Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 48
ijfi MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Rafræn viðskipti
og hagsæld
Á ÞEIM áratug sem
nú er að líða hafa venju-
bundin viðskipti í versl-
un og þjónustu tekið
miklum breytingum.
Upplýsingatæknin hef-
ur aukið hagræði í
verslun, einkum eftir að
notkun strikamerkja
varð útbreidd. Með
_notkun þeirra er unnt
■*að veita á svipstundu
miklu magni gagna inn í
upplýsingakerfi versl-
ana, t.d. til að stjórna
vöruflæði og birgða-
magni sem ógerningur
væri að vinna úr á skjót-
an hátt, nyti tækninnar
ekki við. Ný birtingarform rafrænna
viðskipta eins og upplýsingamiðlun,
vörukaup og bankaþjónusta á Netinu
bera þessum breytingum einnig
glöggt vitni. Sá þjóðhagslegi spam-
aður sem þetta hefur í för með sér er
án efa umtalsverður.
Rafræn viðskipti í atvinnulífínu
Færri verða varir við hvemig upp-
’SJfeingatæknin er hagnýtt í viðskipt-
um milli fyrirtækja og stofnana með
skjalasendingum milli tölva (SMT)
eða EDI, sem er annað birtingarform
á rafrænum viðskiptum. Viðskipti og
samskipti sem fyrir-
tæki eiga sín á milli er
ein helsta forsenda fyr-
ir verðmætasköpun
þeirra og þar með hag-
vexti þjóðarbúsins. Al-
gengustu samskipti fyr-
irtækja snúa að pöntun,
afgreiðslu og greiðslu á
vöra og þjónustu, birgj-
um, auk samskipta við
opinberar stofnanir,
banka, tryggingarfélög
og flutningsaðila svo
fátt eitt sé nefnt. Þessi
samskipti hafa í för með
sér talsverðan við-
skiptakostnað, sem
m.a. felst í gerð pant-
ana, leit að upplýsingum um verð og
skilmála og skráningu í viðskiptakerfi
fyrirtækjanna. Kostnaður við þessa
umsýslu skilar sér nær undantekn-
ingarlaust í verði vöra og þjónustu til
hinna endanlegu neytenda. Reynslan
hefur sýnt að rafræn viðskipti á borð
við SMT gefa færi á að lækka við-
skiptakostnað veralega og þar með
auka framleiðni, en hún er ein af meg-
instoðum hagvaxtar.
Vannýtt tækifæri
I upphafi þess áratugar sem nú er
senn á enda vora miklar væntingar
Stefán Jón
Friðriksson
gerðar hérlendis til útbreiðslu SMT
eða pappírslausra viðskipta. Fjöldi ís-
lenskra fyrirtækja og stofnana hefur
sýnt mikla framsýni og náð athyglis-
verðum árangri með upptöku skjala-
sendinga milli tölva. Ohætt er þó að
fullyrða að útbreiðslan hafi ekki orðið
sú sem stefnt var að í upphafi. Hefur í
því sambandi verið bent á tiltölulegan
háan stofnkostnað vegna hug- og vél-
búnaðar, ásamt kostnaðarsamri þjón-
ustu þessu samfara. Hagkvæmni
SMT byggist að mikiu leyti á að
gagnasendingar séu tiltölulega um-
fangsmiklar. Þannig hefur það frekar
verið á færi meðalstórra og stærri
fyrirtælqa að koma SMT á fót. Enn-
fremur kalla rafræn viðskipti á ný
vinnubrögð og jafnvel nýja hugsun í
stjómun ogrekstri fyrirtækja. Nokk-
uð algengt er að fyrirtæki, sem inn-
leitt hafa SMT, hafa ekki stigið skref-
ið til fulls og látið þannig nægja að
koma á tölvusamskiptum við birgja
og viðskiptavini án þess að upplýsing-
arnar færist sjálfkrafa inn í viðkom-
andi upplýsinga- og bókhaldskerfi.
Þetta þýðir að fjárfest er í tiltölulega
dýram samskiptahugbúnaði og vinnu
við upptöku samskiptastaðla, án þess
að skeyta um hið sjálfvirka upplýs-
inga- innkaupa- og söluferli sem SMT
býður upp á með tilheyrandi hagræð-
ingu.
Frumheijar eða eftirbátar?
Árið 1996 gaf ríkisstjómin út ritið
„Framtíðarsýn ríkisstjómar Islands
um upplýsingasamfélagið". Þar kem-
ur fram stefna stjórnvalda sem kveð-
ur á um að „Islendingar verði í farar-
broddi þjóða heims við nýtingu
Nýjasta og fullkomnasta
tækni á einstöku verði!
'r-
*
Framtíðarútlit - vönduð hönnun
Super-5 Digital Blackline
myndlampi
180 W - 300 W magnari
6 framhátalarar
2 bassahátalarar
2x2 bakhátalarar
3 Scarttengi að aftan
2 RCA Super VHS/DVD
tengi að aftan
Super VHS, myndavéla-
og heyrnartækjatengi
að framan
Barnalæsing á stöðvar
Glæsilegur skápur á
hjólum með 3 hillum
TOSHIBA heimabíótækin
kosta frá aðeins
kr. 134.900 stgr,
með öllu þessu!!
T0SHIBA Pro-Logic tækin eru
margverðlaunuð af tækniblöðum í Evrópu
og langmest seldu tækin í Bretlandi!
T0SHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN.
Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins -
DVD mynddiskakerfisins og Pro-Drum
myndbandstækjanna.
Önnur T0SHIBA tæki fást í
stærðunum frá 14" til 61"
‘StaOgrelSsluafsláttur er 10%
Fáðu þér framtfðartæki hlaðið
öllu því besta - Það borgar sig!
HðWC^MA
Einai* Farestveit &Co.hf.
Borgartúni 28 • Sfmar: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is
Upplýsingatækni
Fjöldi íslenskra fyrir-
tækja og stofnana hefur
sýnt mikla framsýni,
segir Stefán Jón
Friðriksson, og náð at-
hyglisverðum árangri
með upptöku skjala-
sendinga milii töiva.
upplýsingatækni í þágu bætts mann-
lífs og aukinnar hagsældar.“ Þessi
stefnumótun var þarft framtak og
hefur Verkefnisstjóm um upplýs-
ingasamfélagið, sem starfar á vegum
forsætisráðuneytis, ásamt fleiri aðil-
um skilað mörgum gagnlegum tillög-
um um þessi efni. Þótt rafræn við-
skipti falli innan ramma þessarar
framtíðarsýnar hefur hins vegar
skort á ákveðnari stefnumótun
stjórnvalda og atyinnulífs um innleið-
ingu SMT á íslandi. Án skýrra
mai-kmiða og upplýsinga um stöðu og
þarfir atvinnulífs og hins opinbera í
skjalasendingum milli tölva er hætt
við að Islendingar dragist aftur úr í
þeim öra breytingum sem eiga sér
stað í rafrænum viðskiptum.
Til samanbui-ðar má geta þess að í
samvinnu við atvinnulífið létu stjóm-
völd í Danmörku vinna umfangsmikla
og metnaðarfulla stefnumótun á
þessu sviði árið 1996 er bar heitið
EDI - handlingsplanen. Hún miðaði
að því að árið 2000 væri búið að koma
upp SMT lausnum á öllum sviðum
innkaupa og gagnasendinga innan
ráðuneyta, stofnana og þjónustufyr-
irtækja hins opinbera. Þau fyrirheit
era að mestu orðin að veraleika í
Danmörku. Allflest fyrirtæki þar í
landi hafa nú jafnframt getu til þessa
viðskiptamáta. Því miður eiga íslend-
ingar enn talsvert langt í land með að
ná stöðu Dana á þessum sviðum.
Allar forsendur era fyrir hendi til
að Island geti verið í fararbroddi
pappírslausra viðskipta. Tæknilegar
Urval LINUX
hugbúnaðar
TOLVUDEILD
ÞQR HF
Ármúla 11 - Siml 5BB-1BDO
OLYMPUS
Diktafónar -
Nýjar gerðir komnar!
Sendum í póstkröfu um land allt.
Fullkomin viðhaldsþjónusta.
Sími 561 0450 - Fax 561 0455
rad@simnet.is www.isholf.is/olympus/
forsendur til tölvusamskipta á íslandi
era með þvi besta sem gerist meðal
þjóða og almenn þekking býður upp á
að ofangreind framtíðarsýn verði að
veraleika. Utbreiðsla Netsins og þró-
unin á fjarskiptasviði hérlendis styð-
ur þá skoðun.
Netið og SMT
Með aukinni notkun og útbreiðslu
Netsins, era teikn á lofti um að bylt-
ing sé í vændum í rafrænum viðskipt-
um og SMT hérlendis ef hún er ekki
þegar hafin. Hugbúnaðarfyritæki
víða um heim og ekki síður á íslandi
era þegar farin að huga að SMT
lausnum á Netinu. Vonir standa til að
þessar lausnir hleypi nýju lífi í út-
breiðslu pappírslausra viðskipta,
einkum meðal smárra og meðalstórra
fyrirtækja en allflest ef ekki öll ís-
lensk fyrirtæki era af þeirri stærðar-
gráðu.
fflutverk ICEPRO
ICEPRO, nefnd um rafræn við-
skipti, var stofnuð fyrir 10 árum.
Markmið ICEPRO hefur frá upphafi
verið að stuðla að einföldun og sam-
ræmingu í rafrænum viðskipum og
breiða út þekkingu á SMT og einföld-
un í viðskiptum einkum þeim er varða
viðskipti milli fyrirtækja og opin-
berra aðila. Að ICEPRO nefndinni
standa ráðuneyti, hagsmunasamtök í
atvinnulífi auk einstakra fyrirtækja
og einstaklinga.
ICEPRO hefur verið falið vinna að
umfangsmikilli lýsingu á uppbygg-
ingu samræmds Heilbrigðisnets á
Islandi að beiðni heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytis. Verkefnið felst
í innleiðingu SMT milli hinna ýmsu
heilbrigðisstofnana og tengir saman
alla þá aðila sem koma að heilbrigðis-
þjónustu á Islandi. Þá er í undirbún-
ingi vinna á vegum fjármálaráðuneyt-
isins og Ríkiskaupa undirbúningur
rafrænna opinberra innkaupa með
þátttöku hagsmunasamtaka í verslun
og iðnaði. Ofangreind verkefni gefa
fyrirheit um að stigin verði mikilvæg
skref í átt að nútímalegri viðskipta-
háttum, verklagi og hagkvæmari inn-
kaupum og upplýsingamiðlun í byij-
un nýrrar aldar.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og framkvæmdastjóri ICEPRO,
nefndar um rafræn viðskipti.
ítörkinni 3,sbrii 5B8 0640
Oaip rmm -te.. fel. 512—98,
lui: í:i. 513—16, sun.'fel. 13-17.