Morgunblaðið - 22.12.1999, Side 33

Morgunblaðið - 22.12.1999, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 33 FÖR TOJVLIST Geislaplötur LEIFUR ÞÓRARINSSON Leifur Þórarinsson: Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit (1969-1970). Sinfónía nr. 2 (1997). Viðtal Arndísar Bjark- ar Asgeirsdóttur við tónskáld- ið frá 20. nóvember 1997. Hljómsveit: Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Einleikari: Sig- rún Eðvaldsdóttir. Hljómsveit- arsijórar: Paul Schuyler Phillips og Petri Sakari. Ut- gáfa: Islensk tónverkamiðstöð ITM 7-12. ÞAÐ er mikið fagnaðarefni að þessi tvö tónverk Leifs Þórar- inssonar skuli nú vera aðgengi- leg almenningi í þessu formi. Leifur Þórarinsson lést á síð- asta ári langt fyrir aldur fi'am. Hann lét eftir sig mörg ágæt tónverk sem vonandi eiga eftir að lifa lengi. Leifur baröi sér aldrei á bijóst, var í senn óhátíð- legur, hógvær og auðmjúkur í list sinni eins og glöggt kemur fram í áhugaverðu viðtali Am- dísar Bjarkar Asgeirsdóttur við tónskáldið. Minnisstæðir tón- leikar þeir þar sem hin magnaða Sinfónía nr. 2 var frumflutt í nóvember 1997 eru undirrituð- um ofarlega í huga, en við það tækifæri upplifðu tónleikagestir vandaðan flutning á áhrifamiklu tónverki. Heildaryfírbragð verksins er hljóðlátt og tamið en þó með sterkum andstæðum í styrk og hraða, þar má heyra fjölbreytt stílbrigði og tilvitnan- ir í fyrri verk höfundar svo og í verk annarra tónskálda. Róm- antíkin er ekki langt undan hjá Leifí og er sinfónían því um margt dæmigerð fyrir hina ný- rómantísku strauma sem hafa skotið upp kollinum nú í lok 20. aldar. Þarna bregður fyrir stefjabroti með tilvitnun í brúð- annars Mendelssohns (1’38, 15’30,17’18 og aftur undir lokin 26’24) og einnig vitnar Leifur í þá Wagner og Schumann. Meira að segja Chopin gægist fram í „Mahlerískum sorgaiTnai'si (15’19-16’39). Skersó-hlutinn er látlaus en hnyttinn og ekki er laust við að manni fínnist Carl Nielsen (sbr. Sinfonia Semplice) guða þar á glugga (18’15—19’40). Þannig að víða er komið við. Önnur sinfónían er sérstaklega heilsteypt verk og áleitið. Rit- háttur tónskáldsins er glæsileg- ur og tónlistin því afar litrík. Stórgóð tónsmíð og glæsilega leikin af Sinfóníuhljómsveit Is- land undir stjóm Petri Sakari. í Fiðlukonsertinum sem Leif- ur lauk við 1970 sýnir Sigrún Eðvaldsdóttir afburðagóðan fiðluleik. Einleikshlutverkið er án efa vandasamt en virðist ekki valda Sigrúnu nokkrum erfíð- leikum. Þéttur tónn hennar er fallegur og tær og hún sýnir hér það sem mér hefur ávallt fundist vera aðalsmerki hennar: innsæi og algera einbeitingu sem er svo sannfærandi. Þótt uppbygging verksins sé fremur hefðbundin er tónmálið nokkuð ögrandi og verkið talsvert ómstríðara en sinfónían. Konsertinn er saminn af tónskáldi í upphafi ferils síns og ber flest einkenni síns tíma í tónlistarsögunni. Hljóðritun plötunnar hefur tekist prýðilega. Jafnvægi er gott og tónmeistarar hafa stillt sig um að koma einleiksfiðlunni fyrir of framarlega í hljóðmynd- inni þannig að hljómsveitin nær ávallt að njóta sín til fulls. Valdemar Pálsson BÆKUR SkáIdsaga SAMA OG SÍÐAST eftir Börk Gunnarsson, Mál og menning, Reykjavík, 1999,233 bls. SAMA og síðast er samtímasaga úr Reykjavík. Þetta er fyrsta skáldsaga Barkar Gunnarssonar en hann hefur áður sent frá sér smásagnasafnið X, samið leikverk og kvikmyndahandrit. Helstu söguhetjur eru þrjár: Breki, sem í upphafi sögu er meindýraeyðir en gerist svo hand- rukkari, Jonni, sem er mislukkað- ur listamaður, og Ai-nþór, sem er háskólastúdent. Leið þeirra allra liggur niður á við og frásagnar- plönin eru nokkur. Kærustur þeirra koma við sögu á þeirri leið, einkum Kristín, kærasta Jonna, og Eva, kærasta Arnþórs. Þau fyrr- nefndu eiga í stormasömu, sadó- masókísku sambandi. Sama og síð- ast er öðrum þræði skáldsaga um ofbeldi. Strax á fyrstu síðunum verður Breki vitni að ofbeldisverki á götu en lætur sér fátt um finn- ast: „Breki hafði litið til hliðar þar sem þrír piltar voru að berja sjó- mann sem var líklegast um fer- tugt. Þeir létu höggin dynja á hon- um en hann virtist ekki ætla að falla í jörðina" (9). Og þegar sjó- maðurinn loks liggur sparka þeir í hann. „Loks fannst þeim að nóg væri að gert og fóru að hugsa sér til hreyfings þó einn þeirra sneri við á leiðinni til að hoppa jafnfætis ofan á haus sjómannsins. Einbeitt- ir menn.“ (10). Þetta er í raun dæmigerð sena því ofbeldisverkið hef- ur hvorki orsakir né afleiðingar né heldur nein áhrif á þá sem á horfa. Þannig er sam- tími verksins. Breki er sinnulaus áhorfandi lungann úr sögunni. Og þegar hann tekur til verka er það með sama offorsinu og vinnan, sem hann hefur blætis- kennt viðhorf til. Jonni er annars- konar nútímamaður, kaldhæðinn og beiskur. Nokkur hluti sögunnar fer í að lýsa ævintýrum hans í kvikmyndabransanum og endan- legum svikum við sjálfan sig. Arn- þór er þriðja lífsviðhorfið - en þó eru þetta ekki „týp- ur“, ekki flatar manngerðir. Sagan vísar fram og aftur í sjálfa sig og talsvert er um frá- sagnarleg stökk. Þessi stökk virka yf- irleitt en sundur- leytni frásagnarinnar að öðru leyti gerir að verkum að mikið er skilið eftir af lausum endum, ókláruðum punktum. Til að mynda er kynnt til sögunnar þjóðsaga (40) sem ermikilvæg í þráhyggju Arnþórs og ástæða fyrir ritkreppu, en svo kemur þjóðsagan ekki aftur fyrir. Þá er of mikið um beinlínis illa orð- aðar setningar, setningarbyggingu sem gengur ekki vel upp. Eg hirði ekki um að nefna dæmi. En það sem er markverðast við þessa skáldsögu er sterk nærvera sögumanns sem túlkar og útlistar persónurnar, gjarnan í útúrdúrum með heimspekilegu ívafi. Þessi inn- skot hefjast til dæmis á þessa leið: „í bók sinni Fyrirbærafræði and- ans (Die Phánomenologie des Geistes) sem kom út árið 1807, segir Hegel litla sögu um tilurð mennskrar vitundar.“ (103) Síðan fylgir frásögn Hegels og útlistun á því hvernig þetta skýri persónuna. Ihugul innskot af þessu tagi eru ekki óalgeng í skáldsögu samtím- ans. Tékkneski höfundurinn Milan Kundera er til að mynda ekki feim- inn við að láta meðvitaðan sögu- mann eða söguhöfund fara langt útí útúrdúra, hætta sér í órafjar- lægð frá söguþræði í heimspekileg- um hugleiðingum. Sögumaðurinn í Sama og síðast gengur hinsvegar ekki alla leið í þessum útúrdúrum og stundum er ekki nema rétt að- eins ýjað að útlistuninni, jafnvel rétt aðeins nefnd nöfn án þess að fara nánar útí hugmyndir. Og þetta er að mínu viti vannýttasti möguleiki skáldsögunnar. Sama og síðast er fyrir margra hluta sakir mjög merkileg tilraun þrátt fyrir að hún gangi ekki full- komlega upp, kraftmikil samtíma- saga með ruddalegu orðfæri sem hefur nokkur frásagnarplön í gangi í einu án þess að missa tökin á þeim. Síðast en ekki síst: við- leitni til vitrænna átaka við sam- tímann. Og það er fyrir öllu. Hermann Stefánsson Átök við samtímann Börkur Gunnarsson Kveðið ájólaföstu LEIKLIST (l -1 e i k li ú s i ð í IVorræna húsinu KALEVALA Höfundar handrits: Atro Kahiluoto og leikhópurinn. Leikstjóri: Atro Kahiluoto. Leikarar: Ilona Korhon- en, Juha Valkeapaa, Jukka Mannin- en, Petteri Pennilá, Taisto Reima- luoto, Taito Hoffrén og Tarja Heinula. Sviðshönnuður Iíatariina Kiijavainen. Ljósameistari: Janne Björklöf. Tónlist: Juha Valkepáa og Taito Hoffrén. Laugardagur 18. desember. Á FJÓRÐA áratug nítjándu aldar fór Elias nokkur Lönm'ot (1802-1884) héraðslæknir í afskekktu héraði í Kirjálahéruðum Finnlands, á stúfana og fór að skrifa niður þjóðkvæði eftir gömlum kvæðaþul. Eftir að hafa fundið nokkra slíka og safnað ógrynni kvæða settist hann niður og felldi þau saman í eina heild, sem fyrst kom út 1835, en aukin og endurbætt komu kvæðin út í endanlegri útgáfu 1849. Lönnrot ólst upp í finnsku málum- hverfi en var menntaður á sænsku og latínu. Honum rann til rifja hve lítil virðing var borin fyrir finnskunni, móðurmáli langflestra íbúa föður- lands hans, og hve lítið var um bók- menntir á því máli. NoiTænh' menn eiga sér Eddukvæði, Grikkir Hóm- erskviður og fjölmargar Evrópuþjóð- h' aðrar eitthvert kvæði eða sagna- bálk sem skipar mikilvægan sess í þjóðarvitund þeirra. Það sem vakti fyrir Lönm’ot var að finna finnsk kvæði sem gætu gegnt þessu hlut- verki og koma þeim í form sem hæfði. Þetta tókst afbragðsvel og varð skáldum annaiTa landa hvöt til að gera slíkt hið sama, eða einfaldlega til að semja kvæðabálka um þjpðleg efni. Dæmi um slíkt er kvæðið um Hi- awatha efth- Henry Wadsworth Longfellow þar sem hann tekur ind- íánasagnir og mótar úr þeim sagna- bálk sem náði ótrúlegum vinsældum meðal rómantískra, þjóðhollra Bandaríkjamanna. Kalevala-kvæðin hafa notið mikill- ai' hylli meðal Finna í meira en eina og hálfa öld og finnskir listamenn hafa sótt þangað innblástur - t.d. list- málarinn Akseli Gallén-Kallela og tónskáldið Sibelius - auk þess sem kvæðin hafa verið þýdd á meira en 20 tungumál. Sýning þessi, sem hér er til umræðu, er helmingur lengri sýn- ingar sem samin hefur verið upp úr kvæðinu með hliðsjón af örlögum Lönnrots og nánustu aðstandenda. Flytjendurnir sátu sex saman í hálfhring andspænis áhorfendum en til hliðar sat hljóðfæraleikari. Kvæða- brotin voru að sjálfsögðu flutt á frum- málinu, stemmur sem leikararnh' hentu á lofti og köstuðu fram eftir því sem við átti. Þó að skilningur á þýð- ingu einstakra orða væri ekki fyrir hendi hjá gagnrýnanda (en tekið var fram í skránni að kunnátta í finnsku væri ekki skilyrði þess að geta notið sýningarinnar) þá fóru eiginnöfnin úr sagnakvæðinu ekki framhjá neinum sem hefur lesið það í þýðingu. Hljóm- fall finnskunnar naut sín frábærlega í kveðandinni og flutningur ieikaranna sem náði hæst í söng kvennanna og drynjandi bassaröddum sumra karl- anna var tilþrifamikill. Kvæðið er órímað, en stuðlarnir og endurtekn- ingarnar sem einkenna mest ljóð- fonnið ófu úr því þéttan vef. Þetta var mjög sérstök upplifun að vera viðstaddur þennan flutning þessara brota úr kvæðinu Kalevala; hugmyndir sem koma upp í hugann og tilfinningin í lokin kannski einna líkastar því sem áheyrendur verða fyrir við flutning stórkostlegs tón- verks. Um eitt er hægt að vera viss; þessi flutningsmáti hæfir söguljóðinu fullkomlega. Sveinn Haraldsson BURBERRY L O ,N » O N Wo/sey Barbour Yandaður fatnaður og sérvara {$/'exÁa ÍhíxÍí/i ^ Laugavegl 54 S. 552 2535 ENS Glæsileg 09 vönduð tæki í eldhusið tryggja okkur sælkerunum veislumat og góðan bakstur. Hátíðartilboð Rétti ofninn fyrir þig. Fjölvirkur (yfir- og undirhiti, blástur, glóðarsteiking með blæstri, venjuleg glóðar- steiking), létthreinsikerfi, rafeindaklukka og sökkhnappar. HB 28020EU 49.800 kr. Glæsilegt keramíkhelluborð með áföstum rofum, fjórum hraðsuðuhellum, tveimur stækkanlegum hellum, fjórföldu eftirhitagaumljósi. ET 96021EU 48.800 kr. Beint í eldhúsið hjá þér. Keramíkhelluborð, fjórar hraðsuðuhellur, ein stækkanleg hella, fjórfalt eftirhitagaumljós, fjölvirkur bakstursofn, létthreinsikerfi, geymsluskúffa, gufuútstreymi að aftan, loftkæld ofnhurð. HL 54023 69.800 kr. Nú er kátt í bæ! éé SMITH& PP NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.