Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 69

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ f FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jón Svavarsson ,og þá kom lítið héraskinn. Börnin í 2 Á sungu í skóginum stóð kofi einn. Syngjandi Smáraskóli „ÞAÐ er gífurlega öflugt tónlistar- líf hérna í Srnáraskóla," segir Val- gerður Snæland Jónsdóttir skóla- stjóri. „Nú í annað sinn höldum við jólatónleika og erum afskaplega ánægð með að hátt á þriðja hundr- að börn komu þar fram. En stefna okkar er að sem flestir taki þátt í þeim. Okkur langar að eignast flygil og hafa veitingasalan og tónleikamir verið hugsaðir til flygilkaupa, og þegar við fengum sal í haust breytt- ist aðstaðan alveg.“ Smáraskóli í Kópavogi er grunn- skóli með nemendum frá 1. upp í 10. bekk. John Gear og Áslaug Hálfdánardóttir eru tónlistarkenn- arar þar og skipulögðu þau tónleik- ana í samráði við Dagbjörtu J. Þor- steinsdóttir tómstundafulltrúa. Valgerður segir nemendur í 10. bekk sérlega skapandi og gott tón- listarfólk, en einnig er starfandi rokkhljómsveit við skólann þar sem nemendur og starfsfólk skólans sameina tónlistarlega krafta sína. „Það er rosalega margt og magnað að gerast hjá okkur á mörgum list- rænum sviðum," segir Valgerður. „Við erum með marga kóra og þ.á m. Kammerkórinn sem syngur til styrktar langveikum börnum. „Það eru ofboðslega fallegar raddir í þeim kór og börn alveg niður í níu ára, en það er John sem stjórnar honum. Draumsýnin er svo að eign- ast flygil til að nota við allt þetta tónleikahald, en við eigum ennþá Iangt í land með að kaupa hann,“ segir Valgerður stolt af kraftmikl- um og listrænum nemendum sínum og kennurum. Jólahlaöborö uppselt í kvöld Laus borö á Þorláksmessu og á milli jóla og nýárs ftencfur Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 fold@artgalleryfold.com ART CALLERY WOMAN Karólína Lárusdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.