Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 50

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 50
jjfi MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNB LAÐIÐ tlngibjörg Odds- dóttir fæddist í Reykjavík 31. októ- ber 1909. Foreldrar hennar voru Andrea Guðlaug Kristjáns- dóttir, húsmóðir, f. á Eyrarbakka 11. sept- ember 1881, d. 8. nó- vember 1960 og Odd- ur Jón Bjamason, skósmiður, f. að Hömrum í Reykholts- ^dal, 28. júlí 1883, d. 3. janúar 1955. Systkini Ingibjargar voru Bjami Oddsson, læknir, Anna Oddsdóttir, hatta- saumadama, Kristján Oddsson, jámsmiður og Steingrímur Odds- son, málarameistari, þau em öll lát- in nema Steingrímur. Hinn 24. nóvember 1934 giftist Ingibjörg Herði Þórðarsyni, lög- fræðingi, f. 11. desem- ber 1909, d. 6. desem- ber 1975. Hörður var lengst af sparisjóð- stjóri í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grenni. Foreldrar Harðar voru Þórður Sveinsson, læknir, f. 20. desember 1874, d. 21. nóvember 1946 og Ellcn Johanne Kaaber, húsmóðir, f. 9. scptem- ber 1888, d. 24. desember 1974. Böm Ingibjargar og Harðar em: 1) Þórður Harðarson, læknir og pró- fessor við Háskóla íslands, f. 14. mars 1940, hans kona er Sólrún Björg Jensdóttir, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, f. 22. júli 1940 og böm þeirra era a) Hörður, veðurfræðingur, f. 23. október 1965, b) Steinunn, læknanemi, f. 6. júlí 1977 og c) Jens, menntaskóla- nemi, f. 14. febrúar 1982. 2) Anna Harðardóttir, skrifstofustjóri læknadeildar í Háskóla íslands, f. 12. júní 1943, hennar maður er Leifur N. Dungal, læknir, f. 18. maí 1945, börn a) Ingibjörg Helga Vals- dóttir, innanhússhönnuður, f. 18. október 1962, hennar maður er Kristján Sigurðsson, arkitekt, f. 12. febrúar 1965, þeirra synir eru Kri- stján Leifur, 22. september 1992 og Sigurður Sveinn, f. 25. janúar 1995, b) Sverrir Dungal, háskólanemi, f. 9. júlí 1974. Ingibjörg bjó alla tíð í Reykjavík og lærði hún hattasaum en var lengst af húsmóðir. Utför Ingibjargar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. INGIBJÖRG ODDSDÓTTIR Elsku besta mamma mín, þá er hin óumflýjanlega kveðjustund runnin upp. Þessari stundu hef ég kviðið svo lengi sem ég man. Það hafa verið forréttindi að eiga slíka móður sem þig og að fá að njóta góðra samvista öll árin sem við feng- vteh saman. Þín fallega og hreina sál gerði öllum gott sem kynntust þér. Þegar þú, níræð konan, varðst svo bráðkvödd á heimili þínu sagði Leifur minn að þú hafir farið með „stæl“, það er áreiðanlega alveg rétt hjá hon- um en mér er svolítið illt í sálinni yfir að hafa ekki fengið að kveðja þig og faðma í hinsta sinn daginn sem þú fórst. Það veitir okkur fjölskyldunni þinni mikla hugarró að lesa þínar skemmtilegu dagbækur, sem þú Jf'rðir samviskusamlega í a.m.k. 25 ár og allt fram á síðasta dag og ég vil þakka þér fyrir að skilja þær eftir handa okkur. Æskuvinur okkar systkinanna ávarpaði þig „frú fegurðardrottning og húmoristi", í afmælisskeyti á ní- ræðisafmælinu þínu í október sl. Mér fannst honum hafa ratast rétt orð á munn þarna. Þú varst sannarlega glæsileg kona, alltaf fallegust og skemmtilegust. Ég var og verð alltaf stolt af því að hafa átt þig sem móður. Elsku blíða „gamla kisa“ far þú í friði. Þín Anna. Stundin er runnin upp. Amma mín er farin til Guðs og er trúlega búin að hitta ættingja og vini nú þegar. Afi hefur áreiðanlega tekið henni fagn- andi enda búinn að bíða eftir henni í 25 ár. Hún lifði lífinu vel og gefandi. Hún eignaðist tvö börn með afa Herði, Þórð og Önnu mömmu mína. Amma var oft kölluð „gamla kisa“ því hún var mjúk, eins og kisa. Hálsakot- ið hennar var minn uppáhaldsstaður þegar ég var lítil. Amma var sérstaklega smekkleg og glæsileg kona í útliti. Hún var mikill húmoristi, íþróttafikill, bridge- spilari, frábær kokkur og snillingur í höndunum. Stundir okkar saman voru mér ómetanlegar. Þegar ég var lítil bjó ég í sama húsi og amma og afi. Við amma föndruðum saman, unnum i garðinum og fórum í bæinn, ýmist gangandi eða í strætó. Ég fékk líka að klæða mig í öll fötin hennar og nota allt hennar dót. Amma reiddist aldrei þótt ég rifi allt út úr skápum og skúffum. Hún var alltaf í góðu skapi og leit alltaf á björtu hliðarnar. Amma var farin að huga að því að flytja til bróður síns sem er á elli- heimilinu Litlu-Grund. Á seinni árum bjó ég erlendis og hitti ömmu aðeins l-2svar á ári, kveðjustundiraar urðu með tímanum erfiðari íyrir okkur báðar. Það vildi þannig til að ég hringdi í ömmu dag- inn sem hún kvaddi þetta líf og ég er afar þakklát fyrir það. Hún var þá hress að vanda svo hún hefur ekki þurft að þjást lengi og er það mikil huggun fyrir fjölskylduna. Hinn 31. október varð amma 90 ára og ég skrifaði henni bréf og þakk- aði henni fyrir allt sem hún hefur kennt mér, það bréf rétt náði til hennar því hún dó 4. desember sl. Amma var jákvæð manneskja allt fram í andlátið og vel sjálfbjarga um alla hluti. Það var þó eitt sem háði henni, það var svokallaður ,jóla- kvíði“, en nú sleppur hún blessunar- lega við hann. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona yndislega ömmu, ég mun alltaf geyma minningu hennar í hjarta mínu og ég hlakka til að hitta hana á öðru tilverustigi. Nú bið ég Guð um að varðveita ömmu og okkur hin sem eftir lifum. Blessuð sé minn- ing ömmu minnar. Ingibjörg Helga. Laugardagurinn var napur og dimmur, enda komin aðventa og birt- an aðallega í hugum manna. Amma á Öldugötunni svaraði ekki símanum, bömin fóru að vitja hennar en hún var þá öll, hafði orðið bráðkvödd skömmu áður, hnigið niður við sím- ann án þess að geta látið af sér vita. Um stund varð þetta kvöld enn dimmara í sálarkirnum okkar hinna, þetta var svo óvænt. Imba (gamla kisan) hafði verið svo brött og hress undanfarið og þegar við ræddum síð- ast saman í símann, á miðvikudag- skvöldið, fórum við yfir væntanlega leiki í enska boltanum, sem hún fylgdist með öllum með tölu og skipt- umst á skoðunum um kosti og galla einstakra sparkara hjá Man.Utd. (sem hún þekkti alla með nafni). Ní- ræðisafmælið var nýafstaðið, hún bauð ómegðinni sinni út að borða, lék á als oddi og engan grunaði að sláttu- maðurinn mikli væri svona skammt undan. En svo birtist hann, svona skyndilega, og lífið okkai’ hinna varð talsvert fátæklegra. En söknuður okkar er ívafinn öðrum tilfinningum, t.d. þakklæti fyrir þá náð að hún skyldi fá að lifa góðu lífi fram á tíræð- isaldur, þurfa aldrei inn á sjúkrahús og fá að kveðja þjáningalaust á eigin heimili. Þakklæti fyrir að njóta sam- vista við þessa fallegu og skemmti- legu konu, þótt enginn hafi í raun verið tilbúinn að kveðja hana strax. Af myndum sést að Ingibjörg var glæsileg sem ung kona. Glæsileikinn umbreyttist með árunum í þá fegurð sem innan frá kemur og var til merk- is um þá manngæsku og húmanisma sem Imba var svo rík af. Það sópaði að henni á mannamótum, hún var manna fyndnust og skemmtilegust, ávallt „glettin og spaugsöm og spræk", meinstríðin en þó alltaf nær- færin og enginn kom sár af hennar fundi. í raun var hún þó hlédræg og jafnvel feimin, en hið sama má reynd- ar segja um flesta aðra stórhúmor- ista þessa lands og annarra. Áður var hún landskunnur bridsari og fram á síðustu ár tók hún í spil við bömin sín og þeirra vini og þá var nú oft kátt á hjalla. Bamabömin sóttu mikið til hennar og hún veitti þeim þá nær- ingu sem ömmur einar búa yfir. Sjálf- ur átti ég því láni að fagna að gerast tengdasonur Imbu fyrir aldarþriðj- + Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, ÞÓRÓLFUR BECK fyrrverandi knattspyrnumaður, Rauðarárstíg 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 28. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á styrkt- arsjóð Geðhjálpar. Þórólfur Beck, Vilborg Einarsdóttir, Ólöf Oddný Beck,Oddný Björgólfsdóttir, Guðrún Beck, Magnús Tryggvason. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ERLU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Flatey, Safamýri 45, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki gjör- gæsludeildar og deildar 13D Landspítalanum. Gunnlaugur B. Óskarsson, Guðmundur Gunnlaugsson, Greta S. Svavarsdóttir, Óskar Bragi og Ingvar Geir Guðmundssynir. ungi Á okkar samband bai’ aldrei neinn skugga, hún var mér sem önn- ur móðir, blíð og umhyggjusöm. Henni er nú þökkuð þessi langa, sam- eiginlega vegferð og forsjóninni þakkað fyrir að hafa átt þessa fallegu og blíðu, gömlu kisu hér á meðal vor. Leifur. Unglingur í anda, ætli það sé ekki það sem best lýsti henni ömmu minni. Hún var hjartahlý, fyndin, stríðin, skrautgjörn, falleg og góð, talaði mikið og hló hátt. Hún var kona sem kunni að njóta lífsins. Hvert sem hún kom var hún miðpunktur athyglinn- ar, enda glaðlynd og alls ófeimin. Hún naut sín ekki síst innan um bláókunnugt fólk sem hrökk í kút þegar hún vatt sér upp að því á förn- um vegi með alls kyns athugasemdir. Sérstaklega skemmtilegt þótti henni að gægjast í innkaupakörfur annars fólks í stórverslunum og krefjast alls kyns upplýsinga um tilgang, gæði og verð varanna sem í körfunum vom. Oftar en ekki kom hún fylgdarmönn- um sínum til að roðna upp í hársræt- ur og þá var tilganginum náð. Hún var ekki manneskja sem neit- aði sér eða öðram um lífsins gæði, gæti hún veitt þau. Hún var örlát með eindæmum, alltaf reiðubúin að fylla svanga maga með afbragðsgóð- um réttum, nú eða með ís, tertum og rauðu ópali. Það var sérstakt tilhlökkunarefni að koma í heimsókn til hennar, hún lumaði alltaf á einhverju og var sí- fjörag. Það fór enginn varhluta af góðmennsku hennar, ekki einu sinni tíkin okkar sáluga sem amma hafði í fæði með þeim afleiðingum að hún átti við offituvandamál að stríða það sem eftir var ævinnar. Ætli ömmu hafi ekki liðið best í stóra, vínrauða hægindastólnum sín- um fyrir framan sjónvarpið, með kók og kökusneið. „Ekki hringja í mig næstu klukkutímana, fótboltinn er nefnilega í sjónvarpinu" vora skila- boðin sem fjölskyldan fékk. Bestu dagamir vora þegar liðið hennar, Manchester United, átti leik, sér- staklega þegar hinn undurfríði fót- boltamaður Eric Cantona var í liðinu. Hann var í uppáhaldi hjá henni ásamt köppum á borð við David Beckham, Brad Pitt og Bubba Morthens. Þetta vora hennar menn og henni þótti þeir nú ólíkt myndarlegri en félagar hennar á dagspítalanum. Hún hafði reyndar mikinn húmor fyrir þessum dagspítala sem hún heimsótti um tíma og þótti ofsalega fyndnar þrautimai’ sem gamla fólkið átti að leysa og leikirnir sem faiið var í. Hún lýsti þessu öllu fyrir okkur og hló mikið að, hún var hins vegar lúmskt stolt af verðlaununum sem hún sópaði að sér á þessum vett- vangi, karamellupokum aðallega. Ég gæti trúað að innihald þessara poka hafi horfið ofan í hana við lestur góðra bóka, en hún las langt fram á nætur og svaf fram að hádegi, rétt eins og unglingur. Amma var listakona, hún kunni ekki eingöngu þá list að lifa lífinu, hún var líka einstakur kokkur og hannyrðakona, já og dansari og fim- leikakona þegar hún var yngri. Ef leiðin að hjarta mannsins er í gegn- um maga hans hefur amma ábyggi- lega sópað að sér fjölmörgum hjört- um í gegnum tíðina. Svo var hún tónelsk, hafði ríkt fegurðarskyn og vai’ framúrskarandi smekkmann- eskja. Hún var alltaf vel tilhöfð, fal- lega klædd og snyrt, enda fannst henni ófært að láta sjá sig öðravísi. Þessu miðlaði hún síðan öllu til okk- ar, var góður og hreinskilinn kennari, hikaði ekki við að gagnrýna en átti einnig nóg af hrósi þegar það var við- eigandi. Amma varð níræð mánuði áður en hún dó. Þá var hún enn eldhress og naut sín vel þegar fjölskyldan fór saman út að borða í tilefni afmælis- ins. Enn átti hún nóg af glensi og gríni og enn kom stríðnispúkinn upp í henni. Hún var í fullu fjöri allt fram á allra síðustu stund og okkur var því bragðið þegar hún dó, þrátt fyrir að hún hafi verið orðin þetta öldruð. En hver veit, kannski hún hafi bara ákveðið að drífa sig af stað til að geta verið með honum afa, en hann hefði orðið níræður nú í desember. Elsku amma mín, þú veist að við eigum eftir að sakna þín sárt. Missir okkar er mikill, þú varst svo góð og svo mikill persónuleiki. Ég vil þakka þér íyrir allar góðu stundim- ar, þær voru ómetanlegar og það er svo erfitt að sætta sig við að þær verði ekki fleiri, að minnsta kosti ekki í þessu jarðlífi. Megi góður guð varðveita þig. Steinunn Þórðardóttir. Töfrar, galdur .. .það var eitthvað sem sveif yfii’ vötnunum þar sem hún móðursystir mín var nærri. Hvað gerði hana að því sem hún var er næsta erfitt að setja fingur á. Hún var margslungin og heilsteypt, ólík- indatól og fín frú, ung og gömul. Allt í senn. En þó íyrst og fremst svo ótrá- lega hlý. Það var ekki hægt að láta sér leiðast í návist Imbu. Jafnvel jóla- boðin hennar vora skemmtileg. Sýn hennar á menn og málefni var á ein- hvern hátt einstök. Allt hennar mættist í einhverjum hárfínum línudansi sem var svo Imbulegur, svo skemmtilegur, svo skondinn. Það er gaman að hafa átt svona frænku. Þuríður Friðjónsdóttir. Sómakona er fallin frá níræð að aldri. Ingibjörg Oddsdóttir, ekkja Harðar Þórðarsonar sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrenn- is. Ingibjörg lést snögglega á heimili sínu án undangenginna veikinda. Þau Hörður gengu í hjónaband haustið 1934, en Hörður hafði lokið lögfræðiprófi árinu áður og starfaði síðan nokkur ár í Landsbankanum. Þau stofnuðu heimili við Vesturgötu í húsi Lúðvíks Einarssonar, málara- meistara, sem bjó þar á efri hæðinni ásamt Rósu, systur sinni. Tókst með þessu fólki einlæg vinátta og vora þau systkini eins og afi og amma barna Hai’ðar og Ingibjargar. Ingi- björg var rótgróinn vesturbæingur og hefði varla fest yndi annars staðar í borginni. Á yngri áram var Ingibjörg glæsi- leg svo eftir var tekið og hélt reisn og meðfæddum þokka alla tíð. Hún var smekkleg í fatavali og klæddist gjaman látlausum svörtum kjólum. Hún gekk með hatta sem fóra henni vel og saumaði þá sjálf, enda útlærð hattasaumakona og rak hattaverslun um árabil. Ingibjörg var hlý manneskja og Ijúf í lund, viðræðugóð og prýðilega gefin. I návist hennar var gott að vera. Ellen, tengdamóðir okkar, sagði stundum í gamni, að Hörður væri í blíðuskóla hjá Ingibjörgu, enda fór ekki orð af Kleppsfólkinu íyrir blíðmæli. Heimili Ingibjai’gar bar merki eðl- iskosta hennar, snyrtimennsku og smekkvísi og hún kunni þá list að láta gestum sínum líða vel í notalegu and- rámslofti. Ingibjörg lét sér annt um systkini sín og venslafólk og hélt tryggð við gamla vini frá æskudögum. Bæði vora hjónin slyngir bridsspil- arar og tóku þátt í mótum jafnt hér- lendis sem erlendis. Hörður var og um skeið formaður Bridsfélags Reykjavíkur. Á sumram fóra Hörður og Ingi- björg stundum í nokkurra daga ferð- ir á fallega staði í vinahópi. Agnar, bróðir Hai’ðar, réðst eitt sinn með í slíka ferð sem kokkur hópsins. Hann vildi vanda sig við matargerðina og var nokkuð óspilunarsamur með salt- ið. Ekki var óskað eftir eldamennsku Agnars næsta dag. Á jólum buðu Hörður og Ingibjörg ættingjum beggja til veislu og hélt Ingibjörg þeim sið eftir iráfall Harð- ar, allt fram á síðustu ár. Þar nutu gestir rólegrar stundar eftir amstur jólaundirbúningsins. Ingibjörg var gæfumanneskja. Hún naut góðrar heilsu, eignaðist mann sem mat hana mikils og börn sem hún var stolt af. Áföllum tók hún með skapstillingu. Ingibjörg hverfur frá okkur í skammdeginu, þegar jólaljósin hafa verið tendrað. Ég vil þakka henni gestrisni og vináttu um árabil. Afkomendum, tengdabörnum og frændfólki votta ég samúð. Hildigunnur Hjálmarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.