Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 25 ERLENT Stjdrnmálakreppa á Italíu D’ Alema reynir að mynda stjórn Reuters Massimo D’Alema, forsætisráðherra Italíu, talar við fréttamenn eftir fund sinn með Carlo Azeglio Ciampi, forseta Ítalíu, í fyrrakvöld. Róm. AP, AFP. MASSIMO D’Alema reyndi í gær að mynda nýja samsteypustjórn á Ítalíu eftir að hafa sagt af sér sem forsætisráðherra á laugardag vegna ágreinings innan fráfarandi stjómar vinstri- og miðílokka um ýmis mál, svo sem breytingar á lífeyriskerfinu og ríkisaðstoð við tráarlega skóla. D’Alema hóf viðræður við leið- toga sjö flokka, sem studdu fráfar- andi stjórn, eftir að Carlo Azeglio Ciampi forseti fól honum að mynda nýja stjórn á mánudag. Búist er við að hann bjóði demókrötum, flokki Romanos Prodis, forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusamban- dsins og fyrrverandi forsætisráð- herra Italíu, ráðherraembætti í næstu stjórn, en flokkurinn studdi fráfarandi stjórn án þess eiga sæti í henni. Cossiga hafnar samstarfí við D’Alema D’Alema, sem er fyrrverandi kommúnisti, ræddi einnig við leið- toga bandalags sósíalista og stuðn- ingsmanna Francescos Cossiga, fyrrverandi forseta, sem felldi frá- farandi stjórn með því að falla frá stuðningi við hana. Bandalagið hafði skorað á D’Alema að segja af sér og sagt að annars myndu vinstri- og miðflokkarnir bíða ósigur fyrir hægrimönnum undir forystu Silvios Berlusconis í þingkosningum árið 2001. Cossiga gagnrýndi þá ákvörðun forsetans að veita D’Alema umboð til stjórnarmyndunar og kvaðst ekki ætla að styðja stjórn undir forystu hans. D’Alema gaf þó ekki upp von- ina um að hægt yrði að telja Cossiga hughvarf, en leiðtogar bandalagsins áréttuðu í gær að það myndi ekki ganga í stjórnina, að minnsta kosti að svo stöddu. Bandalagið útilokaði þó ekki aðild að stjórninni síðar. Hugsanlegt þykir að sósíalistar sitji hjá við atkvæðagreiðslu á þing- inu um stjómarmyndunina í stað þess að greiða atkvæði gegn henni. Sitji bandalagið hjá við atkvæða- greiðsluna er búist við að D’Alema geti tryggt sér stuðning mjög naums meirihluta í neðri deild þingsins, eða 316 þingmanna af 630. Talið er að hann geti reitt sig á stuðning meirihluta efri deildarinn- ar sem er skipuð 315 þingmönnum. Bretland A1 Fayed hrósaði sigri London. AP. NEIL Hamilton, fyrrverandi þingmaður íhaldsflokksins breska, tapaði í gær meið- yrðamáli, sem hann hafði höfðað gegn Mohammad A1 Fayed, eiganda Harrods- verslananna. A1 Fayed hélt því fram á sínum tíma, að hann hefði greitt Hamilton fé og leyft honum að búa í vellystingum á Ritz Hotel í París fyrir að taka upp á þingi mál, sem komu A1 Fayed vel. Gerði út af við feril Hamiltons Urðu þessar ásakanir til að gera út af við pólitískan feril Hamiltons og voru hluti af því spillingarorði, sem varð íhaldsflokknum svo dýrkeypt í þingkosningunum 1997. Litli prinsinn bók aldarinnar París. AP FRAKKAR hafa valið Litla prins- inn bók aldarinnar og fékk bókin 45% atkvæða í könnun sem gerð var af dagblaðinu Le Parisien. í könnuninni hafði Litli prinsinn gott forskot á bækurnar í öðru og þriðja sæti. Gamli maðurinn og hafið eftir Ernest Hemingway fékk 23% atkvæða og „The Great Meaul- nes“eftir Alain Fournier 20%. Bókin sem var skrifuð af Ant- oine de Saint-Exupery hefur verið þýdd á 84 tungumál, en henni hef- ur verið lýst sem sérviskulegri blöndu sakleysis og hugsjóna- stefnu. Hún var skrifuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og er höfundurinn einn vinsælasti höf- undur Frakka, sem og þjóðþekkt persóna ekki hvað síst fyrir þau ör- lög að hafa horfið með orrustu- flugvél sinni undan strönd Frakk- lands eftir að hafa tekið þátt í árás á hersveitir nasista. “.. .alveg stórskemmtilegar sögur, það er það sem þær eru fyrst og fremst: Skemmtilegar!” Þóra Amórsdóttir, Rás 2 WERK í heild eru sögumar auðlesnar og skemmtilegar ... og framvindan létt og leikandi. Hér er engin tilgerð á ferð...’ ... frásögnin liðast áfram eins og mjúk lína ...’ Sögur Páls eru skemmtilegar, hugljúfar og vel skrifaðar og einkennast af sannri frásagnargleði.” Steinunn Inga Óttarsdóttir, DV .. .mun margur hafa gaman af að lesa þessar sögur Páls ... Þær eru opnar og nálægar.’ Erlendur Jónsson, Mbl. Jolametravara á gjafverði! *?★ fourm,- Nú adeinsu W Jolametmvam ur bomull Breidd 140 sm. ' ki BÚMFKm 1.AGER1NN eurocard Smáratorgi 1 Skeifunni13 Norðurtanga3 200 Kópavogi 108Reykjavík 600 Akureyri MaSterCard 510 7000 568 7499 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum -------------------- 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg RAÐCREIÐSLUR GRR 7/lQQ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.