Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 39

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 39 tl Fljótsdalsvirkjun enga nga- rans „Þannig að það er rangt að það hafi verið haft í hótunum við norsk stjóm- völd, enda væri það fráleitt að reyna að gera málið að pólitísku máli eins og það liggur. En það virðist vera, að það sé áhugamál m.a. stjórnarandstöðunnar hér á Alþingi, að gera málið að pólitísku máli. Og þess má sjá stað í skýrslu norska sendiherrans,“ sagði Halldór. Gagnrýndu bæði hann og Davíð Odds- son upphlaup stjórnarandstöðunnar vegna þessa máls og Halldór sagði einn- ig í seinni ræðu sinni að hann skildi ekki hverjir teldu sig hafa hag af því að leka þessari skýrslu sendiherrans í fjöl- miðla. Utanríkisráðherra kalli norska sendi- herrann á sinn fund Stjórnarandstæð- ingar neituðu því að um upphlaup væri að ræða og sögðu eðli- legt að fréttir sem þessar væru ræddar á Alþingi, ekki síst í ljósi þess hversu mik- ið kapp ríkisstjórnin hefði lagt á að keyra virkjunarmálið í gegn um þingið. Sagði Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna, að norski sendiherrann hlyti nú að hafa haft eitthvert tilefni til að taka til orða í skýrslu sinni eins og hann gerði. Það væri býsna ónákvæmur embætt- ismaður sem færi með vangaveltur í skýrslu til ríkis- stjórnar sinnar ef þær væru algerlega út í loftið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, tók í sama streng og sagði haft eftir umhverfisráðherra í skýrslunni að íslenska ríkisstjórnin legði mikla áherslu á að keyra þetta mál í gegn, að það gæti leitt til verulegs álags í samskiptum Islands og Noregs ef Norsk Hydro drægi sig út úr fjárfest- ingunni, og loks að þetta mál gæti leitt til álitshnekkis fyrir utanríkisráðherra ef það færi út um þúfur. „Hæstvirtur umhverfisráðherra verður að koma hingað og tala skýrar," sagði Össur. „Hún verður að segja skýrt og skorinort að ekkert af þessu hafi hún gert. Og eftir það þá hlýtur hæstvirtur utanríkisráðheiTa að neyðast til þess að kalla norska sendiherrann á sinn fund og spyrja hann hvernig á því standi að hann fari að senda ósannar fregnir til Noregs af samtölum við íslenska ráða- menn, og í framhaldinu þá hljóta íslensk stjórnvöld að ki-efjast þess að sendi- herrann verði kallaður heim.“ Ber ekki ábyrgð á vanga- veltum sendiherrans Lokaorðin í snörpum orðaskiptum í gær átti Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra, en hún ítrekaði að hún hefði ekkert sagt í samtali sínu við norska sendiherrann sem gefið hefði til kynna að álversmál gætu haft einhver pólitísk áhrif á samskipti Islands og Noregs. ,ýUlt annað í þessu plaggi sýnist mér vera vangaveltur sendiherrans. Og nú vilja menn reyna að gera mig ábyrga fyrir þeim vangaveltum og ég frábið mér það, ég frábið mér það að ég þurfi að bera ábyrgð á vangaveltum norska sendiherrans hér á Islandi,“ sagði Siv Friðleifsdóttirumhverfisráðherra. Morgunblaðið/RAX sendiherrans í Alþingi lýkur afgreiðslu á tillögu um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun LOFT var lævi blandið á Al- þingi í gær þegar fram fór atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun. Var tillagan sam- þykkt með 39 atkvæðum gegn 22 en tveir voru fjarverandi atkvæða- greiðsluna. Vakti athygli að tveir stjórnarliðar greiddu atkvæði gegn samþykkt þingsályktunartillögunn- ar í endanlegri atkvæðagreiðslu og fjórir þingmenn Samfylkingar greiddu aftur á móti atkvæði með samþykkt hennar. Fyrir endanlega afgreiðslu þings- ályktunartillögunnar höfðu tvær breytingartillögur stjórnarandstöð- unnar og ein viðaukatillaga báðar verið felldar af stjórnarmeirihlutan- um. Fyrri breytingartillagan var frá þingflokki Samfylkingar en hún fól í sér að Alþingi ályktaði að fram skyldi haldið framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun en þó ekki fyrr en fram hefði farið lögformlegt mat á umhverfisáhrifum. Viðhaft var nafnakall við þessa at- kvæðagreiðslu og Guð- mundur Arni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar, sagði í atkvæðaskýringu að þótt hann væri þeirrar skoðunar að lagalega séð bæri ekki að senda virkjun- ina í lögformlegt umhverf- ismat þá væri það skynsa- mlegt enda myndi það fjölga til muna stuðnings- mönnum virkjunaráforma. Allir þingmenn Samfylk- ingar, ef frá er talinn Aust- fii'ðingminn Einar Már Sigurðarson, greiddu at- kvæði með þessari breyt- ingartillögu, sem og tveir þingmenn Fgjálslynda flokksins. Þingmenn stjórn- arflokkanna og Vin- strihreyfingarinnar græns framboðs, greiddu hins vegar atkvæði gegn henni og sagði Ögmundur Jónasson, þingmaðm- Vinstri grænna, að þessi til- laga fæli þrátt fyrfr allt í sér stuðning við að Eyja- bökkum yrði sökkt. Atkvæði féllu svo um breytingartillöguna að 17 Tillagan sam- þykkt með 39 atkvæðum gegn 22 Tveir þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði gegn tillögu iðnaðarráðherra um áframhaldandi framkvæmdir við Fljóts- dalsvirkjun. Fjórir þingmenn Samfylking- arinnar studdu hins vegar tillöguna. Morgunblaðið/RAX Margir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Meðal þeirra var Ögmundur Jónasson sem sagði afdráttarlaust nei við atkvæðagreiðsluna. sögðu já en 43 nei, 3 voru fjarstadd- ir. Breytingartillaga Vinstri grænna felld Þá var tekin fyrir breytingartil- laga frá Kolbrúnu Halldórsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, en hún hljóðaði einfaldlega á þá leið að Al- þingi ályktaði að skora á ríkisstjórn- ina að láta fara fram mat samkvæmt lögum á umhverfisáhrifum fyrirhug- aðrar Fljótsdalsvirkjunar þrátt fyr- ir að virkjunarleyfi hefði verið veitt. Var breytingartillagan felld með 36 atkvæðum gegn 24 en 1 greiddi ekki atkvæði og tveir voru fjar- staddir. Vakti athygli að tveir stjórnarþingmenn, þau Ólafur Örn Haraldsson, Framsóknarflokki, og Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, snerust nú á sveif með stjórnarand- stæðingum. Þau gerðu bæði grein fyrir atkvæði sínu við þetta tæki- færi og kom fram í máli þeirra að þau teldu miklum náttúruverðmæt- um spillt með því að sökkva Eyja- bökkum, áður en slíkt yi-ði ákveðið þyrfti frekari rannsóknir á svæðinu. Skýrar Iínur varðandi stjórnartillöguna Að þessu búnu var gengið til at- kvæða um stjórnartillöguna og var viðhaft nafnakall. Gerðu þar fjölm- argir þingmenn gi'ein fyrir atkvæði sínu. Skýrar línur voru í atkvæða- greiðslunni milli stjórnar og stjórnarandstöðu ef frá er talið að þau Ólafur Örn Haraldsson og Kat- rín Fjeldsted greiddu atkvæði gegn stjómartillögunni en fjórir þing- menn Samfylkingar, Dóra Líndal Hjartardóttir, Einar Már Sigurðar- son, Guðmundur Árni Stefánsson og Kristján L. Möller greiddu atkvæði með henni. Einar Már Sigurðarson, þingmað- ur Samfylkingar, sagði í atkvæða- skýringu að hér væru greidd at- kvæði um það mál sem væri líklega stærsta atvinnu- og byggðamál í landinu. „Aðstæður okkar í þessu landi eru því miður þannig að það hefur mjög hallað á hinar dreifðu byggðir. Hér verður gerð tilraun til þess að snúa þeirri þróun við,“ sagði Einar Már og kvaðst segja já. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra gerði einnig grein fyrir at- kvæði sínu. „Ég trúi því að hér sé verið að stíga gæfuspor," sagði Finnur. „Ég er sannfærður um það að með samþykkt þessarar tillögu þá færumst við nær því að geta tek- ið þá ákvörðun að byggja upp orku- frekan iðnað á Austurlandi. Sam- þykkt tillögunnar styrkir samningsstöðu okkar og um leið þá mun okkur takast það að halda áfram uppbyggingu orkufreks iðn- aðar sem leggur grunn að varanleg- um og betri lífskjörum fyrir þjóðina alla.“ Austfirðingar gjaldi ekki fyrir slæm vinnubrögð stjórnvalda Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar, gerði hins vegar grein fyrir því hvers vegna hann greiddi atkvæði með tillög- unni. Kvaðst hann hafa stutt Fljóts- dalsvirkjun upp úr árunum 1980, þegar stefnt hefði verið að því að framleiða rafmagn ofan í kísilmálm- vinnslu á Reyðarfirði, og hann hefði stutt Fljótsdalsvirkjun árið 1990 eða þar um bil þegar orkuna átti að flytja suður yfir heiðar vegna ál- verksmiðju á Keilisnesi. Hann styddi því Fljótsdalsvirkjun árið 1999 þegar orkunýting yrði á Reyð- arfirði vegna álverksmiðju þar eystra. „Ríkisstjórnin hefur haldið illa á þessu máli,“ sagði Guðmundur Árni, „ég læt hins vegar ekki Austfirðinga gjalda þess né heldur landsbyggð- ina alla. Landsbyggðinni hefur blætt undfr stjórn núverandi ríkis- stjómar, það er nóg komið. Nú þarf að snúa vörn í sókn. Austfirðingar og landsbyggðarfólk allt á annað og betra skilið en að enn og aftur verði svikin gömul fyrirheit, nóg er nú samt.“ Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var á öndverðum meiði. „Það eru nútímaleg vinnu- brögð hins siðaða samfélags að beita leikreglum á borð við mat á umhverfisáhrifum. Leikreglum sem settar eru af Alþingi af framsýnum þingmönnum sem voru að hegða sér á heimsins hátt, til að tryggja það að náttúran njóti vafans. Eg hef haldið því fram að lagaóvissa ríkti um þessar framkvæmdir og tel að úr þeim verði jafnvel ekki skorið nema fyiir dómstólum. Til stendur að fórna verðmætu votlendi, óaftur- kræft, fyrir ímyndaðan, tímabund- inn ávinning og í óþökk stórs hluta þjóðarinnar. Herra forseti, ég segi nei.“ í sama streng tók Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, þótt hún tæki mun dýpra í árinni. Sagði hún ekki síðasta orðið ekki sungið í þessum söng. „I skjóli valds og hroka er verið að troða hér stórri ákvörðun niður í kokið á þjóð- inni,“ sagði Kolbrún, „hér er verið að fremja óafturkræft spellvirki á íslenskri náttúru, og þetta á eftir að verða okkur dýrkeypt og þungbært. Landsbyggðin og þjóðin öll á betra skilið heldur en það að fjöreggið sé frá henni tekið.“ Umhverfísáhrif virkjunar ekki könnuð nægjanlega Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, lýsti vonbrigðum sín- um með þá niðurstöðu að stjórnar- meirihlutinn hefði ekki treyst sér til að styðja eðlilegan og nútímalegan farveg fyrir Fljótsdalsvirkjun, þannig að fram færi lögformlegt umhverfismat. Staða landsbyggðar- innar væri hins vegar með þeim hætti að lífsnauðsyn væri að snúa við þróun þeirra mála, og bygging álvers á Reyðarfirði væri mál af þeim toga. „Slíkar tilraunir get ég ekki annað en stutt,“ sagði Kristján. „Þannig að þrátt fyrir vankanta á málinu, af hálfu ríkisstjórnar, styð ég viðnámsaðgerðir af þessu tagi sem treysta byggð í landinu." Margrét Érímannsdóttir, tals- maður Samfylkingar, sagði sorglegt að ríkisstjórnin, sem í raun hefði verið með þessa stóru framkvæmd á Austurlandi í undirbúningi um lang- an tíma, hefði ekki borið gæfu til að samræma þau tvö sjónarmið sem uppi væru í þessu máli, þ.e. byggða- og atvinnumál annars vegar, og um-.. hverfissjónarmið hins vegar. „Það var, og er, hægt að gera með því að láta fara fram vandað mat á um- hverfisáhrifum. Ríkisstjórnin brást því hlutverki sínu, ég segi nei.“ Hið gerði Ólafur Öm Haraldsson, eini þingmaður Framsóknarflokks- ins sem greiddi atkvæði gegn tillög- unni. Hann sagði með Fljótsdals- virkjun eyðilögð óafturkræf náttúruverðmæti, sem hefðu mikið náttúruvernd- argildi. „Því fer fjarri að umhverfisáhrifin hafi verið könnuð nægjanlega til þess að taka svo afdrifaríka ákvörðun," sagði hann og ítrekaði þá skoðun að ein,- mitt vegna þessa væri mik- ilvægt að málið færi í lög- formlegt umhverfismat. „Þar sem þessi þingsálykt- unartillaga gerir ekki ráð fyrir slíku lögformlegu um- hverfismati treysti ég mér ekki til þess að styðja þingsályktunartillögu hæstvirts iðnaðarráðherra og segi því nei.“ Tvisvar greidd atkvæði um stjórnartillöguna , Þingmenn Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Krist- jánsson og Gunnar Ingi Gunnarsson, greiddu ekki atkvæði við þessa atkvæða- greiðslu og gerði Gunnar Ingi grein fyrir viðaukatil- lögu sem þeir höfðu lagt fram ásamt Árna Steinari Jóhannssyni, þingmanni Vinstri gi’ænna, en hún fól í sér að rneiri hluti kjósenda þyi’fti að sam- þykkja framkvæmdir við Fljóts- dalsvirkjun í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Var þessi tillaga tekin fyi-ir eftir að ljóst varð að 39 höfðu greitt at- kvæði með þingsályktunartillögu. Finns Ingólfssonar iðnaðarráð- herra, 20 á móti og 2 ekki greitt at- kvæði. Sagði Árni Steinar í at- kvæðaskýringu að þessi tillaga væri í öllu falli leið til að sætta þjóðina í þessu mikla deilumáli úr því að stjórnarmeh-ihlutinn hefði fengið sínu framgengt. Viðaukatillagan var hins vegar felld með 35 atkvæðum gegn 10 en 15 þingmenn Samfylkingar sátu hjá. Gerði Jóhanna Sigurðardóttir grein íyrir afstöðu Samfylkingarinnar er hún sagði að þingmenn hennar væru að vísu hlynntir því að lög yrðu sett í landinu sem heimiluðu þjóðaratkvæðagreiðslur og ykju þannig lýðræðislegan rétt fólksins í stórum málum sem snertu hag og afkomu þjóðarinnar. Þetta mál væri hins vegar van- búið í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að lögformlegu umhverfismati hefði verið hafnað og fjárhags- grundvöllur og arðsemi fram- kvæmdanna væri einnig í óvissu. Eftir að viðaukatillaga þessi hafði verið felld var gengið til atkvæða- greiðslu þingsályktunartillögu iðn- aðarráðherra í heild sinni, og vakti þessi málsmeðferð nokkra athygli, enda höfðu þingmenn einungis stuttu áður samþykkt hana við nafnakall. Bar það nú til tíðinda að 2 þing- menn Frjálslynda flokksins, sem áð- ur höfðu ekki greitt atkvæði, sner- ust nú á sveif með andstæðingum tillögunnar. Urðu endanlegar lyktir því þær að 39 þingmenn greiddu at- kvæði með tillögunni, 22 voru á móti en 2 voru fjarstaddir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.