Morgunblaðið - 22.12.1999, Side 55

Morgunblaðið - 22.12.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 55 Það eru mikil forréttindi að hafa alist upp hjá jafn yndislegri persónu og hann afi var. Hann vildi öllum vel og hugsaði vel um fjölskyldu sína. Ég kom auga á fallega línu í ljóði sem lýsir honum svo vel: „sásemeinhverelskar getur aldrei dáið“. Bless elsku besti afi í öllum heim- inum, ég elska þig svo mikið. Blessuð sé minning þín. Þín dótturdóttir, Guðrún Eva. Elsku Ái-mann, nú er komið að kveðjustund. Er ég lít til baka á þessari sorgarstundu veitti lífsgleði hans gleði í hjarta mitt. Mig langar að þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir dótturdóttur sína og eig- inkonu mína, Guðrúnu Evu. Söknuð- urinn og tómleikinn er mikill á heim- ili okkar. Hann var stoðin og styttan í fjölskyldunni, laðaði alla til sín. Honum þótti svo skemmtilegt er öll fjölskyldan var samankomin. Það var ekki ósjaldan að við komum í matar- eða kaffiboð á Sléttuveginn til hans og Heiðu. Þá lék hann af fingrum fram og var hrókur alls fagnaðar. Spilamennska var honum alltaf ofarlega í huga og var mikið fjör og glens við spilaborðið. Já, það var mikið talað og hlegið enda var hann hafsjór af fróðleik og sögum. Mér er alltaf minnisstætt síðustu tvö árin er hann stóð í eigin persónu í út- gáfustarfsemi á bókum sínum. Þvílík orka og vilji og ég man þegar hann sagði mér að honum liði eins og þeg- ar hann var ungur og óþekktur rit- höfundur, bókaforlagslaus. Þær voru alltaf góðar stundirnar er við sátum fyrir framan tölvuna og vélrituðum ævisögu hans og eins endurútgáfu af Ömmustelpu. Eg man að honum fannst tölvutæknin ótrúleg, að hún gæti geymt allar þessar upplýsingar. Ég er viss um að ef heilsu hans hefði ekki hrakað á þessu ári stæðum við nú í bókaútgáfu á verkum hans. Þetta var líf hans og yndi. Núna þegar tími ljóss og friðar er að ganga í garð kveð ég með virðingu og vinsemd tengdaafa minn. Hans verður sárt saknað. Bjarki Elíasson. Annað starfsár Vöku-Helgafells var um það bil að hefjast þegar barnabókahöfundurinn vinsæli, Ar- mann Kr. Einarsson, kom að máli við okkur og lýsti áhuga sínum á því að verða meðal höfunda forlagsins. Bækur hans höfðu þá flestar verið gefnar út hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri sem var að draga saman seglin um þær mundir og Armann vildi finna sér nýjan sam- astað. Það var ungu forlagi mikill heiður að fá að gefa út bækur þessa land- skunna og vinsæla höfundar. Akveð- ið var að byrjað yrði á að endurút- gefa bækurnar um Óla og Magga, sem upphaílega höfðu komið út tveimur áratugum fyrr, og var þar með lagður grunnur að vinsælum bókaflokki sem hlaut heitið „Ævin- týraheimur Armanns". Fyrsta bók- in, Óskasteinninn, kom út haustið 1982 þegar forlagið, sem þá heit enn- þá aðeins Vaka, sendi bækur á jóla- bókamarkað í annað sinn. Um árabil gáfum við svo út eina bók á ári eftir Armann, stundum tvær, ýmist ný verk eða nýjar útgáfur eldri bóka þessa ástsæla höfundar sem horfnar voni af markaði. Armann Kr. Einarsson bar hag ís- lenskra barna- og unglingabók- mennta mjög fyrir brjósti og vildi veg þeirrar bókmenntagreinar sem mestan. Áhugi hans á því sviði kom glöggt fram þegar forlag okkar og fjölskylda hans tóku höndum saman um að stofna íslensku barnabóka- verðlaunin áíáð 1985 í tilefni af sjö- tugsafmæli Armanns. Báðir aðilar lögðu þá fé í sérstakan verðlaunasjóð sem veita skyldi árlega verðlaun fyr- ir besta handrit að barna- eða ungl- ingabók sem bærist í samkeppni sjóðsins. Síðar fengum við til liðs við okkur Barnavinafélagið Sumargjöf og Barnabókaráðið, íslandsdeild IBBY-samtakanna, sem helga sig stuðningi við barnabækur. Yfirlýstur tilgangur Islensku barnabókaverðlaunanna er að stuðla að auknu framboði á vönduðu ís- lensku lesefni íyrir æsku landsins. Sjóðurinn hefur tvímælalaust orðið til að auðga og styrkja íslenskar barnabókmenntir og fyrir hans til- stilli hafa komið fram á sjónarsviðið hæfileikaríkir höfundar sem á liðn- um árum hafa haslað sér völl á sviði barna- og unglingabókmennta og orðið vinsælir meðal nýrra kynslóða. Við undirritaðir starfsmenn Vöku- Helgafells höfum setið í stjórn Verð- launasjóðsins með Armanni og orðið þar vitni að einstökum áhuga hans á viðfangsefninu. Hann hefur keppst við að lesa handritin sem borist hafa undir dulnefnum, haft skýrar skoð- anir á þeim og lagt sitt til málanna, notið þess að kynnast ungum lesend- um, fulltrúum grunnskólanna, sem hafa verið kvaddir til í lokadómefnd og fagnað af heilum hug þeim höf- undum sem orðið hafa hlutskarpast- ir í samkeppninni um íslensku bamabókaverðlaunin hverju sinni. Umhyggja hans fyrir verðlaunun- um var enn söm þegar hann kom til stjómarfundar fyrr á þessu ári þótt ljóst væri að aldurinn væri farinn að færast yfir og heilsan ekki söm og áður. Armanns verður sárt saknað þegar með hækkandi sól verður farið yfir þau handrit sem em að berast í þá samkeppni verðlaunasjóðsins sem nú stendur yfir. Þeir aðilar sem að verðlaununum standa munu áfram halda uppi merki Armanns og gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að efla og styrkja íslenskar bamabókmenntir. Armanni Kr. Einarssyni tókst í bókum sínum að leiða þrjár kynslóð- ir íslenskra barna- og unglinga inn í heim líflegra ævintýra, óvæntra at- vika og skemmtilegra uppátækja sem þau hafa notið til hins ýtrasta. Honum auðnaðist með penna sínum að gæða hversdagsleikann lífi og lit og átti sinn stóra þátt í því að gera bóklestur að eftirlætistómstunda- gamni barna og unglinga í þessu landi, ekki síst með bókunum vin- sælu um Árna í Hraunkoti. Fyrir hönd starfsfólks og eigenda Vöku-Helgafells þökkum við Ár- manni samfylgdina og vottum dæt- um hans, Ásdísi, Hrafnhildi og Kri- stínu, fjölskyldum þeirra og sambýliskonu hans hin síðustu ár, Aðalheiði Þorsteinsdóttur, innilega samúð okkai'. Þótt höfundurinn sé genginn er víst að verk hans munu lifa og veita æsku þessa lands ómældar ánægjustundir um ókomna tíð. Ólafur Ragnarsson, Bjarni Þorsteinsson. Með sárum trega syrgjum við kæran frænda, Armann Kr. Einars- son móðurbróður minn. Ljúf- mennska og smitandi lífsgleði ein- kenndi fas hans og framkomu. Frásagnarlistin var honum í blóð borin. Hann skapaði spennandi æv- intýri úr hversdagslegum atburðum og kryddaði með góðlátlegri kímni. Margar ena þær veislurnar og fjöl- skylduboðin þar sem börnin sátu með stór augu umhverfis Armann og hlýddu á hann spinna sögur fyrir- hafnarlaust. Það mátti heyra saum- nál detta. Garðslöngur urðu að stór- um eitursnákum og venjulegir sveitajeppar voru eldspúandi skrímsli. Barnaskarinn hreifst með og sveif um víðáttur ævintýraver- aldar Armanns. Fullorðnir voru heldur ekki ósn- ortnir. Sögur um æsku- og uppvaxt- arár systkinanna frá Neðri-Dal birta okkur Ijóslifandi þær aðstæður sem kynslóðin sem ól okkur bjó við. Baðkarið var trébali úti á miðju gólfi. Á jólunum fengu allir eitt kerti og hangikjötsflís og það var spilað á spil. Mér er minnisstæð sagan sem Ái-mann sagði mér einu sinni af fyrstu gúmmístígvélunum, sem hann eignaðist. Þannig var að afi minn, faðir Armanns, hafði farið í kaup- staðinn og var svo Ijónheppinn að fá stígvél á sérstaklega hagstæðu verði. Ármann varð himinlifandi með stígvélin. Þau voru að vísu bæði á hægri fótinn! Það gerði ekkert til, þau voru alveg ný og glansandi fal- leg! Við viljum þakka Armanni sam- fylgdina og fjrir allar ánægjustun- dirnar. Innilegar samúðarkveðjur til Heiðu og dætra Armanns; Ásdísar, Hrafnhildar, Kristínar og fjöl- skyldna. Guðmundur Jón Elíasson og fjölskylda. Einn af næstu nágrönnum mínum hér í húsinu, Ármann Kr. Einarsson, er horfinn úr okkar samfélagi og hef- ir endað sína lífsgöngu. Ég mæti ekki lengur þessum háttprúða, lynd- isglaða manni á morgungöngu í lyftuhúsi eða stigagangi á leið sinni til að nálgast Moggann eða þá fara út einhverra erinda. í byrjun mars 1992 fluttu eigend- ur hússins við Sléttuveg 11-13 inn í íbúðii- sínar. Einn af þeim var Ár- mann Kr. Einarsson, rithöfundur og segja má það tákrænt að næstu íbúð til hægri við hans átti Aðalheiðar Þorsteinsdóttir, sem var hans hægri hönd meðan honum entist aldur og heilsa hennar leyfði. Áður bjó Armann í Brautarlandi 12 ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Runólfsdóttur og dætrum. Guðrún var vel gefin og mæt kona. Hún and- aðist 15. ágúst 1985. Ég var oft gest- ur þeirra hjóna á góðum stundum og á skemmtilegar minningar frá þeim tíma. Einnig áttum við Guðrún nokkra samleið á félagslegu sviði um árabil. Mér finnst oft að við hér, sem höf- um búið undir sama þaki í nærfellt átta ár, séum ein stór fjölskylda. Við gleðjumst saman og finnum til hvert með öðru þegar við missum einhvern úr hópnum og það hefir oft gerst, nú síðast var það Armann. Já, Armann verður mér um margt minnisstæður. Ég man hann sem rit- höfund þar sem hann sat löngum stundum við skrifborðið í sólríkri íbúð sinni og laðaði fram úr hugskot- inu ævintýri og festi þau á blöð. Það var hans yndi og eftirlæti og þannig hélt hann vöku sinni meðan þrek og heilsa entust En. - „ Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiríen hann sjálfur “ (E.Ben.) Armann var einnig mikil félags- vera. Hann naut þess að taka þátt í hvers konar mannfagnaði og blanda geði við fólk við margvísleg tækifæri. Og þegar hann sat við skriftir vissi hann að innan næstu dyra brunnu arineldar, sem aldrei slokknuðu. Þar var vinkona hans, Aðalheiður, þar var var hægt að hvíla sig frá ritstörf- unum, endumýja orkuna við spjall yfir kaffibolla eða setjast við mat- borðið að ilmandi réttum ef sá tími var kominn. Armann unni mjög dætrum sínum EDDA PETRÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR + Edda Petrína Guðrmmdsdóttir fæddist í Reykjavík 16. júni 1946. Hún lést á heimili s/nu í St. Petersburg í Fldrída í Bandaríkjunum 12. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorkelsson, húsa- smíðameistari, f. á Þúfum í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp 29. oktdber 1912, d. 14. apríl 1984, og Kard- lína Sigríður Olsen, húsmdðir, f. í Reykjavík 13. ágúst 1914, d. 6. júní 1959. Böm þeirra eru: Inga, Hörður, Edda, sem hér er kvödd, og Þorkell. Guðmundur eignaðist seinna dótturina Sigrúnu Benediktu með Magnfríðí Dís Eir- íksdóttur. Föðurforeldrar Eddu voru Þorkell Guðmundsson, bdndi, f. 7. september 1862, d. 11. febrúar 1953, og Petrína Júlíana Bjama- ddttir, húsmdðir, f. 9. maí 1867, d. 2. ndvember 1955, bæði fædd á Vestfjörðum. Möðurforeldrar Eddu voru Jentoft Olsen, lýsis- bræðslumaður, f. í Túnsbergi í Noregi 22. apríl 1877, d. 16. desem- ber 1958, og Ingiríður Lýðsdóttir Ég fékk fréttina daginn eftir að Edda dó. Ég taldi mig undir það búinn þar sem hún hafði verið mikið veik, en ég var það þó ekki. Það leggst yfir mann depurð og sorg og eftirsjá. Hugsanir um það hvað sam- skipti okkar hefðu mátt vera meiri þessi seinni ár en raunin varð, leita á mann. Undir það síðasta var aðeins tíma- spursmál hvenær hún yrði leyst und- an þeim þjáningum sem höfðu fylgt henni í langan tíma og eflaust hefur hún á vissan hátt verið hvfldinni feg- in. Núna, á meðan ég sit og meðtek veruleikann, þá rifjast upp fyrir mér fjölmargir atburðir frá þeim tíma er við ólumst upp og allt íram á hennar síðasta dag. Edda, mig langar að deila þeim með þér nú þar sem veik- indi þín hömluðu því að við gætum talað saman í síma áður en þú fórst yfir móðuna miklu. Ég man fyrst eftir þér nýfæddri í kommóðuskúffu í herbergi foreldra okkar. Þú hefur sennilega fæðst heima því það var mikið tilstand á heimflinu og ég gleymdist þar sem ég var úti að leika mér langt fram á kvöld. Þú fékkst strax mikla athygli, sem þú hélst alla tíð, enda falleg með þitt hvíta hár. Það vottaði stundum fyrir því að maður væri afbrýðisamur Olsen, húsmdðir, f. á Hjallanesi í Lands- veit 29. maí 1888, d. 9. september 1974. Edda dlst upp 1 Rcykjavík og gekk í Miðbæjarskólann. Við andlát mdður sinnar árið 1959 tdk hún að miklu leyti að sér húsmóðurstörf á heimili föður síns. Hinn 15. nóvem- ber 1964 giftist Edda Hannesi Haraldssyni og eignuðust þau einn son, Harald, f. 2. febrúar 1964. Haraldur er búsett- ur í Reykjavík og á tvo syni. Edda og Hannes slitu samvistir. Edda giftist Bandaríkjamanni, Joseph Tiffany, og fluttist með honum til New York. Þau eignuðust dóttur- ina Kardlínu Lilju, f. 1969 í New York, búsett í St. Petersburg. Kardlína Lilja er gift og á þijú börn. Edda og Joseph Tiffany slitu samvistir. Árið 1971 kynntist Edda eftirlifandi eiginmanni sínum, Buster Louis Herzog. Þau áttu heimili í St. Petersburg í Fldría og bjuggu þar til dauðadags hennar. Utför Eddu fór fram í St. Peters- burg. út í þig vegna allrar athyglinnar en í dag get ég ekki lengur verið það þar sem ég er sjálfur fyrir löngu orðinn hvíthærður. Ég man að fólk talaði um háralitinn í fjölskyldunni, þú með þitt skjannahvíta hár, ég og Inga með skollitað, mamma með fagurrautt og pabbi með svart. Þegar þú varst komin í vagn þá stalst ég eitt sinn til þess að ýta hon- um. Mömmu og móðursystrum okkar fannst ég fara glannalega og fékk ég ekki að ýta vagninum með þér í aftur. Var vagninn bundinn við húsið þar sem við bjuggum eftir það. Einu atviki úr æsku okkar man ég eftir eins og gerst hefði í gær. Það var jólin 1947 þegar þú hefur verið eins og hálfs árs. Ég hafði fengið stóran konfektkassa í jólagjöf og ætlaði ég að geyma hann til betri tíma. Á jóla- dag vakna ég og sé að konfektkassinn er tómur á gólfinu, konfekt úti um allt, ýmist sem bitið hafði verið í eða búið að traðka það niður í gólfið. Svo var auðvitað eitthvað komið ofan í maga á þér sem sast á gólfinu, skæl- brosandi og öll útötuð í súkkulaði. Þér var bjargað á síðustu stundu frá mér af mömmu og pabba þar sem ég stóð yfir þér öskrandi úr reiði. Þessu hefur þú örugglega ekki munað eftir en ég get sagt þér að ég er fyrir löngu búinn að fyrirgefa þér því þrátt fyrii- og þeirra börnum, var þeim um- hyggjusamur og vildi í öllu greiða götu þeirra. Ég held að honum hafi ekki liðið vel nema hann næði dag- lega sambandi við einhverja af af- komendum sínum. Sama mátti segja um systkini hans og þeirra fjölskyld- ur. Hann fylgdist náið með þeim og þeirra líðan. Næstum daglega hitti ég Aðal- heiði og Armann. Þau horfðu á sjónvarp í hennar íbúð og þar fór hið hefðbundna heimilishald fram. Oft leit ég þar inn á kvöldin, reyndar stundum kölluð í spil, því Ánnann hafði sérlega gaman af að spila. Stundum tókumst við Ármann á í snörpum samræðum, höfðum ólíkar skoðanir í ýmsum málum og hvorugt lét af sínu. Til að komast út úr víta- hringnum voru spilin tekin fram og innan stundar voru þrætumálin gleymd. Ég mun ekki hafa þessi minningabrot lengri. Á vængjum hugans sendi ég Ármanni kveðju mína og þökk og bið honum allrar blessunar. Dætrum hans, dætra- börnum, Aðalheiði og öðrum ástvin- um votta ég innilega samúð. Lda Þorkelsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Ár- mann Kr. Einarsson bíða birtingar ogmunu birtast í biaðinu næstu daga. þetta fannst mér þú vera góð systir. Það var þér erfitt þegar þú aðeins þrettán ára varðst að mestu að taka við heimili foreldra okkar þegar mamma dó úr sama sjúkdómi og hef- ur bugað þig nú. En þú stóðst þig vel þar sem þú hélst heimili fyrir föður okkar, Þorkel bróður og mig. Inga var þá komin með fjölskyldu og sitt eigið heimili og því dæmdist húsmóð- urstarfið að mestu á þig. Þetta voru okkur öllum erfiðir tím- ar, sérstaklega þegar pabbi þurfti að fara á spítala í hálft ár. En, þú varst til staðar með jákvæði þitt og' bjartsýni og fyrir það hef ég ævinlega verið þér þakklátur. Það er þér að þakka að frá þessum tíma eigum við einnig margar gleðilegar minningar. Það birti yfir hjá fjölskyldunni þegar pabbi kom aftur heim af spítal- anum, heilsuhraustur og endumærð- ur, og stuttu seinna fluttist til okkar Magnfríður Dís Eiríksdóttir, sem hann hafði kynnst á Vífilsstöðum. Tók hún við heimflinu og sá um það af miklum myndarskap og mikið líf færðist í heimilið þar sem synir henn- ar tveir fluttust einnig til okkar. Svo kom að því að við eignuðumst okkar eigin fjölskyldur og fluttumst að heiman, og þú seinna til Ameríku. Það sem ber hæst í seinni tíð er þegar við Maja heimsóttum ykkur um árið og vorum hjá ykkur í mánuð. Þú varst kát og glöð og þér leið vel. Þú og Buster gerðuð ferðina afar gleðilega og voruð boðin og búin að sýna okkur það sem merkilegt var að sjá í þínu nýja heimalandi. Þið sýnd- uð reyndar öllum meðlimum fjöl- skyldunnar mikla gestrisni þegar þið voruð heimsótt til Flórída. Það er mér einnig gleðilegt að minnast þess er þú endurgalst heim- sóknina stuttu seinna og við Maja gátum farið með þig í svipaðar ferðir hér á íslandi. Það var í síðasta sinn sem við sáumst og sú mynd, sem ég geymi, er af þér kátri og hraustri. Það er skrítið hvað Guð lagði mikið á þig. Þú yfirsteigst þvflíkt í veikind- um þínum að óhætt er að segja að margur hefði gefið eftir miklu fyrr. Þegar eitt var að baki þá tók annað við og hreint ótrúlegt hversu oft þú náðir bata á mflli en að lokum varðstu að gefa eftir. Sem betur fer voru að- stæður þannig að Karóh'na og James gátu stutt þig mikið þai- sem þau höfðu keypt húsið við hliðina nokkru áður. Þú andaðist á heimfli þínu í faðmi þinna nánustu sem hjúkrað höfðu þér og stutt svo vel í gegnum allt. Þau eiga þakkir skilið. Ég trúi að þú sért nú í faðmi for- eldra okkar og ég trúi að þér líði vel. Ég veit að við munum hittast aftur. Guð geymi þig, elsku Edda mín, og megi hann styrkja eftirlifandi eigin- mann þinn, böm og bamaböm í sorg þeirra. Þinn bróðir, Hörður. *■’

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.