Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 58

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 58
i J>8 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF PALL JÓNSSON í dag eru liðin hundr- að ár frá fæðingu Páls Jónssonar skólastjóra á Skagaströnd. Þykir mér hlýða að minnast hans í nokkrum orðum þar sem ég var nem- andi hans og hafði fulla ástæðu til að virða hann fyrir það sem hann var. Páll var maður hug- sjóna og þjóðhollustu í starfi sínu sem kennari og skólastjóri. Þar stóð hann mikla og þarfa vakt. Hugsun hans var jafnan bimdin við það að koma skjólstæðingum sínum áfram til aukins þroska. Hann vildi hlynna að nemendum sínum og kenna þeim að virða aga og góða siði. Ég hygg að sú einlæga viðleitni hans hafi víða skilað sér vel og því munú margir nemendur hans minnast hans með þakklátum huga. Páll var einn af þessum skólastjór- um fyrri ára sem gengu fram í starfi sínu af lífí og sál, fullir vilja til að þjóna þar háleitum markmiðum og skyldum. Gleði hans var því jafnan rík yfir framgangi góðra mála á akri starfs og stefnu. Hann var í eðli sínu mikill ræktunarmaður og unni landi sínu og þjóð. Hann vildi stuðla að ræktun lands og lýðs þannig að landið hæfði þjóðinni og þjóðin landinu. Þær hugsjónir sem hann bar í brjósti settu mark sitt á þau fjölmörgu störf sem honum voru falin, enda kom hann víða við sögu þar sem þörf var góðra ráða og heillar handar. Hann var ungmennafé- lagsmaður, Lionsmað- ur, organisti, kórstjóri, samvinnumaður, skóg- ræktarmaður, bóndi og búnaðarfélagsmaður. Einnig hafði hann mikinn áhuga á náttúrufræði og kom sér upp frá- bæru safni eggja og uppstoppaðra fugla. Má nærri geta hvílík vinna og alúð hefur legið að baki þeirri söfn- un. Hollusta hans í öllum þessum störfum var samtengd kraftbirtingu þeirrar sannfæringar að í öllu þessu væri hann að þjóna til gagns og gæða fyrir heilbrigt mannlíf og þjóðlíf. Páll var skólastjóri við Höfðaskóla á Skagaströnd frá stofnun hans 1939 til ársins 1966 . Lengi framan af var svigrúm lítið til að skapa góðar að- stæður um skólastarfið með húsa- kosti og öðru sem nú þykir sjálfsagt, + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Furugrund 68, Kópavogi. Árni Árnason, Örn Vilmundarson, Björk Sigurjónsdóttir, Kristín Guðbjörg Arnardóttir, Kristófer Jóhannesson, Sigurjón Geirsson Arnarson, Árný Ösp Arnardóttir og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls VALGERÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Dalseli 33, Reykjavík. Sigmundur Felixson, Sigríður Sveinsdóttir, Guðmundur Páll Axelsson, Eva Karen Guðbjörnsdóttir, Sigríður Anný Axelsdóttir, Júlíus Rafn Júlíusson, Kristján Gísli Stefánsson, Grétar Stefánsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför sonar míns, barnabarns, bróður okkar, mágs og frænda, GUÐMUNDAR HALLSSONAR, Háholti 11, Keflavík. Karlotta Sigurbjörnsdóttir, Sigurbjörn Metúsalemsson, Margrét Hallsdóttir, Carsten Bluhme, Sigurbjörn J. Hallsson, Stefanía Hákonardóttir, Hallur M. Hallsson, Svanbjörg K. Magnúsdóttir, Ragnar K. Hallsson, Inga Lóa Steinarsdóttir og frændsystkini. en árið 1958 var skólinn fluttur í nýtt húsnæði sem stórbætti alla mögu- leika starfsins. Við vígslu þess húss var Páll Jónsson allra manna glað- astur, enda trúlega sá maður sem gleggst vissi og skildi hvaða sigur fólst í þeim áfanga sem náðst hafði. Á þeim gleðidegi færði Páll skólan- um að gjöf eggja- og fuglasafn sitt og sýndi í því sem öðru hug sinn til þeirrar stofnunar sem hann fórnaði mestum starfskröftum sínum alla tíð. Mér er minnisstætt, að Páll hafði í heiðri þann góða sið sem skóla- stjóri, að hafa andlega stund áður en starfsdagurinn hófst. Þá settist hann við orgelið og bömin röðuðu sér upp, hver bekkur á sínum stað. Svo voru yfirleitt sungnir tveir sálmar og síð- an gengið til starfa. Þessi siður var auðvitað mjög vel til þess fallinn að glæða hjá börnunum virðingu fyrir því göfga, háa og góða í lífinu og Páll vissi vel af þeim áhrifum sem þetta hafði. Nú er öldin önnur í þessum efnum og öðrum og uppskeran eftir því. Þjóðfélagið líður á margan hátt í dag fyrir agaleysi og ýmsir telja að skólarnir mættu gera betur. Enginn dómur skal á það lagður hér, en ef til vill má sjá í skýrara ljósi nú til dags hvílík afrek gömlu skólastjórarnir unnu fyrir sín byggðarlög í málum mennta og aukins mannþroska. Fyrr á þessu ári var öld liðin frá fæðingu Hannesar J. Magnússonar, skóla- stjóra og rithöfundar, sem hóf lífs- göngu sína á Torfmýri undir Glóða- feyki í Skagafirði. Þeir Páll Jónsson vom jafnaldrar og ólu með sér svip- aðar hugsjónir um viðgang lands og þjóðar. Tíminn fer hratt yfir og ein mannsævi er ekki stór á mælikvarða hans, en þeir sem vinna starf sitt af alúð og sönnum velvilja til alls sem lifir, skilja eftir sig margt sem nær að ávaxtast í lífi annarra með ríku- legum hætti. Slíkir menn vora þeir báðir, Hannes og Páll, þeir voru heil- ir liðsmenn í hópi vormanna þeirrar aldar sem senn er á enda. Ég á margar góðar minningar um Pál skólastjóra, við ræddum margt og ég fann ætíð fyrír velvilja hans í minn garð. Sú hlýja sem hann sýndi mér, óstýrilátum unglingnum, er mér og verður í fersku minni. Því er gamli skólastjórinn minn mér jafnan hugstæður. Páll kom víða við sögu í flestum málaflokkum síns heimahéraðs eins og að framan getur. Hann átti því oft þátt í stóram ákvarðanatökum sem á sínum tíma kunna að hafa verið um- deildar. Eflaust hefur hann stundum fundið fyrir andbyr vegna slíkra mála, en ég hygg að almennt hafi hann notið fullrar virðingar af hálfu allra þeirra sem sanngjarnir vildu vera í dómum sínum um menn og málefni. Páll Jónsson átti mikla ágætis- konu, Sigríði Guðnadóttur, fædda árið 1900, en þau felldu hugi saman er hann var við kennslu sem far- kennari í Rangárþingi. Hún var bóndadóttir frá Hvammi í Holtum. Sigríður og Páll giftust 1927 og eign- uðust þau hjónin sjö böm, tvo syni og fimm dætur. Einnig ólu þau upp eina dótturdóttur sína. Uppeldis- starfið var því líka mikið heima fyrir. Páll missti Sigríði konu sína árið 1964 og var það þungt áfall fyrir hann. Þau höfðu lifað í farsælu hjónabandi og verið samhent um alla hluti. Árið 1977 varð Páll fyrir heilsu- bresti og var eftir það sjúklingur. Var hann þá að mestu leyti í umsjá Eddu dóttur sinnar, sem annaðist föður sinn af mikilli umhyggju. En skammt var þá eftir af ævi hans. Páll lést 19. júlí 1979 og var útför hans gerð frá Hólaneskirkju á Skaga- strönd 28. júlí að viðstöddum miklum fjölda fólks sem vottaði honum virð- ingu sína Við leiðarlok. Blessuð veri minn- ing hans og annarra vormanna hníg- andi aldar. Rúnar Kristjánsson. www.mbl.is Morgunblaðið/Amaldur Hallgrímskirkja Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgel- leikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Neskirkja. Jólalög við kertaljós kl. 20.30. Margrét Árnadóttir, sópran, Martial Nardeau, flautuleikari og Jónas Þórir, orgelleikari. Seltjarnarneskirkja. Jólakyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Jólamatur að stund lokinni. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænast- und í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Léttur kvöld- verður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur máls- verður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl. 13. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á miðvikudögum kl. 10. Sóknarprest- ur. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Kl. 12 bæn og súpa. Allir velkomnir. Jólamessur í Bústaða kirkju í beinni út- sendingu á Netinu FJÖLMARGIR íslendingar bú- settir í útlöndum sakna þess um jól og áramót að hafa ekki tök á því að sækja aftansöng og hátíðarguðs- þjónustur í íslenskum kirkjum, svo snar þáttur sem messurnar eru í íslenskum siðum yfir hátíðarnar. Þótt ekkert komi í staðinn fyr- ir þann hátíðleika sem fylgir því að sækja kirkju yfir hátíðamar hefur tækninni fleygt svo ört fram á síð- ustu áram að ekki er lengur neitt því til fyrirstöðu að senda guðs- þjónustur heimshorna á milli um Netið. í því skyni að koma til móts við óskir þúsunda Islendinga fjarri heimahögunum hefur Bústaða- kirkja ákveðið, í samvinnu við Tæknival, að hafa beinar útsend- ingar úr kirkjunni á Netinu um komandi jól og áramót. Mikilvægt er að ættingjar og ástvinir Islendinga í útlöndum komi þessum upplýsingum á fram- færi og gefi upp slóðina þar sem hægt verður að sjá og heyra ís- lensku guðsþjónusturnar. Guðs- þjónusturnar sem verða fluttar í beinni útsendingu eru: Aðfangadagur 24. desember. Kl. 18 Aftansöngur - kirkjukór og bjöllukjór sjá um tónlist. Jóladagur 25. desember. Kl. 14 Hátíðarguðsþjónusta - kirkjukór og bjöllukór sjá um tónl- ist. Annar dagur jóla 26. desember. Kl. 14 Fjölskylduguðsþjónusta - tónlist í umsjá Barnakórs Bústaða- kirkju. Gamlársdagur 31. desember. Kl. 18 Aftansöngur - kirkjukór sér um tónlist. Nýársdagur 1. janúar. Kl. 14 Hátíðarguðsþjónusta - kirkjukór sér um tónlist. Á aðfangadagskvöld og jóladag hefjast útsendingar á Netinu með tónlistarflutningi 45 mínútum fyrir athöfn en aðra daga á auglýstum messutíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.