Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
SPH gefur út valréttartengd skuldabréf í samvinnu við Banca Popolare di Mllano
V alréttarlíftry gging ætluð
fyrir sparnað einstaklinga
Morgunblaöiö/Golli
„Valréttarlíftrygging er einföld sparnaðarleiö sem sameinar örugga og verðtryggða grunnQárfestingu og ávöxt-
un hlutabréfamarkaða,“ segja þau Eva Rós Jóhannsdóttir hjá SPH, Andrea Ferrari og Andrew Law hjá Banca
Popolare di Milano, og Helga Benediktsdóttir (t.h.) hjá SPH.
Sparisjóður Hafnar-
fjarðar, SPH, mun setja
á markað nýja tegund
skuldabréfa um miðjan
janúar árið 2000, sem
ætluð verða fyrir
einstaklinga sem vilja
hyggja að sparnaði.
Sverrir Sveinn
Sigurðarson kynnti
sér málið.
AVÖXTUN bréfanna, sem
nefnast valréttarlíf-
trygging, verður tengd
ávöxtun fimm alþjóð-
legra hlutabréfavísitalna, en höf-
uðstóll bréfanna verður verð-
tryggður með valréttarsamningum
og er því tryggt að fjárfestar fá
grunnfjárfestinguna til baka á
lokadegi þó að til lækkana komi á
viðkomandi hlutabréfavísitölum,
segja þær Eva Rós Jóhannsdóttir
og Helga Benediktsdóttir hjá SPH
Fyrirtæki og fjárfestar og SPH
Eignastýringu.
Eignaskattsfrelsi vegna 101%
líftryggingar
Skuldabréfin verða einnig tengd
svonefndri 101% líftryggingu.
Líftrygging þessi veitir ekki fulla
líftryggingavernd en á móti kemur
að ávöxtun bréfanna er eigna-
skattsfrjáls og bréfín eru ekki að-
fararhæf fyrir dómi. Eins verða
bréfin undanþegin erfðafjárskatti
falli eigandi þeirra frá. Höfuðstóll
skuldabréfanna verður vísitölu-
tryggður, en ávöxtun bréfanna
verður í evrum og verður sá hluti
ekki verðtryggður.
Sölutími skuldabréfaflokksins
mun að sögn Helgu standa yfír til
17. febrúar árið 2000, en grunn-
fjárfesting verður 250.000 krónur.
Lengd skuldabréfaútgáfunnar hef-
ur ekki verið ákveðin en hún verð-
ur annaðhvort til fímm eða sex
ára, eftir því hvort hagstæðara
reynist fyrir fjárfesta, segir Helga.
Banca Popolare di Milano
stærstur sparisjóða á ftalíu
Útgáfa skuldabréfanna mun
verða í samstarfí við London-útibú
ítalska bankans Banca Popolare di
Milano, og voru hér staddir þeir
Andrew Law og Andrea Ferrari,
verðbréfamiðlarar hjá London-úti-
búinu, til að fylgja skuldabréfaút-
gáfunni úr hlaði.
„Banca Popolare di Milano er
stærsti sparisjóður Ítalíu, en hann
rekur um 470 útibú þar í landi.
Auk þess er bankinn með útibú í
New York og London þar sem við
störfum.
Við erum ekki fjárfestingar-
banki og tökum ekki stóra áhættu
á markaði með einstakar fjárfest-
ingar eins og stóru fjárfestingar-
bankarnir gera. Okkar megin-
markmið er að þjónusta ein-
staklinga með fjármál þeirra á
öruggan hátt, og ég tel að það
henti mjög vel því sem SPH er að
gera,“ segir Andrew Law.
Að sögn Helgu bauð Kaupþing
skuldabréf sem tengd eru valrétt-
arsamningum til fagfjárfesta fyrir
nokkrum árum, en að slík skulda-
bréf hafi ekki verið boðin áður hér
á landi til einstaklinga.
Andrew Law segir að þessi
flokkur skuldabréfa sé fyrir var-
kára fjárfesta. „Þetta er ekki fyrir
þá sem kjósa mikla áhættu og spá-
kaupmennsku. Bréfin eru mjög ör-
ugg því að maður hefur alltaf
tryggingu fyrir því að fá grunn-
fjárfestingu sína til baka í lokin,“
bætir Andrea Ferrari við.
„Við þetta bætist tengingin við
verðbólgu hér á landi, og auk þess
færðu ávöxtun körfunnar sem búin
er til með valkvæðum samning-
um,“ segir Andrew Law.
Flóknar reiknijöfnur en einföld
sparnaðarleið
Andrew Ferrari segir að hug-
tökin afleiður og valkvæðir samn-
ingar séu ógnvekjandi í hugum
margra, því að ímynd þeirra teng-
ist mikilli áhættu. „Slík viðhorf
tengjast hins vegar misnotkun
slíkra samninga myndi ég segja,“
segir Ferrari.
Andrew Law bætir við að þó að
lýsingin á skuldabréfunum virðist
flókin, og vissulega séu flóknar
reiknijöfnur á bak við samsetningu
og útreikning skuldabréfanna, þá
séu bréfin sjálf og fjárfesting í
þeim mjög einföld og örugg.
Italir eru að sögn þeirra Law og
Ferraris ein mesta, ef ekki sú
mesta, þjóð sparenda í heiminum.
Þeir segja að ástæða þess að
skuldabréf af þessari gerð hafi
notið mikilla vinsælda meðal ítala
hin síðustu ár sé sú að vextir af
skuldabréfum hafi verið á niður-
leið í Evrópu.
„Vextir á skuldabréfum voru oft
um 10% áður, en eftir að evran
kom til sögunnar eru vextir komn-
ir niður í 2,5-3%. Því eru æ fleiri
tilbúnir að hætta á að tapa þessum
3% gegn því að fá þá ávöxtun sem
verður á hlutabréfamarkaði sem
gæti t.d. orðið 10% eða 12%, en
skuldabréf tengd valréttarsamn-
ingum eru jú vaxtalaus sem slík en
fá þá hækkun sem verður á þeim
hlutabréfamörkuðum sem þeim
eru tengd,“ segir Ferrari.
Grunnur bréfanna
verðtryggður
Eva Rós segir að hægt sé að sjá
fjárfestingu í valréttarlíftryggingu
sem leið fyrir almenning til að
fjárfesta erlendis, og hafi hún
þann kost umfram beinar fjárfest-
ingar í hlutabréfum að fjárfestir-
inn hafi tryggingu fyrir því að fá
grunnfjárfestinguna til baka, en
því sé ekki alltaf að heilsa þegar
fjárfest sé í hlutabréfum. Þessi
skuldabréf séu gefin út af íslenskri
fjármálastofnun og verðtryggð í ís-
lenskum krónum, og því sé hvorki
verðbólgu- né gengisáhætta af
grunnfjárfestingunni.
Hins vegar er rétt að taka fram
að skuldabréfin eru afvöxtuð við
stofnun, og sé mismunurinn notað-
ur til kaupa á valréttarsamningum.
Núvirði bréfsins hækkar svo
smám saman og verður hið sama
og grunnfjárfestingin í lok bindi-
tímans.
Ef nauðsynlegt reynist að inn-
leysa bréfin áður en binditíma
þeirra lýkur fær handhafinn ekki
alla upphæðina til baka heldur að-
eins núvirðið á þeim tíma. Bréfið
tengist svonefndri 101% líftrygg-
ingu, og við andlát eiganda fá erf- j
ingjar núvirði skuldabréfsins auk
1% álags á núvirðið.
Ávöxtun tengd við þróun á
fimm hlutabréfamörkuðum
„Sparnaður í þessum bréfum
gerir einstaklingum kleift að nálg-
ast markaði sem að öðrum kosti
hefði verið mjög erfitt að fjárfesta
á,“ segir Andrew Law.
Avöxtun skuldabréfanna verður
tengd þróun fimm alþjóðlegra
hlutabréfavísitalna í jöfnum hlut-
föllum, og vigtar hver þeirra 20% í
lokaniðurstöðunni. Vísitölurnar
eru FTSE 100 hlutabréfavísitalan í
London, DAX í Frankfurt, Stand-
ard & Poor 500 í New York, Auss-
ie AS (All Shares) í Ástralíu og
Hang Seng-vísitalan í Hong Kong.
Þeir Law og Ferrari segja að
ástæður fyrir vali þessara vísitalna
séu þær, að með því náist mjög
dreifð fjárfesting. Dreifingin er
ekki vegin til samræmis við um-
fang alþjóðlegra hlutabréfavið-
skipta þar sem bandarískir hluta-
bréfamarkaðir hafa yfirburða-
stöðu, en þeir telja að markaðir í
Asíu muni hafa burði til að standa
sig vel á næstu árum, um leið og
þeir benda á að Dow Jones-vísital-
an hafi hækkað mikið síðustu árin
og því óljóst með frekari hækkan-
ir. Þýskaland og Ástralía séu
áhugaverðir markaðir einnig, segir
Andrew Law.
Skuldabréf af þessari gerð, sem
gefin hafa verið út af Banca Popol-
are di Milano, hafa gefið ágæta
ávöxtun á síðastliðnum áratug,
segir Eva Rós. Þannig var rauná-
vöxtun samsvarandi skuldabréfa á
árunum 1990-1998 13,8% á ári, og
ávöxtun skuldabréfa sem höfðu
gildistíma frá árinu 1991 til 1999
skiluðu 10,9% ávöxtun á ári.
Hér er þó rétt að taka fram að
ávöxtun þeirra skuldabréfa sem
gefin verða út nú verður tengd
ávöxtun hinna fimm alþjóðlegu
hlutabréfavísitalna á komandi ár-
um, og að ávöxtun vísitalnanna í
fortíð þarf ekki að gefa til kynna
ávöxtun þeirra í næstu framtíð.
FRAMSÆKXi ALÞ.IODA ÍILUTAHRFFAS.K MH'Ul.XX
ALÞ.K )l )A I ILl'TA1ÍREFAS.K )1)URIXX
80,6% 46,4%
Iia kkmi sj(K\*íÍiis iV.-i stotmii) liíiiis H>. des. 199<s uiíðori x i<> V. iles.
IJæjvkun sjóósius íni stofnim h:ms 2i>. m')\ . 19‘áS tnióaó \ iö 1. cles. 1999
OKKAR SERFRÆÐINGAR - ÞIN AVÖXTUN
BUNAÐARBANKINN
VERÐBRÉF
- byggir á trausti
Ilafnarstræti 5 • sími 525 6060 • fax 525 6099 • www.bi.is • verdbref@bi.is
HSC selur
hótelhugbúnad
til Rússlands
• HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ HSC
ehf. og hótel Orlenok í Moskvu hafa
skrifað undir samning um kaup hins
síðarnefnda á hótelrekstrarhugbún-
aði frá HSC. Þetta er fyrsta salan á
kerfum frá HSC utan íslands, en hót-
el Orlenok er 400 herbergja hótel í
miðborg Moskvu, segirí fréttatilkynn-
ingu frá HSC ehf. Kerfió er rússnesk
útgáfa af bókunarkerfi HSC, sem
byggð er ofan á viöskipta- og upp-
lýsingakerfið Navision Financials.
í tilkynningunni segir að sala á
hugbúnaði HSC erlendis muni eink-
um fara fram í gegn um endur-
söluaðila Navision Financials erlend-
is. Nú þegarhefurverið skrifað undir
endursölusamninga viö söluaðila í
14 löndum, en unniö er að því að
fjölga erlendum söluaðilum enn frek-
ar, en hugbúnaðarkerfi HSC eru nú
þegartil á ensku og rússnesku, og
nú er unniö að þýðingu þeirra á
þýsku ogtékknesku.