Morgunblaðið - 19.12.1999, Síða 3

Morgunblaðið - 19.12.1999, Síða 3
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 B 3 MORGUNBLAÐIÐ ÓMAR RAGNARSSON hefur einstaka tilfinningu fyrir landinu sínu, fólki og atburðum, hvort sem hann upplifir þá sjálfur eða setur sig í spor annarra. Allir þessir kostir hans endurspeglast í bókinni LJÓSIÐ YFIR LANDINU. LJÓSIÐ YFIR LANDINU fjallar um atburði sem snertu þjóðina alla-umörlög og upplifun fólks, sem á ferð um óbyggðirnar norðan Vatnajökuls komst í nána snertingu við þau tröllauknu öfl sköpunar og eyðingar, lífs og dauða, sem gera þetta svæði einstakt á jarðríki. Þetta er bók í anda Stikluþátta Ómars sem svo margir landsmenn fylgdust spenntir með. Kannast einhver við rithöfundinn RICHARD BACHMAN? Hinn heimsfrægi spennusagnahöfundur STEPHEN KING segir að Bachman hafi látist úr krabbameini árið 1985 og ekkja hans fundið handritið að bókinni ÁRÁSIN í skrifborðsskúffu hans. En er hægt að trúa STEPHEN KING? Varla þegar hann fjallar um Richard Bachman, því þeir tveir eru einn og sami maðurinn. STEPHEN KING er með réttu oft nefndur konungarspennusagnanna. Enginn rithöfundur kann eins vel þá list að halda lesandanum í heljargreipum frá fyrstu blaðsíðu til hinnar síðustu. í þessari mögnuðu sögu bregst honum sannarlega ekki bogalistin. FRÓDI VIÐ END'A REGNBOGANS er fjórða barnabókin sem Helga Mölier sendir frá sér. Helga lifir sig á einstakan hátt ínn í heim barnanna og það kemur vel fram í bókum hennar sem hafa hlotið afar góðar viðtökur, bæði gagnrýnenda og lesenda. Ólafur Pétursson myndskreytti bókina. LEYNDARMALIÐ I KJALLARANUM er fyrsta bók Steinunnar Hreinsdóttur. Steinunn er magister í norrænum bókmenntum og hefur starfað sem kennari við Háskóla íslands en er nú fiugfreyja hjá Flugleiðum. Tvíburasystir Steinunnar, Jóhanna, myndskreyttí bókina. WWW.fP0tH.i8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.