Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Stuttur sólar- gangur Þessar álftir virtust ekki hafa hugann við skammdegið þegar þær gengu í takt við sólarlagið, en í dag eru sólstöður. Birting verður klukkan 10:03 og myrkur verður skollið á 17:06. Á morgun verður sólargangur örlítið lengri en í dag. Ekki fer neinum sögum af því hvort þess- ar álftir hræðist skammdegið, en þær virtust ánægðar með lífið og tilveruna. Það hefur hins vegar verið nokkuð kalt síðustu daga, a.m.k. gengu álftimar yfir Tjörnina þurrum fótum. Morgunblaðið/Ami Sæberg Guðmundur Ólafsson hagfræðingur svarar sérfræðingum Landsvirkjunar Arðsemiskrafa Lands- virkjunar seint á ferðinni GUÐMUNDUR Ólafsson, hag- fræðingur og lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands, segir athugasemdir starfsmanna Landsvirkjunar við útreikninga sína á arðsemi Fljótsdalsvirkjunar ekki rýra gildi arðsemisútreikninga sinna þar sem hann kemst að því að núvirt tap á rekstri Fljótsdalsvirkj- unar í eitt hundrað ár, verði milli 530 og 280 milljónir króna. Útreikningar Guðmundar birtust í Morgunblaðinu 16. desember sl. og 21. desember birtust athuga- semdir þeirra Stefáns Péturssonar, deildarstjóra fjármáladeildar Landsvirkjunar, og Kristjáns Gunnarssonar, yfirmanns fjárhags- og hagmála hjá Landsvirkjun, við þá. í athugasemdunum segja þeir að ekki sé hægt að reikna út hagnað eða tap af samningum um orkusölu frá Fljótsdalsvirkjun þar sem ekki hafi verið samið um orkuverð. Guðmundur segir athyglisvert að Landsvirkjun sé fyrst núna, um þessar mundir að reyna að gera sér grein fyrir þeirri ávöxtunarkröfu sem gera þarf ráð fyrir að verði lágmarksávöxtun í Fljótsdalsvirkj- un. „Þar með er Landsvirkjun að viðurkenna að raunverulegt arð- semismat á Fljótsdalsvirkjun hafi ekki enn farið fram af þeirra hálfu, því arðsemi verður ekki metin án þess að skýrt sé hvaða ávöxtunar- kröfu á að miða við. Þetta þýðir að stofnunin er búin að láta málið fara á lokastig ákvarðanatöku gagnvart þinginu, án þess að hafa hugmynd um hvaða lágmarksverð á raforku er viðunandi, segir Guðmundur. Þeir hafa ekki heldur forsendurnar Stefán og Kristján segja í at- hugasemdum sínum að forsendur þær sem Guðmundur miðar við í út- reikningum sínum séu rangar þar sem hann viti ekki orkuverðið, og hann reikni með rangri orkugetu Fljótsdalvirkjunar. Guðmundur svarar þessu á þann veg að sama gildi um Landsvirkjun. Fyrirtækið viti ekki heldur orkuverðið þar sem ekki hafi verið gerðir samningar um það, og því hljóti þeirra for- sendur um arðsemi virkjunarinnar líka að vera rangar á sama hátt. Hann sjái ekki hvernig Landsvirkj- un ætli að fá miklu hærra verð en önnur stóriðja greiðir, nema það komi niður á fjárfestum álversins, eigendum lífeyrissjóða. Hvað orkugetu virkjunarinnar varðar segir hann þá sjálfa gefa upp 1.90 gígavattstundir en hann hafi sjálfur notast við 1.400 gíga- vattstundir sem sé meira en þeir gefa upp. Stefán og Kristján segja í at- hugasemdum sínum að rangt sé að styðjast við þá ávöxtunarkröfu sem ríkið noti gjarnan, eins og Guð- mundur geri í sínum útreikningum. Miða beri við þá ávöxtunarkröfu sem markaðurinn setur á fyrirtæk- ið. „Fyrir helgi skrifuðu þeir grein þar sem þeir töldu ávöxtunarkröf- una fara eftir verkefninu sjálfu. Nú telja þessir menn allt í einu að markaðurinn ráði þessu. Þetta er undarlegur viðsnúningur að minu mati. Ástæðan fyrir því að ég nota ávöxtunarkröfu ríkisins er sú að hún er yfirleitt lægri en notuð er alls staðar annars staðar. Svipuð og notuð er við brýr og barnaheimili, en eftir því sem ávöxtunarkrafan er hærri þeim mun meira tap yrði af virkjuninni," segir Guðmundur. „Jafnframt segja þeir að þeir séu nú fyrst að láta færustu sérfræð- inga meta hver ávöxtunarkrafan eigi að vera. Ég ætla að vona að þeir verði ekki fyrir sama áfallinu og ég varð þegar ég fór að reyna að gera mér grein fyrir arðsemi þess- arar framkvæmdar," segir Guð- mundur. Viðurkennir nokkra ónákvæmni Guðmundur viðurkennir að hon- um hafi orðið á nokkur ónákvæmni hvað varðar þau atriði sem hann tekur með inn í stofnkostnað virkj- unarinnar. En það skipti ekki höf- uðmáli fyrir útreikningana og sé auðvelt að leiðrétta. „Ég viðurkenni það fúslega að mín sjónarmið eru enginn Hæsti- réttur í málinu. Mínar athuganir eru fyrst og fremst tilraun til að slá mati á þetta. Til að þingmenn og al- menningur eigi þess kost að gera sér einhverja grein fyrir arðsemi virkjunarinnar þar sem Lands- virkjun hefur ekki haft fyrir því að upplýsa neina um þetta mál.“ Borgarráð samþykkir dag friðar í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkur liefur ákveðið að lýsa 1. janúar árið 2000 dag friðar. Ástæðan fyrir yfirlýsingunni er sú að borgar- stjóra barst á dögunum bréf frá nemendum í 5.E í Melaskóla þar sem óskað var eftir að dagurinn yrði helgaður friði. í framhaldi af samþykkt borgarráðs hefur borg- arstjóri sent opinbera yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna þar sem er sagt frá ætlun borgarinnar og minnt á mikilvægi þess að efla frið og sátt manna á meðal. Borg- arstjóri hvetur einnig alla borg- arbúa til þess að halda í heiðri Alþjóðlegt ár friðarmenningar sem hefst í byrjun næsta árs. Friðarbekkir með samstarf á Netinu Bekkurinn stofnaði friðarfélag í byrjun þessa mánaðar og varð fyrir vikið friðarbekkur. Slík fé- lög hafa verið stofnuð af börnum víðsvegar um heimsbyggðina á síðustu mánuðum og hafa þau samstarf sín á milli á Netinu. Markmið þessara félaga er að stuðla að heimsfriði og útrýma öllu stríðsbrölti. Friðarbekkurinn verður að störfum í 13 mánuði og segir Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, nemandi í 5.E, að markmiðið verði að gera eitthvað sem stuðl- ar að friði í hverjum mánuði. Þórgunnur segir að ákveðnar skyldur hvíli á friðarbekkjum. „Við þurfum að vera góð við hvert annað og vera góðir vinir. Við megum ekki hrekkja hvert annað.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Borgarráð hefur samþykkl hugmynd nemenda í 5. bekk E í Melaskóla að fyrsti janúar verði dagur friðar. Hér eru nemendur að heimsækja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í tilefni af því. Grafarholt Samið um hönnun 88 af 800 íbúðum í GRAFARHOLTSHVERFI hefur verið unnið deiliskipu- lag fyrir 800 af þeim 1.500 íbúðum sem þar munu rísa og samkvæmt upplýsingum frá Borgarskipulagi hafa verið gerðir samningar við ákveðna arkitekta um hönnun 88 þeirra. Af þeim eru 52 eru í tvíbýlishúsum og 36 í stóru fjölbýlishúsi. Borgarverk- fræðingur Reykjavíkurborgar auglýsti eftir arkitektum fyrir þessar byggingar og voru þeir svo valdir af dómnefnd skipaðri fulltrúa Arkitektafé- lagsins, skipulagshöfunda og Borgarverkfræðings. Ágústa Sveinbjörnsdóttir, arkitekt hjá Borgarskipulagi, segir að ákveðið hafi verið að fara þessa leið við hönnun þessara bygginga því þær séu á áberandi svæði í hverfinu þar sem jarðhalli sé mjög mikill og þess vegna þýðing- armikið að vanda vel til hönn- unarinnar. Hún segir þetta sérstaklega erfiðar lóðir því þær séu í miklum landhalla og mikilsvert að þar komi til hönnuðir sem hafi reynslu af því að hanna hús í halla og hafi sýnt fram á að geta hannað svo vel fari. Val á hönnuðum fyrir önnur hús og íbúðir fari hins vegar fram á hefbundinn hátt. Harður árekstur á Vatns- mýrarvegi HARÐUR árekstur varð á milli tveggja bifreiða á Vatns- mýrarvegi á móts við Um- ferðarmiðstöðina um klukkan 16 í gær. Kona sem ók ann- arri bifreiðinni og var talin töluvert slösuð var flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur með sjúkrabif- reið. Að lokinni rannsókn reyndust meiðslin hennar ekki alvarleg en hún var höfð til eftirlits á gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ökumaður og farþegi voru í hinni bifreiðinni og voru einn- ig fluttir á slysadeild en fengu að fara heim að lokinni rannsókn. Loka varð umferð um Vatnsmýrarveg í um hálfa klukkustund á meðan lög- reglan athafnaði sig á vett- vangi ásamt sjúkraliði. Bif- reiðirnar skemmdust töluvert og voru fluttar óökufærar af vettvangi með kranabif- reið. Mjólk hækkar í verði VERÐLAGSNEFND búvöru hefur ákveðið að hækka verð á mjólkurvörum um áramót um 4,9% að meðaltali. Heild- söluverð á mjólk hækkar minna, eða um 3,9%. í frétta- tilkynningu frá verðlags- nefndinni segir að hækkunin stafi fyi'st og fremst af hækk- unum á verði til bænda, en hún nemur 6% og tekur gildi um næstu áramót. Þessi verð- lagsbreyting á mjólkurvörum hefur óveruleg áhrif á vísitölu neysluverðs, en búast má við rúmlega 0,1% hækkun vegna hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.