Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 27

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DBSEMBER 1999 27 ERLENT Kampa- vínið rennur út UNDIRBÚNINGUR hátíða- halda vegna árþúsundamót- anna hefur valdið því að út- flutningur á frönskum mat- og drykkjarvörum hefur aukist stórlega, samkvæmt upplýsing- um frá franska landbúnaðar- ráðuneytinu. Aukningin nemur um 24% í desember, miðað við sama mánuð í fyrra, og er samkvæmt tölum ráðuneytisins einkum að þakka stórauknum útflutningi á kampavíni. Aftur á móti hefui- útflutningur á koníaki dregist saman um 13% miðað við des- ember á síðasta ári. Talið er að fréttirnar muni valda vonbrigðum í Bretlandi þar sem reynt hefur verið að fá neytendur til að hunsa franskar vörur vegna innflutningsbanns Frakka á bresku nautakjöti. Afmælis Stalíns minnst UM FIMMTÍU manns lögðu blóm á grafhýsi Jósefs Stalíns, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkj- anna, á Rauða torginu í Moskvu í gær til að minnast þess að þá voru 120 ár liðin frá fæðingu hans. Hópurinn, sem núverandi leiðtogi rússneskra kommún- ista, Gennady Zjúganov, fór fyrir, hampaði myndum af hin- um látna leiðtoga. Zjúganov sagði að Stalín hefði tekið við völdum þegar þjóðin hefði þurft að samhæfa krafta sína og að hann hefði skapað öflugasta ríki á jörðinni. Stalín var Georgíumaður og stundaði um tíma nám í guð- fræði. Samkvæmt skoðana- könnun sem birt var á mánu- dag telja 32% Rússa að Stalín hafi verið grimmur harðstjóri sem hafi borið ábyrgð á dauða milljóna manna en 21% telur hann hafa verið vitran leiðtoga sem hafi gert landi sínu gagn. Komið í veg fyrir hryðju- verk SPÆNSKA lögi-eglan stöðvaði í gær flutningabíl á leið til höf- uðborgarinnai' Madríd þar sem tonn af sprengiefni fannst. Ökumaður bílsins var handtek- inn grunaður um að ganga er- inda skæruliðasamtaka bask- neskra aðskilnaðarsinna (ETA). Samtökin era grunuð um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í höfuðborginni um árþúsundamótin. Lögregla stöðvaði bílinn vegna brota á umferðarreglum en við leit fannst sprengiefnið. Bruni í Norð- ur-Rússlandi AÐ MINNSTA kosti 16 létust þegar eldur kom upp á geð- sjúkrahúsi í Norður-Rússlandi snemma á þriðjudag. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús með brunasár. Eldurinn kviknaði í einni af fimm viðarbyggingum sjúkra- hússins í bænum Primorsk ná- lægt Sankti Pétursborg. Elds- upptök voru enn ókunn síðdegis í gær en unnið var að rannsókn málsins. Hafna fullyrðing- um um bin Laden London, Islamabad. AP, AFP. RÍKISSTJÓRN Talebana í Af- ghanistan hafnaði í gær fullyrðing- um Bandaríkjamanna um að meint- ur forsprakki hryðjuverkasamtaka sem dvelur í landinu hafi lagt á ráðin um morð á bandarískum þegnum um áramótin. Sendiherra Afghanistan í Pakistan sagði á fréttamannafundi í gær að Sádi- Arabinn Osama bin Laden hefði ekki aðgang að fjarskiptatækjum svo að hann hefði ekki tök á því að stýra hryðjuverkum um áramót. Hann sagði að stjórnvöld í Afghan- istan hefðu afráðið að banna hon- um að nota fjarskiptatæki „til að friða alþjóðasamfélagið fyrir áhyggjum". Bandaríkjamenn hafa farið fram á að bin Laden verði framseldur vegna gruns um að hann hafi staðið að baki mannskæðum sprengingum í bandarískum sendiráðum í Afríku á síðasta ári. Talebanar hafa neitað að verða við beiðninni og segja að það sé andstætt siðum landsins að selja gesti í hendur óvinum þeirra. SendiheiTann sagði í gær að Ta- lebanar hefðu boðist til að réttað yrði yfir bin Laden í sérstökum ís- lömskum dómstól þar sem dómar- arnir yrðu þrír frá jafn mörgum múslímskum ríkjum. Þeirri beiðni hafi Bandaríkjamenn af einhverj- um ástæðum hafnað. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í síðasta mánuði refsiaðgerðir gegn Afghan- istan vegna synjunar stjórnvalda þar á framsalsbeiðninni. Bjóða milligöngu Innanríkisráðherra Pakistans sagði í gær að stjórnvöld þar í landi væru reiðubúin að hafa milligöngu um lausn málsins og aðstoða við að koma á viðræðum milli Afghana og Bandaríkjamanna. íslamskur kennimaður, búsettur í London, Omar Abu Omar, neitaði í gær að hann hefði nokkur tengsl við hóp meintra hryðjuverkamanna sem handteknir voru í Jórdaníu í síðustu viku. Jórdönsk yfirvöld hafa haldið því fram að Omar sé forsprakki hópsins sem hafi ætlað að myrða bandaríska þegna í Jord- aníu um áramótin. Maðurinn er einnig sagður vera hægri hönd Os- ama bin Ladens. Stjórnvöld í Jórdaníu segja að hann sé eftirlýstur þar í landi fyrir aðild að sprengitilræðum árið 1998. Þau halda því einnig fram að Omar, sem einnig gangi undir nafninu Abu Kutada, hafi komið til Bret- lands með falskt vegabréf og hafi beitt brögðum til að fá þar pólitískt hæli. KNORR Grand BOUILLON Kraftur íalla rétti... ...beint úr bauknum < Q Q >•

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.