Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 29 Sjómennskan er háð veðri og vinum. Mannskaðaveður gekk yfir landið dagana 27. og 28. febrúar 1941. Togar- inn Gullfoss fórst þá með nítján mönnum. gagngerum breytingum á veður- spám og veðurþjónustu Veðurstofu Islands. „Stóra stökkið kom snemma á níunda áratugnum en þá fyrst fékk Veðurstofan aðgengi að nothæfum reiknuðum spám. Fram að því voru allar veðurspár fyrir Island og miðin umhverfis gerðar á grundvelli hefð- bundinnar kortagreiningar. Slíkar spár má nefna „menntaða ágiskun" vegna þess að þær eru að mestu háð- ar þekkingu, mati og reynslu veður- spámanna. Undanfarna tvo áratugi hafa tölvureiknaðar veðurspár tekið stórstigum framförum. Reiknigeta tölva hefur vaxið gríðarlega og hefur það gert mönnum fært að líkja betur eftir hegðun lofthjúpsins í reiknilík- önum. Öflugar tölvur og flókin reiknilíkön reikna nú út ferðir og þróun veðurkerfa og af því dregur veðurspámaðurinn ályktanir um væntanlegar veðurbreytingar. Veð- urstofa Islands hefur um alllangt skeið fengið tölvureiknaðar veður- spár af ýmsu tagi frá erlendum veð- urstofum og reiknimiðstöðvum, meðal annars frá veðurspámiðstöð Evrópu (ECMWF) í Reading. Þetta hefur breytt hlutverki veðurfræð- ings mikið auk þess sem spár allt að tíu daga fram í tímann eru reiknað- ar, þótt almennt telji menn ekki gagn að slíkum spám lengur en sex til sjö daga að jafnaði." Miklar breytingar hafa orðið á starfi veðurstofa um allan heim A tveim síðustu áratugum hafa að sögn Magnúsar orðið miklar breyt- ingar í starfi og rekstrarumhverfi veðurstofa um allan heim, ekki síst í Vestur-Evrópu. Segir hann að breytingarnar megi rekja til örrar þróunar í tækni og vísindum hin síð- ari ár og einnig hafi ákvarðanir stjómmálamanna breytt miklu. „I Evrópu er sú stefna stjómvalda, að nkisstofnanir skuli í vaxandi mæli selja þjónustu sína til að hægt sé að lækka bein ríkisfjárframlög til þeirra. Hefur þetta orðið til þess að markaðshugsun og markaðsstarf- semi hefur sett æ meiri svip á rekst- ur veðurstofa sem og annarra ríkis- stofnana. A sama tíma er ríkis- stofnunum vestanhafs bannað að selja þjónustu sína. Þar annast einkafyrirtæki að mestu veðurþjón- ustuna en veðurstofa ríkisins sér þeim fyrir ókeypis athugunum, grannframleiðslu og gefur út viðvar- anir auk þess að stunda umfangs- miklar rannsóknir.“ Á að draga úr almennri þjón- ustu og auka sérþjónustu til að afla tekna? Magnús segir að það sé ekkert óeðlilegt við það að aðili sem þarfn- ast sérþjónustu borgi fyrir hana. Hins vegar láti Veðurstofan allar sínar athuganir og mikið af veður- spám ókeypis á textavarp sjónvarps og á Netið jafnóðum og þær berast. Þannig sé falin í því ákveðin mótsögn að ætla stofnuninni að selja upplýs- ingarnar. „Hver framtíðarstefna Veðurstofunnar verður fer eftir því hvort á að draga úr almennri þjón- ustu og auka sérþjónustuna til að afla tekna,“ segir hann. „Hollending- ar höfðu gengið lengst af Evrópu- þjóðum að markaðssetja veðurfræði- legar upplýsingar og þjónustu. A þessu ári skildu þeir hins vegar þann hluta veðurstofunnar sem starfaði á markaði frá meginstofnuninni og gerðu að sjálfstæðu fyrirtæki og settu á hlutafélagsmarkað og nú er hollensku veðurstofunni meinað að starfa á markaði. Hliðstæðar breyt- ingar er verið að gera hjá öðram rík- isstofnunum þar. Þetta er kúvending sem ég held að eigi eftir að hafa áhrif um alla álfuna en í Hollandi töldu menn þessa markaðsstefnu í ríkis- þjónustunni komna í þrot. Hvort þetta er heppilegt fyrir starfsemi veðurstofa og þjónustuna við borg- arana skal ósagt látið. Líklega yrði sagt hér á landi að verið væri að draga úr öryggi hins almenna borg- ara. En verði markaðsstefnan látin fá enn meira vægi má gera ráð fyrir að stofnuð yrðu fyrirtæki hér sem vildu keppa við Veðurstofuna á þess- um markaði. Þá yrði væntanlega eitt fyrsta skref þess að kæra Veðurstof- una fyrir samkeppnisyfirvöldum vegna niðurgreiðslna ríkisins á þjón- ustu sem er á markaði. En hafa verð- ur í huga að nú þegar er Evrópska efnahagssvæðið eitt markaðssvæði sem býður upp á að veðurstofur og í SÍÐARI heimsstyrjöldinni var bannað að útvarpa veðurfréttum, þann 15. apríl 1940. Var þá farið að senda veðurspárnar með símanum eins og gert hafði verið á fyrstu starfsárum Veðurstofunnar. Fyrst um sinn voru veðurfréttir sendar til um 60 símstöðva tvisvar á dag en brátt var þeim fjölgað í 70. Eins og áður var landinu skipt í átta veðurspásvæði og var símstöðvum á hverju svæði send veðurspá við- komandi svæðis ásamt spá fyrir tvö hin næstliggjandi. Við svo tak- markaða dreifingu hlaut gildi veð- urspánna að rýrna til muna því ein- ungis lítill hluti landsmanna átti þess kost að sjá veðurfréttir. Þann- ig gátu sjómenn því aðeins nýtt sér spárnar að þeir legðu leið sína á einhverja simstöð þar sem veðurs- pár voru birtar. Einungis þeir sjó- menn sem stunduðu dagrdðra gátu því séð veðurspár Veðurstofunnar daglega en togarasjdmenn og aðrir sjdmenn sem ekki komu daglega til lands fdru nær alveg á mis við spárnar. Víða í sveitum landsins mun ekki síður hafa verið dhægt um vik að nálgast veðurspár Veð- urstofunnar eftir að bannað var að útvarpa þeim. Með þessu var því stigið stórt skref afturábak vegna þess að reynsla undanfarinna ára hafði dtvírætt sýnt, að miklu auð- veldara var að flytja lands- mönnum veðurfregnir með útvarpi heldur en síma. Hvað sagði Gunnlaugur? Þegar landsmcnn voru sviptir því öryggi sem veð- urspár nútima veðurvísinda höfðu veitt um tveggja ára- tuga skeið, hölluðu íbúar í Arnarneshreppi í Eyjafirði sér aftur að veðurspám gamla tímans. Þdtti þeim þá að sögn gott að geta treyst veðurspádómum Gunn- laugs Þorvaldssonar sveit- unga síns sem þdtti sérlega vcðurglöggur. Gunnlaugur hafði um árabil stundað sjdrdðra á Eyjafirði og var vanur að gefa gaum að öllum veð- urboðum eins og títt var um sjó- menn áður fyrr. Hann var nú hætt- ur sjdsdkn og bjd á Torfunesi sem þá var hjáleiga frá Fagraskógi. Á hverjum morgni leit Gunnlaugur til himins og spáði fyrir veðri. Á þessum árum gisti mjdlkurbílsljóri sveitarinnar vanalega í Fagra- skdgi. Áður en hann lagði upp í ferð sína um sveitina á morgnana, kom hann að máli við Gunnlaug og innti hann álits á veðurhorfum dagsins. „Hvað sagði Gunnlaug- ur?“ spurði fdlkið svo þegar mjdlk- urbíllinn kom heim á bæina eftir mjdlkinni. Þegar farið var að senda lands- mönnum veðurspárnar símlciðis á nýjan leik tóku gömul vandamál að skjdta upp kollinum. Ekki var að undra þdtt dánægju gætti með þcssa breytingu, þegar haft er í huga að nú höfðu landsmenn um tíu ára skeið átt þess kost að hlusta daglcga á lestur veðurfregna í út- varpi og gátu nú borið saman veð- urþjdnustu útvarpsins og símans. Sá samanburður hlaut að verða símanum í dhag og söknuðu margir veðurfrétta útvarpsins. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Útvarpshlustandi skrifaði Út- varpstiðindum og sagði að: Veður- fréttir í feluleik Saga Veðurstofu Is- lands hefur verið skráð og gefin út í tilefni af- mælisins. Hilmar Garð- arsson sagnfræðingur var fenginn til verksins. Hér birtist kafli úr bók- inni þar sem fjallað er um það þegar bannað var að útvarpa veður- fréttum á stríðsárunum en veðurspár sendar með símanum. Þdtt sumum hafi ckki alltaf þdtt veðurspárnar ganga eftir og ýmsir jafnvel þdtzt vita betur um vatns- gufur og loftstrauma, mun alla hina minni spámenn ... hafa skort nokkra öryggiskennd, þegar ákveða átti hvort láta skyldi flekk liggja flatan að kveldi eða breiða sæti að morgni. Og Matthíasi Helgasyni í Kald- rananeshreppi á Ströndum varð að orði þegar liætt var að útvarpa veðurfréttum: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ og enda þdtt sitthvað hafi verið fundið að veðurspám Veðurstofunnar, kvað hann þd almenna dánægju meðal íbúa hreppsins yfir að heyra ekki veðurspár. Matthías bað stjörnvöld því að hlutast til um að veðurfréttir yrðu birtar á sí- mstöðvunum á Drangsnesi, Skarði og Sandncsi. Ef marka má kvart- anir úr mörgum verstöðvum lands- ins, virðast veðurspár víða hafa verið birtar seint og oft alls ekki. Stór hluti landsmanna fór á mis við veðurspár Vorið 1944 kvörtuðu sjdmenn á Djúpavogi undan því að veðurspár hefðu ekki verið birtar þar í langan tíma og sögðu erfitt að sækja sjd við slík skilyrði. Veðurstofustjdri kom þessari kvörtun á framfæri við póst- og símamálastjdra og bað um að þessu yrði kippti í lag hið bráðasta og vænti þess ennfremur að þetta kæmi ekki fyrir aftur enda stæði hann í þeirri meiningu að Veðurstofan hefði greitt fyrir sendingu og birtingu veðurfregna á Djúpavogi. Og spurði veðurstof- ustjóri að lokum hvort ekki væri „ástæða til að minna stöðvarstjdr- ana á þeim stöðvum, þar sem veð- urspár eiga að vera til sýnis, á það að nýju að rækja þetta starf sam- vizkusamlega?" Pdst- og símamál- astjóri viðurkenndi að nokkur mis- brestur hefði verið á birtingu veðurfregna en kvað orsök þess fyrst og fremst þá að síðdegisspáin bærist ritsímanum ekki fyrr en eft- ir lokun margra símstöðva. Kvart- anir veðurstofustjdra virðast hafa borið nokkurn árangur; alltént sagði hann í bréfi til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins nokkru síðar, að meiri regla væri komin á birtingu veðurfrétta. En þrátt fyrir að yfirmenn símamála hafi reynt eftir föngum að bæta veðurþjónustuna, gat ekki hjá því farið að stór hluti landsmanna færi nær alveg á mis við veðurfréttir á meðan ekki mátti útvarpa þeim. Vildu fá veðurfréttirnar á dulmáli Vegna þess hve sjdmenn eru háðir veðri hlaut bann við útvarpi veðurfrétta að bitna einna harðast á þeim. Sam- tök þeirra og ýmsir aðrir sem létu sig varða málefni þeirra, reyndu þess vegna að fá banninu aflétt. Pétur Ottesen alþingismaður virð- ist þd varla hafa talið það tímaksins vert enda áleit hann Iftinn feng að veðurs- pám Veðurstofunnar þegar hún hafði ekki erlendar veðurfréttir við að styðjast. Á fundi í Skipstjóra- og stýrimannafélagi Reykja- víkur 28. janúar 1944 var samþykkt að leggja sér- staka áherslu á að veður- fregnir yrðu framvegis sendar til skipa á fiskisldð- um. Á fundinum var upplýst að set- uliðið léti skipum f þjdnustu sinni f té veðurfregnir þegar þau dskuðu. I kjölfar sjdslysanna 12. febrúar 1944 sem áður var á minnst, var samþykkt svohljdðandi tillaga á að- alfundi Ingdlfs, Reykjavíkurdeild- ar Slysavarnafélags Islands: „Fundurinn skorar á Alþingi og rikisstjdrn að beita sjer af alefli fyrir því, við stjdrn setuliðsins, að fá því framgengt að útvarpa megi á dulmáli, veðurfrjettum til ísl. skipa og verstöðva. Bendir fundur- inn á að lffi og afkomu sjdmanna- stjettarinnar er stefnt í mikinn voða með því að viðhalda því banni á birtingu veðurfrjetta í útvarpi til fiskiskipa, sem verið hefir í gildi undanfarið.“ Þann 19. febrúar skoraði Skip- stjdra- og stýrimannafélagið Bylgj- an á Isafirði eins og áður segir á ríkisstjdrnina að tryggja að fiskis- kip fái öruggar veðurfréttir. Þdtt Bylgjumenn gerðu sér grein fyrir því að veðurspárnar væru ekki sem ábyggilegastar, væri reynslan samt sú að á meðan veðurfregnir voru sendar út með eðlilegum hætti, hefði í mörgum tilfellum verið hægt að forðast verstu veðr- in. En banni við að útvarpa veður- fréttum varð ekki hnikað. Millifyrirsagnir em blaðsins. Benedikt Jdnsson frá Auðnum veðurathugunar- maður á Húsavík við hitamælaskýli. einkarekin fyrirtæki í veðurþjónustu geti keppt hver við önnur. í rauninni tel ég þegar til lengri tíma er litið fyrirtækjastofnun um ákveðinn hluta veðurþjónustunnar einu raun- hæfu leiðina í því umhveríi sem við eram í og h'st mér best á bandarísku leiðina. Mér finnst þó að ríkisvaldið í hverju landi eigi að geta skilgreint starfsemi sína út frá sérstökum þörf- um, aðstæðum og áherslum, þannig að markaðsöilin verði þar ekki alls ráðandi. Þetta segi ég vegna þess að ég tel að markaðsvæðingin leiði ekki sjálfkrafa til hagkvæmari reksturs né heldur eigi við á öllum sviðum. Magnús segir að markmið veður- þjónustunnar nú sé að veita sem flestum þá veðurþjónustu sem þeir óska. „Við erum með meiri upplýs- ingar um veður á heimasíðu okkar; vedur.is, og í textavarpi en aðrar veðurstofur í Evrópu sem ég þekki til, auk þess sem símaþjónusta okkar er ódýrari en annars staðar,“ segir hann. Sveiflur í náttúru nátengdar veðri „Þú spyrð um ný svið sem stofnun- in fer væntanlega inn á í framtíðinni. Auk eflingar vöktunar á náttúranni og hamföram hennar, m.a. með tækni eins og fjarkönnun tel ég að við þurfum að sinna rannsóknum mun meira en nú er gert og aðstaða er til. Ekki síst eigum við að fara út í rannsóknir á veðri og veðurfari með tenginu þess við lífríki og lifnaðar- hætti bæði manna og dýra en þar er enn að miklu leyti óplægður akur. Ekki hefur nægilega verið reynt að tengja sveiflur í náttúranni eins og fiskistofnum, gróðurfari og fleira við veðurfar. Ég tel að veðrið og nátt- úrasveiflur til lands og sjávar séu miklu nátengdari en haldið er fram nú. Þá er krafan um upplýsingar og ráðgjöf hvers konar alltaf að vaxa og tæknin og upplýsingasamfélagið gerir manni kleift að gera það sem ekki var hægt fyrir fáum áram. Ef eitthvað fýkur, snjóflóð fellur á veg eða jarðhræringar verða hér á landi er hluturinn varla lentur, flóðið stansað eða jörðin hætt að hristast þegar menn fara að hafa samband við Veðurstofuna til að fá upplýsing- ar og ráðgjöf. Því miður er Veður- stofan ekki enn ekki nógu vel búin, hvorki í mannafla eða tækjum til að mæta þessum auknu upplýsinga- kröfum enn sem komið er. Að minnsta kosti vildum við gera enn betur. Vantar sérfræðinga til starfa Annað sem hamlar starfseminni er að stofnunina vantar veðurfræð- inga, snjóflóðafræðinga og aðra sér- fræðinga á þeim sviðum sem Veður- stofan starfar á. Meginskýringin á því er sennilega helst að við eram fá- menn þjóð og að sífellt er verið að gera meiri kröfur til menntunar. Samkeppnin er hörð við aðrar grein- ar og mikil eftirspurn eftir vel menntuðu fólki á mörgum sviðum. Ég ætla ekki að spá áttatíu ár fram í tímann, það gengur víst ekki,“ segir Magnús kankvís, „en ég tel að Veðurstofa íslands sé að mörgu leyti öflug stofnun með góðu starfsfólki sem er vel í stakk búið til að taka við þeim auknu kröfum sem gerðar era til hennar. En við verðum að fá vel skilgreint umhverfi að starfa í og meiri skilning stjórnvalda á mikil- vægi þeirra verkefna sem stofnunin sinnir. Þar á ég t.d. við að mótuð sé heildarstefna í opinberri veðurþjón- ustu en nú era þrjár eða fjórar ríkis- stofnanir að sinna veðurathugana- þjónustu og upplýsingamiðlun til notenda á mismunandi rekstrarfors- endum. Ég hef farið fram á að gerð verði úttekt á veðurþjónustu hins op- inbera með það að markmiði að auka samvinnu þessara stofnana og jafna aðstöðuna og er bjartsýnn á að hreyfing sé að komast á það mál. En þrátt fyrir allt er mikill munur á þeirri fjögurra manna Veðurstofu sem tók til starfa fyrir áttatíu áram og nú. Starfsmenn era um 100 auk veðurathuganamanna, snjóeftirlits- manna og gæslumanna jarðskjálfta- mæla að ónefndum fjölda sjómanna sem gera veðurathuganir víða um höf. Verkefnin era óþrjótandi og við búum á einhverju virkasta svæði jarðarinnar með tilliti til náttúraafla lands, lofts og sjávar. En ég er ég bjartsýnn á framtíðina," segir Magn- ús að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.