Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX Vinnuslys - ekki „ÞETTA var ekki snjóflóð," segir Rúnar Jóhannsson, forstöðumaður skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, um snjóflóðið sem féll þar um kvöld- matarleytið á fostudag. „Þetta var bara fleki sem hljóp svona framund- an, skafl sem hrundi undan. Þetta voru mannleg mistök, við settum þetta af stað sjálfir." Rúnar segir menn hafa verið að flytja til snjó og gera skíðasvæðið klárt fyrir opnun, sem fara átti fram í gær. Starfsmaður skíðamiðstöðvar- innar sem var að störfum í snjó- troðaranum hafi ekki gætt að sér og tekið undan barði, „og þegar hann var búinn að taka of mikið undan því var ekkert sem hélt við það lengur, svo það fór bara af stað.“ Troðarinn var staðsettur þannig að snjóflekinn fór yfir hann en starfsmanninn sakaði ekki og komst hann af eigin rammleik út um glugga á snjótroðaranum. „Þetta var í raun bara vinnuslys,“ segir Rúnar, „þetta var ekki snjóflóð." Ekki var um ýkja mikinn snjó að ræða, að sögn Rúnars, og segir hann jafnframt að aldrei hafi skapast nein hætta á skíðasvæðinu sjálfu. Snjór- inn hafi einungis farið niður að enda- Myndasýning frá Súdan á mbl.is Morgunblaðið birtir í dag myndir og grein um borg- arastríðið sem lengi hefur staðið í Súdan. Múslímar í Norður-Súdan vilja að ís- lam sé ríkistrú, arabíska ríkismál og að lög fslam ríki í landinu öllu. Yfir- völdin berjast við kristna íbúa í suðurhluta landsins um yfirráðin en þar eru um fjórar milljónir íbúa á flótta. Þorkell Þorkels- son, ljósmyndari Morgun- blaðsins, dvaldist í suður- hluta Súdan nýverið og myndaði ástandið. Myndasýning hefur einn- ig verið opnuð á mbl.is og er þar að finna á þriðja tug mynda, fleiri en birt- ast í blaðinu. Veiði að glæðast og hátt þorskverð Kulda- legt við Hvítá KULDALEGT var um að litast við Hvítá í Borgarfirði fyrir helgi og brúin gamla hafði klæðst vetrar- búningi. Að sögn Þorkels Fjeld- sted, bónda í Ferjukoti, hefur verið snjóþyngra þar um slóðir en síðustu ár, skafið mikið í ána og því virðist krapi í henni. Sagði hann þó afar sjaldgæft að ána festi; slíkt gerðist aðcins í miklum frosthörkum og vindum. Hvítárbrúin var byggð árið 1928 og hefur frá fyrstu tíð verið hcimamönnum mesta þing. Var dyttað að henni fyrir fáum árum og kom þá í ljós hversu mikil völ- undarsmíð hún var á sínum tíma, því steypa var að mestu heil og aðeins þurfti lítillar Iagfæringar við í gólfi og á handriðum. Þorkell segir að enn sé alltaf einhver umferð um brúna, hún hafi vissulega minnkað með ár- unum, en heimamenn noti hana enn talsvert og einnig forvitnir ferðalangar. Hann segist þó viss um að umferð um hana minnki enn á næstunni, því fyrir dyrum standi útboð á nýjum hluta Borg- arfjarðarbrautar inn til Hvann- eyrar. NETABÁTAR hafa róið frá Þor- lákshöfn síðustu daga og samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum hafnarvogarinnar þar í gær hafa bát- arnir verið að fá 2-6 tonn af vænum þorski. Verð fyrir þorsk hefur verið hátt. Línubátar eru einnig að fara af stað eftir áramót og hefur afli þeirra verið þokkalegur, 2-3 tonn í róðri, en var með daprasta móti fyrir áramót. Á hafnarvigtinni í Grindavík feng- ust þær upplýsingar að línubátar væru farnir af stað til veiða eftir ára- mót, stærri bátar með beitningavél- um væru að fá ágætan afla, 50-70 tonn úr þremur lögnum. Aflinn sé mest vænn þorskur, en af öðrum teg- undum mætti vera meira. Fram kom að tregt hefur verið á línu og net á minni bátum með landi á grunnslóð, heldur lifni þó við þegar dýpra er komið. snjóflóð mastri við drifstöðina. Rúnar segir öryggismál í góðu lagi á svæðinu og að ekki sé um það að ræða að teflt sé á tæpasta vað hvað varðar öryggi starfsfólks og gesta. Menn hafi einfaldlega ekki áttað sig á öllum aðstæðum á föstudagskvöld, þegar atvikið átti sér stað, ákveðin hræðsla hafi verið í mönnum enda svartamyrkur. Við nánari athugun hafi hins vegar komið í ljós að engin hætta var á ferðum. Unnið var að því að laga svæðið til í gær og sagði Rúnar að stefnt væri að því að opna skíðasvæðið í dag, sunnudag, ef veður leyfir. Lést í bflslysi MAÐURINN sem lést í bílslysi á Vesturlandsvegi við Korpúlfsstaði á fimmtudag hét Einar Þorsteinsson, til heimilis á Blikastöðum 1 í Mos- fellsbæ. Hann var fæddur 17. apríl 1950 og lætur eftir sig fimm börn. ---------------- Tveir hand- teknir vegna e- töflumáls TVEIR ungir menn, 17 og 18 ára, hafa verið handteknir vegna e-töflu- máls sem verið hefur í rannsókn undanfarna daga. Annar var handtekinn á föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. janúar en hinn var handtekinn í gærmorgun og síðar yfirheyrður. Þrír hafa áður verið handteknir vegna málsins. Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Hreyfingu, Hvað gefur Hreyfing þér?“ Blaðinu er dreift á höfuðborg- arsvæðinu. A ► l-64 Sókn í Syðriflóa? ►Málefni Kísiliðjunnar við Mývatn eru enn í brenni- depli. /10-12 Pólitíkin ekki þess virði ► Finnur Ingólfsson segir stjónmálabaráttuna vera að breytast og ráðist sé að persónum fremur en tekist sé á um málefni. /24 Auknar kröfur um að náttúran sé vöktuð ► í 80 ár hefur Veðurstofa Islands skráð og spáð í veður. /28 Ekkert er ódauðlegt ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við forsvarsmenn Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar og Utfararstofu Oswalds þar sem dauðinn hefur verið lifibrauð þriggja kynslóða síðustu 100 árin. /30 ►1-28 Á flótta í eigin landi ►Bágborið ástand í Súdan eftir margra áratuga stríðsátök eins og Þorkell Þorkelsson ljósmyndari upplifiði að eigin raun. /1&14-17 20 ár af íslensku bíói ►Kvikmyndasjóður íslands hefur veitt opinbert fé til framleiðslu um 60 kvikmynda á síðustliðnum tveimur áratugum. /6 í félagsskap Platons og Plótínosar ► Eyjólfur Kjalar Emilsson prófessor í fornaldarheimspeki við Oslóarháskóla í viðtali. /18 FERÐALÖG ► l-4 Kaupmannahöfn ► Gramsað og grúskað í gömlum kössum. /2 Ósvífin spákona í Greenwich Village ►Uppáhaldshverfið hennar Guðríðar Haraldsdóttur í New York. /4 D BÍLAR ► l-4 Keppir við þýsku risana í öllum geirum ►Toyota-umboðið stofnar sérumboð um Lexus. /2 Reynsluakstur ►Þokkalega röskur Ford Ranger. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-28 Atvinnuauglýsingar ►Einnig rað- og smáauglýsingar FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Skoðun 34 Viðhorf 36 Minningar 36 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 ídag 50 Brids 50 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Utv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 22b Dægurtónl. 26b INNLENDAR FRÉTTIR: 24-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.