Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 57

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 57 _______________________________2* Er komið var undir lok síðustu aldar hófu Eng- lendingar botnvörpu- veiðar hér við land og voru togarar þeirra æði aðgangsharðir á grunnslóðinni m.a. í innanverðum Faxaflóa og Vestfjörðum. Fiski- miðin voru illa leikin af yfirgangi þeirra á þess- um árum. Þessa hefur verið minnst í ár með afhjúpun minnisvarða í Dýrafirði um atburð, er varð þegar þrir menn drukknuðu, sem voru í för með Hannesi Hafstein sýslu- manni út á íjörðinn hinn 10. október 1899 til að hafa hendur í hári land- helgisbrjóts. Islendingar voru er hér var komið að rísa úr öskustónni m.a. með út- gerð kúttera og hefur tími þessi ver- ið kenndur við skútuöldina. En það er ekki fyrr en kemur fram yfir alda- mótin, að útgerð togara á vegum ís- lenskra aðila fer af stað. En árið 1899 var þó hafist handa með innlenda togaraútgerð, ef svo má að orði kom- ast, en sú útgerð varð skammvinn. En svo sögulega vill þá til, að ungur Dýrfirðingur verður fyrstur Islend- inga til þess að stýra botnavörpu- skipi hér við land. I tilefni af því, að öld er liðin þykir mér við hæfi, að minnast þessa og rekja æviferil ein- staklingsins, sem hér kom við sögu. Guðmundur Kristjánsson, skipa- miðlari, jafnan kenndur við Hauka- dal í Dýrafu-ði, réðst til svonefndrar „Vídalínsútgerðar", sem hafði að- stöðu til fiskverkunar á Akranesi. Leigði þar m.a. til starfseminnar hús Thors Jensens og var fjöldi manna ráðinn til starfa. Hlutfé í fyrirtækinu var erlent og gerði það út sex botn- vörpunga. Skipstjórar voru flestir enskir eða danskir. Félagið var stofnað í Kaupmannahöfn 5. apríl 1899 og nefndist „ísafold" og var for- stjóri þess Jón Vídalín. Hafði hann og norskur verkfræðingur, sem var á þess vegum, glæstar hugmyndir um uppbyggingu stórútgerðar á Akra- nesi með tilheyrandi hafnargerð. Guðmundur Kristjánsson var skipstjóri á botnvörpungunum „Aki-anesi" og „Brimnesi". Tveimur árum áður hafði Guðmundur lokið skipstjóraprófi í Danmörku. Guð- mundur átti er hann hætti sjó- mennsku að baki mjög fjölbreyttan sjómanns- og skipstjóraferil, eins og hér verður síðar að vikið, en aðeins í þetta sinn mun hann hafa fengist við stjórn togara. Skyndilega var bund- inn endi á togaraskipstjórn Guð- mundar haustið 1899 er hann var með „Akranes". Skipið var nýkomið úr söluferð til Englands. Það kom með spánnýja endurbót á togbúnaði til að halda togvú-um betur frá skip- inu. Var veríð að prófa hinn nýja búnað úti á Faxaflóa er varpa festist í botni og togvír slitnaði. Guðmundur stóð ásamt tveim öðrum skipverjum á þilfari þegar vírinn þeyttist fram eftir því. Stórslösuðust þeir og einn þeirra lést nær samstundis. Fór skipið inn til Reykjavíkur og var Guðmundur lagður á sjúkrahús. Reyndist hann síðubrotinn og mar- inn innvortis. Varð Guðmundur að liggja lengi fyrir þar til bata var náð á ný. I afmælisgrein um hann sex- tugan minnist hinn kunni skipstjóri, Geir Sigurðsson, þessa og að Guð- mundur sé fyrir vikið hinn íyrsti í röð íslenskra togaraskipstjóra hér við land. Þess má geta, að Guðmund- ur var að koma í fyrsta sinn til Reykjavíkur er hann réðst til starfa hjá Vídalínsútgerð. Guðmundur Kristjánsson var, eins og fyrr getur, Dýrfirðingur að ætt og uppruna, fæddur 16. júlí 1871. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Össurarson, bóndi og sjó- maður frá Sveinseyri, og Ragnheið- ur Pétursdóttir frá Söndum. Þau bjuggju á ýmsum stöðum í Dýra- firði, m.a. Múla í Kirkjubólsdal, og Skálará í Keldudal. Eignuðust þau fimm börn og komust fjögur börn þeirra til fullorðinsára, auk Guð- mundar, bræðurnir Kristján, verkstjóri í Reykjavík, og Össur, búfræðingur á Hóli í Bolungarvík, og syst- irin Sigríður, hús- freyja á Ferjubakka í Borgarfirði. Lífsbjörgin vestra byggðist ekki síður á sjávarfangi en landbú- skap. Sjó- og skipskað- ar hjuggu mörg skörð í raðir Vestfirðinga. Mörg heimili stóðu eft- ir fyrirvinnulaus - ekkjur og börn þeirra munaðarlaus. Þegar Guðmundur Kristjánsson var kominn á sau- tjánda ár drukknar faðir hans í sjó- róðri. Hinn 24. apríl 1888 ferst „Skálarárskip“, sem gert var út frá verstöðinni á Fjallaskaga við norð- anverðan Dýrafjörð. Fjórir formenn reru þá þaðan, þ.á m. tveir langafar undirritaðs, þeir Guðmundur Nat- hanaelsson á Kirkjubóli og Guð- mundur Guðmundsson á Arnarnúpi. Var Kristján Össurarson í skiprúmi hjá hinum síðarnefnda, sem drukkn- aði einnig, svo og bræður tveir og var annar þeirra tengdafaðir Guð- mundar formanns. En þremur skip- verjum var bj argað af kili. Enda þótt Guðmundur Kristjáns- son kynntist ungur hinum þungu slögum sjávarins aftraði það honum ekki frá því að leggja fyrir sig sjó- mennsku sem lífsstarf, sem hann hafði raunar þá hafið. Sjómannsfer- ill hans hófst er hann var 11 ára gamall og hann gerðist matsveinn á litlu skipi, er nokkrir bændur í Dýrafirði keyptu frá Noregi og hét „17. maí“. Var það mannað vinnu- mönnum bænda og fór m.a. í há- karlalegur. Síðan reri Guðmundur á opnum bát með föður sínum á vor- vertíðum. Aðeins 18 ára gamall gerðist hann formaður á slíkum bát- um á vor- og haustvertíðum svo og við hákarlaveiðar. Guðmundur var, eins og fleiri Dýrfirðingar, með Am- eríkönum á „sprökuveiðum" á sumr- in, en þeir komu á þessum árum og höfðu útgerðarstöð sína á Þingeyri. Raunar gætti mjög erlendra um- svifa í Dýrafirði um þetta leyti, er skip af ýmsu þjóðerni leituðu þang- að og danskur verslunarstaður var á Þingeyri. Franskar skútur leituðu þangað mikið og kom oft fyrir að Haukadalsbótin var sem skógur yfir að líta er skip leituðu þar vars. Þessar aðstæður hafa án efa haft mjög hvetjandi áhrif á unga menn til þess að leggja fyrir sig sjómennsku og nema sjómannafræði. Slíkt varð ekki einvörðungu hlutskipi Guð- mundar Kristjánssonar heldur og fjölmargra annarra ungra manna, sem síðar urðu kunnir sjósóknarar og skipstjórnendur. Má þar t.d. geta um náfrændur Guðmundar, bræð- urna Þorvarð, hafnsögumann í Reykjavík, og Pétur skipstjóra á Gullfossi, Björnssyni. Eftir að Ragnheiður móðir Guð- mundar varð ekkja dvaldi hún m.a. með börnum sínum í Meðaldal í Dýrafirði og var hann vinnumaður þar hjá ábúendunum, hjónunum Helgu Bergsdóttur og Kristjáni Andréssyni, kunnum skipstjóra. Hélt Kristján uppi kennslu fyrir unga menn í sjómanna- og siglinga- fræðum, en hann hafði numið þau við sjómannaskóla í Bogö í Dan- mörku. Við fótskör þessa meistara nam Guðmundur þessi fræði og gerðist eftir það skipstjóri á stærri þilskipum heima í Dýrafirði. Ái'ið 1894 fer Guðmundur í sigl- ingar á erlendum skipum, þá 23 ára gamall og ári síðar ákveður hann að hefja nám í skipstjórnarfræðum við Navigationsskolen í Rönne á Borg- undarhólmi og lýkur hann bæði fyrri og síðari hluta stýrmannaprófs árið 1896. Ari síðar lýkur hann far- mannaprófi, „Den udvidede Styri- mandseksamen“ frá sama skóla. Eftir það var hann í siglingum á dönskum farskipum til ársins 1899 er hann snýr á ný heim til Islands. Er Guðmundur hafði náð heilsu eftir slysið, sem áður er lýst, sneri hann aftur til Dýrafjarðar. Settist hann að í Haukadal og bjó þar næsta áratuginn. Stundaði hann m.a. bú- skap, verslun og reisti „Guðmundar- búð“ á fjörukambinum í Haukadal í því skyni. Einnig stundaði Guð- mundur sjóinn af og til sem skip- stjóri á þilskipum. Tók hann og þátt í mannlífi og daglegri önn sveitunga sinna og var m.a. kjörinn í hrepps- nefnd Þingeyrarhrepps. Hinn 12. nóvember 1904 gekk Guðmundur að eiga Sigríði Guð- mundsdóttur frá Höll í Haukadal. Var hún dóttir hjónanna Elínborgar Jónsdóttur og Guðmundar Eggerts- sonar, ábúenda þar. En hans hefur verið sérstaklega getið í sambandi við atburðina á Dýrafirði 10. okt. 1899 er Haukdælir brugðu skjótt við til bjargar. Er það einkum þakkað því, að Guðmundur Eggertsson fylgdist með aðförunum við togar- ann í sjónauka sínum, sem varð- veittur er ennþá sem sögulegur safngripur. Voru þau Guðmundur og Sigríður gefin saman í Sanda- kirkju og svaramenn þeirra voru þeir Kristján Andrésson í Meðaldal og Matthías Ólafsson, kennari og síðar alþingismaður í Haukadal. Sambúð þeirra stóð í nær 25 ár eða þar til Sigríður lést um aldur fram hinn 11. júní 1929. Stóð heimili þeirra í Haukadal, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Fljótlega eftir að Guðmundur hafði náð sér eftir slysið fyrrnefnda varð að ráði, að hann tók að sérstætt verkefni fyrir Gramsverslun á Þing- eyri. Skráði Gils Guðmundsson, rit- höfundur, frásagnarþátt skömmu áður en Guðmundur lést og er þar lýst svaðilförum hans við þetta verk- efni. Birtist hann í safnritunu „Frá ystu nesjum" og voru atvikin þann- ig: Borist hafði bréf til Wendels, verslunarstjóra á Þingeyri, frá skrifstofu Gramsverslunarinnar í Kaupmannahöfn, um að keyptur hefði verið um 90 lesta franskur kútter, sem gera skyldi út frá Þing- eyri. Átti verslunarstjóri þeirra á Þingeyri að ráða skipstjóra og láta hann sækja kútterinn, en þess var ekki getið í bréfinu, hvar hann væri niðurkominn. Gátu menn sér helst til að kútterinn væri í Danmörku. Lagði Guðmundur upp með miðs- vetrarferð „Lauru“ frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Hreppti skipið hið versta veður og náði til Kaup- mannahafnar illa til reika og farþeg- ar lítt haldnir. Er Guðmundur kom á skrifstofu Gramsverslunar er hann spurður strax hvað hann sé að gera þar um hávetur. „Vissirðu ekki að kútterinn liggur á Fáskrúðsfirði?" sagði forstjórinn. Ferðir til íslands voru ekki tíðar þá að vetrarlagi, en Guðmundi tókst að fá sér far með flutningaskipinu „Inge“, tréskipi 350 lesta, sem ætlaði til hafna á Austfjörðum. Tók þá við önnur svað- ilför yfir hafið á yfirhlöðnu seglskipi. Voru fæstir í áhöfn fullfærir til sjó- mennsku svo Guðmundur varð að grípa inn í störf þeirra á leiðinni. Tókst Guðmundi að ná til Aust- fjarða, kom kútternum á flot í fjöru á Fáskrúðsfirði og sigla honum suð- ur fyrir til Þingeyrar. Voru þá liðnar 11 vikur frá því hann lagði þaðan upp. Kútter þessi var síðan nefndur „Skrúður" og var Guðmundur for- maður á honum við fiskveiðar. Því miður eru ekki til fleiri skráð- ar frásagnir af Guðmundi, en það mun mjög hafa verið á hann leitað að fá skráð fleira af lífi hans og starfi. Um hann látinn lét einn vina hans þessi orð falla: „Hann var gæddur framúrskarandi skemmtilegri frá- sagnargáfu; þegar Guðmundur sagði frá og blandaði frásögnina sinni meðfæddu glettni, þá var það dauður maður, sem ekki brosti. Ég vildi óska þess, að hann hefði skrifað ævisögu sína, það hefði orðið bók, sem mörgum hefði skemmt.“ Samhliða ýmsum umsvifum í Dýrafirði á þessum árum kenndi hann siglingafræði ungum mönnum og miðlaði af þekkinu sinni og reynslu. En árið 1910 hverfur Guð- mundur á ný að sjónum og sigling- um. Hann ræðst sem stýrimaður á strandferðaskipið „Vestra", sem var eign Torefélagsins danska og var skipið í förum hér við land. Árið eftir tók hann við skipstjórninni og var með þetta skip meðan það hélt uppi þessum ferðum til ársloka 1912. „Aflaði hann sér mikilla vinsælda á ferðum sínum umhverfis landið,“ var vitnisburður um þennan þátt í starfsferli Guðmundar Kristjáns- sonar. Það mun og hafa verið fátítt, að íslenskir yfinnenn væru á hinum erlendu strandferðaskipum þessa tíma. í byrjun fyrra stríðs ræðst Guð- mundur sem skipstjóri á norskt flutningaskip, „Ask“, sem var 1.400 lestir, og komst það síðan í eigu ís- lendinga og nefndist þá „Hekla“. í ævisögu Haraldar Böðvarssonar bregður á einum stað fyrir kímilegri frásögn af atviki um borð í Aski í Reykjavík, er Guðmundur var með skipið, sem varpar nokkru ljósi á al- menn viðhorf í þessu tilliti: „Og hann hittir kafteininn, Guðmund Kristjánsson frá Haukadal, sem var náttúrulega mikill virðingarmaður, - voru ekki margir íslenzkir menn upphafnir í slíka tign í þann tíð, að vera borðalagðir kafteinar á gufu- dampi.“ Á árum fyrra stríðs 1914-1918 var Guðmundur í siglingum sem skip- stjóri á ýmsum dönskum skipum, eins og getið er um í minningarorð- um um hann í blaði dönsku skip- stjórasamtakanna, „Den alminde- lige danske skibsförerforening". Hann sigldi hingað til íslands og Grænlands svo, og austur til Rúss- lands mun hann hafa farið. Einnig mun hann hafa siglt um hættusvæð- in meira og minna m.a. til Miðjarð- arhafslanda og komist klakklaust frá þeim viðureignum. Mun Sigríð- ur, eiginkona hans, oft hafa verið með honum í þessum háskasömu siglingum. Undir lok fyrra stríðs ákveður Guðmundur að hverfa heim til Is- lands á ný. Þau hjónin stofna heimili í Reykjavík. Guðmundur snýr sér að rekstri skipamiðlunar og er fyrstur manna til að fást við slíka starfsemi hér á landi. Með gerð hafnar í Reykjavík, sem lauk um þetta leyti, verður höfuðborgin miðstöð siglinga og sjósamgangna við útlönd og inn- anlands. Þessari starfsemi, sem Guðmundur var jafnan við kenndur upp frá því, fylgja margvísleg um- svif varðandi farmflutninga og sam- skipti við skipaútgerðir og skip- stjórnendur. Áðra starfsemi hafði Guðmundur einnig með höndum, svo sem kolaverslun. Fyrstu árin hafði Guðmundur að- stöðu fyrir skipamiðlunina í nám- unda við höfnina, t.d. í Hafnarstræti 17, og var heimili þeirra hjóna þar einnig. Voru gestakomur hjá þeim mjög miklar. Oft dvöldu þar erlendir sjómenn og skipstjórnendur, en ýmsir þeirra voru starfsfélagar og vinir Guðmundar frá fyrri tíð. Kunni Sigríður vel til verka við gestamót- töku og undirbúning góðgerða og veislukosts, enda hvergi til sparað að gera öllum eitthað til hæfis í mat og drykk. Er Guðmundur settist að í Reykjavík tók hann að sér önnur verk og ýmis félagsmálastörf, m.a. þessi: Störf hjá Skipaskoðun ríkis- ins og var matsmaður skipa- og sjóskaða. Hann átti sæti í Sjórétti Reykjavíkur á árunum 1918-1934. Guðmundur var formaður skip- stjórafélagsins „Öldunnar“ frá 1925 til 1929. A þeim tíma tók hann virk- an þátt í undirbúningi að stofnun Slysavarnafélags Islands og á stofn- fundi þess, hinn 29. janúar 1928, var hann fundarstjóri og átti síðan sæti í stjórn félagsins árin 1932-1937. Var honum alla tíð mikið í mun að efla slysavarnir og björgunarstörf í þágu sjómanna. Árið 1930 var Guðmund- ur sæmdur heiðursmerki Fálkaorð- unnar. Hinn 11. júní 1929 verður Guð- mundur fyrir því þungbæra áfalli, að Sigríður eiginkona hans andast um aldur fram. Hún hafði verið stoð hans og stytta alla þeirra sambúðar- tíð. Þeim varð ekki barna auðið, en fljótlega eftir að þau setjast að í Reykjavík ákveða þau að ala upp sem eigin dóttur Rósu Maríu Þóru, en hún var yngsta barn hjónanna Jóns Gíslasonar sjómanns og Mar- grétar Brynjólfsdóttur, sem þá var nýlátin. Rósa er kjördóttir Guðmun- dar og við hann kennd frá byrjun. GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Rósa giftist Vésteini Bjamasyni frá Kirkjubóli í Dýrafirði. Hann var sonur hjónanna Guðmundu Guð- mundsdóttur og Bjarna M. Guð- mundssonar frá Arnarnúpi, en feðra þeirra beggja er áður getið er „Skál- arárskip“ fórst. Hjá þeim Guðmundi og Sigríði ólst einnig upp að nokkru leyti, Guðmundur systursonur Sig- ríðar, sem lærði til starfa við skipa- miðlunina hjá nafna sínum og tók síðan við rekstri hennar. Síðari eiginkona Guðmundar var Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir. Árið 1932 verða kaflaskil í umsvif- um Guðmundar, er hann bregður á það ráð, kominn á sjötugsaldur, að taka á leigu af Útvegsbankanum svonefnda Keílavíkureign. Haslaði hann sér völl í Keflavík í ýmsum at- vinnurekstri, allt fram til ársins 1944, svo sem bátaútgerð, frystihús- rekstri, fiskverkun, salt- og kola- verslun, skipaafgreiðslu og rekstri hafskipabryggju. Um áramót 1935 til 1936 er svo hlutafélagið Hf. Keflavík stofnað um eignina. Átti hann sæti í stjórn félagsins og var í forsvari fyrir rekstri þess, ásamt öðrum eignaraðilum. Einnig var hann einn af stofnendum Dráttar- brautar Keflavíkur hf. árið 1935, sem tók sér fyrir hendur að koma upp slipp á því ári. Á þessum tíma átti allt atvinnulíf mjög í vök að verj- ast og atvinnuskortur svarf að al- þýðu manna svo mjög reyndi á út- sjónarsemi og dugnað Guðmunda» við að sjá þessum rekstri borgið. Fleiri járn hafði Guðmundur í eld- inum á þessum árum. Hann var áhugamaður um hvalveiðar og var einn stofnenda Hvalveiðistöðvarinn- ar við Tálkafjörð árið 1935, er hóf að nýju stórhvelaveiðar hér við land. Síðar átti hann eftir að koma frekar við sögu hvalveiða, en hann var einn að hvatamönnum að stofnun hval- stöðvarinnar í Hvalfirði árið 1947 og átti hann sæti í fyrstu stjórn Hvals hf. Árið 1944 stóð Guðmundur að stofnun Byggingarfélagsins Brúar' hf., í Reykjavik og hafði á hendi stjórn þess til ársins 1948, er hann varð að draga sig í hlé vegna veik- inda. Guðmundur andaðist hann hinn 4. apríl 1949,78 ára að aldri. Þeir sem minnst hafa Guðmundar Kristjánssonar hafa getið þess sér- staklega hve vel hann hélt hinum vestfirsku einkennum alla tíð. Hann var alveg fram á síðustu ár bjart- sýnn og djarfhuga frumkvöðull í ýmsum greinum, einkum sem lutu að sjósókn og siglingum, eins og rakið hefur verið. Allt frá því að verða fyrstur íslendinga til að stjórna togurum til veiða hér við land til þess að vera með öðrum hvatamaður að þvi að endurvekja hvalveiðar. Guðmundur hófst af eig- in dugnaði og er hann var allur átti hann að baki óvenjulega fjölbreytt- an starfs- og lífsferil. Er Guðmundur var látinn, lét starfsbróðir og frændi hans, Pétur Björnsson, eftirfarandi orð falla, er munu lýsa ágætlega helstu lyndis- einkennum og skaphöfn Guðmundar afa míns og vil ég Ijúka þessum minningabrotum með þeim: „Þegar ég var tólf ára, tók Guð- mundur mig með sér sem káetu- dreng á „Skrúð“, sem var fiskiskip frá Dýrafirði, ættað frá Frakklandi, og með þeim stærstu sem þá gerð- ust. Ég var þá óharðnaður strákl- ingur, og lítils megnugur, en finnst þó þar með að ég hafi stigið fyrstu sporin á sjómannsbraut minni undir handleiðslu Guðmundar. Hann var þá upp á sitt besta; hafði orð fyrir að sigla djarft, og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Mér, sem lítilmót- legum áhorfanda fannst eins og Guðmundi þætti gaman að ganga á hólm við Ægi, þegar mest gekk á. Mér er enn í minni, þegar ég sá hann koma niður í káetu eftir langa og stranga vöku, í blautu, stormbörðu olíufötunum. Sævatnið draup af andliti hans, en úr augunum hans skein bardagagleðin, og gamanyrðin- fuku eins og skæðadrífa af vörum hans, og komu öllum viðstöddum í betra skap. Það var þessi djarfa sjó- mannslund, sem einkenndi Guð- mund alla ævi hans.“ Guðmundur Vésteinsson, Akranesi. tr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.