Morgunblaðið - 22.12.1999, Side 42

Morgunblaðið - 22.12.1999, Side 42
$2 MIÐVIKUDAGUR 22: DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ástir og- BÆKUR Skáldsaga EFTIRLEIKUR Höf. Birgitta H. Halldórsdóttir. Skjaldborg. Prentun: Star Indust- ries Pte. Ltd. Reykjavík, 1999. BIRGITTA H. Halldórsdóttir er .hugkvæmur höfundur. Og meir en 'svo. Imyndunarafl hennar þekkir fáa fyrirstöðu. Eftirleikur er saka- málasaga. Söguefnið er margþætt, það er að segja margar persónur og fjölbreytt sögusvið. Þar til þræðirn- ir koma saman á einum stað undir lokin. Sá er helsti kostur sögunnar að hún er talsvert spennandi, að minnsta kosti með köflum. Versti galli hennar er á hinn bóginn sá að hún er sums staðar óþarflega klúr. Afstaða höfundar til ástalífsins sýn- ist annars vera mjúk og rómantísk. Og blautlegar lýsingar fara illa sam- an við hina einu sönnu ást! Birgitta hefur lært ýmislegt af eldri meisturum, t.d. að leiða lesandann á villigötur, gefa hugar- flugi hans byr undir vængi en leyna þar á móti fyrir honum lykilatriðum lausnarinnar sem koma ekki fram fyrr líður að lokum. Ekki fer á milli mála að Birgitta vill stilla rödd sína eftir samhljómi líðandi stundar. Söguhetjurnar eru vel megandi borgarar. Aðalsögu- hetjan er kona. Og hún er bók- menntafræðingur og aflar sér viður- væris með þýðingum. Elskhugar hennar eru sálfræðingar. Og sál- fræðin er jú tískugrein. Vandamála- unglingar leika stór hlutverk. Þeir mega kallast ómissandi þar eð þeir eru svo snar þáttur í dægurmálaum- ræðunni. Og afbrotin eru morð, sifjaspell og nauðganir sem kalla má hátískuglæpi þessi árin. Hérlendis er eng- in hefð fyrir leynilög- reglusögum. Lögreglan kemur því lítið við sögu og leikur aukahlutverk. Þá er það dulspekin sem Birgitta sækir í eiginn hugarheim. Þetta sem enginn botn- ar í? Það er þó alltaf dá- lítið kitlandi! Ein persóna sögunnar er gædd yfirskilvitlegii fjarsýni sem reynst hefur óskeikul þegar saka- mál eru annars vegar. Og dularfull öfl - óút- skýrð og allsendis óskiljanleg - eru látin gripa í taumana þegar síst vonum varir. Persónurnar breytast eftir þörfum; taka sinnaskiptum þegar söguefnið krefst þess. Og opna hug sinn sam- kvæmt því sem sög- uþráðurinn útheimtir, segja þá allt af létta. Ekki fer á milli mála að sumt hefði þurft að vanda betur við ritun bókar þessarar. Til dæmis er ein persónan látin rekja sömu söguna í löngu máli að minnsta kosti tvisvar. Og þetta sem hún segir tvisvar er þó mestallt komið fram áður þannig að frásögn hennar ljóstrar ekki upp neinu sem ekki var vitað áður. Seint verður krafist af skáld- sagnahöfundi að hann gangist al- gerlega undir kröfur veruleikans. I sakamálasögu þarf þó hvaðeina að standa á jarðföstum grunni al- mennra lífssanninda. Lesandinn þarf að hafa á tilfinningunni að sag- an hafi hugsanlega gerst þótt hún hafi reyndar aldrei gerst. Birgitta - með sitt kraftmikla hugarflug - fer of oft út fyrir þau takmörk. Svo maður tali hreint út: Sagan væri áhrifamem ef hún væri ekki svona ótrúleg. Þegar öllu er á botninn hvolft átti höfundurinn að vera fullfær að vinna betur úr efni sínu, nýta betur ýmsa möguleika sem í því felast. Til þess á Birgitta að hafa alla burði. Hún er þó enginn byrjandi, bráðum tuttugu bóka höfundur! Prófarkalesturinn hefði mátt vera vandaðri. Erlendur Jónsson sakamál Birgitta H. Hall- dórsdóttir Það sem er o g það sem ekki er Nútímaleg og gagn- leg bók um fjallgöngur BÆKUR Skáldsaga NÆTURVÖRÐUR KYRRÐ- ARINNAR eftir Bjarna Bjarnason. Vaka- Helgafell 1999,273 bls. í NÆTURVERÐI kyrrðarinnar má finna þessi orð: I einu orði eru fleiri myndir en á heilu safni. í orðum búa mynd- ir, bæði af því sem er og hinu sem er ekki. I þeim býr þetta tvennt í sátt og samlyndi. Spegilmynd hvers orðs er alltaf sú sama, f.íynd af því sem ekki er. Með réttum orðum má klífa fjallið í vatn- inu, kanna leynda dali þess.“ (146) Ef til vill má lesa úr þessum orðum fagur- fræði höfundar, að minnsta kosti lýsa þau vel margræðni skáldskapartexta Bjarna Bjarnasonar um leið og þessi stutta klausa sýnir vel þá ljóð- rænu fegurð og það seiðmagn orða sem öðru fremur einkennir texta hans. Skáldskapur Bjarna er ein- stæður í íslenskum samtimabók- Jíinenntum, og reyndar þótt víðar væri leitað bæði í tíma og rúmi. Gíróseðlar liggja frammi I öUum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum. SEl Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von Sérstaða verka hans felst aðallega í tvennu: hinu auðuga ímyndunarafli og ríkulegri fegurð stflsins. Hið fyrrnefnda fær útrás á víðfeðmum lendum fantasíu þar sem Bjarni fléttar haganlega saman efni úr ólíkum áttum; ævintýrum, tákn- heimi goðsagna, trúarbrögðum, heimspeki, spakmælum - og svo mætti lengi telja. Hið síðarnefnda blómstar í vandaðri, myndríkri og nýskapandi beitingu tungumálsins. Það sem gerir þó gæfu- (og gæða) muninn í texta Bjarna er að mínu mati eftirfarandi; að í honum búa fantasían og „raunveru- leikinn" í sátt og sam- lyndi, spegla hvort ann- að á djúpsæjan máta; og að stíll hans byggist á tærum einfaldleika í grunninn, en getur á köflum spunnist upp í sjaldséðar ljóðrænar hæðir - og það er gam- an að taka með honum flugið. Það verk sem hér er til umfjöllunar er fram- hald af skáldsögunni Borgin bak við orðin sem hlaut í fyrra bók- menntaverðlaun Reykj avíkurborgar sem kennd eru við Tómas Guð- mundsson. I kynningu á Nætur- verði kyrrðarinnar er talað um að hér sé um „sjálfstætt framhald" að ræða, en ég hygg að þeir sem ekki þekkja fyrri söguna geti ekki notið þeirrar síðari til fullnustu. Það er síður en svo auðvelt að gera grein fyrir efni þessara tveggja bóka því flétta þeirra er margbrotin og heim: ur sögunnar er í mörgum lögum. I sögumiðju er persónan Immanúel Merkúríus, sem er lítill drengur í upphafi fyrri sögunnar en ungur maður í þeirri síðari. Immanúel Merkúríus kemur til óskilgreindrar borgar, munaðarlaus götudrengur, og upp úr honum streymir frásögn af óþekktu konungsríki sem hann segir vera ríki föður síns. Sögur drengsins hrífa áheyrendur - hvort sem þeir trúa honum eða ekki - enda spanna frásagnir hans allar mannlegar tilfinningar, allt frá kær- leika til illinda og svika, og oftar en ekki taka sögurnar form dæmi- sagna og spakmæla þar sem merk- www.creatine.is ingin er ætíð margræð og fljótandi og vekur fólk til umhugsunar með táknrænum skírskotunum og tærri visku. Saman við sögur drengsins fléttast frásögn af lífi hans í borg- inni, samskiptum hans við fólk af ýmsu tagi og tilraunum hans til að fóta sig í þeim nútímaraunveruleika sem virðist víðs fjarri þeim heimi sem hann lýsir sem sínu uppruna- lega umhverfi. Tök Bjarna Bjarnasonar á þeim fantasíuheimi sem hann lýsir í þess- um tveimur skáldsögum eru fum- laus og örugg. Mjög auðvelt væri að klúðra þessu efni, sem við endur- sögn gæti virst hástemmt og til- gerðarlegt. Slíkt er þó víðs fjarri í texta Bjarna því tungumálsbeiting hans er ætíð meðvituð og sjálfri sér samkvæm. Eins og svo vel kemur fram í tilvitnuninni hér í byrjun er Bjarna ljóst hversu fljótandi merk- ing orðanna er, hvert orð á sér spegilmynd, „mynd af því sem ekki er“. Eitt af mörgum leiðarstefjum bókanna er einmitt spegilmynd tungumálsins: þögnin, og óendanleg merking hennar. Það er kannski fyrst og fremst heimur táknanna sem er það við- fangsefni sem Bjarni tekst á við í bókunum um Immanúel og frásagn- ir hans. Heimur táknanna er marg- skiptur heimur: tungumálið er einn táknheimur, náttúran annar, trúar- brögðin hinn þriðji, helgisiðir (rit- úöl) hinn fjórði, ástin og samskipti fólks hinn fimmti - og þannig mætti lengi telja. Þessir táknheimar tak- ast á í texta Bjarna á margræðan og merkingarskapandi hátt. En undir- liggjandi er fullvissan um að tákn- unin getur aldrei náð markmiði sínu; merkingin skreppur alltaf undan frá táknmynd til táknmyndar í eilífu ferli í leit að hinu endanlega táknmiði. Sá sem leitar merkingar orða og tákna verður að fallast á að hvert orð og hvert tákn sýnir það sem er og það sem ekki er. Það er ekki síst þessi leikur að tungumáli og táknum sem gerir verk Bjarna að spennandi lesningu fyrir þann sem er til í að taka þátt í sköpunar- ferlinu með höfundi. I texta hans er óvenju mikið rými fyrir ímyndunar- afl lesanda, en um leið er þetta texti sem gerir kröfur til innlifunar og þátttöku lesandans, veitii' honum mótstöðu, ruglar hann í ríminu, en launar einnig ríkulega þeim sem gengst undir forsendur hans. Bjarni Bjarnason sýndi strax með fyrstu (sjálfs)útgefnu verkum sínum að hér var enginn venjulegur stílisti á ferðinni. Hann vakti at- hygli með skáldsögunni Endur- koma Maríu sem var tilnefnd til Is- lensku bókmenntaverðlaunanna 1996. En það er næstum lygilegt hversu miklum framförum hann hefur tekið frá því ágæta verki og til skáldsagnatvennunnar sem Nætur- vörður kyrrðarinnar tilheyrir. Þessi höfundur er gæddur fágætri stíl- gáfu og ímyndunarafli sem vert er að gefa gaum. Eg vona að unnendur skáldskapai'listarinnar láti verk hans ekki framhjá sér fara. BÆKUR Fræflirit Fólk á fjöllum - Göngu- leiðir á 101 tind Upplýsingarit handa fjallgöngu- fólki eftir Ara Trausta Guðmunds- son og Pétur Þorleifsson. Kápu- hönnun: Amundi Sigurðsson. Göngukort: Ólafur Valsson. Orms- tunga 1999, 224 bls. ÞAÐ blandast fáum hugur um að útivist er orðin ein vinsælasta al- menningsíþróttin hérlendis, ekki síst í kjölfar aukinnar umræðu um hálendis- og umhverfismál að ógleymdri aukinni jeppaeign svo fátt sé nefnt. Þessari þróun hefur eðlilega fylgt stóraukið framboð af ýmiskonar útivistarútbúnaði til þægindaauka, sem tekið hefur stórstígum framförum að gæðum á liðnun árum. Það er því ánægju- legt að sjá svipaða þróun í útgáfu útivistarbókmennta, en bókin Fólk á fjöllum eftir þá Ara Trausta Guðmundsson og Pétur Þorleifs- son er í stuttu máli góður vitnis- burður um það. Fólk á fjöllum er upplýsingarit handa fjallgönguáhugamönnum eins og nafnið ber með sér og er þar að finna grunnupplýsingar um gönguleiðir á 101 tind á Islandi. Val gönguleiðanna réðist að mestu af áhugasviði eða forsögu höfund- anna, en í bókinni er fjallað jöfn- um höndum um ljúfar gönguferðir á lág fell sem miklar fjallgöngur á hæstu tinda landsins. Bókina byggja höfundar upp með þeim hætti að leggja eina opnu undir umfjöllun um hvern tind þar sem upplýsingum er kom- ið á framfæri á sex mismunandi vegu, þ.e. ljósmynd af viðkomandi fjalli, tveimur kortum, „einkunna- töflu“, samantektan-amma og texta í meginmáli þar sem fjallað er um jarðfræði í námunda við fjallið, gönguleiðina sjálfa og sagn- fræði og þjóðsögur er tengjast örnefnum í einstaka tilvikum. Stíll meginmáls hjá þeim félög- um er orðmargur og ágætlega læsilegur, myndrænar framsetn- ingar eru afar auðskiljanlegar og heildaryfirbragð hverrar opnu því almennt stórvel heppnað í þessari bók að mínu mati. Höfundunum hefur tekist að gera bókina aðlað- andi með því að auðvelda lesend- anum að átta sig á megininntaki hennar, sem kemur fram í saman- tektarrömmunum. í þeim kemur m.a. fram hæð viðkomandi fjalls, göngutími í klukkustundum talið, göngulengd í km talið og leiðar- mat, en það síðastnefnda fangaði huga minn fyrst á hverri opnu, bæði í umfjöllun um þau fjöll sem ég þekki sjálfur og þau sem eru mér ókunn og skulu nú nefnd tvö dæmi. Um leiðarmat á Eyjafjallajökli segja höfundar t.a.m.: „Löng og gæðamikil leið á eitt af stói'vöxn- ustu eldfjöllum landsins og jökul þar að auki. Meginhætta stafar af jökulsprungum en einnig þarf að hitta á sömu niðurleið en það get- ur verið erfitt í litlu skyggni." (44) Um Hestfjall segja höfundar: „Af- ar auðveld og notaleg fjallganga með útsýni yfir helsta láglendi landsins." Við lestur bókarinnar skín í gegn ánægja höfunda af gerð hennai' en um það vitnar helst lip- urlegur stíllinn og viðleitni höfund- anna til að mynda tengsl á milli sín og lesenda. Þannig fela höfundar sig ekki á bak við textann heldur koma óhikað fram í honum með ýmsar ábendingar og ýta undir þá upplifun lesendans að hann sé í fjallgöngu með leiðsögumanni. Það er því ekki að ástæðulausu sem mann langar helst til að troða sér í skóna og hendast af stað upp á fjöll eftir lestur bókarinnar. Verst þótti mér þó að rekast á nokkrar innsláttarvillur sem slæddust inn í textann. Ljósmyndir í bókinni eru sér- staklega góðar og styðja efni hennar vel og eru prentaðar á vandaðan pappír. Því ber fyrst og fremst að fagna við þessa bók að vel ritfærir fjalla- menn skuli hafa tekið saman þessa eigulegu og nútímalegu bók og miðla þannig af áratuga reynslu sinni á fjöllum. Ég bíð svo í ofvæni eftir að dag- inn fari að lengja svo ég komist á fimm langþráða tinda sem fjallað er um í bókinni, Hrútsíjallstinda, Þverártindsegg, Birnudalstind, Sauðhamarstind og Dyrfjöll. Þetta var einmitt bókin sem mig vantaði. Örlygur Steinn Sigurjónsson Bjarni Bjarnason Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.