Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Útfararstjórarnir Ólafur Örn, Inger og Davíð. EKKERTER ÓDAUÐLEGT mssam/KimmíF Á SUNNUDEGI Danðinn hefur verið lifíbrauð þriggia ætt- liða sem starfrækt hafa Líkkistuvinnustofu Eyvindar Arnasonar og síðar Utfararstofu Qswalds um hundrað ára skeið, en í lok seinasta árs hélt fyrirtækið upp á aldaraf- mæli sitt. Sindri Freysson kíkti undir kistu- lokið hjá fyrirtækinu, en forsvarsmenn þess láta engan bilbug á sér fínna þrátt fyrir harðnandi samkeppni og segjast ætla að haldra rekstrinum áfram að minnsta kosti tvær aldir til viðbótar. Fyrsta bifreið Útfararstofu Oswalds sem keypt. var 1931, við jarð- arför við Dómkirkjuna. AÐ var í lok 19. aldar að ungur piltur úr Vestur- Landeyjum, Eyvindur Amason, komst í læri hjá Jakobi Sveinssyni trésmíðameistara, sem talinn var til fremstu smiða bæj- arins á þeim árum. Jakobi þótti læri- ingurinn hinn efnilegasti og til marks um það er að hann samdi við Eyvind um að smíða utan um sig kistu þegar hann félli frá. 25. nóvember 1899 lauk Eyvindur við að reisa sér hús á Lau- fásvegi 4 og flutti þangað ásamt konu sinni, Sophie Heilmann, að afloknu brúðkaupi þeirra sama dag. Eyvind- 1 ur hóf jafnframt rekstur smíðaverk- stæðis í húsnæðinu og smíðaði glugga, hurðir og húsgögn fyrir ýmsa aðila. A næstu árum reisti hann síðan Laufásveg 2 og var sett á stofn þar verslun sem seldi legsteina, kransa og margt annað af svipuðum toga. Eyvindur tók fljótlega að sérhæfa sig í líkkistusmíði og smíðaði líkvagn árið 1915, sem notaður var í fyrsta skipti eftir brunann mikla sama ár. Hann keypti sér síðan bifreið vorið 1931, sem var fyrsti líkbíllinn á ís- landi. Skráningamúmer bifreiðar- innar var R-14, og hafa líkbflar fyrir- tækisins borið það númer allar götur síðan. Eyvindur lést árið 1950, og tók þá sonur hans, Oswald, við rekstrin- um, réð fleiri starfsmenn til að ann- ast kistusmíði og annað það sem út- fararþjónustunni tengdist og stækkaði fyrirtækið til muna. Oswald varð hins vegar ekki langra lífdaga auðið og lést tæplega sextugur árið 1963. Sonur hans, Davíð, hefur ann- ast rekstur fyrirtækisins og jarðar- fararumsjón fyrir íbúa höfuðborgar- innar síðan, seinustu árin ásamt þeim hjónum Ólafi Emi Péturssyni og Inger Steinsson, en hún mun vera fyrsti kvenútfararstjóri hérlendis. Oll þrjú starfa þau sem útfararstjór- ar hjá Útfararstofu Oswalds - Líkk- istuvinnustofu Eyvindar Árnasonar og eiga þau fyrirtækið í sameiningu. Davíð Oswaldsson segir að þegar hann tók við rekstri fyrirtækisins hafi aðeins ein önnur útfararþjónusta verið starfrækt á höfuðborgarsvæð- inu, Útfararþjónusta kirkjuga- rðanna, en nú em hins vegar fjögur fyrirtæki á þessum markaði sem eiga í harðri innbyrðis samkeppni. Rekstrammhverfið hafi því tekið stakkaskiptum á liðnum áratugum og umstangið sé jafnframt orðið meira. „Ég man tímana tvenna í þessu fagi og vart er hægt að bera þá saman, slíkar hafa breytingarnar verið,“ segir Davíð. Hann nefnir sem dæmi að þegar hann tók til starfa vom húskveðjur algengar, þ.e. kistan var látin standa uppi heima hjá hin- um látna og athöfn haldin þar áður en haldið var í kirkju, en þær liðu nánast alfarið undir lok í byrjun sjöunda áratugarins. Einnig tíðkaðist þá að útvarpa jarðaríomm, sérstaklega frá Dómkirkjunni, en sá siður hefur ver- ið aflagður með öllu. Enga dauðadali og hausaskeljar „Flestir aðrir útfararsiðir em óbreyttir. Kistan á að snúa réttsælis, fótagaflinn á að vera á undan þegar kistan er borinn inn í kirkjuna og sömuleiðis þegar hún er borin út, o.s.frv. Þess má þó geta að tónlistin hefur breyst að mörgu leyti og hún er oft orðin persónulegri og léttari en áður tíðkaðist. Oft era spiluð lög sem tengjast hinum látna, uppáhaldslag fjölskyldunnar eða lagið sem var spil- að þegar hjónin kynntust, svo eitt- hvað sé nefnt. Ein kona sem kom til okkar vegna láts mannsins síns, sem fallið hafði ft’á á sextugsaldri, sagði, „ég vil enga dauðadali og hausaskelj- ar, eins og margir sálmar em upp- fullir af‘, og valdi fallegar aríur og annað slíkt,“ segir Ólafur Örn. „Fólk setur líka ýmislegt í kisturn- ar, gamlar myndir og bréf, krossa, teikningar frá barnabörnunum, rós, tóbakspunga og jafnvel koníaks- eða viskífleyg. Ég man eftir einni gamalli konu sem var jörðuð þegar ég var strákur, en þá var lagt á brjóst henn- ar gamalt og velkt símskeyti, marg- lesið og varla að það héngi saman, þar sem henni var tilkynnt að sonur hennar hefði dmkknað,“ segir Davíð. Ólafur Örn rifjar upp atvik af svipuð- um toga, þai’ sem verið vai- að jarða gamlan smið. „Sonur hans spurði hvort hann mætti ekki leggja forláta tréhefil hjá föður sínum og það var að sjálfsögðu auðsótt. Sonurinn kom síðan með syni sínum, um sjö ára gömlum strák, og þeir ræddu lengi saman og það var greinilega eitthvað að. Sonur hins látna kom á endanum til mín og sagði að drengurinn stæði fastar á því en fótunum að afmn fengi líka spýtu með sér og það varð úr að við lögðum metralanga fjöl með hon- um til að hefla í eilífðinni. Davíð segir að frá upphafi hafi ver- ið gert ráð fyrir að hann tæki við af föður sínum. „Ég átti einfaldlega að fylgja í fótspor hans, það var ákveðið frá því að ég fæddist og allt mitt upp- eldi gekk út á að ég tæki við útfarar- þjónustunni. Ég fékk þó mína skólag- öngu en þorði ekki annað en að fylgja þeirri braut sem búið var að marka og hef raunar aldrei verið ósáttur við það. Pabbi var sömuleiðis með verk- stæðið í næsta húsi við heimili okkar á Laufásvegi og því var návígið við þessa þjónustu mikið, þangað kom fólk og pantaði jarðarfarir inni í eld- húsi hjá mömmu." Davíð segir að um miðja öldina hafi fyrirtækið notið góðs af því hversu smátt kunningjasamfélagið var og nálægðin við viðskiptavinina var mik- il., Allir þekktu alla og fyrirtækið var nánast eins og kaupmaðurinn á hom- inu, nema það seldi líkkistur og ann- aðist útfararþjónustu," segir hann. „Við höfum annast útfarir fyrir heilu fjölskyldurnar. Einn maður sýndi mér reikning frá 1910, frá afa Ey- vindi, fyrir jarðarför og ég var því að þjónusta þriðja eða fjórða ættliðinn." Formfesta, virðuleiki og persónuleg þjónusta Aðspurður hvernig útfararþjón- ustan gengur íyrir sig í helstu atrið- um segir Olafur Örn að við andlát í heimahúsi þurfi útfararstjórinn að flytja hinn látna í líkhús, ganga frá í kistu og kistuleggja, klæða lfldð upp og annast líksnyrtingu, ásamt því að fylla út hin ýmsu vottorð með upp- lýsingum fyrir hið opinbera. „Þá þarf að ákveða stað og stund fyrir kistu- lagningu og útför í samráði við hlut- aðeigandi aðila. Einnig þarf að ákveða hvaða tónlist skuli flutt, hvort sálmaskrá skuli útbúin og hverjir skuli vera líkmenn. Loks þarf að taka ákvörðun um erfidrykkju. Reynsla útfararstjóra kemur að miklu gagni í sambandi við allan undirbúning jarð- arfararinnar, en að sjálfsögðu er eng- in ákvörðun tekin án fulls samráðs við aðstandendur. Forvinnan er gríð- arlega mikilvæg í því sambandi," segir Ólafur Öm. „Við leggjum höf- uðáherslu á persónulega þjónustu og að fólk sé laust við stofnanabraginn sem einkennir oft stærri fyrirtæki.“ Útfarararstofa Oswalds leggur einnig mikla áherslu á að viðhalda gömlum og góðum útfararsiðum, for- mfestu ogvirðuleika. Davíð ogÓlafur Örn klæðast þannig alltaf kjólfötum við starf sitt og líkbfll fyrirtækisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.