Morgunblaðið - 22.12.1999, Side 70
20 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
KVIKMYNDIR/Stjörnubíó frumsýnir nýjustu mynd Luc Bessons, Sendiboðann, sem fjallar
um heilaga Jóhönnu af Örk og er með Millu Jovovich í titilhlutverkinu.
Sendiboðinn
Jóhanna
NIKEBUÐIN
Laugavegi 6
Frumsýning
"óhönnumynd Luc Bessons heit-
ir Sendiboðinn: Sagan um Jó-
hönnu af Örk eða „The Mess-
enger: The Story of Joan of Arc“ og
J
er með fyrrverandi eiginkonu Bess-
ons, Millu Jovovich, í titilhlutverkinu
en með önnur hlutverk fara m.a.
Dustin Hoffman, John Malkovich og
Faye Dunaway ásamt Vincent Cassel
og Tchécky Karyo. Eins og kunnugt
er fjallar sagan um unga stúlku á
fimmtándu öld sem fær vitrun og
leiðir franska herinn til sigurs gegn
Englendingum við Orleans og snýr
við gangi hundrað ára stríðsins. Nítj-
án ára var hún handtekin af Búrg-
undum og framseld Englendingum,
dæmd fyrir villutrú og galdra og
brennd á báli 30. maí 1431.
„Eg er franskur og við erum að
fjalla um franska sögu,“ er haft eftir
leikstjóranum Besson, sem á undan
þessari mynd gerði Fimmta írumefn-
ið. Hann fékk það frelsi sem hann
þurfti til þess að gera Sendiboðann
eftir sínu eigin höfði en í fyrstu átti
hann aðeins að vera einn af framleið-
endum hennar.
„Luc var mjög áhugasamur um að
gera þessa mynd vegna þess að hann
er franskur og þetta er frönsk saga
og frönsk sagnfræði,“ segir leikkon-
an Milla Jovovich. „Það er mjög
áhugavert að gera bandaríska mynd
upp úr franskri goðsögn með Frakka
við stjómvölinn því hver annar gæti
gert slíka mynd?“ bætir hún við. Þess
má geta að bandaríski hasarleik-
stjórinn Kathryn Bigelow ætlaði að
leikstýra myndinni á sínum tíma en
Besson átti aðeins að vera einn af
framleiðendunum. Þegar Besson
krafðist þess að Milla færi með titil-
hlutverkið neitaði Bigelow og hvarf
frá myndinni en Besson tók við
stjómartaumunum.
Luc Besson er án efa einn af
þekktustu leikstjómm Frakka og
hefur starfað í tengslum við kvik-
myndaverin í Hollywood undanfarin
ár. Fyrsta myndin hans var „Sub-
way“ og vakti athygli fyrir stílæfing-
Milla Jovovich í hlutverki Jóhönnu af Örk.
ar og húmor en eftir hana gerði Bess-
on Hið stóra bláa, sem spratt af
áhuga hans á köfun og undmm hafs-
ins.
Þá gerði hann tryllinn „La femme
Nikita“ með Anne Parrilaud og Jean
Reno, sem er í flestum ef ekki öllum
myndum leikstjórans. Myndinni var
hvarvetna vel tekið og var endurgerð
í Hollywood. Hann gerði aðra neð-
ansjávarmynd, „Atlantis", áður en
hann sneri sér aftur að tryllinum með
„Leon“. Reno og Natalie Portman
ásamt Gary Oldman fóm með aðal-
hlutverkin. Besson hefur síðan starf-
að með Oldman sem meðframleið-
andi myndarinnar „Nil By Mouth“.
Besson fékk Brace Willis til þess
• Sængurföt
• Gardínuefni
• Servíettur
• Dúkar
• Klútar
m á m í m ó
textílsmiðja - gaI ’
trvggvagata St • ® 551
I e r 1
1 808
að leika fyrir sig í Fimmta frumefn-
inu og sendir nú frá sér í stórmynda-
formi hina frönsku goðsögn um Jó-
hönnu af Örk.
MYNDBONP
Galdur og
mannfórnir
Galdur og mannfórnir
(Perdita Durango)
Spennumynd
■k'k
Framleiðandi: Andres Vincente
Gomez. Leikstjóri: Alex de Ia Igles-
ia. Handrit: A. Iglesia o.fl. Aðal-
hlutverk: Rozie Perez og Javier
Bardem. (126 mín.) Bandaríkin. Há-
skólabió, nóvember 1999. Bönnuð
innan 16 ára.
beUR^if: íjófas/qipi
Gjnfir til þeirrn |em þtt v
Tarotspil' J Hugljúf slökunartónlist ' J Reykelsi
Bað- og nuddolíur ) Ilmkerti ‘ J Bœkur j Rúnir
Orkusteinar J Skartgripir ■) o.m.fl.
Sendum í póstkröfu
Hótel Esja • Sími: 588 1700
Betra líf, Kringlunni, sími 581 1380
PERDITA Durango fjallar um
samnefnt feigðarkvendi sem Rosie
Perez leikur með heilmiklum tilþrif-
um. Myndin sjálf á
sér stað á landa-
mæram Bandaríkj-
anna og Mexíkó og
byggir á andstæðu
siðmenningar og
villtra, jafnvel
frumstæðra lifnað-
arhátta. Handan
landamæranna
(þ.e. í villtri
Mexíkó) getur allt gerst, ekki síst ís-
kyggilegar galdraathafnir og mann-
fórnir í bland við mannrán og blóð-
ugt kynlíf.
Þessi kvikmynd er byggð á sögu
Barrys Gifford en hann skrifaði
einnig Lost Highway og Wild at
Heart sem David Lynch kvikmynd-
aði eftirminnilega. En persónan sem
Perez leikur kom einmitt fram sem
aukapersóna í „Wild at Heart“, þá
leikin af Isabellu Rossellini. Myndin
stenst þó illa samanburð við hið
fyrra verk, tilraunir til að skapa
myndinni Lynch-íska sérstöðu era
áberandi hjá leikstjóranum Alex de
la Iglesia en í stað þess að vera flott
verður myndin oft óþægilega
klunnaleg. Persónusköpun vúdú-
prestsins Romero er dæmi um það
en þar dettur myndin niður í algera
lágkúru. Hún er þó forvitnileg fyrir
ýmsar sakir, ekki síst tengslin við
„Wild at Heart“.
Heiða Jóhannsdóttir