Morgunblaðið - 22.12.1999, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
BRIDS
Umsjón liuðmuniliir
Páll Arnarsuii
ÁRIÐ 1973 skrifaði spilari
að nafni Frederick Turner
grein í The Bridge World
um spilatækni, sem er þeim
ósköpum gædd að skila
engu - nema góðri skemmt-
un! Þetta var greinin um
„gambít Grosvenors":
Norður
A 108
¥ G3
♦ Á873
♦ G8764
Vestur Austur
♦ DG7632 * 94
♦ 76 ¥ D84
♦ 106 ♦ G962
*ÁK9 *D1063
Suður
♦ ÁK5
V ÁK10962
♦ KD4
*2
Suður spilar sex hjörtu.
Vestur tekur fyrsta slaginn
á laufkóng og spilar svo ásn-
um, sem suður trompar.
Sagnhafi tekur ÁK í spaða
og trompar síðan þriðja
spaðann með gosa blinds.
Hugmynd hans er að svína
svo hjartatíu í bakaleiðinni.
En þá gerist hið óvænta:
Austur hendir laufi í þriðja
spaðann!
Nú, þá liggur Ijóst fyrir að
hann á ekki trompdrottning-
una svo eina vonin er að fella
hana blanka eða aðra fyrir
aftan. Sagnhafi spilar því
næst trompi á ásinn, tekur
svo kónginn, en því miður -
engin drottning. Einn niður.
Austur sýnir spilin sín (og
reynir að vera vandræðaleg-
ur) og spyr sakleysilega:
„Vinnurðu ekki spilið ef þú
svínar?“
Sagnhafi hvessir á austur
augun, en svarar engu. „Ef
þetta er í sveitakeppni,"
segir Turner, „þá er aldrei
að vita nema þetta spil gefi
arð síðar í leiknum, því aust-
ur er fjúkandi reiður." Ekki
beint jólaleg hugsun,
kannski; en brids er stríð,
ekki satt?
morgunblaðið
birth' tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og íleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyi-irvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistil-
kynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
°g símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, Sent í
bréfsíma 569-1329,
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
Arnað heilla
■j A A ÁRA afmæli. f
lUV dag, miðvikudag-
inn 22. desember, verður
100 ára Kristinn Árnason
frá Skeiði í Svarfaðardal,
nú búsettur í Neðstaleiti 5,
Reykjavík. Kona hans var
Unnur Guðmundsdóttir frá
Dæli í Fnjóskadal. Hún lést
árið 1967. Þau voru lengst
búsett á Akureyri. Móttaka
ættingja og vina verður
seinna.
pT/’V ÁRA afmæli. í dag,
t) V miðvikudaginn 22.
desember, verður fimmtug-
ur Gfsli Pálsson, prófessor
og forstöðumaður Mann-
fræðistofnunar Háskóla ís-
lands. Af því tilefni munu
Gísli og eiginkona hans,
Guðný Guðbjörnsdóttir,
taka á móti gestum í Skóla-
bæ, Suðurgötu 26, Reykja-
vík, frá kl. 17-20 miðviku-
daginn 29. desember.
ff A ÁRA afmæli. Á
O vf morgun, fimmtudag-
inn 23. desember, verður
fimmtugur Halldór Hlífar
Árnason, verkstjóri hjá OI-
íufélaginu Esso, Arahólum
2, Reykjavík. Eiginkona
hans er Guðrún Jónsdóttir.
Aí\ ÁRA afmæli. í dag,
miðvikudaginn 22.
desember, verður fertugur
Stefán Björgvin Sigur-
valdason, Grettisgötu 3,
Reykjavík. Stefán verður
ekki heima eftir kl. 18.
COSPER
LJOÐABROT
JOLANÆTUR
Ljúfurinn h'fs og dauða,
lávarðurinn góði!
þér ég feiminn færi
fóm með þessu ljóði.
Máli vil ég mæla
mjúku, er til þín næði.
Læturðu þér lynda
lítils háttar kvæði?
Þú hefur brauð þitt boðið
börnum og þeim spöku;
ótal einstæðingum
ornað jólavöku.
Lífsins vatnið léztu
lítilmagna fengið,
þeim, sem þyrstur hefur
þrauta einstig gengið.
Fórnir faguryi'ða
færi’ eg jötubarni.
Sönginn meðan syng ég,
sit ég einn á hjami.
Ekki þó með öllu
einn er ég í snænum:
Guðsson gerðist áðan
gestkomandi í bænum.
Guðmundur Friðjónsson.
STJ ÖRJYUSPA
eftir Franees Brake
STEINGEIT
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert sjálfsöruggur og með
allt á hreinu. Að flana að
hlutunum er ekki þinn
háttur.
Hrútur _
(21. mars -19. aprfl)
Vertu skilningsríkur gagn-
vart þeim sem eru ítilfinn-
ingaiegu uppnámi og gefðu
þér tíma til að setjast niður
og ræða málin svo öllum líði
betur.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Leggðu áherslu á að eiga
þægileg samskipti við annað
fólk og ef þér hður ekki vel
nálægt öðrum geturðu gert
ýmislegt til að breyta þvi.
Tvíburar . ^
(21. maí - 20. júní) o A
Hugleiddu þann möguleika
að leggja greiðslukortinu
þínu því þannig geturðu bek
ur fylgst með eyðslunni og
haft betri hemil á henni um
leið.
Krabbi
(21. júní-22. júlí)
Skipulagning er allt sem þarf
til að þú getir klárað þau verk-
efni sem bíða þín. Að þeim
loknum geturðu um frjálst
höfuð strokið og slakað á.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nú er rétti tíminn til þess að
líta yfir farinn veg og finna út
hvar má gera breytingar til
hins betra og hvernig best er
að framkvæma þær.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) WSL
Á mannamótum skaltu nota
tækifærið og koma hugmynd-
um þínum á framfæri því þá
heyrirðu hvort þær falla í
góðan jarðveg og getur unnið
eftfr því.
jCTX
(23. sept. - 22. október) A A
Það kemur i þinn hlut að sjá
um að allt gangi upp svo
stattu þig vel. Hafðu stjórn á
tilfinmngum þínum þótt eitt-
hvað verði tH að róta upp í
þeim.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Hugsaðu ekki of mikið um
hvað öðrum finnst um gjörðir
þínar og haltu bara áfram á
sömu braut. Þú hefur þörf
fyrir frelsi og að fá útrás.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) A3
Hættu eins og skot að bera
þig saman við annað fólk þvi
engir tveir eru eins og þú
gerir hlutina bara á þeim
hraða sem þér hentar.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Það gerir bara illt verra að
sópa vandamálunum undir
teppið svo gakktu að þeim
eins og maður og afgreiddu
þau áður en þau fara úr bönd-
unum.
Vatnsberi f «
(20. janúar -18. febrúar) Císft
Tilfinningarnar koma upp á
yfirborðið og það er í hæsta
máta eðlilegt. Ef þú vilt vera
einn með sjálfum þér skaltu
bara gera það.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Enginn er fullkominn á öllum
sviðum og aðalmáliðer að þú
sért ánægður með sjálfan þig.
Gerðu ekki meiri kröfur til
sjálfs þín en þú gerir til ann-
arra.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl Spár a f þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 65
tvíumð okkar
vínsælu gjafakort
G
t i s k u v e r s 1 u n
Kauðarárslíg 1, sími 501 5077
RAYM0ND WEIL
GENEVE
18 karata þykk gullhúð, stál með eða án demanta,
skelplötuskífa, órispanlegt gler, verð frá kl. 35.900
HONNUN sem vekur heimsathygli
✓
Garðar Olafsson úrsmiður
Lækjartorgi, sími 551 0081
OROBLU
Kynnum nýju
jóla- og áramóta-
sokkabuxurnar
í dag frá OBOBLU
kl. 14.00-18.00.
20% kynningar
afsláttur af
öllum
sokkabuxum.
Master
20 den
.skrefi framar**
Apótekið
íNýkaupi
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 5
"> I ICTUl'lC DCVIM
3 LISTHUS REKIN AF
15 LISTAMÖNNUM
INGA EUN
ÓFEIGUR
MEISTARIJAK0B