Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 72
i JL FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Umbúðasýning og* úrslit
í umbúðasamkeppni
FYRIRHUGUÐ er fagsýning
hönnuða, framleiðenda, félaga og
stofnana er tengjast málefnum
Bókin
MIKILVÆGUSTU
TUNGUMÁL JARÐAR
svarar:
Hvað eru mörg orð
í ensku?
www.tunga.is
umbúða á íslandi dagna 14. til 16.
janúar 2000 í Perlunni.
Við opnun sýningarinnar verð-
ur glæsileg verðlaunahátíð og
sýning þar sem kynntar verða
umbúðir og úrslit í Umbúðasam-
keppni Samtaka iðnaðarins.
Skráning þátttakenda stendur
yfír til 15. desember nk. Nánari
upplýsingar eru á www.si.is en
einnig geta áhugasamir aðilar
haft samband við Sýningar ehf. og
Samtök iðnaðarins.
Jólatilboð
15-20%
afsláttur
af öllum
barnaskóm
þessa viku
EURO SKO
Kringlunni 8-12,
sími 568 6211.
RR-skór,
Skemmuvegi 32,
sími 557 5777.
Skóhöllin,
Bæjarhrauni 16,
sími 555 4420.
- Ert þú einmana? - Ert þú í uanda?
- Uantar þig einhvern til að tala við?
<k
Uinalínan á huerju kuöldi í
síma 800 6464
frá kl. 20-23
Uinalína Rauða krossins
100% trúnaður
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Listrænt
konfekt
ÁSLAUG skrifaði Velvak-
anda og vildi vekja athygli
fólks á sýningu Þjóðleik-
hússins á Rrítarhringnum
í Kákasus eftir Bertolt
Brecht. Þetta væri sýning
sem væri listrænt konfekt
að öllu leyti. Fyrst væri
náttúrulega að telja text-
ann og tónlistina, en það
sem gladdi hana mest og
nærði sérstaklega var leik-
gerðin, einhvers konar
samspil fjölda listforma;
leiklistar, tónlistar,
hreyfilistar og myndlistar.
I sýningunni voru engar
prímadonnur, hver leikari
var sem hlekkur í einni
heild, sem myndaði leik-
myndina og leikgerðina.
Samt var hver og einn
þeirra alveg sérstakur.
Einstök sýning. Spennandi
og skemmtileg.
Ábending til
fjölmiðlafólks
ARKITEKT hafði sam-
band við Velvakanda og er
hann óánægður með að
þegar þirtar eru teikning-
ar af byggingum í fjölmiðl-
um vantar iðulega nafn
arkitektsins. Segir hann að
arkitektúr sé listgrein og
kannski sýnilegri en flest-
ar aðrar listgreinar. Þegar
skrifað sé um tónlist,
myndlist o.s.frv. sé alltaf
tekið fram hver er höfund-
ur en mikill misbrestur sé
á því þegar arkitektúr er
annars vegar. Vill hann
biðja fjölmiðlafólk að hafa
þetta í huga.
Léreftsdúkur
í SÍÐUSTU viku október-
mánaðar voru tveir dúkar
settir í þvott í þvottahúsinu
Fönn. Þegar þeir voru sóttir
kom í ljós að annan dúkinn
vantaði í pakkann. Dúkui-
inn, sem hefur líklega lent
annars staðar, er hvítur lé-
reftskaffidúkur, saumaður í
hveitipoka á tímum efniserf-
iðleika á Islandi og ísaumað-
ur með appelsínugulu gami.
Hann er frá árinu 1944 og í
miklu uppáhaldi, þar sem
hann er erfðagripur. Dúk-
urinn hefur ekki skilað sér í
þvottahúsið ennþá, en það
er einlæg von mín að fólk
sem átti þvott á þessum
tíma hjá Fönn athugi hvort
hann gæti hafa lent hjá því
og skili honum vinsamlega
þangað eða láti mig vita
beint í síma 553-6291, Vil-
borg.
Tapað/fundið
Svartur jakki týndist
SVARTUR tvíhnepptur
jakki með mittisbelti týnd-
ist á Glaumbar 19. nóvem-
ber sl. Skilvís finnandi vin-
samlegast hafi samband
við Unni í síma 869-0386.
Gullhringur týndist
SÉRSMÍÐAÐUR gull-
hringur með stórri hvítri
perlu týndist í miðbæ
Reykjavíkur 13. nóvember
sl. Skilvís finnandi vinsam-
legast hafi samband í síma
694-5464, Sigga.
Dýrahald
Söngelskur
páfagaukur í óskilum
GÆFUR, heimaríkur
páfagaukur flaug inn um
glugga á efstu hæð í íbúð í
Seláshverfi miðvikudaginn
1. desember sl. Páfagauk-
urinn er mikill söngfugl.
Upplýsingar í síma 587-
4057.'
Perla er týnd
HUN Perla okkar er týnd.
Hún hvarf fyrir um það bil
viku. Perla er tveggja ára,
hvít með þósbrúnum bletti
og ljósbröndótt. Skottið er
alveg bröndótt. Perla er
eymamerkt og hún er með
hálsól, en merkið er dottið
af. Ef einhver hefur séð til
hennar vinsamlegast hafið
samband í síma 588-9589
eða 553-2768.
COSPER
Þótt þú þekkir ráðherrann persónulega sætti ég mig
ekki við að þú bætir neðan við bréfið, „ástarkveðja og
kossar frá Lóu“.
HÖGNI HREKKVÍSI
/tJÁ, starfsfÓJt: þitt erj7?é&éa.uk / "
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur til þessa ekki
verið áfjáður í að horfa á um-
ræðuþætti í sjónvarpi. Málefnaleg-
ar umræður með áþreifanlegri nið-
urstöðu hafa verið sjaldgæfar í
slíkum þáttum; algengt er að við-
mælendur og stjórnandi fari um
víðan völl og verði svo að hætta í
miðju kafí vegna tímaskorts, án
þess að málefnið sem ræða átti um
hafi verið til lykta leitt.
En undanfarna sunnudaga hef-
ur Víkverji skemmt sér vel yfír
nýjum umræðuþætti á nýrri sjón-
varpsstöð þar sem rætt er um
stjórnmál og dægurmál.
Þetta er þátturinn Silfur Egils á
Skjá einum, tæplega tveggja tíma
þáttur þar sem Egill Helgason
blaðamaður fær til sín gesti til að
tala um það sem efst er á baugi í
þjóðfélaginu. Fyrir rúmri viku
fylgdist Víkverji þarna með fjör-
ugum en málefnalegum og athygl-
isverðum skoðanaskiptum Björns
Bjarnasonar og Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur sem fóru vítt yf-
ir hið pólitíska svið og ræddu allt
frá málefnum Samfylkingarinnar
til staðsetningar nýs Listaháskóla.
í síðasta þætti ræddi Egill m.a. ít-
arlega við Þór Whitehead prófess-
or um bókina Bretarnir koma og
listann sem þar er birtur yfir þá
Islendinga sem breska setuliðið
taldi andsnúið sér.
Agli er lagið að velta upp athygl-
isverðum flötum á málum og vinna
út frá því sem viðmælendurnir
hafa fram að færa í stað þess að
fara um víðan völl með fyrirfram
ákveðnar spurningar.
Egill boðaði í síðasta þætti að-
næsta sunnudag mæti Davíð
Oddsson forsætisráðherra í viðtal í
þættinum. Það þykir Víkverja
benda til þess að þátturinn hafí
spurst út vel og víða og að Silfur
Egils sé sannkölluð rós í hnappa-
gat þessarar litlu sjónvarpsstöðv-
ar.
xxx
MARGIR hafa rætt um það að
dagskrárgerð eigi undir
högg að sækja í íslensku sjón-
varpi og á það sannarlega við um
leikið efni og alvörudagskrár-
gerð. Talandi um Skjá einn er
það hins vegar athyglisvert hve
stór hluti dagskrár stöðvarinnar
er innlent efni. Þar er að sönnu
mestmegnis á ferðinni hraðsoðnir
og oft blátt áfram óvandaðir
þættir sem apa eftir vinsælum
bandarískum þáttum og eru fyrst
og fremst ætlaðir ungu kynslóð-
inni. Þrátt fyrir það finnst Vík-
verja það skemmtileg nýbreytni
að sjónvarpsstöð sem ýtt er úr
vör af litlum efnum hafi til að
bera þann metnað að framleiða
eigið efni í stað þess að reiða sig
alfarið á ódýra, erlenda fram-
leiðslu.
xxx
Nú er orðið Ijóst hverjir verða
andstæðingar íslenska knatt-
spyrnulandsliðsins í undankeppni
næstu heimsmeistarakeppni.
Ekki duttu Islendingar í þann
lukkupott að dragast í riðil með
stórþjóðum á borð við Breta,
Þjóðverja, Itali eða Spánverja.
Samt drógust okkar menn í ágæt-
an riðil þar sem þeir þurfa að etja
kappi við frábært lið Tékka og
ekki síðra lið frá frændum okkar
Dönum. Víkverji er strax farinn
að hlakka til leikjanna við Dani,
en þeim hefur íslenskt landslið
ekki mætt síðan 1991. Enn á ný
gefst Islendingum tækifæri til að
hefna ófaranna úr 14-2 leiknum
árið 1968.