Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 46

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ ^6 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN Þriðja aðildarþing sáttmálans um varnir gegn eyðimerkurmyndun URVALS PC-LEIKIR: M.a. QUAKE III, HOMEWORLD, INTERSTATE 82, DRIVER, GTA2, ODIUM, PHARAOH, FIFA 2000, ACE OF EMPIRE/AGE OF KINGS, tf ULTIMA ASCENSION, o.fl., o.fl. TOLVUDEILD ÞÓR HF Ármúla 1*1 - Bími BBB-ISOO ÞRIÐJA aðildarþing sáttmálans um vamir gegn myndun eyði- marka var haldið í Rec- ife í Brasiiíu dagana 15. til 26. nóvember sl. Þing- ið sóttu fulltrúar frá um 200 löndum, en um 160 þjóðir hafa nú staðfest sáttmálann. Þar var einnig stór hópur full- trúa frá alþjóðastofnun- um og frjálsum félaga- samtökum,. auk fréttamanna og sýning- araðila. Alls voru á þing- inu eða í tengslum við það hátt á annað þúsund manns. Fulltrúi Islands var Andrés Arnalds. Eyðimerkursáttmálinn er þriðji meginsáttmálinn sem gerður var í kjölfar umhverflsráðstefnunnar miklu sem haldin var í Ríó 1992, en hinir eru sáttmálamir um verndun líf- fræðilegs fjölbreytileika og um vamir gegn loi'Lslagsbreytingum af manna völdum. Eyðimerkurmyndun ógnar landkostum í meira en 100 löndum, en alvarleg hnignun landkosta á sér stað miklu víðar. Forseti Brasilíu setti þingið. Að því loknu stimplaði hann fyrsta eintakið simi: af nýju frímerki, en það er helgað baráttunni gegn eyðimerkur- myndun. Fyrir þinginu lágu mörg mál. Tókust þá oft á þróunarlöndin, sem vilja fá aukið fé til að glíma við vandamál sín, og svo iðnvæddu löndin sem halda stíft um budduna. Upp- byggilegri var umfjöll- un um gerð og fram- kvæmd áætlana um vamir gegn eyðimerk- Andrés urmyndun og annarri Arnalds landhnignun, sem var eitt helsta mál þingsins. Að þessu sinni var sjónum einkrnn beint að Afríku. Sáttmálinn veitir afar góða leiðsögn um gerð slíkra áætlana, og ljóst er að þjóðir heims hagnýta sér í vaxandi mæli þá leiðsögn. Fyiri vikuna fjallaði vísindanefnd þingsins m.a. um stöðu þekkingar vegna baráttunnar gegn eyðimerkur- myndun. Bar þar nokkuð á togstreitu hinna hreinu vísinda og hins stað- bundna þekkingararfs þjóða, en illa vii'ðist ganga að brúa bihð þar á milli. A næsta ári mun vísindanefndin m.a. taka til skoðunar skýrslur þjóða um framgang landvemdarmála, ekki síst til að greina hvað best gefst og hvað helst stendur í vegi fyrir úrbótum. Dagskrá með háttsettum embættismönnum Um 90 háttsettir embættismenn, þar af 27 ráðherrar og 6 yfirmenn al- þjóðastofnana, tóku þátt í sérstökum dagskrárlið um hvað ríki heims væra að gera til að takast á við vanda landhnignunar. Þar kynntu einnig fulltrúar ríkari þjóðanna og alþjóða- stofnana þróunaraðstoð sína á þessu sviði. Landhnignunai’vandi margra ríkja er skelfilegur, ekki aðeins í Afríku. Mörg Sovétríkjanna fyrrverandi sendu t.d. frá sér sterkt ákall um að- stoð, en í þessum löndum era úrbætur rétt á byrjunarstigi og þau hafa hvorki þekkingu né fjárhagslega burði til að takast á við vandann. Sums staðar eru úrbætur komnar vel á veg. Svo dæmi sé tekið hefur Chile endurheimt 150 þúsund hektara af eyddum beitilöndum auk þess að rækta víðáttumikla skóga. Chilebúar VIVENT Y BERN0 BERGER GLEÐILEG JÓL laugaveqi 20 - símí 562 6062 SÍSHqjMKgJ' —......----------------- iMÍ^M Eyðimerkur ísland á mikla samleið með mörgum þeim þjóð- um, segir Andrés Arn- alds, sem eru nú að berjast við landhnignun og myndun eyðimarka. hvetja mjög einkageirann til þátttöku auk þess að veita bændum styrki til að bæta land. Þar sem annars staðar er vitund bænda og almennings um hnignunarvandann talin vera lykillinn að því að unnt sé að sigrast á honum. Samhliða aðildarþinginu voru hringborðsumræður um það hvað þingmenn geta lagt af mörkum í lönd- um sínum til að sigrast á landhnign- un. Þingmennirnir lögðu síðan fram ítarlega yfirlýsingu um leiðir til að framfylgja sáttmálanum, m.a. með endurbættri löggjöf um vamir gegn landhnignun, styrkari menntunar- og vísindastefnu og aukinni þátttöku al- mennings í stai'flnu. Frjáls félagasamtök Frjáls félagasamtök vinna mikið og óeigingjarnt starf víða um heim við að vemda og bæta landkosti. Starf þeirra er þó ekki ætíð viðurkennt sem skyldi, og einkum reynist mörgum þjóðum erfitt að brúa bilið milli stofn- ana eða ráðuneyta og grasrótar- starfsins. Þetta kom m.a. skýrt fram í skýrslum margra Afríkuþjóðanna um landverndaráætlanir sínar. í samráði við hóp fulltrúa frá frjálsu félagasamtökunum hvatti full- trúi Islands til að aðildarþjóðimar tiyggðu breiða og sýnilega aðild frjálsra félagasamtaka allt frá undir- búningi að framkvæmd landverndar- áætlana. Islenski fulltrúinn lagði jafn- framt til að mat á aðild frjálsra félagasamtaka yrði í framtíðinni formlegur hluti af skýrslugerð þjóða um störf vegna sáttmálans. Fleiri þjóðir tóku undir mikilvægi áhuga- starfs og frjálsra félagasamtaka. Tengsl alþjóðasáttmála Mikið var rætt um nauðsyn þess að auka samstarf vegna alþjóðasáttmála, Byrjaðu í dag’ að elska RÚV! I SUNNUDAGS- BLAÐI Morgunblaðs- ins hinn 19. desember sl. rita tveir ríkis- starfsmenn grein þar sem þeir reyna að færa rök fyrir ríkisút- varpi. Þeir eru greini- lega eru haldnir þeirri trú að RÚV sé eitt hæft um að færa landsmönnum sjón- varps- og útvarpsefni. Þeir halda því fram að fjölmiðill í einkaeigu stjórnist eingöngu af hagsmunum hluthaf- Steinþór anna og þeir óttast það Jónsson mikið að stjórnmála- menn komist ekki að í slíkum fjölm- iðlum með skoðanir sínar. Persónu- lega finnst mér það hjákátlegt þegar ríkisstarfsmenn sem þessir reyna að réttlæta tilveru sína. Þeir halda því fram að þjóðin eigi rétt á ^mb l.i is /KLL.TA.f= £=/TTH\/j/\£D /VK77 að horfa á fjölbreytta dagskrá á hóflegu verði! Það segja þeir rétt á eftir því sem þeir kvarta yfir að hafa ekki fengið að hækka afnotagjöldin eins og þá lystir. Rétt er að benda á að eitt af hlut- verkum G. Péturs Matthíassonar er að senda viðtækjaeigend- um hótunarbréf. Brosleg réttlæting Einnig era eftirfar- andi setningar í grein þeirra ein- faldlega hlægilegar: „Ef Ríkisútvarpið býr ekki til dag- skrá sem höfðar til flestra lands- manna er það ekki ríkisútvarp og getur þar af leiðandi ekki sinnt hlut- verki sínu.“ Og áfram halda þeir: „Það er ekki hægt að höfða ætíð til allra, en allir þurfa einhvern tímann að finna efni við sitt hæfi í dagskrá útvarps í al- mannaþágu." í raun skiptir engu máli hvort þeir þættir sem ríkissjónvarpið býr til era skemmtilegir eða hvort fólki einkum Ríó-sáttmálanna þriggja, þ.e. um vamir gegn eyðimerkurmyndun, varnir gegn loftslagsbreytingum og vemdun líffræðilegrar fjölbreytni. Malí og fleiri lönd hvöttu til þess að öll vinna við landbætur tæki mið af markmiðum sáttmálanna þriggja, og hjá fúllrúum hjálparstofnana kom fram að byijað er að skilyrða fjár- framlög slíkri samtengingu sáttmál- anna. Jafnframt var bent á að æski- legt væri að í hverju landi hefðu sömu aðilar á höndum forsjá allra sáttmál- anna. Af hálfu Islands var lögð áhersla á sáttmálatengslin og bent á að binding koltvísýrings í lífræn efni í gróðri og jarðvegi þjónar sameiginlegum markmiðum loftslags- og eyðimerk- ursáttmálanna. Ataksverkefni ís- lenskra stjórnvalda í skógrækt og landgræðslu var notað sem dæmi um það hvemig loftslagssáttmálinn hefur stuðlað að stórauknu fjármagni til þessara mála. I loftslagssáttmálanum eru ákvæði sem heimila iðnríkjum að mæta hluta skuldbindinga um minnkun gróður- húsalofttegunda með verkefnum sem stuðla að sjálfbærri þróun í fátækari löndunum. Ljóst er að vaxandi fjöldi þjóða eygir þarna tækifæri til að fá stóraukið fjármagn til landgræðslu og skógræktar, sem kæmi bæði landi og loftslagi til góða. Og þá ekki eingöngu með því að iðnaður í norðri kosti land- bætur í suðri heldur einnig til að auka fjármögnun þessa starfs heima fyrir. Fram kom að t.d. Costa Rica hefur lagt gi’æna skatta á eldsneyti í þessu skyni. Island á margt að gefa ísland á mikla samleið með mörg- um þeim þjóðum sem era nú að beij- ast við landhnignun og myndun eyði- marka. Reynslusögumar eru líkar; skógurinn er felldur, landið ofnýtt og náttúraöflin kynda síðan undfr hnign- uninni. Lausnimar era einnig svipað- ar frá einu landi til annars, og þar stendur ísland mjög framarlega. Við getum mikið Iært af alþjóðasamstarfi á þessu sviði, en jafnframt eigum við miklu að miðla eftir árangursríkt landgræðslu- og skógræktarstarf í meira en 90 ár. Höfundur er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Ríkisrekstur Einfaldast væri fyrir -----7------------------------ RUV að læsa dagskrá sinni, segir Steinþór Jónsson. Þá kæmi best í ljós hverjir vildu horfa á -----7------------------------ RUV og hverjir ekki. líka þeir yfirleitt. Þeir sem borga af- notagjöldin geta ekki sýnt óánægju sína í verki og hætt að borga af- notagjaldið. Þannig að gagnrýni á keppinautinn vegna hækkana á áskriftargjaldi þeirra er tómt píp að mínu mati. Ef áskrifendum Stöðvar 2 og Sýnar líkar ekki verðið á þjón- ustunni eða ef dagskráin stenst ekki kröfur þeirra þá einfaldlega hætta viðkomandi að greiða fyrir hana. Einfaldast væri fyrir RÚV að læsa dagskrá sinni og þá kæmi best í ljós hverjir vildu horfa á RÚV og hverjir ekki. Getur verið að Þor- steinn og G. Pétur óttist það að sú dagskrá sem í boði er standist ekki þær kröfur sem neytendur gera í dag til sjónvarpsefnis? Einnig má minna á að hér á landi er rekin sjónvarpsrás sem kostar ekkert að horfa á. Þar á bæ er ekki margmenn yfirstjórn og enginn G. Pétur til að senda út hótunarbréf. Höfundur er bakari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.