Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
____________________________FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 49
MINNINGAR
SIG URBJÖRG
HELGADÓTTIR
+ Sigurbjörg
Helgadóttir
fæddist, í Skagafirði
30. nóvember 1919.
Hún lést á Akureyri
4. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru María
Guðmundsdóttir og
Helgi Guðnason.
Systkini hennar sam-
feðra: Kristinn,
Reimar, Anna og
Birna. Bræður lienn-
ar sammæðra: Björn
og Hrólfur. Albræð-
ur tvíburarnir Sig-
urður og Björgvin og var Sigur-
lijörg yngst þessara níu systkina.
011 eru þau látin nema Hrólfur,
93 ára.
Sigurbjörg giftist 1954 Ragn-
ari Arnasyni sjómanni, f. 1921, d.
1998. Dætur þeirra eru: 1) Kol-
brún Björk, f. 1954, gift Páli Jóns-
syni, f. 1954, þau eiga þrjú börn.
2) Svanhvít Björk, f. 1956, gift
Erni Ingvarssyni, f.
1951, þau eiga tvo
syni. Fyrir átti Sig-
urbjörg Valdísi
Brynju Þorkelsdótt-
ur, f. 1946, hún er
gift Jóhanni Eyþórs-
syni, f. 1948, þau
eiga tvö börn og eitt
barnabarn. Fyrir
átti Ragnar Rögnu
Jóhönnu, f. 1943,
gifta Emil Helga
Péturssyni, f. 1942,
og Sigurð Rúnar, f.
1949, kvæntan
Kristínu Arinbjarn-
ardóttur, f. 1950.
Sigurbjörg starfaði sem mat-
ráðskona og verkakona. Hún rak
um árabil matsölu á Akureyri og
síðustu 10 starfsárin var hún
matráðskona í Slippstöðinni á
Akureyri.
Utför Sigurbjargar fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
í dag kveðjum við hana ömmu
mína, Sigurbjörgu Helgadóttur, sem
alltaf var kölluð Bogga. Amma varð
áttræð hinn 30. nóvember sl. en þá
reyndist vera stutt eftir, því hún lést
síðastliðinn laugardag. Það er erfitt
að vera langt í burtu þegar svona
stendur á, en minningarnar um
ömmu, nú síðast í sumar, nokkuð
hressa, ylja okkur hér úti i Edin-
borg. Við komum til hennar um
hvítasunnuna, mæðgurnar og
mamma, en síðan fórum við fjöl-
skyldan aftur til hennar á ferðalagi
um landið í sumar áður en við flutt-
um hingað. Þá fórum við í bíltúr um
Eyjafjörðinn, fengum okkur ís, grill-
uðum úti á svölum hjá henni og átt-
um með henni góðar stundir. Valdís
Huld, dóttir okkar, var hrifin af
Boggu langömmu sem átti ýmislegt
sniðugt dót til að lána lítilli skottu.
Amma missti hann Ragnar, manninn
sinn, á síðasta ári og í sumar fór hún
að slakna sjálf og var komin á
sjúkradeild á dvalarheimilinu Hlíð
nú frá haustinu. Við bjuggum í Hafn-
arfirði frá því að ég var lítil en amma
á Akureyri. Við fórum alltaf í heim-
sókn norður á sumrin og stundum á
veturna líka. Það sem mér er einna
minnisstæðast varðandi ömmu er
hlýjan hennar og góða skapið. Hún
átti létta lund hún amma, sama hvort
vel eða illa gekk í lífinu, og hvað sem
á bjátaði gat hún alltaf séð björtu
hliðarnar og komið með léttleikann
að málinu. Þrátt fyrir nokkur áföll
heilsufarslega síðustu árin náði hún
sér alltaf aftur og sýndi ótrúlegt
þrek þegar hún veiktist alvarlega í
ferð til Spánar fyrir nokkrum árum.
Hún náði sér sem betur fer ágætlega
efth' það, svo við fengum að hafa
hana hjá okkur lengur og sjá hve hún
bjó yfir miklum lífsvilja og þreki.
Arama var félagslynd, hress og
hafði alltaf mikinn áhuga á alls konar
listgreinum. Hún hafði gaman af að
mála og föndra úr óvenjulegum hlut-
um og eftir að hún var komin á efri
ár fór hún á námskeið í málaralist og
gerði margar skemmtilegar myndir.
Amma hafði unnið ýmis störf um æv-
ina, lengst sem matráðskona. Hún
rak í mörg ár matsölu á Hótel Akur-
eyri, en sá vinnustaður sem ég man
eftir er Slippurinn. Amma stjórnaði
þar mötuneytinu og í mínum huga
sem lítil stelpa stýrði amma þessum
„Slipp“ meira og minna, enda hafði
ég óljósa hugmynd um hvað það var
á þessum aldri og fyi'ir mér var þetta
bara Slippurinn hennar ömmu.
Bogga amma var manneskja sem
lifði lífinu af gleði og gaf samferða-
mönnum sínum stóran hluta af sinni
lífsgleði. Við kveðjum hana ömmu í
dag, en munum geyma minningu
hennar í hjarta okkar.
Anna, Jón Orn og Valdís Huld.
Enhérvantarþig
sem huggaðir, gladdir og annaðist mig.
Hjartað og höndin þín bætti
hvaðsemmiggrætti.
Bláu augun mín
og brosið mitt, það voru daglaunin þín.
Eg átti ekkert annað að bjóða,
ammamíngóða.
Pú fluttist svo fjær,
fóstra mín blessuð, æ amma mín kær,
komdu í vor öræfm yfir
því að þú lifir.
Lifiégþá,
að iauna þér ástfóstrið, það skaltu sjá.
(Páll Ólafsson)
Þín barnabörn,
Elmar, Sigurbjörg,
Logi, Tómas og Ragnar.
BJORN
JÓNASSON
+ Björn Jónasson
fæddist í Reykja-
vík 12. september
1928. Hann lést á
líknardeild Land-
spitalans 29. nóvem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fossvogskirkju
6. desember.
Ég hef alltaf hugsað
það þannig að foreldrar
deyja ekki. Þeir eiga
alltaf að vera til staðar,
því sársaukinn og
söknuðurinn sem fylgir
andláti er of sár.
Búddi kom inn á heimili okkar
þegar ég var tíu ára árið 1977. Móðir
mín var búin að missa manninn sinn,
sem var góður vinur Búdda, og gekk
hann okkur systkinunum í föðurstað
á allan hátt. Virðingin sem við bárum
fyiir honum var mikil.
Ég á margar minningar um
ógleymanlegar samverustundir með
Búdda og þá sérstaklega úr ferða-
lögum sem ég fór með honum, bæði
þegar ég var lítil og efth’ að ég eign-
aðist börnin mín. Eitt ferðaiag úr
æsku er mér þó minnisstæðara en
önnur og var það ekki síst vegna
þeirra úiTæða sem Búddi greip til í
þeirri ferð. Við lögðum af stað í híf-
andi roki og rigningu. Þegai' við
komum loks á áfangastað var kiukk-
an orðin eitt að nóttu til og veðrið
ennþá með versta móti. Búddi sagði
okkur hins vegar að veðrið skipti
engu, það myndi stytta upp síðar um
nóttina og að hann skyldi tjalda.
Hann steig út úr bílnum og tjaldaði
tveimur tjöldum, öðru fyrir okkur
krakkana og hinu fyrir mömmu og
hann. Eftir smástund kemur hann
rennandi blautur inn í bílinn og byrj-
ar að færa bílinn fram og til baka.
Mamma spyr hvað hann sé að gera
og þá kom í ljós að hann hafði gleymt
öllum tjaldhælunum og
sagði að best væri þá að
binda tjöldin niður með
steinum, spottum í
stuðarann á bflnum og
trjágreinum í kiing. Og
það var gert. Síðan var
skriðið inn í tjöldin og
gerð tilraun til að
leggjast til svefns í
brjáluðu veðri. Við
systkinin áttum erfitt
með að sofna og kölluð-
um því til Búdda að við
vildum halda heim. Þá
skreið hann út úr tjald-
inu sínu, setti bflinn í
gang, smalaði okkur inn í hann, og
tók niður tjöldin og pakkaði saman
öðrum föggum okkar þegjandi og
hljóðalaust. Þetta lýsir honum
Búdda mínum. Aldrei gafst hann
upp eða skipti skapi.
Daginn áður en Búddi lést byrjaði
að snjóa. Ég horfði út um gluggann
um morguninn og var að riíja upp
sumarbústaðarferð sem ég og Búddi
fórum með krakkana mína mörgum
árum áður. Það var um hávetur og
ég rifjaði upp hve vel mér hafði liðið
þá helgi. Okkur þótti gott að vera ná-
lægt hvort öðru, afslappað og þægi-
legt, en þessi mynd er föst í huga
mér þar sem ég var að horfa á hann
og krakkana leika sér á sleðunum.
Handrit afmælis- og minningargreina skuiu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Það var aðdáunarvert þvflíka þolin-
mæði hann hafði.
En það er einnig gaman að minn-
ast nokkurs sem ég fékk ekki að vita
fyrr en mörgum árum seinna. Þegar
krakkarnir fengu að sofa hjá afa
Búdda, eins og þau kölluðu hann, þá
húrruðu þau alltaf og veiuðu, því þá
fengu þau að sofa í svefnpoka. Én
það var ekki aðalmálið heldur að
Búddi sofnaði alltaf og þá fengu þau
frið til þess að vaka frameftir.
Ég hef hugsað til þess hvernig allt
hefði verið ef Búdda hefði ekki notið
við. Ég hefði ekki viljað skipta þar
sem hann reyndist mér svo vel og
mínum börnum.
Elsku Búddi. Þakka þér fyrir allt
og að hafa verið hjá mér á þeirri
stundu sem ég gekk í gegnum mína
erfíðustu lífsreynslu. Þá þerraðir þú
tár mín með þínum hlýju höndum og
orðum. Ég gleymi þér aldrei.
Elsku Herdís, Einar og aðrir að-
standendur, guð gefi ykkur styrk í
þessum mikla missi.
Jóna María.
Stofnað 1990
Útfararþjónustan ehf.
Aðstoðum við skrif minningarrgreina
Rúnar Geirmundsson, útlararstjóri
Sími 567 9110
□□ŒxxxiiixiiDacrxr;
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
*-
P E R L A N
Sími 562 0200
HxxxxxxIlIIXXXXXjfc
+
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
SIGRÍÐUR RUNÓLFSDÓTTIR,
Hraunbæ 156,
Reykjavík,
lést á heimili sínu að morgni þriðjudagsins
7. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristján F. Oddsson,
Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Laufey Kristjánsdóttir,
Oddur Kristjánsson
og aðrir aðstandendur.
+
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
(AGNAR) REYNIR SIGURÐSSON,
lést á sjúkrahúsi á Kanaríeyjum sunnudaginn
5. desember.
Sigríður J. Aradóttir,
Sigurður F. Reynisson,
Auðbjörg Reynisdóttir, Einar Gautur Steingrímsson,
Viktor Þór Reynisson, Anna Kristín Kristófersdóttir,
Jóhann Reynisson, Ingibjörg Stefánsdóttir
og barnabörn.
+
Útför okkar ástkæru,
ERNU KRISTINSDÓTTUR,
Fitjasmára 9,
Kópavogi,
sem andaðist á Vífilsstaðaspítala fimmtudag-
inn 2. desember,. fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 10. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Samtök lungnasjúklinga.
Guðlaugur Helgason,
Kristinn Guðlaugsson,
Anna Guðlaugsdóttir, Hannes Leifsson
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÞORSTEINN JÓNSSON,
Dalbraut 23,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 3. desember sl., verður
jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 10. des-
ember kl. 13.30.
Geirlaug Guðmundsdóttir,
Gísli Þorsteinsson, Hjördís Henrýsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Guðrún Þóra Halldórsdóttir
og barnabörn.
+
Maðurinn minn,
JAMES JOSEPH REGAN,
Old Lyme, Connecticut,
Bandaríkjunum,
lést á sjúkrahúsi í Boston mánudaginn 6. desember.
Oddný Björnsdóttir Regan.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚSTJÓNSSON
bóndi,
Sigluvík,
Vestur-Landeyjum,
verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju laugardaginn 11. desember
kl. 14.00.
Hildur Ágústsdóttir, Rúnar Guðjónsson,
Jón Ágústsson, Hrefna Magnúsdóttir,
Eiríkur Ágústsson, Guðríður Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.