Morgunblaðið - 09.12.1999, Page 61

Morgunblaðið - 09.12.1999, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 61! UMRÆÐAN Horfíð frá fyrirhug- uðum framkvæmd- um í Laugardal NÚ hafa þau ánægjulegu tíðindi spurzt að horfið hefur verið frá fyrirhuguð- um byggingarfram- kvæmdum i austur- hluta Laugardals. Samtökin Verndum Laugardalinn voru stofnuð 11. ágúst til þess að afstýra þeim voða sem við töldum þessi byggingaráform vera. I því skyni beittu þau sér fyrir undirskriftasöfnun og 27. september skiluðu þau undirskriftum 33501 borgarbúa til borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, gegn þessum áformum. Mörgum kom á óvart sá gríðar- legi fjöldi undirskrifta sem safnað- ist. Þessi árangur er enn athyglis- verðari fyrir þá sök, að undir- skriftasöfnunin var ekki auglýst. Laugardalurinn Mörgum kom á óvart, segir Skúli Víkingsson, sá gríðarlegi fjöldi und- irskrifta sem safnaðist. Þegar borgarstjóri tók við undir- skriftunum komst hún svo að orði í viðtali að nú til dags væri lítið mál að safna undirskriftum, vegna til- komu netsins. Af þessum sökum er rétt að gera örlitla grein fyrir því hvernig þessi undirskriftasöfnun fór fram. Á stofnfundi samtakanna afhenti Stefán Aðalsteinsson yfir 6000 und- irskriftir sem hann hafði safnað á eigin vegum. Hann hélt svo áfram að safna á vegum samtakanna. Safnað var mest á 162 stöðum víðs vegar um borgina. Stefán heimsótti hvern stað þriðja til fjórða hvern dag. Hann hætti að fara með lista á staði þar sem þeim var ekki sinnt og hurfu jafnvel, en hinir staðirnir voru miklu fleiri þar sem fyrir voru starfsmenn og forsvarsmenn sem vildu söfnunarátakinu vel og sýndu það í verki. Á þennan hátt söfnuð- ust 32455 undirskriftir, af þeim 33501 sem skilað var til borgarráðs. Á netinu bárust 1046 undirskrift- ir, þ.e. 3,1 % af heildinni. Það kom okkur á óvart hve þetta hlutfall var lágt. Við eins og borgarstjóri höfð- um hugmyndir um að þetta yrði „ekkert mál“ á tölvuöld, en reyndin er sú að árangur náð- ist með þeim gömlu og góðu verkfærum: áhuga, natni og elju. Það sem skilaði þessum mikla árangri var áhugi borgarbúa, starfsmanna og for- svarsmanna fjöl- margra fyrirtækja og síðast en ekki sízt þrotlaus elja Stefáns Aðalsteinssonar, sem fór á milli staða og safnaði listum saman. Samtökin Verndum Laugardalinn fengu Gallup til að gera skoðanakönnun meðal borgarbúa og fór hún fram í lok ágúst sl. Þar kom fram að yfir 70% borgarbúa voru andvíg byggingum á þessu svæði, en þegar spurt var hvort skoðunin væri háð því hvernig hús væri um að ræða kom í ljós að tæp- lega 60% voru andvíg byggingum á svæðinu án tillits til þeirrar starf- semi sem um væri að ræða. Spurningarnar í skoðanakönn- unni eru ekki þær sömu og texti undirskriftaskjalsins. Það er þó auðvelt að sjá samhengið. Þær skoðanir sem koma fram í skoðana- könnuninni eru róttækari en sú krafa sem á fjórða tug þúsunda Reykvíkinga skrifaði undir. I und- irskriftatextanum er mótmælt hús- um sem ekki falla undir starfsemi sem Laugardalur er helgaður, þ.e. hreyfingu og útivist, en í skoðana- könnuninni er ljóst að borgarbúar eru mun róttækari en þetta. Þeir vilja einfaldlega engar byggingar á svæðinu, hvaða nafni sem nefnast. Þó er um fjórðungur svarenda á því, að máli skipti hvers konar byggingu væri um að ræða. Borgaryfirvöld þurfa nú að móta afstöðu til þess hvað verður um þetta svæði. Ibúar hafa tjáð sig eins skýrt og verða má. Þeir vilja ekkibyggingar af neinu tagi. Hvað á þá að vera þarna ef ekki hús? Eðlilegt næsta skref gæti verið að breyta aðalskipulagi á þann hátt að svæðið yrði flokkað á sama hátt og land Fjölskyldu- og Húsdýragarðs- ins í stað þess að nú er það flokkað sem blandað útivistar- og stofnana- svæði með tilheyrandi ásókn þeirra sem hafa hug á gð byggja. Að lokum þökkum vð öllum þeim sem stuðluðu að þeim fulla sigri borgarbúa sem nú er orðinn í þess- ari baráttu. Höfundur erjarðfræðingur og for- maður stjómar samtakanna Vernd- um Laugardalinn. Skúli Víkingsson Islands þúsund ár Á NÆSTA ári fögn- um við einum mikils- verðasta viðburði ís- landssögunnar. Á Alþingi árið þús- und leit út fyrir að kristnir menn og heiðn- ir gengju úr lögum hvorir við aðra. Engin leið virtist vera að sætta sjónarmið þeiiTa og lífssýn. En af virð- ingu fyrir lögunum ákváðu menn að velja þann mann sem báðir treystu og fela honum að ákveða hvemig mál- um skyldi háttað á Islandi. Maðurinn dró sig í hlé til að hugsa málið. Nið- urstaða hans er alkunn og undu menn henni. Síðan höfum við verið kristin, svona flest, líka maðurinn sem dró sig í hlé til að hugsa, og var hann þó heiðinn áður. Maður freist- ast til að álíta að rök og skynsemi hafi í ákvörðun hans vegið þyngra en hans eigin lífsskoðanir og hagsmunir. Svona var allavega bamaskólaís- landssagan höfð í eina tíð, sú saga sem er fyrst og fremst til þess ætluð að af henni séu dregnir lærdómar. Kannski var það ekki árið þúsund. Kannski lá Þorgeir ekki undir feldi. Kannski mælti hann orð. En sag- an er góð eins og við höf- um hana frá Ara. Og það er út af þess- ari sögu sem jafnvel við sem ekki emm sérlega sterkir í trúnni getum fagnað árið tvöþúsund. Við fögnum því að for- feður okkar vom menn friðar og skynsemi, alla- vega stundum. Duttlungar sögunnar hafa nú hagað málum svo að við stöndum í dag í svipuðum spomm og þeir á Al- þingi forðum. Þjóðin skiptist í tvær fylkingar. Á að virkja á Fljótsdal eða ekki? Ef einhver efast um að friður sé við það að slitna ætti hinn sami að skoða gestabók vefseturs Umhverf- isvina og skynja þá heift sem brenn- ur vegna þessa máls. Við segjumst enn trúa því að að- ferð stríðandi fylkinga á Alþingi forðum hafi verið rétt. Engu blóði var úthellt. Enginn gat gefið sér niður- stöðuna en allir hétu að una henni. Getum við séð svipaða leið út úr vandanum nú? Nú fara í hönd hátíð- Umhverfismat Við skulum öll fallast á að una niðurstöðu lögformlegs umhverfís- mats, segir Þorgeir Tryggvason, og lifa síðan sátt við hana ________í þúsund ár.____________-#> arhöld vegna kristnitökunnar á Al- þingi fyrir þúsund ámm. Gemm for- feðrum okkar ekki þá skömm að níðast á sjónarmiðum helmings þjóð- arinnar á sama tíma og við mæram þá skynsemi sem þeir sýndu á Al- þingi forðum. Við skulum ekki sökkva Eyjabökk- um af því að sumir segja að það sé í lagi. Við skulum heldur ekki hætta við virkjun af því að aðrir vilja láta þyrma þeim skilyrðislaust. Við skul- um öll fallast á að una niðurstöðu lög- formlegs umhverfismats og lifa síðan sátt við hana í þúsund ár. Höfundur er textasmiður. Jf Þorgeir Tryggvason Traðarkot Hverfísgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu Bflastæðasjóður Hokkískautar: Reimaðir Stærðir 37-46 i^. Verð aðeins HSl kr. 9.338 Hokkískautar: Smelltir Stærðir 36-46 Verð aðeins kr. 5.990 Listskautar:Vinil Hvítin 28-44. Svartir: 33-46 Stærðir 28-36 -1 , kr. 4.201. Stærðir 37-46 kr. 4.689 Smelluskautar: Stærðir 29-41 V » Verð aðeins ».<* kr. 4.989 Listskautar: _____ Leður Opið laugardaga frá kl. 10-14 ( E Hvítir: LÁ= Stærðir 31-41 fflygfr ipc kr. 6.474 mmj'\mm. mj\m^^ Skeifunni 11, sími 588 9890 Nýjung: Skautar undir HYPNO Jr línuskautaskó / kr. 4.823 Barnaskautar (Smelluskautar) Stærðir 29-36 Verð aðeins JpWiL kr. 3.989

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.