Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913
292. TBL. 87. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Putín væntir
góðs samstarfs
við nýtt þing
Moskvu. AP.
VLADÍMÍR Pútín, forsætisráð-
herra Rússlands, ræddi í gær við sig-
urvegara þingkosninganna á sunnu-
dag og kvaðst telja að stjórn sín gæti
átt gott samstarf við nýju dúmuna,
neðri deild þingsins.
„Þjóðin bindur miklar vonir við
nýju dúmuna, enda bíða mörg
vandamál úrlausnar," sagði Pútín á
fúndi með leiðtogum stærstu flokk-
anna. „Við verðum og ætlum að
vinna með öllum sem voru kjörnir í
dúmuna, hvaða flokki, hreyflngu eða
bandalagi sem þeir tilheyra.“
Samkvæmt nýjustu kjörtölum
fengu mið- og hægriflokkarnir mikið
fylgi í kosningunum og svo virtist
sem kommúnistar og bandamenn
þeirra hefðu misst meirihluta sinn i
dúmunni. Fjórir mið- og hægriflokk-
ar, þeirra á meðal Eining, sem styð-
ur ráðamennina í Kreml, voru á með-
al þeirra sex flokka sem fengu mest
fylgi í kosningunum og staða miðju-
og hægriaflanna hefur aldrei verið
jafn sterk í dúmunni frá hmni Sovét-
ríkjanna. Meirihluti kommúnista og
bandamanna þeirra hafði átt í deil-
um við Borís Jeltsín forseta og oft
hindrað tilraunir ráðamannanna í
Kreml til að koma á efnahagsumbót-
um.
Miðju- og hægriöflunum
spáð meirihluta
Þegar rúmlega 98% atkvæðanna
höfðu verið talin í gær höfðu komm-
únistar nauma forystu með 24,3% at-
kvæðanna. Fjórir af fímm næstu
flokkum era skilgreindir sem mið-
eða hægriflokkar, þeirra á meðal
Eining sem fékk 23,2% fylgi. Ekki er
þó enn ljóst hvort flokkarnir geti
myndað traust bandalag í dúmunni.
Samkvæmt spám aðalkjörstjórn-
arinnar í Moskvu fá kommúnistar
111 þingsæti í dúmunni og mið- og
hægriflokkarnir rúmlega 180. Talið
er að rúmlega hundrað óflokks-
bundnir frambjóðendur hafí náð
kjöri og búist er við að það verði auð-
sóttara fyrir mið- og hægriflokkana
að fá þá til fylgilags við sig. Alls eiga
450 þingmenn sæti í dúmunni.
Gennadí Zjúganov, leiðtogi komm-
únista, krafðist þess að flokkur sinn
fengi að tilnefna forseta dúmunnar
þar sem hann væri enn stærstur á
þinginu. Nái mið- og hægriflokkarn-
ir hins vegar undirtökunum í dúm-
unni munu þeir hiklaust ætla manni
úr sínum röðum að setjast í þingfor-
setastólinn þegar það kemur fyrst
saman í næsta mánuði.
Hart barizt í Tsjetsjníu
Fregnir bárast í gær af hörðum
átökum milli rússneskra hersveita
og skæraliða Tsjetsjena, bæði í út-
hverfum Grosní, héraðshöfuðborgar
Tsjetsjníu, og í fjallaskörðum sunnar
í sjálfstjórnarlýðveldinu.„Við erum
að þyngja sóknina í fjöllunum. Þeir
vita ekki hvert þeir eiga að flýja“
sagði Gennadí Troshev, yflrmaður
rússnesku hersveitanna á eystri víg-
línunni í Tsjetsjníu. Sagði hann 30
skæruliða hafa fallið í bardögum við
bæinn Serzhen-Yurt, sem er um 30
km suðaustur af Grosní.
Reuters
Framendi þotunnar laskaðist illa í slysinu, er hún rakst á hús sem byggð hafa verð rétt við brautarendann.
Þota rann út
af flugbraut
DC-10 breiðþotu kúbversks flugfé-
lags hlekktist á í lendingu á alþjóða-
flugvellinum við Gvatemalaborg í
gær, með þeim afleiðingum að vélin
rann út af regnbláutri flugbrautinni
og lenti á íbúðarhúsum. Að minnsta
kosti þrettán manns dóu, að sögn
fulltrúa gvatemalskra flugmálayflr-
valda. Flugstjóri þotunnar var meðal
hinna látnu. Vai- talið hugsanlegt að
fleiri myndu finnast látnir um borð,
en samkvæmt bráðabirgðatölum
slösuðust 56 af þeim 298 sem í vélinni
vora. Slökkviliðinu tókst að hindra
að eldur brytist út og þar með að for-
ða frekari harmleik. Flestir farþeg-
anna voru háskólanemar á heimleið
úr ferðalagi til Kúbu.
Húsin, sem hróflað hefur verið
upp í La Libertad-fátækrahverfinu,
standa nærri því upp við flugbraut-
ina. Átta íbúar fórust í apríl 1995,
þegar önnur þota fór fram af sömu
flugbraut við svipaðar aðstæður.
Skatta-
lækkun í
Þýskalandi
Berlín. AFP, AP.
GERHARD Schröder, kanslari
Þýskalands, tilkynnti í gær um
skattalækkanir á fyrirtækjum og
einnig um meiri lækkun á tekju-
skatti en gert hafði verið ráð fyrir í
fyrri áformum ríkisstjómar jafnað-
armanna og græningja. Er tilgang-
urinn með hinum auknu skattalækk-
unum sá að örva efnahagslífið og
draga úr miklu atvinnuleysi.
Fyrirhugað er að lækka skatta um
rúmlega 1.600 milljarða ísl. kr. á ára-
bilinu 2001 til 2005 og bætist þessi
lækkun við þá, sem þegar hefur verið
ákveðin. Á fréttamannafundi með
Hans Eichel, fjármálaráðherra
Þýskalands, sagði Schröder, að
skattalækkunin væri sú mesta í
Þýskalandi eftir stríð.
Skattar á mörgum fyrirtækjum
munu fara úr 40% eins og nú er í 25%
árið 2001 og lágmarkstekjuskattur
fer úr 23,9% í 15% í áföngum fram til
2005 og hámarkstekjuskattur úr
53% í 45% á sama tíma.
Yfirlýsing Schröders um skatta-
lækkunina kom sama dag og þýska
efnahagsmálarannsóknastofnunin
Ifo spáði auknum hagvexti á næsta
ári. Að hennar mati verður hann
2,7% en 1,4% á þessu ári.
Fannfergi
í Bosníu
NEYÐARÁSTANDI hefur verið
lýst yfir í stdrum hluta Bosníu-
Herzegovínu vegna snjóþyngsla
og mikils vatnselgs í ám.
Bflaumferð hefur víða stöðvast
vegna ófærðar, en líkt og sjá má
á vanda þessa bfleiganda í Sara-
jevc, þá hefur snjó kyngt niður í
miklu magni. Sporvagnar hættu
að ganga og bflaumferð er sára-
lítil, en yfir 200 lögreglumenn
voru fengnir til að aðstoða við
snjóruðning í Sarajevo. Þá var
flugvöllum í Bosníu lokað vegna
veðurs, sem og fjölda grunnskóla.
Gerir gen
garðslátt
óþarfan?
London. The Daily Telegraph.
GARÐSLÁTTUR og ýmis
garðvinna kann brátt að heyra
sögunni til þar sem vísinda-
menn hafa uppgötvað aðferð til
að draga úr vexti grass og
plantna með genabreytingum.
Genið BAS-1, sem verkar á
vaxtarhormón jurta, ætti að
gera mönnum kleift að ráða
hæð grass og annarra plantna
og rækta jafnvel dvergtré án
þess að beita öðrum aðferðum.
„BAS-1 virðist stjórna því
hversu mikið er af mikilvægu
sterahormóni sem örvar vöxt í
jurtaframum," sagði Joanne
Chory, prófessor við Salk-
stofnunina í Kaliforníu, sem
gerir grein fyiir niðurstöðu
rannsóknarinnar í tímaritinu
Proceedings of the National
Academy of Sciences. Genið
brýtur niður vaxtarhormónið
og verkar aðallega á stilk
plantnanna, að sögn Chory.
Annar hópur vísindamanna
við Salk-stofnunina hefur ein-
angrað gen sem getur hraðað
lífsferli plantna og bendii- það
til þess að hægt verði að rækta
genabreytt afbrigði sem vaxi
eins fljótt eða hægt og menn
óska.
Um 150.000 manns eru heimilislausir eftir nátttíruhamfarirnar í Venesúela
Manntjónið jafnvel yfír 30.000
Caracas. AP, AFP.
FJÖLDI þeirra sem létu lífið í
aurskriðum og flóðum af völdum
gríðarlegrar úrkomu í Venesúela í
síðustu viku gæti verið á milli 30.000
og 50.000. Frá þessu greindi Angel
Rangel, yfirmaður heimavarnarliðs
landsins, í gær, en hann tók fram að
sennilega yrði aldrei hægt að segja
til um það með vissu hve margir
hefðu farizt.
„Heilu þorpin hurfu, grófust undir
aur,“ hefur ÆP-fréttastofan eftir
honum. „Nákvæm tala yfir þá sem
fórust verður aldrei kunn. Þetta era
þúsundir á þúsundir ofan. Heildar-
fjöldinn gæti verið milli þrjátíu og
fimmtíu þúsund," sagði Rangel. Að
sögn AP gizka stjórnvöld í Venesú-
ela á að manntjónið hafi verið á milli
fimm og þrjátíu þúsund. Aðeins hafa
um 1.500 lík fundizt. Hin era flest
grafin djúpt undir aur eða skoluðust
á haf út.
í gær var enn unnið að því að
flytja fólk af svæðum sem allar
landsamgöngur rofnuðu við í Varg-
as-fylki við Karíbahafsströndina, en
það varð verst úti. Samtals misstu
um 150.000 manns heimili sín. Hjálp-
arstarf á hamfarasvæðunum var í
gær fyrst og fremst farið að beinast
að því að finna lík og gera ráðstafanir
til að varna farsóttum.
MORGUNBLAÐIÐ 22. DESEMBER 1999
5 690900 090000