Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 48
„ 48 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN SVEINBJÖRG ÁRNADÓTTIR,
Hringbraut 50,
áður til heimiiis á Vesturgötu 54a,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 28. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum sýnda samúð.
Ólafur Sigurðsson, Erla Guðbjörg Einarsdóttir,
Guðrún Hanna Ólafsdóttir, Gunnar Jensen,
Einar Oddur Ólafsson,
Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir
og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
REYNIR INGASON,
Hjallavegi 10,
ísafirði,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 7. desem-
ber.
Alma K. Rósmundsdóttir,
Guðrún H. Reynisdóttir, Haukur Þ. Þorgrímsson,
Hrönn Reynisdóttir, Helgi Rafnsson,
Unnar Þ. Reynisson, Jóhanna Ólafsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
dóttir mín og systir,
t HANNA SESSELJA HÁLFDANARDÓTTIR,
Þrúðvangi 9,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firðí föstudaginn 10. desember kl. 13.30.
Ármann Markússon,
Ingibjörg Markúsdóttir,
Hálfdan Þórir Markússon, Sóley Indriðadóttir,
Hanna Sesselja, Bára Fanney, Árný Þóra,
Margrét Rósa og Syivía Rún Hálfdanardætur,
Þórdís Hansdóttir, Gísli Elíasson,
Kristrún Bjarney Hálfdanardóttir, Jón Magnús Magnússon.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp-
faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
frá Kjörvogi,
Miklubraut 16,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 10. desember kl. 10.30.
Kristín Guðmundsdóttir,
Magnús Rúnar Guðmundsson, Hrönn Harðardóttir,
Níels P. Guðmundsson,
Elsa Margrét Níelsdóttir, Jacob A. de Ridder,
Guðmundur Elías Níelsson, Karólína Guðmundsdóttir,
Þórdís Garðarsdóttir, Lúðvík Björnsson
og barnabörn.
í
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA KLARA RANDRUP,
Hátúni 30,
Kefiavík,
sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn
2. desember, verður jarðsungin frá Keflavíkur-
kirkju föstudaginn 10. desember kl. 16.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Snæbjörn Adolfsson, Kristín Guðjónsdóttir,
Sveinn J. Adolfsson, Sigríður Gunnarsdóttir,
Agnes Adolfsdóttir, Pétur Aðalgeirsson,
Sigurður Adolfsson,
Guðný Adolfsdóttir, Hjalti Heimir Pétursson,
Adolf Adolfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
SIGRÍÐUR ARIN-
BJARNARDÓTTIR
+ Sigríður Arin-
bjarnardóttir
fæddist í Vesturhóps-
hólum í V-Húna-
vatnssýslu 2. mars
1919. Foreldrar
hennar voru Arin-
björn Jónsson, f.
29.9. 1889, d. 14.11.
1957 og Marta
Ágústsdóttir, f.
12.11. 1896, d. 22.4.
1982. Systir Sigríðar
er Svana Jónína, f.
27.2. 1922. Árið 1939
giftist Sigríður Guð-
mundi Daníelssyni
rithöfundi, f. 4.10. 1910, d. 6.2.
1990. Börn þeirra eru: 1) Iðunn, f.
23.4. 1940, sambýlismaður Ólafur
Gránz. Börn Iðunnar og Gunnars
Skjótt hefir sól brugðið sumri,
því séð hef eg fljúga fannhvíta svaninn
úrsveitum
til sóllanda fegri;
sofinn er nú söngurinn ljúfi
í svölum íjalldölum,
grátþögull harmafugl
hnípir á húsgafli hveijum.
(Jónas Hallgrímsson)
Þeim sem missa hönd finnst oft
fyrst um sinn sem hún sé enn á sínum
stað, en þegar á reynir komast menn
að því fullkeyptu að hluta af þeim
vantar.
Þegar mér var sagt að amma væri
dáin átti ég bágt með að gera mér
grein fyrir því; þótt ég vissi það alveg
fannst mér það ekki eiga að geta átt
sér stað. Nú er ég smátt og smátt að
gera mér það æ betur ljóst að amma
kemur ekki aftur, og missirinn er sár.
Líkingin við handarmissi nær samt
ekki lengra vegna þess að það var
ekki bara hold og blóð sem dó. Með
ömmu dó hluti af fortíðinni sem gerði
mig að því sem ég er og hluti af fram-
tíðinni sem hefði getað orðið - með
öðrum orðum, dó hluti af mér. Ekk-
ert breytir því að amma er farin og
ég sit eftir eins og illa gerður hlutur.
Ég man ekki eftir mér án þess að
muna eftir ömmu, enda byrjaði og
endaði hver einasti dagur á því að
hafa samband við hana. Þegar ég vai'
lítill pjakkur var ég eins og grár kött-
ur á heimili þeirra afa og ekki spillti
fyrir að besti vinur minn bjó í næsta
húsi. Þá var gaman að fara í heim-
sókn; heyra sögu hjá afa, gramsa eins
og mig lysti í bókasafninu og fá svo
eitthvað gott að borða hjá ömmu. Að
fara vannærður þaðan líkamlega eða
andlega var ekki til umræðu. Amma
hafði nef fyrir því sem kom hennar
nánustu vel, álit hennar var alveg
tímalaust og átti við alla hennar nán-
ustu, hvort sem það voru afkomend-
Kolbeinssonar eru:
Sigríður Marta, f.
14.10. 1961; Kol-
beinn, f. 27.9. 1962;
Auður, f. 11.5. 1964.
2) Heimir, f. 7.10.
1944, kvæntur Sól-
veigu Björnsdóttur.
Barn þeirra er Guð-
mundur Torfi, f.
5.12. 1973. 3) Arn-
heiður Marta
Ágústa, f. 26.2.1949,
gift Sverri Kristins-
syni. Börn þeirra eru
Magnea Sigríður, f.
2.3. 1974; Ólöf
Marta, f. 2.5. 1978; Edda Guðrún,
f. 6.4.1985.
Utför Sigríðar fór fram í kyrr-
þey 4. desember.
ur eða tengdafólk. Eftir að afi féll frá
fyrir réttum tíu árum og amma var
orðin ein eftir breyttist samband
okkai' talsvert. Þá var ég sextán ára,
óðum að stálpast og læra að meta það
sem gamla fólkið getur lagt ungling-
um til. Þáttur ömmu í þeirri kennslu
fólst meðal annars í löngum samræð-
um sem við áttum sitjandi við eldhús-
borðið heima hjá henni, gjarnan yfir
mjólkurglasi og brauðsneið. Það voru
góðar stundir. Stundum lékum við
okkur að því að kveðast á um það sem
hæst bar í umræðunni. Kveðskapur-
inn hefði kannski ekki fengið hæstu
verðlaun en skemmtilegur var hann
og annan tilgang hafði hann ekki;
hæfileikinn til að gleðjast yfir hinu
fábrotna er engu ómerkari en hæfi-
leikinn til að gleðjast yfir hinu marg-
brotna. Amma var reyndar mikill
fagurkeri og hafði skoðanir á bókum,
myndlist, klæðnaði og uppstillingum
af öllu tagi. Heimsmálin lét hún sér
heldur ekki óviðkomandi. Amma
hafði hreint lifandis ósköp gaman af
upplestri góðra sagna í útvarpinu og
það þýddi alls ekki að reyna að
hringja í hana á meðan lesturinn stóð
yfir, hún bað mann þá að hringja
seinna. Hún hlustaði heilmikið á tónl-
ist og sumar barnaplötur voru í sér-
stöku uppáhaldi hjá henni. Stundum
horfði hún stutta stund eitthvert út í
loftið, hugsandi á svip, og raulaði svo
allt í einu laglínur af plötum sem hún
hélt upp á. Síðan brosti hún í laumi
eða hló upphátt að sjálfri sér. Eitt af
verkum afa og ömmu er að miðla
ungviðinu af reynslu sinni og kenna
þeim á lífið. Slík kennsla er ekki ein-
ungis fólgin í heillaráðum eða frá-
sögnum af jólum og samgöngumálum
í gamla daga, heldur og í spjalli um
hvunndagsleg fyrirbæri eins og búð-
arferðir, yfirhafnir og þrestina í
garðinum. Þegar lærimeistarans nýt-
ur ekki lengur við bíður það nemend-
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
EDDA EINARS ANDRÉSDÓTTIR,
Arnarhrauni 2,
Grindavík,
lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn 6. desember.
Jón Ásgeirsson,
Lydía Jónsdóttir, Einar Skaftason,
Hjalti Hávarðsson, Sigríður Garðarsdóttir
og barnabörn.
+
Viö þökkum öllum þeim, sem heiðruðu
minningu
EGILS ÓLAFSSONAR
bónda og safnvarðar
á Hnjóti,
og sýndu okkur samúð og hlýju við fráfall
hans.
Ragnheiður Magnúsdóttir,
synir, tengdadætur,
barnabörn og langafabarn.
anna að vinna úr því sem þeir lærðu;
okkar bíður það verkefni að fylla upp
í tómið sem hún skildi eftir sig. Ef við
minnumst hennar með eftirsjá eftir
glötuðum tækifærum og ósögðum
orðum hefrn' okkur mistekist. Ef við
hins vegar hugsum til þeirra stunda
sem við náðum að njóta með ömmu
og drögum lærdóm af þeim mun
ginnungagapið fyllast. Þannig mun-
um við ekki aðeins gefa ömmu eilíft
líf og hluta af okkur, heldur munum
við skilja okkur sjálf betur í ljósi
reynslu og gilda genginna kynslóða.
Dýrðlegt er að sjá,
eftir dag liðinn,
haustsól brosandi
íhafiðrenna;
Hnígurhúnhóglega
oghauðurkveður
friðar-kossi,
ogáQöllumsezt
(Jónas Hallgrímsson)
Guðmundur Torfi Heimisson.
Með fáum orðum vil ég kveðja
hinstu kveðju góða vinkonu, mína,
Sigríði Arinbjarnardóttur. Allt er í
heiminum hverfult og enginn ræður
sínum næturstað. Fyrir aðeins rúm-
lega viku ræddum við saman um lífið
og tilveruna. „Hvernig heldurðu að
það sé að fara úr þessari tilveru?“,
sagði hún þá hugsandi. Kannski hafði
hún eitthvert hugboð um að breyting
væri í nánd.
Sigríður kom inn í vinahóp okkar
fyrir mörgum árum, þegar við kynnt-
umst þeim hjónum, henni og eigin-
manni hennar Guðmundi Daníels-
syni, rithöfundi.
Bæði voru þau skemmtileg heim
að sækja og eiga með þeim samver-
ustundir.
Guðmundur lést fyrir tæpum ára-
tug og saknaði Sigríður hans mjög.
Minntist hún oft á ferðalög þeirra
hjóna til fjarlægra landa og rifjaði
upp skemmtileg kynni þeirra af
skáldum og rithöfundum sem á vegi
þeirra urðu.
Sjálf var Sign'ður ákaflega vel
heima í bókmenntum og skáldskap
og hafði yndi af að ræða um þau efni.
Hún átti marga vini, enda sjálf
traustur vinur vina sinna. Sigríður
var einstaklega fríð kona og aðals-
merki hennar var hlýleg og göfug-
mannleg framkoma ásamt glettni
sem létti öllum lífið sem áttu samvist-
ir við þessa heiðurskonu.
Ég sakna þess mjög að eiga ekki
lengur von á að bankað sé og kallað
glaðlega: „Ertu heima?“ Þegar góðir
vinir deyja, deyr líka eitthvað með
okkur sem eftir lifum. En góðar
minningar lifa áfram og um Sigríði á
ég þær margar sem gott er að rifja
upp og oma sér við. Nú er þessi góða
vinkona mín komin til eiginmanns
síns sem hún saknaði alla tíð og líf
hennar varð aldrei það sama eftir að
hann fór. Það er gott að hugsa til
þess að nú eiga þau samfylgd á ný.
Ég sendi börnum hennar og öðrum
aðstandendum einlægar samúðar-
kveðjur og kveð þessa góðu vinkonu
og þakka henni fyrir alla góðvild og
vináttu.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Hjörleifsdóttir.
Okkur langar til þess að kveðja
ömmu okkar og minnast hennar með
nokkram orðum. Minninguna um
hana munum við samt ávallt varð-
veita í hjörtum okkar.
Amma var glæsileg kona. Hún var
hlý. Hún var fróð kona og gáfuð. Við
erum stoltar af henni.
Það varð okkur mikið áfall þegar
mamma tilkynnti okkur að hún væri
látin. Okkur fannst hún ekki hafa lok-
ið hlutverki sínu í þessu lífi. Það hefði
líka verið ánægjulegt að heimsækja
hana oftar í Þórsmörk, þar sem hún
tók alltaf brosandi á móti okkur og
faðmaði okkur. Það var svo gott að
koma í heimsókn til hennar. Við vor-
um líka farnar að hlakka til þess að
hafa hana hjá okkur yfir jólin eins og
síðustu árin. Nærvera hennar gerði
jólin enn hátíðlegri.
Við kveðjum hana ömmu okkar
með þakklæti í huga og óskum þess
jafnframt að góður Guð megi ávallt
varðveita hana.
Magnea Sigríður, Ólöf
Marta og Edda Guðrún.