Morgunblaðið - 22.12.1999, Side 38

Morgunblaðið - 22.12.1999, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKIPULAGS- STJÓRI OG ALÞINGI ÞAÐ verður að gera þá kröfu til alþingismanna, að þeir umgangist fólk utan þings og þá ekki sízt embættis- menn, sem eiga margvísleg samskipti við þingið, af kurteisi og hófsemd og minnist þess, að þeir einir geta svarað fyrir sig á Alþingi, sem kjörnir eru til setu þar. Hjálmar Árna- son, alþingismaður Framsóknarflokks og formaður iðnað- arnefndar Alþingis, hefur ekki haft sóma af ummælum sín- um um Stefán Thors, skipulagsstjóra ríkisins, í umræðum á Alþingi um helgina. Og satt að segja hefur þingmaðurinn ekki bætt stöðu sína með þeim ummælum í samtali við Morgunblaðið í gær, að „það þyrfti ekki endilega að vera, að skipulagsstjóri hefði vísvitandi leynt nefndina gögnum“. Hvers vegna í ósköpunum ætti skipulagstjóri að leyna þingnefnd gögnum? Hvaða hagsmuni ætti hann sem emb- ættismaður að hafa af því? Það er auðvelt að varpa rýrð á trúverðugleika manna með slíku tali úr ræðustól Alþingis en þeir sem það gera ættu að hafa í huga að það eru gerðar miklar kröfur til þeirra, sem hafa málfrelsi í þeim ræðustól og þeir standa ekki allir undir þeim kröfum. Það geta að sjálfsögðu komið upp ágreiningsefni á milli þingmanna og þeirra embættismanna eða annarra, sem koma á fundi þingnefnda til þess að veita upplýsingar og svara spurningum. Telji þingmaður sig hafa ástæðu til að gera athugasemdir við störf embættismanna er eðlilegt að sá hinn sami leiti skýringa fyrst áður en gripið er til þess ráðs að veitast að embættismanninum úr ræðustól Alþing- is. Nema eftirsókn þingmanna eftir athygli fjölmiðla sé svo mikil, að þeir telji að þeim leyfist hvað sem er til þess að ná þeirri athygli. Talsmenn Framsóknarflokksins hafa í umræðum um Fljótsdalsvirkjun ítrekað lýst þeirri skoðun, að Alþingi væri hæfara til þess en einn embættismaður, skipulags- stjóri ríkisins, að leggja mat á það hvort umhverfinu staf- aði hætta af Fljótsdalsvirkjun. Það má vel vera, að Alþingi eigi að verða sá aðili, sem gegni því hlutverki, sem skipu- lagsstjóra er nú ætlað lögum samkvæmt í sambandi við mat á umhverfisáhrifum. En þá verður þingið líka að hafa möguleika á að framkvæma þá skoðun í grundvallaratrið- um. Þingmenn settu sjálfir lögin um mat á umhverfisáhrif- um á árinu 1993. Þeir komust sjálfir að þeirri niðurstöðu að skipulagsstjóri ætti að hafa þar ákveðnu hlutverki að gegna. Þeir ættu frekar að hafa frumkvæði að því að breyta lögunum, sem þeir sjálfir settu, ef þeir eru svona óánægðir með þau, en að veitast að embættismanni, sem hefur ekki sjálfur sótzt eftir þessu hlutverki heldur verið falið það af Alþingi sjálfu. FJOLGUN KRABBA- MEIN STILFELLA AREIÐANLEGA kemur mörgum á óvart, að ki’abba- meinstilfellum fari fjölgandi. Sjálfsagt eru flestir þeirrar skoðunar að einhver árangur sé að nást í baráttu við krabba- meinið. Þess vegna er ástæða til að vekja athygli á ummælum Helga Sigurðssonar, sérfræðings á krabbameinsdeOd Land- spítalans, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir: „Það eru engin áform hér um uppbyggingu til að mæta þessu. Krabbameinslækningadeildin er í rauninni minni í dag en hún var fyrir tíu árum og það hefur engin sérstök upp- bygging átt sér stað á öðrum vígstöðvum. Það skortir á það hér á landi að gerðar séu áætlanir fyrir framtíðina. Menn vita að þessi aukning mun eiga sér stað en spurningin er, hvernig menn ætla að mæta henni.“ Hann bendir á, að í Noregi hafi verið brugðizt við áþekkri spá með því að gera víðtæka áætlun um uppbyggingu í heil- brigðiskerfmu og telur Helgi Sigurðsson, að við þurfum að gera áætlun með svipuðum hætti og Norðmenn. Krabbamein er erfiður sjúkdómur svo að vægt sé til orða tekið. Þær fjölskyldur eru margar á Islandi sem hafa séð ást- vini sína deyja úr þessum sjúkdómi. Það er átakanlegra en orð fá lýst. Hér skal fullyrt, að mikill meirihluti skattgreiðenda í landinu vill leggja sitt af mörkum til þess að byggja upp viðun- andi aðstöðu til lækninga á krabbameini og öðrum erfiðum sjúkdómum. Það er mikil spurning, hvort ekki sé tímabært að taka aftur upp kerfi, þar sem ekki fer á milli mála, að fólk er að borga ákveðna skatta til uppbyggingar heilbrigðisþjónustunn- ar. Að þessu ættu heilbrigðisyfirvöld að huga eftir þessa um- hugsunarverðu og skýru ábendingu Helga Sigurðssonar. Alþingi ræddi trúnaðarskýrslu norska sendiherrans á íslandi ui Ráðherra segist < ábyrgð bera á va veltum sendihen SIV Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að það væri af og frá að hún hefði á fundi með norska sendi- herranum látið að því liggja að sam- skipti ríkjanna myndu versna ef ekki yrði af byggingu álvers á Reyðarfirði. Sagði hún að ekkert í samtali þeÚTa sendiherrans hefði gefið til kynna að þetta mál gæti haj't pólitísk áhrif á sam- skipti Noregs og íslands. Hún sagði að í skýrslu sendiherrans, sem greint var frá í Ríkisútvarpinu og norska dagblað- inu Dagens Næringsliv í gærmorgun, kæmu fram vangaveltur sendiherrans. „Og nú vilja menn reyna að gera mig ábyrga fyrír þeim vangaveltum og ég frábið mér það,“ sagði Siv. Við upphaf þingfund- ar í gær kvaddi Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, þingmaður Sam- fylkingar, sér hljóðs um störf þingsins og gerði að umtalsefni fréttir af skýrslu norska sendi- herrans á íslandi til stjómvalda í Noregi þar sem hann fjallaði um málefni Fljótsdalsvh’kjunar og álvers í Reyðarfirði. Segði í skýrslunni að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefði sagt að ef Norsk Hydro drægi sig út úr fjárfestingum í álveri gæti það leitt til veru- legs álags í samskiptum ríkjanna. „Ég spyr, eru stjórn- völd orðin svo illa stödd í þessu máli að sam- starfsráðherra Norður- landa er fenginn til að óska eftir því við norsk stjórnvöld að þau beiti Norsk Hydro þrýstingi í málinu? Eru stjómvöld að hafa í hótunum við Norðmenn á þennan hátt?“ spurði Ásta og sagði mikilvægt að svör fengjust við þessum spurning- um. Tók Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, spurningar Ástu og sagði hér á ferðinni fáheyrða framkomu í garð Norðmanna ef rétt reyndist. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sté næst í ræðustól og greindi frá því að norski sendiherrann, sem þá var nýkominn til starfa á íslandi, hefði ósk- að eftir samtali við hana um miðjan nóv- ember. Samtal þeirra hefði verið vinsa- mlegt og þar hefði ýmislegt borið á góma en hins vegar hefði verið rætt um stjórnmál á Islandi og efnahagsmál með mjög almennum hætti. „Virkjunarmál og bygging álvers á Reyðarfirði voru meðal þess sem þar barst í tal og það er af og frá að ég hafi í þessu spjalli okkar látið að því liggja að það gæti haft áhrif á samskipti þessara frændþjóða ef Norsk Hydro hætti við þátttöku í bygg- ingu álvers á Austurlandi," sagði Siv. Kvaðst hún hafa lesið skýrslu sendi- herrans og að þar væri haft eftir henni að ríkisstjómin hefði lagt áherslu á að ná málinu fram og að ekki væru allir sammála um þetta mál í þjóðfélaginu. „Síðan koma vangaveltur sendiherr- ans þar á eftir og þar er ýmislegt sagt sem mér heyrist að verið sé að reyna að snúa upp á mig. En ég ber enga ábyrgð á vangaveltum sendiherrans og það er ekkert í okkar samtali og í þvi plaggi sem ég hef lesið í morgun sem er hægt að túlka með þeim hætti sem mér heyr- ist t.d. að fjölmiðlar hafi reynt að gera í morgun." Hörð orðaskipti urðu á Alþingi í gær um trún- ✓ aðarskýrslu norska sendiherrans á Islandi um Fljótsdalsvirkjun sem hann sendi norskum stjórnvöldum. Siv Friðleifsdóttir umhverfís- ráðherra sagðist enga ábyrgð taka á vanga- veltum sendiherrans um pólitískar afleiðing- ar. málsins hér á landi. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra frábað sér að þurfa að bera ábyrgð á vangaveltum norska umræðum á Alþingi í gær um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun Ásta Ragnheiður Jóhanncsdóttir kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í gær og gerði skýrslu norska sendiherrans á íslandi að umræðuefni. Gagnrýna upphlaup stjórnarandstæðinga Davíð Oddsson forsætisráðherra tók næstur til máls og undirstrikaði þau orð umhverfisráðherra að virkjunarmál og álversmál væru íslenskt mál, ákvörðun- in og ábyrgðin í málinu ætti að liggja hér og hvergi annars staðar. Hins vegar hefðu menn orðið þess varir að and- stæðingar málsins hefðu gengið á fund Norðmanna, sent þeim bænaskrár og reynt að hafa áhrif á þá. Islensk stjórn- völd hefðu ekki gert þetta, þau litu svo á að sá þáttur sem sneri að Norsk Hydro væri eingöngu viðskiptalegs eðlis. „Verði sá þáttur ekki aðgengilegur þá verður ekkert mál, það höfum við alltaf sagt,“ sagði Davíð. Halldór Ásgrimsson utanríkisráð- herra kvaðst telja það alvarlegt þegar því væri haldið fram á Alþingi að íslensk stjórnvöld hefðu haft í hótunum við Norðmenn. ítrekaði hann að álverið væri viðskiptamál milli íslenskra aðila og fyrirtækisins Norsk Hydro og kvaðst nýlega hafa átt samtal við norska við- skiptaráðherrann, þar sem þeir hefðu farið yfir þetta mál. Hefðu þeir verið al- gerlega sammála um þessa túlkun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.