Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 43

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 43r, BÆKUR F r æ ö i r i 1 HEIMUR KVIKMYNDANNA Ilitsljóri: Guðni Elísson. Forlagið, art.is, Reykjavík 1999. Prentun: Steinholt. 1008 bls. Leiðb. verð: 6.980 kr. Þann fimmtánda desember síðast- liðinn kom Guðni Elísson, bók- menntafræðingur og ritstjóri bók- arinnar Heimur kvikmyndunníi, fram í menningarþættinum Mósaík í Ríkissjónvarpinu og lýsti því yfir að hugmyndin á bakvið umrædda bók hefði verið að búa til eyður. Heimur kvikmyndanna inniheldur 90 greinar eftir 73 höfunda og með útgáfu hennar er verið að skapa umræður á íslensku um kvikmyndir og kvikmyndafræði, draga upp ákveðna heildarmynd sem þó er engan veginn heilsteypt heldur uppfull af eyðum og kallar þannig á sífellt fleiri skrif um kvikmyndir og kvikmyndafræði. Þetta viðhorf end- urspeglar þá breytingu sem orðið hefur á afstöðu manna til sannleik- ans sem felur meðal annars í sér að aldrei verði unnt að gera ákveðnu viðfangsefni tæmandi skil. Ánægju- legt er að sjá að aðstandendur jafn viðamikils rits og Heims kvikmynd- anna gera sér ekki aðeins grein fyr- ir takmörkunum bókarinnar að þessu leyti heldur nýta það bókinni til framdráttar. í inngangi segir Guðni: „Ég er þess næsta fullviss að Heimur kvikmyndanna eigi eftir að geta af sér aðrar bækur og kemur þar margt til. Annars vegar mynd- ast með henni hefð í íslenskum kvikmyndafræðum, en fram að þessu hefur lítið sem ekkert verið um fræðilega umræðu um kvik- myndir í íslenskum bókum og tíma- ritum. Margir af þeim 73 höfundum sem greinar eiga í bókinni hafa án efa komist á bragðið og munu fylgja skrifum sínum frekar eftir. Svo er einnig vonandi að sumar gi-einanna vekji nógu mikil viðbrögð til að tek- ið verði undir þau rök sem þar eru sett fram eða þeim hafnað“ (xii). Heimi kvikmyndanna er með öðrum orðum ætlað að hefja umræður um kvikmyndir á íslensku og miðað við þær greinar sem eru í bókinni eiga þær umræður eftir að vera æði fjöl- breyttar, ef til vill nokkuð yfir- borðskenndar en á köflum mjög áhugaverðar og vel til þess fallnar að varpa nýju ljósi á kvikmyndir sem leið til að skoða veruleikann. Þess má geta að a.m.k. 43 af þeim höfundum sem eiga greinar í bókinni hafa lagt stund á bókmenntafræði sem mótar að sjálfsögðu nálgun þeirra á við- fangsefnið og mun án efa móta þá orð- ræðu sem verið er að skapa um kvikmynd- ir með þessari bók. Bókin skiptist í fjóra hluta sem bera heitin „Kvikmyndir þjóðlanda", „Kvik- myndir og samfé- lag“, „Kvikmynda- greinar" og „Island og kvikmyndir". Fyrsti hlutinn reynii- ekki mikið á lesandann. Sumar greinarnar sem þar er að finna eru lítið annað en yfirborðs- kenndar upptalningar og myndu sæma sér vel sem menntaskólarit- gerðir en valda lesanda sem leitar að einhverju nýstárlegu og óvæntu vonbrigðum. Frá þessu eru óneitan- lega undantekningar og má í því sambandi nefna grein Guðna Elís- sonar, „Afríka kvikmynduð“ og grein Hermanns Stefánssonar, „Svipmyndir úr Sovétinu“. I þeim báðum setja höfundarnir einstakar kvikmyndir og umræðu um þær í áhugavert samhengi við aðra sam- félagslega þætti og vekja lesandann þannig til umhugsunar um gildi kvikmynda í ólíkum þjóðfélögum. Það segir sig sjálft að 90 greinar eftir 73 höfunda eru æði misjafnar að gæðum og þó að skilja megi af umfjöllun minni að ýmsar greinar hefðu auðveldlega mátt missa sín án þess að rýra gildi bókarinnar þá er það ekki mitt hlutverk að gefa þeim falleinkunn því sú einkunn hlýtur alltaf að miðast við íyrirfram ákveðnar hugmyndir og væntingar sem ég sem gagnrýnandi dagsins í dag geri til þeirra. Að mínu mati standast of margar greinar í bók- inni ekki þær kröfur sem nú eru gerðar um fræðilega umræðu. Sam- kvæmt þeim kröfum er ekki lengur fullnægjandi að fara vel með stað- reyndir heldur er ekki síður mikil- vægt að setja hluti í nýtt samhengi og draga þannig fram ákveðinn en afstæðan sannleika um viðfangsefn- ið. Ki-afan um að setja einstaka þætti kvikmyndagerðar í skapandi samhengi við ólíka samfélagshætti (þar sem kvikmynd er eðli sínu samkvæmt ætíð endursköpun ein- hvers konar samfélags) stangast í vissum tilfellum á við kröfuna um staðreyndaupptalningu og almenn- an fróðleik sem lætur lesandanum í té yfirlitsmynd af því sem um er að ræða. Um þetta ræðir Ástráður Ey- steinsson í grein sem ber nafnið: „Hin kvika menning: Um menning- arfræði og lifandi mynd- ir“. Þar vitnar hann í Þórhall Magnússon sem í grein í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu fjallaði um muninn á mó- dernískum og póstmó- dernískum lestri og velti því fýrir sér hvort „dýpt- in geti ekki skapast í lá- réttri yfirsýn jafnt og í lóðréttrum uppgreftri eftir merkingu" (257). Eða með öðrum orðum hvort yfirborðsþekking- in í anda hins póstmóderníska ástands sem nútíminn kemst ekki undan sé á einhvern hátt verri eða óæðri hinum móderníska uppgreftri efth- þekkingu. Svo virðist sem hugmyndin á bakvið Heim kvikmyndanna sé í þeim anda að skapa eins víðtæka þekkingu og kostur er með því að draga upp sem fjölbreyttasta mynd af ólíkum þáttum kvikmyndagerðar, eða með láréttri sýn, eins og Þór- hallur nefnir það. Þess háttar vinnubrögð telur Ástráður Ey- steinsson vera eitt af einkennum menningarfræðinnar (það er hinnar stofnanabundnu menningarfræði sem iðkuð er í háskólastofnunum, einkum í Bandaríkjunum og á Bret- landi) en Heimur kvikmyndanna á að vera og er tvímælalaust merkt framlag á sviði íslenskrar menning- arfræði. I grein sinni sem er fyrsta greinin í bókarhlutanum ,,Kvik- myndir og samfélag" segir Ástráð- ur að „menningarfræðingar [séu] oft sjálfir í stöðu áhorfanda sem reynir að komast yfir heildarmynd af lífi einstaklinga. Hinn fræðilegi áhorfandi raðar saman lífsbrotum þeirra, svo úr verði merkingarbær mósaíkmynd sem jafnframt birti okkur heimsmynd einstaklingsins. [...] Menningarfræðin virðist vera víðfemt og þverfaglegt rannsókna- svið, þar sem leitast er við að rekja meginþræði og ráðandi almenn ein- kenni á menningaraðstæðum hverju sinni. Sé nálgunin þessi, getur svo farið að brotin, sem virtust tvístruð, reynist þrátt fyrir allt mynda (eða séu látin mynda) visst safn eða sam- fellu“ (248). Ástráður leggur mikið upp úr því að skilgreina menningar- fræðihugtakið og reynir þannig að ná valdi á viðfangsefninu. Ef til vill má segja að þessi viðleitni feli í sér ofbeldi gagnvart viðfangsefninu því að með því að skilgreina það og skipa því þannig á ákveðinn bás er verið að draga úr því sköpunar- kraftinn. (Svipað og ég er að gera hér með því að draga upp takmark- aða mynd af Heimi kvikmyndanna). Menningarfræðin býður einmitt upp á möguleika til að komast út fyrir þessa skilgreiningaráráttu með því að gagnrýna sjálfa sig stöð- ugt og komast þannig undan því að vera þröngvað inn í ákveðinn' ramma. Þessi þáttur menningar- fræðinnar birtist í ýmsum greinum sem er að finna í Heimi kvikmynd- anna enda felur kvikmyndin sem eftirmynd veruleikans í sér stöðuga afbyggingu á þeim veruleika sem hún leitast við að endurskapa. Þannig fjalla til að mynda Sigríður Þorgeirsdóttir, Þröstur Helgason, Úlfhildur Dagsdóttir og Gauti Sig- þórsson öll um kvikmyndina sem eftirmynd af veruleikanum og hin óljósu mörk frummyndar (veruleik- ans) og eftirmyndar sem í sífellu móta hvort annað. Þessi umræða er öll mjög áhugaverð, eykur skilning lesandans á kvikmyndum og gerir hann þannig hæfari til að lesa þann veruleika sem bh’tist honum á kvik- myndatjaldinu og þar með að sjá í gegnum blekkinguna sem sífellt vindur upp á sig í því fjölmiðla- og margmiðlunarsamfélagi sem við lif- um í. „I hinu póstmóderníska ást- andi er veruleikinn ekki einu sinni til staðar, hann er endanlega horf- inn inn í heim táknanna þar sem ein mynd er afmynd annarrar og upp- runinn öllum gleymdur," (284) segir Þröstur Helgason í greininni „Fjötruð fífl, þjófar að nóttu og álf- ar í hulduheimum ofurveruleikans" og vitnar þar í Jean Baudrillard. Nútíminn er tími myndmálsins, tími margmiðlunar og kvikmynda en „myndmálið er lúmskara en ritað mál því það á greiðari aðgang að skynjun okkar“ (272) eins og Sigi’íð- ur Þorgeirsdóttir bendir á í grein um raunveruleika og sýndarveru- leika. Það er því ekki seinna vænna að íslendingar, sem ósjaldan hreykja sér af áhuga sínum (og þekkingu) á kvikmyndum, eignist rit sem inniheldur fræðilega og gagnrýna umfjöllun um hið flókna listform sem kvikmyndin er. Annar hluti bókaimnar sem fjall- ar um „Kvikmyndir og samfélag" hefur að geyma margai’ mjög áhugaverðar greinar sem ekki að- eins hafa það að markmiði að miðla fróðleik heldur einnig að vekja máls á áhugaverðum þáttum kvikmynda sem hluta af veruleika nútíma- mannsins og skapa þannig umræð- ur sem eiga sér engin endalok þar sem niðurstaðan verður aldrei óum- deilanleg. Það sama má segja um ýmsar greinar í þriðja og fjórða hluta bókarinnar sem bera yfir- skriftina „Kvikmyndagreinar“ og „ísland og kvikmyndir". I því sam- bandi vil ég sérstaklega nefna grein Kristjáns B. Jónassonar: „íslenska hjarðmyndin: Andstæður borgar og sveitar í 79 af stöðinni og Land og synir“ og grein Úlfhildar Dagsdótt- ur: „„Hvar hafa dagar lífs þíns...?“: Af tíðaröndum". Kristján fjallar um söguskynjun, sveitarómantík og ör- yggið sem felst í því að vita af „smaladreng og smalastúlku, litlum Lappa og feitri hjörð í fríðum dal“ (916) í borg sem byggð er upp af einstaklingum sem allir eru nýkomnir utan af landi, „líka þeir sem aldrei hafa farið úr borginni" (910). Úlfhildur fjallar um tíðaranda- myndir og sögulegar kvikmyndir og í grein sinni segir hún meðal ann-1- ars: „Endurgerðir á týndum tíma hafa einkennst af sífellt meiri ná- kvæmni og spurningin um hvað sé rétt og rangt í búningum, sviðs- mynd og tali verður æ miðlægari. Þannig fáum við fortíðina loft- tæmda og dauðhreinsaða, í upp- höfnum kyrramyndum. Það má gagnrýna þessar kvikmyndir fyrir að vera í litlum tengslum við þann veruleika sem mannkynssagan geymir; því nákvæmari sem endur- gerðin verður því sjálfhverfari og fjarlægari raunveruleikanum verð- ur hún. Eftirmyndin snýst fyrst og fremst um sjálfa sig og eigið sam- ræmi sem er fengið með því að leggja áherslu á yfirborð og stíl^ Þannig gefur endurgerðin allar raunsæiskröfur upp á bátinn fyrir upphafna ímynd fortíðar og slík sviðsetning býður aðeins uppá inn- sýn í sjálfa sig, ekki söguna“ (637- 638). Grein Úlfhildar er mjög áhugaverð og vekur upp margar spurningar, ekki síst um yfirborð (framsetningu) og innihald og hvernig eða hvort þetta tvennt verður á einhvern hátt aðskilið. Guðni Elísson segir í inngangi bókarinnar að henni sé „ætlað að höfða til sem flestra" (xi) og verður ekki annað séð en að það takist. Heimur kvikmyndanna inniheldur jafnt einfaldar inngangsgreinar, óspennandi yfirlitsgreinar, frum- lega sýn á einstakar kvikmyndir og áhugaverða fræðilega umfjöllun um ólíka þætti kvikmynda sem gildis- mótandi veruleika í nútímasamfé- lagi. Þeir höfundar sem bera virð- ingu fyrir lesandanum sem hugsandi veru og eru ekki hræddir við að „þreyta“ hann eða fæla frá með flókinni umfjöllun eiga áhuga- verðustu greinarnar í bókinni. Þess- ar greinar ættu vissulega að geta komið af stað skemmtilegri umræðu um kvikmyndir og gildi þeirra í samfélaginu. Þær skapa ekki aðeins þekkingu og fróðleik heldur vekja fólk einnig til umhugsunar um eðli kvikmynda og mynda þannig eyður sem aldrei verður íyllt upp í að fullu. Þar af leiðandi ætti Heimur kvikmyndanna fyllilega að geta staðið undfr nafni sem upphafsrit um gagnrýna umræðu um kvik- myndir hér á landi. Sigrún Sigurðardóttir Heimur kvikmyndanna - heimur fræðimannsins Guðni Elísson Nýjar bækur • ÓMARaf hausthörpu er ljóðabók eftir Þórarin Guð- mundsson á Ak- ureyri. Ljóðin í bók- inni eru 44, að meginhluta í bundnu formi og Guðmundsson eru kaflarnir þrír í bokmm. I fyrsta hlutanum, Vatnaniði, er aðalefnið lýsing á siglingu um ' Shannon á írlandi. Annar kaflinn geymir að mestu myndir frá liðnum stundum og þann hugblæ sem at- burðir og minningar hafa skilið. í þriðja kafla bókarinnar eru Ijóða- þýðingar. Mörg ljóðin eru söngtext- ar. Meðal höfunda eru Jei-ry Cox, J.W. Riley, Hammerstein, Stein & Léon, Stein & Jenbach, John Den- ver, Paul Simon og Enya. Höfundur gefur bókina út. Hún er 87 bls. Filmuvinna, prentun og band annaðist Offsetstofan, Akureyri. • KOLALAUSIR kommúnistar á Hornafirði er eft- h’ Gísla Sverri Árnason. Bókin fjallar um sögu verkalýðsfélags- ins á árunum 1942-1999 og er síðara bindi af sögu verkalýðs- hreyfingar í Austur-Skaftafellssýslu. Fyrra bindið; Þó hver einn megni smátt, kom út fyrir nokkrum árum og sagði m.a. sögu Atvinnufélags Hafnar- verkalýðs á árunum 1929-42. í þess- ari bók er haldið áfram að rekja átök í kringum slit á fyrra félaginu og stofnun Jökuls, einnig sagt frá frum- kvæði félagsins í atvinnuupp- byggingu á Hornafirði og félags- stai’fi þess fram á þennan dag. Titill bókarinnar er sóttur í deilur sem spnittu upp um verðlag á kolum á Hornafirði 1943. Útgefandi er Verkalýðsfélagið Jökull. Verð: 5.300. Fyrra ogseinna bindi saman kosta 9.000 kr. Gísli Sverrir Árnason Slerna RAYM0ND WEIL GENEVE Uppl. um söluaðila í síma: 580 8000 www.raymond-weil.ch

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.