Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 63

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 63 I I I I Kalt umhverfísmat Hugleiðingar um greinar Þorsteins Siglaugssonar Frá Tryggva V. Líndal. Nýlega var ég beðinn um að skrifa mig á lista til stuðnings umhverfis- mati á fysileika þess að virkja í Fljótsdal. Ég neitaði og skiptist síð- an á skoðunum um málið við undir- skriftasmalann. Mín rök fyrir að vera fylgjandi virkjun voru þessi: þetta leysir dreifbýlisvanda Aust- firðinga: þeir fá meiri vinnu og hærri laun vegna hennar, og það jafnar þannig nokkuð aðstöðumun þessar- ar landsbyggðar og höfuðborgar- svæðisins. , Hennar svar við því þar þetta: Ovíst er hvort störf við virkjunina skili sér til landsbyggðarinnar; í bráð eða í lengd; eða að slíkt leiði til aukinnar þjónustu við landsbyggð- ina í mennta- eða heilbrigðismálum; miðað við það sem vænta mætti af ferðamálavalkostinum. Mér sýnist samt að stóriðnaður sé helsta von landsbyggðarinnar. Ekki það að ég haldi að æskilegt sé að við- halda byggðinni úti á landi til lang- frama; en það þarf að flíka því sem til er til að gera fólksflóttann frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins sem jafnastan og sár- saukaminnstan. Og til þess þykir mér stóriðja betur fallin en ferða- þjónusta bænda. Onnur mótrök mín voru þau að andstaðan gegn virkjunum sé að verulegu leyti bara hagsmunapot fólks sem hefur hag af ferðaþjónustu að viðkomandi svæðum. Viðmælandi minn játti að hún væri sjálf leiðsögumaður að atvinnu og benti mér á að ferðaþjónusta væri nú orðin langstærsti vaxtar- broddurinn í atvinnulífi þjóðarinnar og eina risastóra vonin um ennþá betri tíma. Þessu svai-aði ég til að ferðaþjón- usta er aðeins sala á afþreyingu og það skapi engin ný verðmæti í heim- inum þótt öll löndin séu að togast á um að selja hverjum öðrum sem flestar flugferðir og rútuferðir fyrii' sumarleyfispeninga þeirra; það sé í raun verið að togast á um ráðstöfun á auðlind af takmarkaðri stærð: sumarleyfispeningum skattborga- ranna; og þeim peningum sé jafn vel varið hjá þegnum þessara landa í að kaupa sér tíma til að lesa góða bók eða hvaðeina annað. Hún benti nú á að þá myndi Island verða af sinni sneið af ferðamálakök- unni. Einnig væri það skylda okkar við alþjóðahreyfingu umhverfissinna að bæta hálendi íslands við hin frið- uðu þjóðgarðasvæði heimsins. Því svaraði ég til að þar með væri hún að viðurkenna að kominn væri tími til að líta á ísland sem hluta af stærra landsvæði þegar hugað væri að afþreyingu; og í því sambandi væri ekki endilega hagkvæmt að rækta allt heima fyrir. Rétt eins og íslenskar bækur prentuðust nú að miklu leyti í útlöndum og obbinn af sjónvarpsefni kæmi utan frá væri kannski einnig rétt að hleypa heimd- raganum í ferðamannaiðnaði og eft- nláta þeim löndum okkar sneið af kökunni sem geta boðið upp á fjöl- sóttustu framboðin; svosem frum- skóga, fornminjar og sólarstrendur. Kynni okkar einangruðu eyja- skeggja af fjarlægari þjóðum sem af þessu kæmu gætu verið vænlegri til Tilvalin jólagjöf Skíðahanskar T Xve Litir: Svartir með gulu eða svartir með rauðu Einnig til fyrir fullorðna Póstsendum samdægurs oppskórinn .Veltusundi v/ Ingólfstorq. sfmi 555 1212 lífsfyllingar okkar en föndur okkar við greiðasölu við ferðamenn í hér- aði. Hún gaf nú í skyn að sem Islend- ingur vildi hún ekki hugleiða þennan möguleika; og gerðist nú óþolinmóð. En ég bað hana að bíða aðeins og hlusta á stærsta trompið mitt; rúsín- una pylsuendanum, en það væri þetta: Hvað höfum við svosem að gera við óspillta náttúru? Er ekki nóg að hafa það sem sjá má innan marka þéttbýlisins? Og er það þó ekki samt stórum fjölbreyttara en margt hið kræsnasta fólk sættir sig unnvörp- um við í stórborgum heims? Er ekki þetta dálæti okkar á óbyggðum ís- lands og víðar ekki bara mjög nýlega tilkomin dægradvöl? Er það ekki verið að gera heldur lítið úr aðlögun- arhæfileika manneskjunnar að láta sem hún geti ekki látið sér þéttbýlis- lífið nægja? Lærdómar mannfræð- innar benda enda ekki til annars. Við þetta hugðist ég nú bæta að ég væri einn af þeim mörgu sem færi helst aldrei út fyrir borgarmörkin til að upplifa náttúruna; enda þætti mér íslenskt landslag vera fremur ljótt og leiðinlegt miðað við það sem sjá má í sjónvarpinn. En þá var kon- an búin að greiða atkvæðið sitt með fótunum. Eftir að hún var farin gladdist ég með .sjálfum mér yfir að enn geta menn æst sig upp út af málefnalegri umræðu á íslandi; fyrir utan nú það sem gerist á bókakynningum um sögu kalda stríðsins! Nema hvað núna virtist krafan um umhverfis- mat vera komin í staðinn fyrir roð- ann í austri. Einnig gladdist ég yfír. að minn gamli flokkur virtist nú óvart hafa haft rétt fyrir sér: Með því að krefj- ast vírkjunar í þágu dreyfbýlisstefnu var hann um leið að draga í efa gildi þess að vera sýknt og heilagt að kaupa og selja hluti; sem tilgang í sjálfu sér; líkt og smáborgarar ferðamannaiðnaðarins eru í raun hvað uppteknastir við; undir yfir- skini grænnar og menningarlegrar ferðamennskuhugsjónar. Tryggvi V. Líndal. Frá Haraldi Sveinbjörnssyni: ÞORSTEINN hefur í greinum í Morgunblaðinu að undanförnu sýnt fram á að tap af Fljótsdalsvirkjun yrði 22 milljarðar. Þetta er fundið með því að gera 7,2% arðsemiskröfu til virkjunarinnar en ekki 3-4% sem hann segir að Landsvirkjun geri. Þessi reikniaðferð hefur svo víð- tækar afleiðingar að hér er um nýja fræðigrein að ræða sem við getum kallað „hagspeki“. Sjóður Ingólfs Þegar ég les um að hægt sé að fá svona mikinn arð af fjármagni finnst mér sárgrætilegt að Ingólfur Arnar- sson skuli ekki hafa stofnað sjóð ána- fnaðan Islendingum þegar hann kom til landsins. Ég fer ekki fram á mikið, ekki nema því sem samsvaraði verð- gildi einnar krónu. Hann hefði svo, að sjálfsögðu sett sjóðinn á vöxtu. Ég fer ekki fram á mikið þar heldur, þetta var fyrir daga „hagspekinnar“, segjum 3% raunvexti. Þessi sjóður yrði núna sem svarar einum milljarði á hvern Islending. (Ef þið trúið þessu ekki þá skuluð þið reikna það á vasatölvuna, þetta eru 1,03 í veldinu 1125 deilt með 280.000.) Tapið Samkvæmt „hagspekinni“ á að gera ávöxtunarkröfu um fjárfesting- ar. Samkvæmt greinum Þorsteins á hún að vera nokkuð há, en segjum að hún sé aðeins 4% því hér á að vera um örugga ávöxtun að ræða. Sam- kvæmt þessu ætti sjóður Ingólfs að vera sem svarar tveimur miljörðum SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR Æ PLÖTURí LESTAR JJ , j-p| SERVANT PLÖTUR pp &co SALERNISH0LF BAÐÞILJUR ELDSHÚSBORÐPLÖTUR Á LAGER-N0RSK HÁGÆÐAVARA Þ.ÞORGRIMSSON & CO ÁRMÚIA 29 S: SS3 8640 & S68 6100 Tilvalin • • SEG sjónvarp 50 megariða með textavarpi og scart tengi Jólaverð 36.990 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is SEG siónvarp 20” með textavarpi Jólaverð 19.990 kr. á hvert mannsbam í heiminum (reiknið þið bara). Samkvæmt „hagspekinni“ er mis- munurinn tap og það á að innheimta hann af almenningi (Mbl. 8. des.) t.d. með því að hækka tekjuskatt og bif- reiðagjöld eða fella niður barnabæt- ur og framlög til skólamála. Það sést af þessu hvað þessi nýja fræðigrein er byltingarkennd. Sam- kvæmt eldri aðferðum höfum við ís- lendingar grætt milljarð á mann, en samkvæmt „hagspekinni“ töpum við sem svarar tveimur milljörðum á hvern jarðarbúa. En þetta er ný vísindagrein og ef ég skil þessar greinar rétt geta orðið vandkvæði á innheimtunni og einnig getur orðið áhugavert að heyra hvað á að gera við alla þessa peninga ef tekst að innheimta þá. Ættum við t.d. í tilfelli Búrfellsvirkjunar að greiða þá til okkar erlendu lánar- drottna sem gerðu sér 3% raun- ávöxtun að góðu í stað 6%. Ég bíð spenntur eftir framhalds- greinum Þorsteins um þetta mál, en á meðan eyði ég hverri krónu jafnóð- um eins og aðrir íslendingar til þess að tapa ekki á því að ná ekki þeirri ávöxtunarkröfu sem „hagspekin“ gerir kröfu um. HARALDUR SVEINBJÖRNSSON Kotárgerði 24, Akureyri - Ekta pelsar á kr. 135.000 - Aldamóta- og árshátíðardress á kr. 11.900 - Handofin rúmteppi frá kr. 5.900 Úrval gjafavöru Mörg jólatilboð í gangi Sigurstjarna Fákafeni (Bláu húsin), Opið til jóla kl. 10-21, sun. 13-18 sími 588 4545. KVENSK0R kuldafóðraðir með gúmmísóla Verð: 3.995 Tegund: 4899 Stærðir: 36—41 Litur: Svartur Merð óðui 5.995 » Opið frá kl. 9-22 Póstsendum samdægurs T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 K.B. inniskór Verð 1.995 • Stærðir 41-46 • Litir: Svartir og brúnir Verð 2.995 • Stærðir 36-47 • Litir: Svartir og livítir Mikið úrval af inniskóm D0MUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.