Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 34

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ja«rpwMst&Í& BÓKASALA 13.-19. des. Röð Var Titill/ Höfundur/ Utgefandi 1 1 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur 2 2 Slóð fiðrildanna/ Ólafur Jóhann Ólafsson/ Vaka-Helgafell 3 3 Útkall í Atlantshafi á jólanótt/ Óttar Sveinsson/ íslenska bókaútgáfan 4 9 Sagan af bláa hnettinum/ Andri Snær Magnason og Áslaug Jónsdóttir/ Mál og mennlng 5 4 Vandamál Berts/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 6 7 Ólafur landlæknir/ Vilhelm G. Kristinsson/ Vaka-Helgafell 7 10 Bretarnir koma/ Þór Whitehead/ Vaka-Helgafelí 8 8 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning 9 ~ Glott í golukaldann/ Hákon Aðalsteinsson/ Hörpuútgáfan 10 S Einar Benediktsson-ll/Guðjón Friðriksson/Iðunn Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 1 Slóð fiðrildanna/ Ólafur Jóhann Ólafsson/ Vaka-Helgafell 2 3 Örvænting/Stephen King/Fróði 3 8 Spegilmynd/ Danielle Steel/ Setberg 4 4 Þú ert mín/ Mary Higgins Clark/ Skjaldborg 5 2 Kular af degi/ Kristin Marja Baldursdóttir/ Mál og menning 6 10 Stúlka með fingur/ Þórunn Valdimarsdóttir/ Forlagið 7 7 Afródíta/ Isabel Allende/ Mál og menning 8 - Minningargeisju/ArthurS. Golden/Forlagið 9 6 Feigðardraumar/ Sidney Sheldon/ Skjaldborg 10 5 Hlaðhamar/ Björn Th. Björnsson/ Mál og menning ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ 1 Skagfirsk skemmtiljóð III/ Bjarni Stefán Konráðsson safnaði efni/ Hólar 2 Hugástir/ Steinunn Sigurðardóttir/ Mál og menning 3 Gullregn úr Ijóðum Þóraríns Eldjárns/ Forlagið 4 Spámaðurinn/ Kahlil Gibran/ Muninn 5-6 Gullregn úr ástarljóðum íslenskra kvenna/ Gylfi Gröndal valdii/ Forlagið 5-6 Ættjarðarljóð á atómöld/ Matthías Johannessen/ Vaka-Helgafell ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 1 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur 2 3 Sagan af bláa hnettinum/ Andri Snær Magnason ogAslaug Jónsdóttir/ Mál og menning 3 2 Vandamál Berts/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 4 S Eva og Adam-Með hjartað í buxunum/ Máns Gahrton og Johan Unenge/ Æskan 5 7 Rauðu augun/ Helgi Jónsson og Hörður Helgason/ Tindur 6 6 Tarzan og Kala/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell 7 10 HandaGúndavél/ Guðrún Helgadóttir og Freydís Kristjánsdóttir/ Vaka-Helgafell 8 8 Svanur og sumarið/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 9 - Grýlusaga/Gunnar Karlsson/Skrípó 10 - Gæsahúð 3-Gula geimskipið/ Helgi Jónsson/ Tindur ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 1 Útkall í Atlantshafi á jólanótt/ Óttar Sveinsson/ íslenska bókaútgáfan 2 2 Bretarnir koma/ Þór Whitehead/ Vaka-Helgafell 3 4 Leggðu rækt við sjálfan þig/ Anna Valdimarsdóttir/ Forlagið 4 S Já, ráðherra/ Ritstj. Guðjón Ingi Eiriksson og Jón Hjaltason/ Hólar 5 7 BÓk aldarínnar/ Gísli Marteinn Baldursson og Ólafur Teitur Guðnason/ Nýja bókafélagið 6 3 Rauðu djöflarnir/ Agnar Freyr Helgason og Guðjón Ingi Eiríksson/ Hólar 7 6 Ljósið yfir landinu/ Ómar Ragnarsson/ Fróði 8 9 Veðurdagar/ Unnur Ólafsdóttir og Þórarinn Eldjárn/ Vaka-Helgafell 9 10 Fólk á fjöllum/ Ari Trausti Guðmundsson og Pétur Þorleifsson/ Ormstunga 10 - Litla Ijóskubrandarabókin/Eggert Jónasson valdi efni/Steinegg ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR 1 3 Ólafur landlæknir/ Vilhelm G. Kristinsson/ Vaka-Helgafell 2 4 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning 3 5 Glott í golukaldann/ Hákon Aðalsteinsson/ Hörpuútgáfan 4 1 Einar Benediktsson-ll/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 5 2 Steingrímur Hermannsson-ll/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 6 8 Sviptingar á sjávarslóð/ Höskuldur Skarphéðinsson/ Mál og menning 7 - Af föngum og frjálsum mönnum/ Jón Bjarman/ Hólar 8 9 Á hælum löggunnar-Sveinn Þormóðs./ Reynir Traustason/ (sl. bókaútgáfan 9 10 Dagbók Anne Frank// Hólar 10-11 7 Á lífsins leið-ll/ Þjóðþekktar konur og menn segja frá/ Stoð og styrkur 10-11 8 Lífsgleði viii-minningar og frásagnir/ Þórir S. Guðbergsson/ Hörpuútgáfan Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Bónus, Kópavogi Hagkaup, Smáratorgi Penninn, Hafnarfirði Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmi Bókabúðin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Bónus, Holtagörðum Bónus, Laugavegi Eymundsson, Kringlunni Hagkaup, Kringlunni Hagkaup, Skeifunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Kringlunni Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Hagkaup, Njarðvík Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga Bókval, Akureyri, Hagkaup, Akureyri Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum KÁ, Selfossi Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka13.-19. des. 1999. Unnið fyrir Morgunblaðið.Féiag íslenskra bókaútgefenda og Féiag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabíli, né Ávaxtakarfan á myndbandi. Gunnar Hanson og Linda Ásgeirsdóttir í hiutverkum sínum. Einelti ávaxtanna MYiVDBÖlVD liarnaleikrit ÁVAXTAKARFAN Eftir Kristlaugu Maríu Sigurðar- dóttur. Tónlist Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikstjóri Gunnar Gunnsteinsson. Leikarar: Andrea Gylfadóttir, Selma Björnsdóttir, Hinrik Ólafsson, Margrét K. Pét- ursdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Gunnar Han- son, Sjöfn Evertsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Guðmundur I. Þor- valdsson. Framleiðandi: Draumasmiðjan ehf. BARNALEIKRITIÐ um ávextina í ávaxtakörfunni þarf tæpast langan formála. Það var sýnt í íslensku óperunni mánuð- um saman og þegar sýningum lauk höfðu um 13 þúsund áhorf- endur séð verkið svo vinsældirnar eru óumdeilanlegar. Aðstandend- ur sýningarinnar halda því einnig fram að Ávaxtakarfan hafi verið mest sótta barnaleikrit ársins 1998 og verður ekki deilt um það þótt oft hafi áhorfendatölur verið hærri þegar barnaleikrit eiga í hlut. Sviðsuppfærslan á Ávaxtakörf- unni hefur nú verið gefin út á myndbandi og verður vafalaust mörgum börnum kærkomin sem nutu sýningarinnar á fyrra ári. Því er reyndar ekki að leyna að vissu- lega hefði verið skemmtilegra ef meira hefði verið lagt í að yfirfæra verkið fyrir þann miðil sem um ræðir: uppruni sýningarinnar er glöggur, einfaldar sviðslausnir sem féllu vel að sýningunni og sköpuðu henni ákveðinn stíl verða á stöku stað heldur þunglamaleg- ar fyrir þá hröðu myndfrásögn sem myndbandið útheimtir. Þá má einnig finna að myndstjórninni, stundum er sjónarhornið svo vítt að ekki verður greint hver talar eða beitt er þröngu myndhorni þegar víðari vinkill færi betur. En þetta eru spurningar um kostnað og hversu mikið skal leggja í þeg- ar ráðist er í svona framkvæmd. Verður fremur að horfa á þetta þannig að Draumasmiðjan hafi með þessari útgáfu gert aðdáend- um sýningarinnar kleift að eignast hana á myndbandi til minningar um skemmtilega upplifun. Hann má svo rifja upp þegar horft er á myndbandið. Þannig er því sannarlega feng- ur að myndbandinu sem ágætri heimild um leiksýninguna. Tón- listin stendur að sjálfsögðu fyrir sínu og mér er tjáð af einum dygg- um aðdáanda að á myndbandinu syngi Mæja jarðarber eitt lag sem ekki er á geisladiskinum. Sannir aðdáendur Mæju kunna að meta slíkt. Efni Ávaxtakörfunnar er svo ætíð brýnt að allir hafi í huga, ein- elti og afleiðingar þess. Kosturinn við verkið er svo auðvitað sá að boðskapurinn er settur fram á skemmtilegan hátt með hæfileg- um ýkjum þótt efnið komist skýrt til skila. Leikararnir njóta þess greini- lega að túlka ávextina, eða öllu heldur að túlka persónugerðir verksins sem flestar eru kunnug- legar en frumleikinn felst í því að klæða þær í búning (hýði) ávaxta og grænmetis. Það er semsagt hægt að gera margt verra en slá jólapappír utan um eintak af Ávaxtakörfunni til að gleðja börnin á þessum jólum. Hávar Sigurjónsson Djöfullinn og sá drukkni KVIKMYNDIR Bíúhöllin, Kringlu- bíó, Kegnboginn, Nýja bíó Akureyri ng Keflavfk DÓMSDAGUR„END OF DAYS“Hr* Leikstjóri Peter Hyams. Hand- ritshöfundur Andrew W. Marlowe. Kvikmyndatökustjóri Peter Hyams. Tónskáld Jon Debney. Aðal- leikendur Arnold Schwarzenegger, Gabriel Byrne, Kevin Pollak, Robin Tunney, C.C.H. Pounder, Rod Steiger, Udo Kier. 122 mfn. Banda- rísk. Universal, 1999. ILLA er komið fyrir mannkyni. Ný þúsöld að ganga í garð eftir ör- fáa sólarhringa, menn uggandi í Páfagarði, þar sem djöfullinn sjálfur er væntanlegur til New York. Til- gangurinn er að eignast sinn einka- son með útvalinni hjásvæfu sinni og allt samkvæmt forskrift Opinberun- arbókar heilagrar ritningar. Nú er ekki seinna vænna að öryggisvörð- urinn Jeríkó (Schwarzenegger), út- brunnin fyrrverandi lögga, núver- andi drykkjurútur og taugahrúga, ofantekinn af sjálfseyðingarhvöt, komi til sögunnar. Hann er að búa sig undir síðasta útkallið á flugstöð- inni Jörð, með skammbyssuna mundaða að höfði sér og ófáa vodka- slurka í maganum, þegar Síkagó (Kevin Pollack), starfsbróðir hans og vinur, knýr dyra; nýr vinnudagur er risinn á Manhattan. Síkagó og Jeríkó byrja á að hand- sama leyniskyttu uppi á þaki skýja- kljúfs við Wall Street. Sem reynist vera kaþólskur prestur, sérstakur erindreki Páfagarðs, kominn til að afstýra ráðabruggi kölska. Þar með eru þeir komnir á slóð verðandi barnsmóður myrkrahöfðingjans og, fyrr en varir, hans sjálfs. Við tekur gamla baráttan ljóss og myrkurs, félagarnir finna konuna útvöldu, Christine York (Robin Tunney), djöfullinn (Gabriel Byrne) sækir dráttinn fast því tíminn er naumur og ætlar allt af göflunum að ganga uns klukkan slær 12 á miðnætti. Það ánægjulega við þessa dóms- dagsmynd er að sjálfur yfirharð- hausinn, Ai-nold Schwarzenegger, er aftur kominn á rétt ról eftir hraksmánarleg hliðarspor í gaman- hlutverkum jólasveina og óléttra herramanna. Fylginn sér og ber léttilega uppi myndir sem þessar. Það skemmir þó fyrir að maðurinn á að standa í öllu hafaríinu hálffullur, grúttimbraður eða hvort tveggja og andstæðingurinn enginn venjulegur andskoti, heldur hann sjálfur. Lát- um það nú vera. Versti gallinn er ógnarleg lengd sem sligar spennu í ekkert of frumlegri atburðarás þar sem fátt nýtt gerist. Endadægur er öllu frekar samsuða úr gömlum dómsdags- og djöflamyndum, leik- stjórinn og tónskáldið virðast t.d. hafa séð The Omen (’76 ) einum of oft - án þess að geta nýtt sér það að gagni. Brellurnar eru kannske flott- ari en áður, það dugar ekki mynd til að lyfta sér upp úr meðalmennsk- unni. Það sáum við síðast í The Haunting (’99). Þá er djöfullinn heldur litlaus, sem er óheppilegt þegar sjálfur vondi kallinn á í hlut. Handritinu um að kenna frekar en túlkun Byi-nes. Þrátt fyrir aðkall- andi gamalkunnan skort á herslu- muninum, fleiri fyrirbrigðum eins og afstyrminu, fyrirboðanum í neð- anjarðarlestinni, o.s.ft’v., lúrir Endadægur á rúsínu, ágætu loka- atriði sem lappar talsvert upp á heildarsvipinn. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.