Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA I DAG Fyrsti íslenzki biskupinn Isleifur biskup Gizurarson byggði fyrstu dómkirkju landsins í Skálholti. Stefán Friðbjarnarson minnir á þennan braut- ryðjanda, sem stóð fyrir löggjöf um tíund og hjálp við bágstadda. Þrjú nöfn rísa yfir önnur í ís- lands sögu: Þingvellir, Skálholt, Hólar. Alþingi var háð á Þing- völlum við Öxará frá stofnun ís- lenzka ríkisins, árið 930, og allar götur til ársins 1798. Það var allsherjarþing frá 930 til 1271 með óskorað löggjafar- og dóm- svald. Alþingi kom saman í 10. viku sumars fyrstu aldirnar og stóð í tvær vikur. Þangað var öll- um frjálsum og ósekum mönnum heimiit að koma. Fjölmenni sótti heim Þingvöll þessar björtu vik- ur. Þar fór fram margs konar mannfagnaður og viðskipti, auk formlegs þinghalds. Sitt hvað bendir til þess að þar hafi á stundum verið glatt á hjalla. Meðal annars orðið gjálífi, sem merkir kærulausan lifnað, jafn- vel óreglu, og talið er að rætur reki til gjánna á Þingvöllum. Alþingi hið foma var háð að Lögbergi, þar sem ennþá Öxará rennur ofan í Al- mannagjá. Að baki þessari nafngift, Öxará, er saga, sem varðveizt hefur frá kynslóð til kynslóðar. Sam- kvæmt henni felldi Ketilbjörn inn gamli öxi sína í ána, sem síðan og enn í dag heit- ir Öxará. Hann var afi Gizurar hvíta, sem mjög kemur við sögu kristnitöku í landinu. Faðir Gizurar var Teitur, sem talinn er fyrsti ábúandi í Skálaholti (síðar stytt í Skálholt). Sonur Gizurar var Isleifur, fyrsti biskupinn í Skálholti (1056 til 1080). Það var síðan sonur ísleifs, Gizur, sem gaf Skálholt til biskupsseturs og kvað svo á, að þar skyldi biskup sitja meðan kristni væri í land- inu. í Skálholti sátu 47 biskupar, 34 í kaþólskum sið og 13 í lút- erskum. Þar situr nú annar af tveimur vígslubiskupum Þjóð- kirkjunnar. ísleifur Gizurarson, fyrsti Skálholtsbiskupinn, fer ungur ut- an til náms í borginni Herfurðu í Saxlandi (Herford í Westfalen) og kemur heim fjölmenntaður maður. Hann var tilnefndur til biskups af leikum og lærðum á Alþingi árið 1053. Fór hann árið 1055 til Rómaborgar á fund páfa, sem veitti honum leyfi til vígslu. Hann hlaut síðan biskupsvígslu hjá erkibiskupnum í Brimum á hvítasunnudag 1056, fimmtugur að aldri. Hann hefur Skálholts- stað til vegs og virðingar. Þrennt rís hæst í sögu hans. Hann bygg- ir fyrstu dómkirkju landsins í Skálholti og helgaði Pétri post- ula. Hann fékk lögfesta tíund um 1096, eignaskatt, sem var merk nýjung og söguleg, m.a. vegna þess, að hún var lögtekin í sátt og samlyndi. Helztu stuðningsmenn hans við þá löggjöf vóru Sæ- mundur fróði Sigfússon í Odda og Markús lögsögumaður Skeggjason. Hann gerði og Skál- holt að merku fræða- og kennslu- setri, sem þjónaði kirkju, kristni og menningu í landinu um aldir. Tíundinni var skipt í fernt: fjórðungur gekk til biskupssetra, fjórðungur til prestssetra, fjórð- ungur til kirkna og fjórðungur til fátækra. Tíundin treysti fjár- hagslega stöðu kirkjunnar, sem nauðsynlegt var. Hún ber þess og vottinn að þegar fyrir rúmum 900 árum - á fyrstu öld kristni í landinu - var þjóðin sem heild meðvituð um mikilvægi og rétt- mæti þess að koma bágstöddum til hjálpar. Seinni tíma löggjöf fé- lags- og heilbrigðisþjónustu ber sams konar viðhorfum vott. Þegar á dögum ísleifs biskups varð Skálholt frægt fræðasetur. Séra Benjamín Kristjánsson kemst svo að orði í bókinni „Skál- holtshátíð 1956“, sem gefin var út í minningu níu alda biskupsdóms á íslandi: „Ekki er annað líklegt en að svo langskólagenginn preláti sem ísleifur var, alinn upp við strang- an aga í frægum klausturskóla katólsku kirkjunnar suður í álfu, hljóti að hafa haft fastmótaður hugmyndir um uppfræðing kennimanna, og ekki vikið mikið frá því, sem hann hafði vanizt í þeim efnum ... En svo hámennt- aðir vóru hinir fyrstu biskupar í Skálholti og á Hólum, og reyndar einnig þeir, sem veittu forstöðu skólunum í Odda og Haukadal, að ætla má, að skólar þeirra hafi í engu staðið að baki dómskólum suður í álfu hvað kennslu og lær- dóm snertir." I bók Sigurðar prófessors Nor- dal, Islenzk menning, segir m.a.: „ísleifur biskup var ágætur maður og áhrif hans giftudrjúg. Varla hefur annar íslendingur hlotið fegurri eftirmæli en höfð eru um hann eftir Jóni biskupi Ögmundssyni. Hann sagði jafn- an, þá er hann heyrði rætt um þá menn, er vel voru að sér: „Svo var Isleifur fóstri minn, hann var manna vænstur, manna hagast- ur, allra mannabeztur .... Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið.“ Skálholt var biskups- og fræðasetur frá 1056 til 1802. Það rís hátt í íslands sögu. Fyrsti Skálholtsbiskupinn, Isleifur Gizurarson, lagði grunninn að hlutverki Skálholts í sögu þjóðar- innar, sem var mikið og merkt. Hans eigum við að minnast þakk- látum huga, sérhvert sinn sem við heyrum góðs manns getið. Ekki sízt frumkvæðis hans þá er lögtekin var tíund og stuðningur við minni máttar í samfélaginu, sem á að vera aðal kristins sam- félags. Þau sannindi mega og vera okkur öllum ofarlega í huga, að einstaklingurinn hefur það eitt í farteski, er hann ýtir að lok- um úr jarðlífsvör, sem hann hef- ur fyrir aðra gert. Morgunblaðið/Þorkell Skálholt VELVAKANÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-1. frá mánudegi til föstudags Fordómar ÞÓTT ný öld sé gengin í garð og margt hafi breyst til batnaðar, ber mikið á fordómum í samfélaginu. Ég sá gamla konu staulast áfram í hálkunni við ruðn- inga, því ekki er nú verið að hreinsa snjó af gangstétt- um borgarinnar. Henni varð fótaskortur og datt út á götuna. Það voru þrír unglingar þarna nærstadd- ir, en í stað þess að rétta gömlu konunni hjálpar- hönd, skellihlógu þeir og hæddust að henni. Ég gekk út á götuna til þess að hjálpa henni, því að hún gat ekki staðið upp hjálpar- laust. Ég sagði við krakk- ana að þau ættu að skamm- ast sín fyrir svona framkomu, en þá réðust þau að mér og helltu sví- virðingum yfir mig og hentu í okkur snjókúlum og þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég sé börn og unglinga haga sér illa gagnvart eldra fólki, fotluðum og fólki sem ekki er eins og allir hinir. Ég vil beina því til foreldra, að reyna nú að fara að kenna börnum sín- um mannasiði, en því miður er það líka svo að margt fullorðið fólk hefurfordóma gagnvart öðrum og þess vegna er það líka illa hæft að kenna börnum sínum góða siði. Því ekki að kenna börnum í skólunum, að gamalt fólk og fleiri eigi sinn tilvenirétt? Fyrir um það bil tveimur áratugum héldu margir sálfræðingar því fram, hér- lendis og erlendis, að ekki mætti banna börnum né refsa þeim og nú er afleið- ingin af þessari speki þeirra farin að koma í ljós. I mörgum gömlum frum- stæðum samfélögum er borin virðing fyrir þeim sem eldri eru, en hér er því öfugt farið. Ungdómsdýrk- unip er takmarkalaus. Ég vil að lokum taka það fram, að ég hef kynnst mörgum góðum og kurteis- um unglingum, en þeir falla því miður oft í skuggann af hinum. Krakkar, blásið burt fordómana, þeir eru gamaldags. Sigrún. Flutningur á Lottó 5/38 JENNÝ hafði samband við Velvakanda og vildi lýsa yf- ir innilegri vanþóknun með að Lottóið skuli vera fært úr Ríkissjónvarpinu yfir á Stöð 2. Það eru ekki allir með Stöð 2 og margir með gömul tæki, sem ekki hafa textavarp. Mín fjölskylda er harðákveðin í því að hætta að kaupa lottómiða. Hún er afar ósátt með þessa breytingu. Tapað/fundið Nokia-sími týndist NOKIA-sími týndist á nýársnótt, gnnaðhvort á bflastæðinu við Hamra- borg í Kópavogi eða í Grjótaseli. Skilvís finnandi er beðinn að hafa samband við Þorstein í síma 554- 4832. Nike-íþrótta- taska týndist LÍTIL Nike-íþróttataska (baktaska), appelsínugul að framan og blá að aftan, týndist í desember sl. sennilega á Seltjarnarnesi, þó ekki víst. Upplýsingar hjá Bi’yndísi í síma 561- 1640. Myndavél í óskilum CANON myndavél hefur verið í óskilum á Sængur- kvennadeild 22-A Land- spítalans síðan í sumar. Þessi mynd var á filmunni, sem var í vélinni. Upplýs- ingar í síma 560-1150. Spólur teknar úr bíl AÐFARANÓTT 28. des- ember sl. hvarf spólukassi úr bíl sem lagt var í Grænuhlíð. Þar sem eng- inn hefur gagn af spólun- um, hvað þá gaman, nema eigandinn, er sá sem tók spólukassann, beðinn að skila honum á tröppurnar við húsið í Grænuhlíð. í aft- ursæti bflsins fannst lykill, sem viðkomandi saknar ef til vill. Edda f Grænuhlíð. Svart sjal tekið í misgripum SVART sjal með ísaumuðu svörtu blómamynstri var tekið í misgripum fyrir áþekkt sjal á nýársfagnaði í Eldhúsinu í Kringlunni. Sú sem kynni að vera i sömu sporum er vinsamlegast beðin um að hringja í síma 561-3735 eða 861-3637. Gsm-sími í óskilum GSM-sími fannst við Kleppsveg inn við Sund í desember. Upplýsingar í síma 553-6102. Dýrahald Fósturfjölskylda óskast VIÐ erum fimm kisusystk- in og óskum eftir góðum fjölskyldum sem vilja eiga okkur og annast. Við erum fædd í vesturbænum. Mamma okkar er af „klakakyninu" og fæddist á Framnesvegi þar sem amma okkar býr. Pabbi okkar er „Tarsan af Reyni- mel“. Við erum 7 vikna og öll orðin kassavön. Allir sem sjá okkur segja að við séum sérlega falleg og skemmtileg. Okkur líkar mjög vel við fólk, bæði börn og fullorðna. Nánari upp- lýsingar í símum 561-6126 og 696-7530. BRIDS Umsjón (■uðmmidiii' l’áll Arnarson Nico Gardener (1908-1989) var einn af þekktustu spil- urum Breta. Hann spilaði oft í landsliði og varð Evr- ópumeistari 1950 og 1961. Nico skrifaði nokkrar brids- bækur og stofanði brids- skóla í London, sem enn er rekinn. Hér er hann í suður í léttum leik á skemmti- ferðaskipi fyrir margt löngu síðan: Norður Vcstur A2 VÁ6 ♦ Á974 * G109864 * K10864 ¥ 74 ♦ G82 * ÁD5 Austur A DG75 ¥ 853 ♦ D653 * K3 Suður A Á93 ¥ KDG1092 ♦ K10 *72 Nico opnaði á einu hjarta og vestur stakk sér inn á tveimur laufum. Nokkru síðar spilaði vestur út spaðatvisti gegn fjórum hjörtum Nieos: Það var einspilsilmur af útspilinu og Nico tók gosa austurs með ás og trompaði út. Vestur drap strax á ás- inn og hitti á að spila lauf- gosa. Nico svinaði drottn- ingunni og austur fékk á kónginn. Austur vissi mæta vel að makker átti engan spaða, en sá ekki ástæðu til að fórna “öruggum slag” fyrir stungu og ákvað að reyna fyrir sér í tíglinum. Nico lét tíuna og vestur drap á ásinn. Vestur fann ekki aðra skýringu á þessari vörn makkers en laufkóng blankan og spilaði laufi í þeirri von að austur myndi trompa. En austur fylgdi lit í ásinn og nú loks var komið að Nico að ljúka verkinu. Hann spilaði trompunum og þetta var staðan þegar eitt var eftir: Vestur A - V- ♦ 97 *98 Norður A K10 ¥ - ♦ G8 *- Austur A D7 ¥ - ♦ D6 * - Suður A 93 ¥2 ♦ K *- Nico spilaði hjartatvisti og henti spaðatíu úr blindum. Austur gat gefist upp, því hann var fórnarlamb víxl- þvingunar. Vestur gat bjargað degin- um með því að spila tígli en ekki laufi þegar hann var inni á tígulás. En hvernig átti hann að sjá það? Víkverji skrifar... VINAFÓLK Víkverja sagði hon- um frá yndislegri máltíð sem þau útbjuggu sér á nýársdag. Eftir að hafa belgt sig út af kjöti yfir há- tíðarnar fannst þeim tími kominn til að breyta örlítið til og hrærðu sér skyr! Rjómi var vitaskuld ekki not- aður út á skyrið í þetta skipti heldur léttmjólk. Máltíðirnar þurfa ekki alltaf að vera flóknar til að fólk njóti þeirra. xxx ATARVENJUR íslendinga um jól og áramót hafa reyndar oft orðið Víkverja umhugsunarefni. Hvers vegna þessi gríðarlega kjöt- neysla? Víkverji hefur oft haft orð á því við maka sinn hvort ekki væri rétt að brjóta þessa gömlu hefð og snæða einhvern gómsætan fisk á jól- unum - jafnvel á aðfangadagskvöld - en sú hugmynd hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn á heimilinu. Svo virðist sem íslendingar séu svo vanafastir að margt fólk þeirrar kynslóðar sem síðast stofnaði fjöl- skyldu borði samskonar mat á að- fangadag, jóladag og gamlárskvöld og það gerði í foreldrahúsum þegar það var að vaxa úr grasi! Er þetta ekki alveg ótráleg íhaldssemi? Eða er þetta kannski svona alls staðar í heiminum? Vík- verja finnst rjúpur reyndar gríðar- lega góður matur og nýtur þess að borða þær einu sinni á ári eins og siður var hjá foreldrum hans og afa hans og ömmu þar áður. Og hann hefur ekkert á móti svínahamborg- arhrygg, hangikjöti, kalkún og fleiru sem fólk lætur gjarnan ofan í sig um hátíðarnar. En hvað með humar og annað sælgæti úr sjónum? Væri ekki við hæfi að þessi mikla fiskveiðiþjóð hefði hann á borðum á hátíðisdög- um? Víkverji segir alveg eins og er að hann væri meira en til í að borða einhvern góðan saltfiskrétt á jólun- um, svo hann nefni dæmi. Einhverjir leggja sér eflaust fiskmeti til munns yfir jólin - Víkverji vonar það að minnsta kosti - en þeir eru örugg- lega í mjög miklum minnihluta. xxx GUÐJÓN Þórðarson tók við þjálfun enska knattspyrnufé- lagsins Stoke á haustdögum eins og landsmönnum er eflaust flestum kunnugt. Það vekur athygli Víkverja að staðarblaðið í Stoke, The Sent- innel, kallar þjálfarann gjarnan Thor, sérstaklega í fyrirsögnum og kemur það svo sem ekki á óvart því ugglaust er þetta litla orð auðveld- ara fyrir enska lesendur en Gudjon eða Thordarson. Víkverji gat hins vegar ekki annað en brosað með á dögunum þegar kunningi hans norð- an úr landi hló dátt að þessu upp- átæki enska blaðsins. Guðjón hefði nefnilega þjálfað KA-menn á Akur- eyri á sínum tíma, og meira að segja gert þá að Islandsmeisturum 1989, en nú væri farið að tengja hann hinu Akureyrarfélaginu, Þór, og það úti í Englandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.