Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ungu stúlkurnar eru væntanlegir kennarar skóians sem Barnaheili eru að reisa. Hér eru þær ásamt Kristínu og starfsmanni fræðsluyfirvalda. Kristín ræðir við heimamenn í einu þorpanna sem hún heimsótti. Barnaheill reisa fljót- andi skóla í Kambodíu Nýlega fór Kristín Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla, til Kambodíu til að undirbúa fyrsta alþjóðlega verkefnið sem er að reisa og reka grunnskóla þar í landi. Hildur Einarsdóttir fræddist um stöðu menntamála í landinu og hvernig samtökin hy^a'ast standa að uppbyggingu skólans. „ÆTLUNIN er að við reisum skóla í litlu þorpi í héraðinu Kompong Chhnang við ána Tonle Sap sem er um miðbik landsins," segir Kristín sem var í rúma viku á ferðalaginu til að kynna sér aðstæður í þorpinu Kompong Our þar sem skólinn á að rísa. „Þar búa íbúarnir á flekum sem gerðir eru úr bambus og húsakynnin sömuleiðis. Fólkið, sem liflr á fisk- veiðum, flytur sig til á fljótinu eftir magni vatnsins í ánni. I skólanum sem byggður er á fleka verða um 150 nemendur á aldr- inum 6-16 ára. Þeim verður kennt að lesa, skrifa og reikna ásamt fleiii fogum en ólæsi er mikið í landinu. Við munum einnig kynna börnunum Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna,“ segir hún. „Verkefnið vinnur Barnaheill í samvinnu við norsku systrasamtökin Save the Children en þau og Bama- heill eiga aðild að International Save the Children Alliance. Upphaf þess að Bamaheill fóra út á þessa braut er að norsku samtökin veittu Barnaheill styrk til að kynna sér starf norsku samtakanna í Kam- bodíu en þau hafa veitt landsmönn- um víðtæka aðstoð í menntamálum í yfir tuttugu ár.“ Börnin hafa búið við þrúgandi öryggisleysi Kristín kynntist ágætlega högum fólksins í þorpinu Kompong Our á ferð sinni og segir sér hafi fundist börnin í þorpinu fremur dauf í bragði. „Skýringarinnar má meðal annars leita í einhæfri næringu þeirra,“ segir hún. „Fólkið lifir nær eingöngu á fiski. Vöruskipti fara fram við nágrannabyggðirnar en hjá þeim fá þorpsbúar hrísgrjón. Engin aðstaða er á prömmunum til að rækta grænmeti og leikrými er afar takmarkað. Þar að auki em ekki nema tvö ár síðan tókst að reka meðlimi Rauðu Khmeranna í burtu úr héraðinu en þeir herjuðu reglulega á íbúa þess. Innfæddir hafa því búið lengi við þrúgandi öryggisleysi. Uppbygging hefur verið lítil á þessu svæði. Og líf- ið hjá venjulegri fjölskyldu snýst um að komast af frá degi til dags.“ Þurfa börnin þá ekki að vinna við öflun lífsviðurværis eins og gerist víða í þróunarlöndunum? „Jú, bömin þurfa að byrja að vinna mjög ung eins og gerðist hér áður til sjávar og sveita á íslandi. Flestir foreldrar hafa þó skilning á nauðsyn þess að börnin gangi í skóla og læri gmnnfögin. Þegar þau em orðin 10-12 ára hætta sum þeirra námi. Save the Children hafa leitast við að auka skilning foreldra á því hve mikilvægt það er að börnin haldi áfram í námi. Börnin og menntun þeirra era undirstaða þess að það verði einhver framþróun í landinu.“ Nú búa bömin á flekum, hvernig komast þau í skólann? „Þau fara á milli á bátum sem era aðalsamgöngutækið. Þau sem búa nálægt skólanum synda í skólann og era í blautu fötunum meðan á kennslunni stendur. Á regntímabil- inu liggur kennsla niðri vegna þess að þá er allra veðra von og of hættu- legt að vera á ferðinni." Vinna náið með heimamönnum Kristín lýsir stöðu menntamála í Kambodíu og segir að í þeim efnum hafi gengið á ýmsu undanfarna ára- tugi. „I stjómartíð Shianouk kon- ungs á áranum 1953-1970 fjölgaði grunnskólum og framhaldsskólum töluvert í Kambodíu. Þegar Lon Nol Ljósmynd/Kristfn Jónasdóttir Bömin íKompong Our þar sem „íslenski" skólinn mun rísa. stjómin tók við árið 1974 var mikill órói í landinu vegna átaka milli stjórnarinnar og Rauðu Khmeranna. Bitnaði það á skólagöngu barna og unglinga sem var stopul. Meðan Rauðu Khmeramir vora við völd á áranum, 1975-1979 var hefðbundn- um skólum lokað. Margir létu lífið á þessum árum, þeir voru drepnir eða dóu af völdum harðræðis. Talið er að um tvær milljónir manna hafi látist. Markvisst var unnið að útrýmingu menntamanna, þar á meðal kennara því Rauðu Khmerarnir ætluðu sér ekki aðeins að skapa nýtt samfélag heldur einnig að búa til nýja mann- gerð. I því skyni vora börnin tekin frá foreldrum sínum og látin vinna erfiðisvinnu frá morgni til kvölds. Börnin glötuðu öryggi sínu og sam- semd við sjálf sig. Þannig hugðust Rauðu Khmerarnir meðal annars ná markmiði sínu að skapa hina nýju manngerð. Víetnamarnir réðust inn í landið árið 1979 og dvöldu þar í tíu ár en þeim tókst ekki að reka Rauðu Khmerana af höndum sér því þeir héldu völdum í nokkram héraðum þangað til fyrir tveim áram síðan. Víetnamarnir voru talsvert gagn- rýndir fyrir innrásina á sínum tíma. Nú telja flestir að hún hafi verið réttlætanleg og nauðsynleg til að forða frekari drápum Rauðu Khmer- anna. Síðan 1979 eða árið 0 eins og Kam- bodíumenn kalla það, hafa norsku samtökin Save the Chfidren unnið með stjórnvöldum að endurupp- byggingu menntakerfisins. í fyrstu störfuðu einungis Norðmenn hjá Save the Children í Kambodíu en nú eru það landsmenn sem sjá um starf- ið í samvinnu við Norðmenn og ís- lendinga. Undanfarin ár hafa sam- tökin stutt við kennaramenntun í landinu. Þau hafa einnig staðið fyrir gerð námsefnis og dreifingu þess. Komið upp bókasöfnum við skólana og veitt fræðsluskrifstofunum sér- fræðiaðstoð. Það er einmitt þessi heildræna aðstoð sem Kambodíu- menn kunna vel að meta.“ Kristín tekur fram að þegar unnið er að uppbyggingu af þessu tagi sé nauðsynlegt að hún fari fram í náinni samvinnu við heimamenn. Á þann hátt varðveitist þekkingin best og fjármagnið haldi áfram að nýtast þegar landsmenn taki yfir rekstur- inn. Heimsótti forsætisráðherrann Kristín var fyrst í Kambodíu fyrir einu ári síðan. Hún minnist þess hve alls staðar var vel tekið á móti þeim Tor Elden framkvæmdastjóra Save the Children í Noregi sem var í för með henni. „Landið er afar háð er- lendri aðstoð og þjóðfélagið er enn að stóram hluta rekið fyrir láns- og gjafafé þrátt fyrir að vera auðugt frá náttúmnnar hendi. I Kambodíu era miklir skógar og stórar demanta- námur,“ segir hún. „Við voram meðal annars boðin til forsætisráðherrans, Hun Sen. Hann tók okkur mjög vel og ræddum við saman í um meina klukkustund. Hann talaði um mikfivægi samtaka eins og Save the Children og bauð mig velkomna til starfa. Á þessum tíma voru nýafstaðnar kosningar. Ekki var enn búið að mynda ríkis- stjórn en Hun Sen var sigurvegari kosninganna. Sjálfur var hann um tíma í flokki Rauðu Khmeranna en flúði harðræði þeirra. Nú eiga Kambodíustjóm og Sam- einuðu þjóðirnar í deilum vegna yfir- vofandi réttarhalda yfir tveimur for- ingjum Rauðu Khmeranna, þeim Ta Mok og Kang Kek leu, sá síðar- nefndi þekktur undir heitinu „Duch“. Hann var yfirmaður helstu pyntingabúða Rauðu Khmeranna. Eftir því sem mér skildist hafa mörgum fyrrverandi Rauðum Khmerum verið gefnar upp sakir á móti því að leggja niður vopn. Sameinuðu þjóðirnar vilja halda alþjóðleg réttarhöld en Hun Sen vill halda kambodísk réttarhöld án af- skipta alþjóðlegra stofnana. Forsætisráðherranum var einnig tíðrætt um menntakerfi landsins en samkvæmt tölum Sameinuðu þjóð- anna eru yfir 20% barna á aldrinum 6-11 ára án skólavistar. Almennt ólæsi er yfir 40% í landinu. Á af- skekktum svæðum eins og í þorpinu okkar Kompong Our hefur lítil sem engin formleg skólaganga átt sér stað í 25 ár. Það sem gerir þetta enn- þá alvarlegra er að um 50% lands- manna era undir 26 ára aldri. Það gildir því enn mottóið frá 1979: Þeir sem geta lesið verða að kenna þeim sem lítið kunna. Og þeir sem lítið kunna að lesa verða að kenna þeim sem ekkert hafa lært.“ í lögreglufylgd um landið í ferðinni sem Kristín fór til Kam- bodíu nú í haust var hún ein á ferð. Hún segir okkur brot úr ferðasög-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.