Morgunblaðið - 09.12.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 47
MIKKELÍNA MARÍA
SVEINSDÓTTIR
GRÖNDAL
+ Mikkelína María
Sveinsdóttir
Gröndal fæddist á
Flateyri við Onund-
arfjörð 9. janúar
1901. Foreldrar
hennar voru Rann-
veig Hálfdanardótt-
ir, f. 27. júní 1879, d.
12. apríl 1950,
hreppstjóra í Meiri-
Hlíð í Bolungarvík
Örnólfssonar og
konu hans Guðrún-
ar Níelsdóttur, og
Sveinn Árnason, f.
24. júní 1864, d. 27.
janúar 1935, frá Vigur í Ögur-
hreppi við Isafjarðardjúp. Hann
var sonur Árna, bónda í Króki í
Norðurárdal í Mýrasýslu, og
konu hans, Halldóru Benjamíns-
dóttur. Sveinn missti ungur for-
eldra sína, en ólst upp frá tólf ára
aldri hjá séra Sigurði Stefánssyni
í Vigur. Þau Rannveig og Sveinn
áttu heima á Flateyri fyrstu tvö
árin, 1899-1901, en bjuggu siðan
á Kroppsstöðum í Önundarfirði
1901-1903. Þá fluttu þau að
Hvammi, hjáleigu frá Meiri-Hlíð í
Bolungarvík og bjuggu þar til
1908, en fóru þaðan að Hvilft í
Önundarfirði og bjuggu þar í 19
ár, eða til 1927. Eftir það áttu þau
heima á Flateyri. Börn Rannveig-
ar og Sveins urðu ellefu talsins,
en aðeins sex komust til fullorð-
insára: Mikkelína var elst, Guð-
rún Halldóra, f. 20. apríl 1902, d.
7. ágúst 1923, Einar, f. 14. mars
1904, d. 15. mars 1904, Áslaug, f.
22. júní 1905, Hálf-
dan, f. 7. maí 1907, d.
18. nóvember 1970,
Svava, f. 12. septem-
ber 1909, d. 9. desem-
ber 1990, Elín, f. 25.
febrúar 1912, d. 21.
janúar 1916, Berg-
ljót, f. 12. maí 1914, d.
24. mars 1915, Árni,
f. 25. ágúst 1916, d. 6.
september 1916,
Hreiðar, f. 16. apríl
1919, d. 31. maí 1919,
Karl, f. 15. maí 1922,
d. 24. júlí 1980. Öll
börnin eru nú látin
nema Áslaug sem lifir í hárri elli
á hjúkrunarheimilinu Eir.
Mikkelína giftist 15. nóvember
1924 Sigurði B. Gröndal, f. í Ól-
afsvík 3. nóvember 1903, d. 6. júní
1979, rithöfundi, hótelstjóra og
síðast yfirkennara og skólastjóra
Matsveina- og veitingaþjónaskóla
Islands. Foreldrar hans voru
Benedikt Þorvaldsson Gröndal, f.
9. ágúst 1870 í Hvammi í Norður-
árdal, d. 14._júlí 1938, skáld,
skólastjóri í Ólafsvík 1895-1905
og sfðast bæjarfógetaskrifari í
Reykjavík, og kona hans Sigur-
laug Guðmundsdóttir Gröndal, f.
10. október 1885, d. 24. október
1960. Börn Mikkelínu og Sigurð-
ar eru sjö: 1) Benedikt, fv. for-
sætisráðherra og sendiherra, f. 7.
júlí 1924, en kona hans er Heidi
Jaeger, f. 13. apríl 1922, og
þeirra börn: Jón, f. 26. aprfl 1949,
Tómas, f. 27. maí 1955, d. 16. nó-
vember 1998, og Einar, f. 25. júní
Án efa fáir, það er mín trú,
sér áttu göfugra hjarta en þú,
það vakti mér löngum lotning;
í örbirgð mestu þú auðugust varst
og allskyns skapraun og þrautir barst
sem værir dýrasta drottning.
Með þessu erindi úr kvæðinu Móð-
ir mín eftir þjóðskáldið Matthías
Jochumsson vil ég byrja fáein minn-
ingarorð um Mikkelínu S. Gröndal,
eða ömmu Línu eins og ég nefndi
tengdamóður mína ævinlega. Betri
móðir er vandfundin; hún var sann-
kölluð ættmóðir stórrar fjölskyldu
sem á henni mikið að þakka.
Amma Lína var af aldamótakyn-
slóðinni; hún var fædd á níunda degi
tuttugustu aldarinnar og litlu munaði
að hún lifði hana til enda, því að hún
var tæplega 99 ára þegar hún lést.
Hún fæddist á Flateyri, en ólst upp á
sveitabæjum fyrir vestan, lengst að
Hvilft við Önundarfjörð. Þótt hún
viki oft að vinnuhörkunni í sveitinni á
uppvaxtarárum sínum minntist hún
heimahaganna með hlýju og stór
mynd af Flateyri hékk jafnan í stofu
hennar.
Hún var elst ellefu systkina, en að-
eins sex komust á legg, eins og al-
gengt var í gamla íslenska bænda-
samfélaginu; barnadauðinn var svo
skelfilegur.
Lína fór ung að heiman. Fyrst var
hún í vist á ísafirði, en síðan hélt hún
suður til Reykjavíkur ásamt Guð-
rúnu systur sinni. Guðrún fékk
berkla, lést langt um aldur fram að-
eins 21 árs gömul, og Lína minntist
hennar með sárum söknuði.
Sjálf hóf hún störf á Hótel íslandi
og þar kynntist hún lífsförunaut sín-
um, Sigurði Benediktssyni Gröndal,
síðar rithöfundi og einum af frum-
herjum framreiðslumanna á íslandi.
Hann lýsti eitt sinn skemmtilega í
blaðaviðtali, hvernig tilviljun réð því
að hann gerðist þjónn á Hótel íslandi
nítján ára gamall, en þangað átti
hann heldur en ekki erindi, því þar
kynntist hann sinni góðu og sterku
konu.
Starfsfólkið á Hótel íslandi gaf
Linu og Sigurði forláta klukku með
áletruðum silfurskildi í brúðargjöf,
en þau giftu sig 15. nóvember 1924.
Eg man vel þegar hún sýndi mér
gripinn brosandi skömmu eftir að við
kynntumst - og hve þessi gamla
klukka sló með fallega dimmum
hljómi.
Þau hjónin áttu miklu barnaláni að
fagna og eignuðust sjö mannvænleg
börn sem öll eru á lífi.
Börnin og heimilið urðu lífsstarf
Línu og hún gegndi því af fádæma
dugnaði og skyldurækni. Hún sagði
mér að fyrir stríð hefði hún stundum
getað haft vinnukonur til að hjálpa
sér við heimilisstörfin, en í stríðinu
varð allt vinnuafl svo eftirsótt að
enga aðstoð var hægt að fá. Nærri
má geta hversu mikil vinna það var
fyrir eina manneskju að annast allan
hópinn, sjö börn sem fædd voru á
tæpum tólf árum. Engin voru heimil-
istækin, og Lína bæði saumaði og
prjónaði allt á sig og bömin. Oft vakti
hún fram á nætur til að þvo og
þurrka föt, því að börn hennar voru
ætíð vel og fallega til fara.
Nýta varð hvern hlut, venda og
sauma upp úr gömlu. Þetta gerði hún
með sínu meistaralega handbragði
sem ég kynntist þegar hún bjó til
flíkur á mín börn.
Þau Lína og Sigurður hófu búskap
sinn á Ránargötu 24, í húsi tengda-
foreldra hennar; síðan bjuggu þau á
Vesturgötu 17, Framnesvegi 38 og
lengi í húsinu Skálholti við Kapla-
skjólsveg. Saga þess húss endur-
speglar umrót tuttugustu aldar í ís-
lensku þjóðlífi. Húsið stóð afskekkt á
stóru hvanngrænu túni, þegar þau
fluttu í það, en skömmu eftir herset-
una var Kamp Knox byggður á tún-
inu og Skálholt afgirt með himin-
hárri girðingu. Að stríðinu loknu
varð kampurinn íbúðarhverfi fólks
vegna húsnæðiseklu sem stafaði ekki
síst af landsbyggðarflótta ekki ólík-
um þeim sem nú á sér stað.
Hin barnmarga fjölskylda leigði
efri hæðina í Skálholti, en á neðri
hæðinni bjuggu eigendur hússins,
sómahjónin Guðrún og Carl Finsen.
Lína og Sigurður eignuðust fyrstu
íbúð sína árið 1949, litla risíbúð í
Mávahlíð 28, en fluttu nokkru síðar í
fallega hæð á Flókagötu 58 - og þar
bjuggu þau þegar ég tengdist fjöl-
skyldunni.
Lína var tekin að reskjast, þegar
ég kynntist henni fyrst; hún var orð-
in 65 ára en var enn falleg kona með
hvítt hár. Ári síðar áttum við Gylfi
1960. 2) Sigurlaug Claessen, fv.
læknafulltrúi, f. 8. maí 1926, en
maður hennar var Arent Claessen
stórkaupmaður, f. l.apríl 1924, d.
7. september 1993, og þeirra börn
eru: Hjördís, f. 6. október 1951 og
Hildur, f. 14. ágúst 1956. 3) Hall-
dór prestur, f. 15. október 1927,
en kona hans er Ingveldur Lúð-
vigsdóttir Gröndal, fv. læknafull-
trúi, f. 9. júlí 1929, og þeirra börn
eru: Lúðvík, f. 18. ágúst 1955,
Sigurbjörg, f. 12. maí 1957, Hall-
grímur, f. 1. maí 1960 og Þorvald-
ur, f. 21. júlí 1972. 4) Ragnar fv.
verslunarmaður, f. 17. júlí 1929,
en kona hans er Ingibjörg Hjart-
ardóttir Gröndal, fv. Sóknarkona,
f. 18. júní 1931, og þeirra börn
eru: Ragnhildur, f. 26. ágúst
1949, Jakobína Hjördís, f. 28.
ágúst 1951, Dagrún, f. 6. septem-
ber 1953 og Sigurður, f. 28. jan-
úar 1959. Áður átti Ragnar Sigur-
berg Gröndal, f. 16. nóvember
1948. 5) Þórir, ræðismaður og
framkvæmdastjóri, f. 8. maí 1932,
en kona hans er Erla Olafsson
Gröndal, fv. einkaritari og flug-
freyja, f. 9. desember 1933, og
dóttir þeirra Unnur Maria, f. 9.
september 1958. 6) Ragnheiður
skrifstofustjóri, f. 20. september
1934, en maður hennar er Birgir
Þorgilsson, fv. formaður Ferða-
málaráðs, f. 10. júlí 1927, og
þeirra barn er Sigrún, f. 4. mars
1960. 7) Gylfi rithöfundur, f. 17.
apríl 1936, en kona hans er Þór-
anna Tómasdóttir Gröndal fram-
haldsskólakennari, f. 17. desem-
ber 1945; börn: Jóhann, f. 4. júlf
1959, sonur Gylfa en stjúpsonur
Þórönnu, Gerður María, f. 17.
nóvember 1966, Sigríður Lína, f.
7. nóvember 1968 og Gylfi Freyr,
f. 24. ágúst 1971. Alls eru afkom-
endurnir 73.
Útför Mikkelínu S. Gröndal fer
fram frá Háteigskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
okkar fyrsta barn, og þá var það Lína
sem lagði það á sig að koma til okkar
á hverjum degi til að þvo bleiumar
eftir að ég kom heim af sænginni og
hafði meðferðis nýbakaðar kleinur í
boxi. Sagan endurtók sig þegar við
eignuðumst annað bamið; slík var
hjálpsemi hennar og fómfýsi.
Lína naut ekki skólamenntunar
nema barnaskólanáms á Flateyri hjá
Snorra Sigfússyni, síðar námsstjóra,
sem hún dáði mjög. Og svo góð var
fræðslan sem hún fékk hjá Snorra að
hún gat að sögn leiðbeint börnum
sínum við heimanám allt að gagn-
fræðaprófi. A síðustu áram gafst
henni tími til bóklestrar og hún las
reiðinnar ósköp. Eftir að sjón hennar
dapraðist var hún dugleg að fá hljóð-
bækur frá Blindrabókasafninu og
fylgdist með öllu sem út kom á
prenti. Hún las blöðin betur en nokk-
ur annar og gat oft greint okkur sem
yngri voram frá einhverju sem fram-
hjá okkur hafði farið. Einnig hafði
Lína unun af blóma- og garðrækt.
Oft var hún komin út í garð á sumrin
klukkan sex á morgnana til að hlúa
að blómum sínum og hreinsa beð.
Hún var einstök hannyrðakona,
saumaði út feiknin öll af púðum,
klukkustrengjum og dúkum. Enn-
fremur sá hún öllum afkomendaskar-
anum fyrir útprjónuðum vettlingum
og handa hverjum nýjum afkomanda
heklaði hún gullfallegt vögguteppi.
Amma Lína var stjómsöm kona og
skapheit, en aldrei sá ég hana láta
eftir sér að reiðast. Hún var hress í
tali, kát og skemmtileg, hló hjartan-
lega ef eitthvað fyndið bar við. Og
aldrei varð hún glaðari en þegar Al-
þýðuflokknum gekk vel í kosningum,
því að honum fylgdi hún að málum
alla tíð. Faðir hennar, Sveinn Áma-
son, var einn af framkvöðlum jafnað-
arstefnunnar hér á landi - og ekki
minnkaði áhugi Línu þegar Bene-
dikt, elsti sonur hennar, var orðinn
virkur þátttakandi í stjórnmálabar-
áttunni.
Lína var höfðingi heim að sækja,
hljóp við fót þegar hún gaf gestum
kaffi.
Þessi eiginleiki hennar var einnig
áberandi eftir að hún kom á hjúkrun-
arheimilið Eir. Þar geislaði frá þess-
ari háöldruðu konu velvild og góður
hugur. Hún var sátt við guð og menn
og þakklát fyrir sérhvert lítilræði
sem fyrir hana var gert.
Það er margs að minnast, þegar
góð kona er gengin; kona, sem aldrei
krafðist neins fyrir sína hönd, en lét
hagsmuni annarra ganga fyrir.
Eg vil að endingu kveðja tengda-
móður mína með innilegri þökk og
virðingu og ljúka þessum orðum með
öðra erindi úr kvæðinu Móðir mín
eftir Matthías Jochumsson:
En burtu með sút og sorgarlag!
Mín signaða móðir, gleðibrag
ég veit þú vilt að ég stæri;
frá Guði brosti þér gleðin hrein
í gegnum þín stöðug tár og mein,
sem braut þín öll blómstráð væri.
Þóranna Tómasdóttir Gröndal
Það era margar minningar og allar
góðar sem líða um leiksvið hugans
þegar ég nú kveð mína kæra tengda-
móður, Línu S. Gröndal. Fullu skírn-
arnafni hét hún Mikkelína María
Sveinsdóttir, en mamma, amma Lína
og langamma Lína vora hennar nöfn
í daglegu tali. Þau bar hún öll með
sæmd til dauðadags 30. nóvember sl.
Lína og eiginmaður hennar, Sig-
urður B. Gröndal, eignuðust sjö
böm, fimm syni og tvær dætur.
Yngri dótturina, Ragnheiði, gáfu þau
þeim sem þetta ritar. Þeirri dýr-
mætu gjöf fylgdi ævilöng vinátta og
umhyggja. Það vora því mikil gæfu-
spor í lífi mínu þegar ég steig fyrst
fæti inn á heimili þeirra við Mávahlíð.
Uppeldi systkinanna mun að mestu
hafa hvílt á herðum Línu, enda
vinnutími föður þeirra óreglulegur.
Það er ekki auðvelt að ímynda sér
það erfiði sem fylgdi starfi húsmóð-
urinnar á svo stóra heimili á þeim ár-
um þegar öll bömin vora að alast upp
í heimahúsum. Þau hjálpartæki sem
nú prýða flest heimili nútíma manns-
ins þekktust ekki og hvíldartímar
Línu hafa því ekki verið margir.
Börnin sjö lifa móður sína og bera
foreldram sínum fagurt vitni. Um-
hyggja Línu fyrir þeim, mökum
þeirra og afkomendum var mikil og
einlæg. Hún elskaði aðra meira en
sjálfa sig.
Lína bjó í skjóli Sigurlaugar dótt-
ur sinnar á heimili sínu við Flókagötu
á meðan heilsa hennar leyfði. Sigur-
laug annaðist móður sína af einstakri
alúð og umhyggju. Síðustu þrjú árin
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útranninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
dvaldi Lína á Hjúkranarheimilinu
Eir. Þar leið henni vel og kunni vel að
meta hið fómfúsa starf starfsfólks-
ins. Á sama hátt mun því hafa þótt
vænt um þessa góðu og einlægu konu
sem til síðustu stundar átti svo mikið
að gefa öðram.
I hvert skipti sem ég kvaddi Línu
fór ég frá henni betri maður heldur
en þegar ég heilsaði henni. Alltaf
kvaddi hún okkur með sömu orðun-
um: „En hvað þið erað góð við mig.“
Fyrir hönd okkar Ragnheiðar og
Sigrúnar okkar kveð ég þig nú, mín
kæra og góða tengdamóðir, á sama
hátt: „Þú varst alltaf svo góð við okk-
ur.“
Birgir Þorgilsson.
Við systkinin viljum fá að þakka
henni ömmu Línu fyrir þær fjöl-
mörgu minningar sem sækja á hug-
ann nú þegar hún hefur kvatt. Hjá
henni kynntumst við hugarfari sem
einkenndist af einstakri jákvæðni og
hógværð. Það var alltaf svo gott að
koma á Flókagötuna til ömmu og afa.
Minningarnar þaðan era ótalmargar
og viljum við nefna t.d. jólaboðin þar
sem á boðstólum vora ótal kökusortir
að ógleymdum „heimabakaða" ísn-
um!
Okkar böm vora flest svo lánsöm
að koma til ömmu Línu á Flókagöt-
una og öll fengu þau frá henni yndis-
legt heklað teppi í sængurgjöf. Hjá
henni var fjölskyldan alltaf í fyrir-
rúmi.
Eftir langa og gæfuríka ævi vitum
við að amma var hvíldinni fegin og
við vitum að núna líður henni vel í
faðmi ástvina sem á undan era
gengnir.
Sofðuvæna,
einsogsaklaustbam,
svoerjeggóður.
Vinamín,voninmín,
veikurerminnóður,
hjartaðerrótt,
hveallterkyrrt,
þúhefurandlitbyrgt.
Ertu að byrja brosið þitt,
bamið mitt?
Blundaðu, ástin mín,
góðanótt!
(SigurðurB.Gröndal,
Glettur 1929.)
Lúðvík, Sigurbjörg,
Hallgrímur og Þorvaldur.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
ParJiij- mM'í bar tii) jiöudWIu
Utfararstofan annast meginhluta allra útfara d höfuðborgarsvæðinu.
Þar starfa nú 15 manns vi8 útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alúileg þjónusta sem byggir á tangri reynstu
*
Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com