ekki síst
vegna þess að grundvallaratriði
i slíkri blaðamennsku er að upp-
lýsingarnar sem blaðamaðurinn
er á höttunum eftir komi af
sjálfsdáðum frá fólkinu sem
hann er að reyna að afhjúpa.
Eins og sjá mátti í þættinum um
tískuheiminn tók Mac Intyre
flest samtöl upp á segulband og
filmu með flóknum leynilegum
útbúnaði. Upplýsingar, sem
þannig er aflað, verða að hljóma
eins og hluti eðlilegs samtal; að
öðrum kosti geta slungnir mála-
færslumenn gert þær tortryggi-
legar. Til dæmis verður að gæta
þess að spyrja ekki leiðandi
spurninga og alls ekki leggja
gildrur fyrir viðmælendurna.
Markmiðið er að kynnast fólki
svo vel að það tali við blaða-
manninn eins og vin.
Þegar tískusýningaþáttur
Mac Intyres var sýndur í Bret-
landi fyrir tveimur vikum vakti
hann geysimikla athygli og um-
tal. Meðal annars var sagt frá
þættinum í fréttum hér á landi.
Og hvernig skyldu íslenskir
fjölmiðlar hafa brugðist við tíð-
indunum um skuggahliðar tísk-
usýningaheimsins? Jú, þeir
sneru sér undireins til tals-
manns Elite á íslandi og spurðu
hvort íslenskar sýningastúlkur
hefðu lent í nokkru misjöfnu.
Talsmaðurinn kvað það af og
frá. Og þá þurfti ekki frekari
vitnanna við. Málið var afgreitt í
íslenskum fjölmiðlum. Það
hvarflaði ekki að neinum að
kanna málið sjálfstætt. Áður en
Mac Intyre sýndi þátt sinn neit-
uðu talsmenn Elite á alþjóðavísu
öllum ásökunum um að starfs-
menn á þess vegum af-
vegaleiddu og misnotuðu korn-
ungar sýningastúlkur, en eftir
að þátturinn var sýndur neydd-
ust þeir til að horfast í augu við
staðreyndir og fáeinir hausar
voru látnir fjúka. í ljósi þessa
hefði mátt búast við að íslenskir
fjölmiðlar tryðu mátulega yfir-
lýsingum talsmanns Elite-
fyrirtækisins, en því var ekki að
heilsa.
Æskilegt væri að öll þáttaröð
Mac Intyrés væri sýnd í sjón-
varpinu. Hún minnir okkur á að
óhugnanleg spilling og viður-
styggilegir fordómar þrífast
víða undir yfirborðinu í samfé-
lagi manna. ísland er þar engin
undantekning. Og þótt við eig-
um vart kost á alvarlegri leyni-
blaðamennsku, mætti nálgast
hana ef íslenskir blaðamenn
gerðust almennt gagnrýnni í
hugsun og trúrri sínu raunveru-
lega hlutverki - að leita að
kjarna hvers máls og endur-
spegla sem best mannlífið í allri
þess margbreytni.
STEFÁN
STEFÁNSSON
+ Stefán Stefáns-
son fæddist á
Kröggólfsstöðum í
Ölfushreppi 24. jan-
úar 1902 en ólst upp
á Fossi í Grímsnesi.
Hann lést á Sólvangi
í Hafnarfirði 1. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Stefán Þorsteinsson
bóndi, f. 25.11. 1864,
d. 1920, og Sigríður
Guðmundsdóttir
húsfreyja, f. 5.9.
1873, d. 1963. Systk-
ini Stefáns eru Guð-
mundur, f. 15.7. 1898, d. 12.5.
1990, Þorsteinn, f. 23.9. 1899, d.
9.6. 1986, Guðrún, f. 28.5. 1903,
d. 27.6. 1982, Sigrún f. 23.
12.1904, nú látin, Sigurður
Ágúst, f. 28.8. 1906, nú látinn,
Karl Óskar, f. 14.8. 1907, d.
11.10. 1932, Jóhanna Margrét, f.
24.11. 1908, Valgerður, f. 19.11.
1910, d. 20.3. 1989, Garðar, f.
1.1. 1912, d. 1912, Þórunn, f. 9.2.
1915, nú Iátin.
Stefán kvæntist Þórunni Ivars-
dóttur 18.10. 1930. Hún var fædd
31.5. 1904, d. 19.4. 1967. For-
eldrar Þórunnar voru Ivar Jóns-
son sjómaður, f. 4.4. 1870, og
Ingveldur Jónsdóttir, húsmóðir,
f. 22.1. 1880. Börn Stefáns og
Þórunnar eru Soffía Bryndís, f.
9.5. 1930, fulltrúi í Hafnarfirði,
gift Gunnari Guðmundssyni, vél-
virkja og kennara, og eiga þau
þrjú börn; Stefán, f. 26.9. 1931,
bifreiðarstjóri í Kópavogi,
kvæntur Guðrúnu L. Guðmun-
dsdóttur húsmóður og eiga þau
sex börn; Óskar Karl, f. 27.11.
1932, húsasmiður, I sambúð með
Helgu Haraldsdótt-
ur stjórnarráðsfull-
trúa og á hann tvö
börn með fyrri
konu sinni Ingi-
björgu Kristjáns-
dóttur; Jón Valgeir,
f. 24.6. 1934,
íþrótta- og dansk-
ennari í Danmörku
og á hann eitt barn;
Ágúst, f. 22.5. 1937,
vélstjóri, kvæntur
Önnu M. Þórðar-
dóttur, talsímaverði
og eiga þau þrjú
börn; Sigurður, f.
20.7. 1939, verkamaður, kvænt-
ur Ragnheiði Sigurðardóttur og
eiga þau þrjú börn saman en
hann átti þrjú börn fyrir hjóna-
band.
Stefán reri út frá Þorlákshöfn
á opnum bátum í um tvær vertíð-
ir innan við tvítugsaldur. Hann
vann við trésmíðar á Selfossi og
þar þótti hann efnilegur smiður
og var hvattur til að læra þessa
iðngrein. Hann fluttist til Hafn-
arfjarðar um tvítugt og hóf þar
trésmiðanám en jafnframt því
stundaði hann bóklegt nám í
kvöldskóla Emils Jónssonar er
síðar varð alþingismaður og ráð-
herra. Stefán starfaði siðan hjá
Dverg hf. í Hafnarfirði í sextíu
ár. Auk þess var hann í mörg ár
aðstoðarmaður í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði. Stefán og Jens
vinnufélagi hans í Dverg voru
með þeim fyrstu í Hafnarfirði
sem keyptu og óku á sínum eigin
bíl en bflnúmerið var HF 5.
Útför Stefáns fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Kæri tengdapabbi, þá er komið að
kveðjustund. Það er margt sem á
daga þína hefur drifið í tæplega 98
ár. Það eru svo miklar framfarir og
tæknivæðing að ég ætla ekki að telja
það upp. ég kom á heimili þínu og
þar kom okkur alltaf vel saman.
Þetta var árið 1967 og konan þín dó
það sama vor. Þú varst alltaf hjálp-
samur og vildir allt fyrir alla gera.
Þú varst góður trésmiður og vannst í
trésmiðjunni Dverg í Hafnarfirði yf-
ir 60 ár. Þú taldir ekki eftir þér að
smíða heilu eldhúsinnréttingarnar
og fataskápana fyrir bömin þín.
Þér fannst gaman að koma á
æskustöðvarnar á Fossi í Grímsnesi
þar sem þú ólst upp í stórum systk-
inahópi, og að Borg við Eyrarbakka
þar sem foreldrar mínir voru með
LILJA
SIG URÐARDÓTTIR
+ Lilja Sigurðar-
dóttir fæddist á
Bólstað í Vest-
mannaeyjum 26.
mars 1919. Hún lést
22. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sigurð-
ur Ólafsson trésmið-
ur og útgerðarmað-
ur frá Hrútafellskoti
undir Eyjafjöllum
og kona hans Auð-
björg Jónsdóttir
húsmóðir frá Tungu
í Fljótshlíð. Systkini
Lilju voru Óskar, f.
1. júní 1910, kvæntur Soffíu Zop-
honíasdóttur,iþau hjón eru bæði
látin, þau áttu fimm börn; Bára,
f. 16.12. 1925, gift Páli Gíslasyni
og eignuðust þau fimm börn.
Hálfsystir Lilju, samfeðra, var
Sigurbjörg, f. 5.5. 1895, hennar
maður var Kristján Egilsson,
bæði eru þau hjón látin, en þau
áttu fimm börn.
Hinn 15. ágúst 1942 giftist
Lilja Guðlaugi Ragnari Runólfs-
syni frá Fáskrúðsfirði, f. 28.9.
1918, d. 13.4. 1991. Kjörsonur
Lilju og Ragnars er Emil Ragn-
arsson, f. 22.7. 1944.
Kona hans er Ingi-
björg Guðmunds-
dóttir, f. 23.1. 1946,
frá Uxahrygg á
Rangárvöllum. Eiga
þau fimm börn. Þau
eru: 1) Inga Björk,
f. 20.10. 1965, gift
Haraldi Ólasyni,
þau eiga þrjú börn:
Emil Inga, Hólm-
fríði Lilju og Ólöfu
Helgu. 2) Halla
Guðlaug, f. 6.6.
1967, gift Sævari
Halldórssyni, þau
eiga þrjú börn: Emmu Ósk, Guð-
laugu Lilju og Hafþór Inga. 3)
Guðlaugur Ragnar, f. 30.1. 1970,
kvæntur Ástrósu Guðmundsdótt-
ur, þau eiga tvær telpur: Báru
Sif og Guðmundu Sjöfn. Fyrir
átti Ragnar Elsu Björgu með
Þórdísi Skúladóttur. 4) Sigurður
Þór, f. 11.1. 1971, kvæntur Haf-
rúnu Ósk Gísladóttur, þau eiga
tvö börn: Birgittu Þóru og Ágúst
Bjarka. 5) Guðmundur Hreinn, f.
11.1. 1971.
Útför Lilju fór fram frá Eyrar-
bakkakirkju 30. nóvember.
Elsku amma, þá ertu búin að
kveðja okkur í hinsta sinn. Þótt þú
værir búin að vera mjög heilsutæp
frá unga aldri varst þú sterkur
persónuleiki, lífsglöð og létt í lund.
Það var frábært að spjalla við
þig um daginn og veginn, því það
var alltaf svo stutt í grínið og gam-
anið hjá þér. Þú varst mikil hann-
yrðakona meðan heilsan leyfði. En
svo fór heilsan og handavinnuna
varðst þú að leggja frá þér, en þú
sveitabúskap og þar fannst þér gam-
an að hjálpa til við heyskapinn.
Það var oft gaman á heimili okkar
Gústa þegar þið Guðmundur bróðir
þinn og Petrea kona hans komuð í
heimsókn. Stundum voru Sigurður
og Þorsteinn bræður þínir með líka,
og þá rifjuðuð þið upp gömlu góðu
dagana og fóruð með eigin kveðskap.
Kæri Stefán, ég vil þakka þér fyr-
ir allt sem þú hefur gert fyrir fjöl-
skyldu mína. Við eigum minningar
um góðan föður og afa. Þú dvaldii-
síðustu árin á Sólvangi í Hafnarfirði
og viljum við færa starfsfólkinu þar
þakkir fyrir góða umönnun.
Anna M. Þórðardóttir.
Elsku afi, nú ertu búinn að kveðja
þennan heim eftir langa og góða líf-
daga. Ég og krakkarnir mínir heim-
sóttum þig í september til að kveðja
þig því við vorum á leið til Þýska-
lands til dvalar í nokkra mánuði. Þú
varst hress og kátur og söngst
Gamla Nóa fyrir krakkana. Þá minn-
ingu mun ég geyma um þig.
Þótt aldurinn væri farinn að segja
til sín og minnið ekki upp á sitt besta
var alltaf gaman að hitta þig, fá að
heyra um gamla daga, hvernig um-
horfs var þegar þú komst íýrst til
Hafnarfjarðar og sjá bæinn taka
stakkaskiptum. Já, þú lifðir mikla
breytingatíma, varðst nærri jafn-
gamall öldinni sem er að líða.
Við hittum þig oft á sunnudögum
hjá mömmu og pabba en síðustu
mánuðina varstu hættur að treysta
þér að koma. Oft komstu með austur
fyrir fjall þegar við heimsóttum ætt-
ingja þar og þá fengum við að vita
heiti á hverju einasta fjalli og öðru
sem fyrir augu bar á leiðinni því
fróður varstu um örnefni og stað-
hætti á Suðurlandi. Þú varst áhuga-
samur um atvinnu þinna afkomenda
og varst ánægður ef menn voru dug-
legir í vinnu því sjálfur varstu vinnu-
samur, sást lýrir stórri fjölskyldu og
stundaðir trésmíðar fram á níræðis-
aldur og jafnvel þá hélstu áfram að
vinna heima fyrir við innrömmun og
fleira.
Þú varst mikið ljúfmenni og til-
búinn að veita öllum aðstoð sem til
þín leituðu en sjálfur varstu hógvær
og nægjusamur. Við systkinin og
fjölskyldur okkar þökkum fyrir sam-
veruna og við munum sakna þess að
hafa þig ekki hjá okkur um þessi jól.
Guð geymi þig.
Helga Ágústsdóttir.
fannst þér þá eitthvað annað til að
stytta þér daginn með.
Þú varst frábær vinkona og fé-
lagi og alltaf gott að koma til þín.
Það verður tómlegt um jólahátíð-
ina, þú varst svo stór hluti af til-
verunni um hátíðarnar, einkanlega
mun okkur finnast það á gamlárs-
kvöld, en þá varstu alltaf í mat hjá
mér og síðan fórum við að horfa á
brennuna.
Þú vildir aldrei láta hafa neitt
fyrir þér, t.d. með afmælið þitt síð-
astliðinn vetur, þá sagðist þú ekki
vilja halda upp á það, sagðir að það
tæki því ekki. En við sögðum að
það væri minnsta málið að halda
eina afmælisveislu og þá ljómaðir
þú af ánægju, því eins og við viss-
um var það einmitt það sem þig
langað til og það var góður afmæl-
isdagur.
Eg sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásælt er aðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma, nú ertu komin til
afa og líður vel. Þú munt lifa í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Blessuð sé minning þín.
Inga Björk.