Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ SPH gefur út valréttartengd skuldabréf í samvinnu við Banca Popolare di Mllano V alréttarlíftry gging ætluð fyrir sparnað einstaklinga Morgunblaöiö/Golli „Valréttarlíftrygging er einföld sparnaðarleiö sem sameinar örugga og verðtryggða grunnQárfestingu og ávöxt- un hlutabréfamarkaða,“ segja þau Eva Rós Jóhannsdóttir hjá SPH, Andrea Ferrari og Andrew Law hjá Banca Popolare di Milano, og Helga Benediktsdóttir (t.h.) hjá SPH. Sparisjóður Hafnar- fjarðar, SPH, mun setja á markað nýja tegund skuldabréfa um miðjan janúar árið 2000, sem ætluð verða fyrir einstaklinga sem vilja hyggja að sparnaði. Sverrir Sveinn Sigurðarson kynnti sér málið. AVÖXTUN bréfanna, sem nefnast valréttarlíf- trygging, verður tengd ávöxtun fimm alþjóð- legra hlutabréfavísitalna, en höf- uðstóll bréfanna verður verð- tryggður með valréttarsamningum og er því tryggt að fjárfestar fá grunnfjárfestinguna til baka á lokadegi þó að til lækkana komi á viðkomandi hlutabréfavísitölum, segja þær Eva Rós Jóhannsdóttir og Helga Benediktsdóttir hjá SPH Fyrirtæki og fjárfestar og SPH Eignastýringu. Eignaskattsfrelsi vegna 101% líftryggingar Skuldabréfin verða einnig tengd svonefndri 101% líftryggingu. Líftrygging þessi veitir ekki fulla líftryggingavernd en á móti kemur að ávöxtun bréfanna er eigna- skattsfrjáls og bréfín eru ekki að- fararhæf fyrir dómi. Eins verða bréfin undanþegin erfðafjárskatti falli eigandi þeirra frá. Höfuðstóll skuldabréfanna verður vísitölu- tryggður, en ávöxtun bréfanna verður í evrum og verður sá hluti ekki verðtryggður. Sölutími skuldabréfaflokksins mun að sögn Helgu standa yfír til 17. febrúar árið 2000, en grunn- fjárfesting verður 250.000 krónur. Lengd skuldabréfaútgáfunnar hef- ur ekki verið ákveðin en hún verð- ur annaðhvort til fímm eða sex ára, eftir því hvort hagstæðara reynist fyrir fjárfesta, segir Helga. Banca Popolare di Milano stærstur sparisjóða á ftalíu Útgáfa skuldabréfanna mun verða í samstarfí við London-útibú ítalska bankans Banca Popolare di Milano, og voru hér staddir þeir Andrew Law og Andrea Ferrari, verðbréfamiðlarar hjá London-úti- búinu, til að fylgja skuldabréfaút- gáfunni úr hlaði. „Banca Popolare di Milano er stærsti sparisjóður Ítalíu, en hann rekur um 470 útibú þar í landi. Auk þess er bankinn með útibú í New York og London þar sem við störfum. Við erum ekki fjárfestingar- banki og tökum ekki stóra áhættu á markaði með einstakar fjárfest- ingar eins og stóru fjárfestingar- bankarnir gera. Okkar megin- markmið er að þjónusta ein- staklinga með fjármál þeirra á öruggan hátt, og ég tel að það henti mjög vel því sem SPH er að gera,“ segir Andrew Law. Að sögn Helgu bauð Kaupþing skuldabréf sem tengd eru valrétt- arsamningum til fagfjárfesta fyrir nokkrum árum, en að slík skulda- bréf hafi ekki verið boðin áður hér á landi til einstaklinga. Andrew Law segir að þessi flokkur skuldabréfa sé fyrir var- kára fjárfesta. „Þetta er ekki fyrir þá sem kjósa mikla áhættu og spá- kaupmennsku. Bréfin eru mjög ör- ugg því að maður hefur alltaf tryggingu fyrir því að fá grunn- fjárfestingu sína til baka í lokin,“ bætir Andrea Ferrari við. „Við þetta bætist tengingin við verðbólgu hér á landi, og auk þess færðu ávöxtun körfunnar sem búin er til með valkvæðum samning- um,“ segir Andrew Law. Flóknar reiknijöfnur en einföld sparnaðarleið Andrew Ferrari segir að hug- tökin afleiður og valkvæðir samn- ingar séu ógnvekjandi í hugum margra, því að ímynd þeirra teng- ist mikilli áhættu. „Slík viðhorf tengjast hins vegar misnotkun slíkra samninga myndi ég segja,“ segir Ferrari. Andrew Law bætir við að þó að lýsingin á skuldabréfunum virðist flókin, og vissulega séu flóknar reiknijöfnur á bak við samsetningu og útreikning skuldabréfanna, þá séu bréfin sjálf og fjárfesting í þeim mjög einföld og örugg. Italir eru að sögn þeirra Law og Ferraris ein mesta, ef ekki sú mesta, þjóð sparenda í heiminum. Þeir segja að ástæða þess að skuldabréf af þessari gerð hafi notið mikilla vinsælda meðal ítala hin síðustu ár sé sú að vextir af skuldabréfum hafi verið á niður- leið í Evrópu. „Vextir á skuldabréfum voru oft um 10% áður, en eftir að evran kom til sögunnar eru vextir komn- ir niður í 2,5-3%. Því eru æ fleiri tilbúnir að hætta á að tapa þessum 3% gegn því að fá þá ávöxtun sem verður á hlutabréfamarkaði sem gæti t.d. orðið 10% eða 12%, en skuldabréf tengd valréttarsamn- ingum eru jú vaxtalaus sem slík en fá þá hækkun sem verður á þeim hlutabréfamörkuðum sem þeim eru tengd,“ segir Ferrari. Grunnur bréfanna verðtryggður Eva Rós segir að hægt sé að sjá fjárfestingu í valréttarlíftryggingu sem leið fyrir almenning til að fjárfesta erlendis, og hafi hún þann kost umfram beinar fjárfest- ingar í hlutabréfum að fjárfestir- inn hafi tryggingu fyrir því að fá grunnfjárfestinguna til baka, en því sé ekki alltaf að heilsa þegar fjárfest sé í hlutabréfum. Þessi skuldabréf séu gefin út af íslenskri fjármálastofnun og verðtryggð í ís- lenskum krónum, og því sé hvorki verðbólgu- né gengisáhætta af grunnfjárfestingunni. Hins vegar er rétt að taka fram að skuldabréfin eru afvöxtuð við stofnun, og sé mismunurinn notað- ur til kaupa á valréttarsamningum. Núvirði bréfsins hækkar svo smám saman og verður hið sama og grunnfjárfestingin í lok bindi- tímans. Ef nauðsynlegt reynist að inn- leysa bréfin áður en binditíma þeirra lýkur fær handhafinn ekki alla upphæðina til baka heldur að- eins núvirðið á þeim tíma. Bréfið tengist svonefndri 101% líftrygg- ingu, og við andlát eiganda fá erf- j ingjar núvirði skuldabréfsins auk 1% álags á núvirðið. Ávöxtun tengd við þróun á fimm hlutabréfamörkuðum „Sparnaður í þessum bréfum gerir einstaklingum kleift að nálg- ast markaði sem að öðrum kosti hefði verið mjög erfitt að fjárfesta á,“ segir Andrew Law. Avöxtun skuldabréfanna verður tengd þróun fimm alþjóðlegra hlutabréfavísitalna í jöfnum hlut- föllum, og vigtar hver þeirra 20% í lokaniðurstöðunni. Vísitölurnar eru FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London, DAX í Frankfurt, Stand- ard & Poor 500 í New York, Auss- ie AS (All Shares) í Ástralíu og Hang Seng-vísitalan í Hong Kong. Þeir Law og Ferrari segja að ástæður fyrir vali þessara vísitalna séu þær, að með því náist mjög dreifð fjárfesting. Dreifingin er ekki vegin til samræmis við um- fang alþjóðlegra hlutabréfavið- skipta þar sem bandarískir hluta- bréfamarkaðir hafa yfirburða- stöðu, en þeir telja að markaðir í Asíu muni hafa burði til að standa sig vel á næstu árum, um leið og þeir benda á að Dow Jones-vísital- an hafi hækkað mikið síðustu árin og því óljóst með frekari hækkan- ir. Þýskaland og Ástralía séu áhugaverðir markaðir einnig, segir Andrew Law. Skuldabréf af þessari gerð, sem gefin hafa verið út af Banca Popol- are di Milano, hafa gefið ágæta ávöxtun á síðastliðnum áratug, segir Eva Rós. Þannig var rauná- vöxtun samsvarandi skuldabréfa á árunum 1990-1998 13,8% á ári, og ávöxtun skuldabréfa sem höfðu gildistíma frá árinu 1991 til 1999 skiluðu 10,9% ávöxtun á ári. Hér er þó rétt að taka fram að ávöxtun þeirra skuldabréfa sem gefin verða út nú verður tengd ávöxtun hinna fimm alþjóðlegu hlutabréfavísitalna á komandi ár- um, og að ávöxtun vísitalnanna í fortíð þarf ekki að gefa til kynna ávöxtun þeirra í næstu framtíð. FRAMSÆKXi ALÞ.IODA ÍILUTAHRFFAS.K MH'Ul.XX ALÞ.K )l )A I ILl'TA1ÍREFAS.K )1)URIXX 80,6% 46,4% Iia kkmi sj(K\*íÍiis iV.-i stotmii) liíiiis H>. des. 199<s uiíðori x i<> V. iles. IJæjvkun sjóósius íni stofnim h:ms 2i>. m')\ . 19‘áS tnióaó \ iö 1. cles. 1999 OKKAR SERFRÆÐINGAR - ÞIN AVÖXTUN BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir á trausti Ilafnarstræti 5 • sími 525 6060 • fax 525 6099 • www.bi.is • verdbref@bi.is HSC selur hótelhugbúnad til Rússlands • HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ HSC ehf. og hótel Orlenok í Moskvu hafa skrifað undir samning um kaup hins síðarnefnda á hótelrekstrarhugbún- aði frá HSC. Þetta er fyrsta salan á kerfum frá HSC utan íslands, en hót- el Orlenok er 400 herbergja hótel í miðborg Moskvu, segirí fréttatilkynn- ingu frá HSC ehf. Kerfió er rússnesk útgáfa af bókunarkerfi HSC, sem byggð er ofan á viöskipta- og upp- lýsingakerfið Navision Financials. í tilkynningunni segir að sala á hugbúnaði HSC erlendis muni eink- um fara fram í gegn um endur- söluaðila Navision Financials erlend- is. Nú þegarhefurverið skrifað undir endursölusamninga viö söluaðila í 14 löndum, en unniö er að því að fjölga erlendum söluaðilum enn frek- ar, en hugbúnaðarkerfi HSC eru nú þegartil á ensku og rússnesku, og nú er unniö að þýðingu þeirra á þýsku ogtékknesku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.