Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 76
^6 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Breska leikkonan Brenda Blethyn sem þekktust er fyrir að leika f mynd Mike Leigh, Leyndarmálum og lygum, ásamt handritshöfundi Sólskins Istvan Szabo. Spænski leikstjórinn Pedro Almodovar, leikarinn Antonio Banderas og tónskáldið Ennio Morricone. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin I Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Andi Almodovars svífur yfír Evrópu Pedro Almodovar var sigurvegari kvöldsins þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru veitt í Schill- er-leikhúsinu í Berlín, Pétur Blöndal var á staðnum og fylgdist með athöfninni. AÐ ER skítakuldi í anddyri Schiller-leikhússins í Berlín. Blaðamaður nýr saman hönd- um til að fá blóðstreymi fram í krókn- aða fingurna; allt til að kreista blekið á kuðlaðan pappírinn. Handan við rauðan dregil eru ljósmyndarar gii’tir af með kaðli og rýna í andlitsdrætti kjólklæddra gestanna. Er hann fræg- ur? En þessi? Tónskáldið Ennio Morricone gengur teinrétt upp rauðan dregilinn enda á það í vændum heiðursverð- laun fyrir kvikmyndatónlist í vestrum sem kenndir eru við spagettí. Morr- icone fellur þó alveg í skuggann af barmfógru smástimi „ungfrá Silieo- ne“ eins og gráglettinn kollegi blaða- manns frá Hollandi kemst að orði. Leikkonur á borð við Nathalie Mikið úrval af glæsilegum fatnaði við öll tækifæri 20% afslóttur fimmtudag til sunnudags tnrQarion V Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147. Baye, sem tilnefnd er þetta kvöld, og Irene Jacob, uppáhald Kieslowskis heitins, spássera framhjá þvögu ljós- myndaranna án þess að eftir þeim sé tekið. Enda eru þær bara evrópskar, annað en Melanie Griffith sem mætir með hinn ameríkaníseraða Antonio Banderas upp á arminn. Það stendur til að heiðra þennan spænska leikara fyrir að eiga drjúgan þátt í framlagi Evrópu til kvikmynda- gerðar í heiminum enda þótt hann hafi verið búsettur í Bandaríkjunum í ráman áratug og verði að teljast á besta skeiði. Blaðamaður norpar í bitrunni i anddyrinu og fylgist með stjömunum baða sig í flassljósi frægðarinnar og skyndilega stendur Peter Aalbek Jensen, framleiðandi og burðarás Zentropa í Danmörku, við hlið hans. Aðspurður hvort langt sé í frumsýn- ingu Dansara í myrkri svarar hann brosandi: „Við skulum vona að við eigum efth- að sjá Lars Von Trier og Björk ganga eftir rauða dreglinum í Cannes í vor.“ í þessum töluðum orðum koma Iben Hjejle og Anders W. Berthels- en, sem bæði eru tilnefnd fyrir Síð- asta söng Mifune, stormandi inn í ieikhúsið og blaðamanni til undmnar byrjar Peter Aalbek að hrópa eins og æstur aðdáandi: „Iben! Iben! Iben!“ Við það byrja ijósmyndararnir að smella af eins og þeir eigi lífið að leysa. Þegar leikararnir dönsku hafa dansað á dreglinum drjúga stund glottir Peter Aalbek til blaðamanns og segir kankvislega: „Þetta virkar!“ Það eru engar ýkjur og hrópin ná alla leið til Danmerkur þar sem BT fjallar sérstaklega um að æstir aðdáendur hafí hrópað nafnið Iben og ijóst sé að stjama hennar skíni skært um alla Evrópu. Enn er blaðamaður í anddyrinu þótt leikhúsið sé að fyllast enda sam- ræðumar skemmtilegastar þar og hvert stórstimið af öðru kemui- ask- vaðandi. Heldri fréttakonu frá Berlín Bókaverð er of hátt 3 bækur 4.460 krónur 5.606 eintök 75 milljónir króna handa Degi og Steingrími og öðrum www.tunga.is KVIKMYND ÁRSINS: „Todo sobre mia madre“ Allt um móður mína (Spánn) BESTI LEIKSTJÓRI: Pedro Almodovar „Todo sobre mia madre" Alltum móðurmína (Spánn£ BESTI KARLLEIKARI: Ralph Fiennes „Sunshine" Sólskin (Ungverjaland) BESTA LEIKKONA: Cecilia Roth „Todo sobre mia madre“ Allt um móður mína (Spánn) BESTI HANDRITSHÖFUNDUR: István Szabó og Israel Horovitz „Sunshine" Sólskin (Ungverjaland) BESTA KVIKMYNDATAKA: Lajos Koltai „Sunshine" Sólskin (Ungverjaland) BESTU MYNDIR UTAN EVRÓPU: „The Straight Story" David Lynch (Bandaríkin) KARLLEIKARI, ÁHORFENDAVERÐLAUN: Sean Connery „Entrapment" Gildra (Bandaríkin) LEIKKONA, ÁHORFENDAVERÐLAUN: Catherine Zeta-Jones „Entrapment" Gildra (Bandaríkin) STUTTMYND ÁRSINS: „Welcome to San Salvario" Enrico Verra (Ítalía) HEIÐURSVERÐLAUN FYRIR FRAMLAG EVRÓPU TIL HEIMSKVIKMYNDANNA: Roman Polanski, Antonio Banderas, Ennio Morricone. GAGNRÝNENDAVERÐLAUNIN: „Farewell, Home Sweet home“ Otar losseliani (Frakkland) BESTA HEIMILDARMYND: „Buena Vista Social Club“ Wim Wenders (Þýskaland) UPPGÖTVUN ÁRSINS: „The War Zone“ Tim Roth (Bretland) r-H-i Leikkonan Cecilia Roth var valin sú besta í Evrdpu fyrir framúrskarandi leik sinn í myndinni Allt um mdður mína. verður tíðrætt um ísland og hefur heyrt að þar sé menningin óspjölluð af alþjóðavæðingunni, t.d. hafi tónlist Bachs ekki borist til íslands fyrr en um miðbik 20. aldarinnar. Aðdáun hennai- er svo einlæg að blaðamaður kann ekki við að hrófla við þessari sérkennilegu ímynd af Fróni og er þeirri stund fegnastur er hátíðin hefst loksins. Nick Powell, forseti Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, heldur fyrstu töluna. Hann er með stjörnur Evrópu- sambandsins saumaðar í jakkafötin og segir nær- fötin í bresku fánalitun- um. I ræðu sinni leggur hann áherslu á að auka þui-fi vinsældir evrópskra kvikmynda án þess að fórna listrænum metnaði; Evrópsku kvikmynda- verðlaunin séu liður í því. Eftir ræðuna er sem stjörnurnai’ spretti af föt- um Powells og arki inn á sviðið ein af annarri, ýmist til að afhenda eða taka við verðiaunum. Óhætt er að staðhæfa að andi spænska leikstjór- ans Pedros Almodovars svífi inn á sviðið þegar í fyrstu verðlaunaafhend- ingunni og haldist á sveimi fram undir lokin. Leik- konan Cecilia Roth er verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í mynd Almodovars Allt um móður mína og þegar fram í sækir er Al- modovar sjálfur valinn leikstjóri ár- sins eftir kosningu á Netinu og mynd- in valin sú besta á árinu af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. Ekki er þá allt upptalið því Al- modovar er einnig þakkað að hafa uppgötvað Bandei'as á sínum tíma sem nú er verið að slá til riddara fyrir áður getið æviframlag. Eftir þakkar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.