Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ
A
fl
;
i
I
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 71
BRÉF TIL BLAÐSINS
Einu sinni var -
eða framtíðarsýn
Frá Guðluugu Jónsdóttw:
ÚTIDYRAHURÐIN flýgur upp og
taska skellur á forstofugólfinu og ég
heyri rödd er segir „kem eftir
nokki-a klukkutíma“ og hurðin skell-
ur aftur í lás. Taskan hefur opnast og
nokkrar bækur hrotið upp úr henni
og ein þeirra liggur opin á gólfinu.
Annars hugar tek ég hana upp og fer
að lesa, byrja efst á blaðsíðunni. „Þá
er ekið áfram yfir brú, er var á vatns-
falli því er nefnt var Jökulsá á Fjöll-
um en í henni var foss er nefndist
Dettifoss nokkru neðan við brtar-
stæðið, hann er nú horfinn með öllu.
Þá er þessi bók er gefin út er ekki
enn búið að koma nýrri brú á Lagar-
fljót. Umtalsverð fólksfækkun hefur
orðið á Héraði og einnig í flestum
Austfjarðakauptúnum í kjölfar þess-
ara hamfara og einnig þess að lofts-
lag á Fljótsdalshéraði hefur tekið
nokkrum breytingum frá því Fljóts-
dalsvii'kjun varð fullgerð. Hinn mikli
freri er liggur á hinum víðfeðmu
uppistöðulónum langt fram á vor
veldur því að ekki hlýnar á Héraði
fyrr en ísa tekur upp af þeim og vor-
ar því hálfum mánuði síðar þar nú en
var fyrir virkjun. Einnig er kólnun á
láglendi umtalsverð því hið mikla yf-
irborð jökulvatnsins í Lagarfljóti
veldur mikilli kælingu og lofthiti því
minnkað að mun á Fljótsdalshéraði.
Yfirborð þessa mikla jökulvatns
stækkar með ári hverju og er ekki
séð fyrir endann á því, enda fór ekki
fram nein athugun á því til hvers
svona framkvæmdir gætu leitt.“
Ég hrekk upp úr lestrinum við það
að þulurinn í útvarpinu segir með
sinni mjúku rödd. „í fréttum er þetta
helst. Akveðið hefur verið að loka ál-
verksmiðjunni á Reyðarfírði frá og
með næstu áramótum árið 2015,
vegna verðfalls á álmörkuðum er-
lendis. Verksmiðjan hefur verið rek-
in með hálfum afköstum undanfarin
ár og hafa þar unnið um það bil 200
manns, mest útlendingar...
GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR,
Hraunbraut 10,200 Kópavogi.
Fimm arma kristals-
Ijósakrónur á kr. 16.900.
Kertastjakar í miklu úrvali.
daga 11-18, | | |U/\D °Pið
lau. 11-16, í dag
sun. 13-16. Bæjarlind 3, Kóp., sími 564 6880. kl. 13-16
(Er laus vi
56
Er laus við of háann blóðþrýsting - Loksins!
-1-
J
Lítið vatn er nú í á þessari og að
mestu bergvatn. Nokkru austar er
brú yfir mikið gljúfur en þar rann
fyrrum á sú er nefndist Jökulsá á Dal
og hafði hún mótað í aldanna rás þau
gljúfur er við hér sjáum, einnig hin
þekktu Dimmugljúfur sem eru nú að
mestu vatnslaus, en einnig hér er nú
lítið vatn er rennur um gljúfurbotn-
inn. Sé haldið áfram veginn í austur-
átt blash- við mikið vatnasvæði jökul-
grátt að lit og virðist það þekja að
stórum hluta það sem einu sinni var
Fljótsdalshérað. Lengra er ekki
komist á bíl að sinni. Gríðarlegar
breytingar hafa orðið á þessu svæði
síðan Fljótsdalsvirkjun varð að veru-
leika, þó hvað mestar eftir að öðrum
og þriðja áfanga virkjunarinnar
lauk.
Fljótlega eftir að fyrsta áfanga var
náð var sýnt hvernig fara mundi en
þá þegar var búið að skrifa undir
samninga um hina áfangana tvo og
ekki varð aftur snúið, enda hvað er
eitt hérað, ef virkjana er þörf?
Strax fyrir aldamót var búið að
sprengja gríðarlegt holrúm inn í
bergvegg fjallsins rétt fyrir innan
Valþjófsstað og sýnt var þá þegar að
vatn það er þar kæmi fram, væri
enginn bæjarlækur og mundi ekki
hlífa hinu gróna landi dalbotnsins en
enginn minntist á það, því hvað er
einn dalur, ef þörf er á virkjun?
Strax eftir fyrsta áfanga Fljóts-
dalsvirkjunar fór vatnið að brjóta
land, sérstaklega í Fljótsdal, og er
annar áfangi var kominn í gagnið tók
vatnsflaumurinn með sér mestallt
undirlendi þar og eyðilagði einnig
þau vegastæði í dalnum er lágt stóðu
og einnig lág nes út með Lagarfljóti
en þar höfðu áður voru grasgefin tún
og kornakrar.
Stöðugt brýtur úr hinum mjúku
bökkum Lagarfljóts því nú eru engir
bergveggir til að halda þessu mikla
jökulvatni í ákveðnum farvegi. Þá er
og einnig mikið landbrot á Uthéraði
og segja má að þar flæmist þessi jök-
ulflaumur fjallaenda á milli og er t.d.
Húsey nú að miklu leyti horfin og svo
er einnig um fleiri bæi, því aldrei fell-
ur þessi vatnsflaumur á sama stað til
sjávar, heldur brýtur land á báða
vegu.
Þó varð mestur skaði á Fljótsdals-
héraði 28. apríl árið 2010 er mikil
krapastífla kom í Löginn út við Lag-
arfljótsbrú er asahláku og rigningu
gerði, eftir langan frostakafla.
Braut vatnsflóðið sér farveg aust-
ur með Egilsstaðaklettum, flæddi að
nýlegu hóteli er þar stóð og byggt
var fyrir aldamót og fleiri bygging-
um er stóðu þar á láglendinu. Þá tók
vatnsflaumurinn með sér byggingar
ræktunarstöðvarinnar Barra og gróf
einnig burtu flugvöll er var þar á
nesinu og þær byggingar er honum
tilheyrðu og að lokum lét Lagar-
fljótsbrúin undan þunga klakastífl-
unnar og hvarf í flauminn. Brú þá er
var á Lagarfljóti út við Lagarfoss tók
einnig af í þessum miklu hamförum.
Bókin
MIKILVÆGUSTU
TUNGUMÁL JARÐAR
svarar:
Hvað sækist fólk eftir í
stórum málsvæðum?
OROBLU skrefi framur
Kringlunni, sími 568 9970.
Lyf&heilsa
OROBLU
sokkabuxum.
Kynnum jóla- og
óramótasokkabuxurnar í
dag fró kl. 14-18
20%
kynningarafslóttur
af öllum
V~~
Glæsilegt úrval af mottum
sem prýða hvert heimili!
Sja nanar
jólabækling
Rúmfatalagersins.
60 x 110 sm: .990.-
80x 150sm: .........1.990.-
120 x 170 sm: ......2.990.-
170 x 230 sm: ....5.990.-
I
www.tunga.is