Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUD AGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýtt tónlistarhús Karlakórs Reykjavíkur við Skógarhlíð verður vígt á næstunni Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Rúnar Jónsson, Diddi fiðla, lengst til vinstri, var fenginn til að leggja mat á hljómburðinn í nýjum tón- leikasal Karlakórs Reykjavíkur þegar kórinn tók þar lagið á dögunum. „Hann lofar mjög góðu. Ég held að þetta verði glimrandi fínt hús,“ segir hann. Við hlið hans stendur kórstjórinn, Friðrik S. Kristinsson, og Stefán Ein- arsson verkfræðingur, sem hannaði hljómburðinn í salnum. Morgunblaðið/Ásdís Frá vinstri: Stefán Einarsson, verkfræðingur og hljómburðarhönnuður, og samstarfsmaður hans, Steindór Guðmundsson verkfræðingur, Björn Helgason arkitekt, Guðmundur Sigþórsson, formaður kórsins, Örvar Ingólfsson byggingameistari og Helgi Hjálmarsson arkitekt á miðju gólfi tónleikasalarins. Einnig má stilla flytjendum upp þar í miðjunni og raða áhorfendum hringinn í kring. „Sannkölluð sönghöll“ Nýtt tónlistarhús Karlakórs Reykjavíkur, 7--------------------------------------- Ymir, verður vígt 30. janúar næstkomandi. Margrét Sveinbjörnsdóttir gekk um húsið í fylgd arkitekts, hljómburðarráðgjafa og formanns kórsins. Morgunblaðið/Ásdís Horft upp í hvelfingu hins sexhyrnda tónlistarhúss Karlakórs Reykjavíkur. Bylgjurnar í hvelfingunni eru til þess ætlaðar að jafna dreifingu hljómsins. NÝJA tónlistarhúsið er fyrsta húsið í Reykjavík sem hannað er sérstaklega fyrir tónlistarflutning frá því Hljómskál- inn var reistur fyrr á öldinni. Bygg- ingarsaga hússins er orðin alllöng en Reykjavíkurborg gaf kórnum lóð undir nýtt félagsheimili á 50 ára af- mæli hans árið 1976. Lóðin er í Öskjuhlíð, nánar tiltekið í Skógar- hlíð 20. Aratugur leið þar til fyrsta skóflustungan var tekin að húsinu, en hana tók Hallgrímur Sigtryggs- son, einn af stofnendum kórsins, í maí 1986. Til að fjármagna bygginguna seldi kórinn félagsheimili sitt á Freyjugötu 14 og litla íbúð sem hann hafði fjárfest í auk þess sem kórinn hefur notið fjárstuðnings Reykjavíkurborgar og einkaaðila. Þá hafa kórfélagar unnið mikla sjálfboðavinnu á undanförnum ár- um. A formanni kórsins, Guðmundi Sigþórssyni, er að heyra að kórfé- lagar hyggi nú gott til þess að sjá - og heyra - árangur erfiðisins þegar húsið verður vígt með tónleikum sunnudaginn 30. janúar. Tónleik- arnir verða undir hatti Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000 og í samvinnu við Tónskáldafélag ís- lands. Karlakórinn býður til sín Fóstbræðrum, eldri félögum úr Karlakór Reykjavíkur og grönnum sínum úr húsinu; Kvennakór Reykjavíkur og fulltrúurn Nýja söngskólans Hjartans mál. Á efnis- skránni verður íslensk kórtónlist frá fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Heildargólfflötur hússins er um 1.100 fermetrar en það er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni, sem nú er verið að leggja síðustu hönd á, er salur, sérhannaður til tónlistarflutn- ings, og mun hann taka um 350 manns í sæti. Hægt er með góðu móti að koma um 250 stólum fyrir í salnum og 100 á svölum. í salnum er stórt svið og veitingaaðstaða. Fjölbreytt starfsemi í húsinu Á neðri hæð eru skrifstofur Karlakórs Reykjavíkur og Kvenna- kórs Reykjavíkur ásamt tveimur æfingasölum og fimm hljóðeinan- gruðum kennslustofum til söng- og hljóðfærakennslu. Neðri hæðin var tekin í notkun 1. september 1998 og lætur nærri að sá hluti hússins sé í notkun frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Um sjö hundruð manns af báðum kynjum og á öllum aldri eru þar við nám og æftngar. Auk Karla- og Kvennakórs Reykja- víkur er Nýi söngskólinn Hjartans mál með starfsemi sína í húsinu. Arkitekt hússins, Helgi Hjálm- arsson, Teiknistofunni Oðinstorgi, segir að við hönnun hússins hafi hann haft í huga að kórinn gæti rek- ið það þannig að það stæði undir kostnaði. „Fyrir utan höfuðáherslu á kórsönginn réðst gerð salarins þess vegna svolítið af því að hér væri hægt að hafa margvíslegar aðrar uppákomur," segir hann og leggur áherslu á eðli hússins sem fjölnota húss. Hann segir það henta vel fyrir hvers kyns tónlistarflutning, sýn- ingar, ráðstefnur og móttökur og bjóða upp á fjölbreytta möguleika. Helgi segir einvalalið hafa staðið að byggingunni og segist sérstak- lega vilja nefna einn kórfélaga og bygginganefndarmann, Margeir Jó- hannsson. „Hann hefur verið með frá fyrstu tíð. Hann var einskonar verkefnastjóri og stjórnaði þessu öllu af miklum dugnaði og hagsýni. Við fengum til liðs við okkur þá Stef- án Einarsson hljómburðarsérfræð- ing og félaga hans, Steindór Guð- mundsson, verkfræðing, sem komu fljótlega inn í þetta með okkur og áttu stóran þátt í því að gefa okkur hugmynd um hvernig hægt væri að mynda þessa hvelfingu sem hér er,“ segir Helgi og bendir upp í hátt loft salarins, en húsið er sexhymings- laga með hárri hvelfingu. Spáin er göð „Sexhyrningsformið er í rauninni hagstætt. Það sem var dálítið erfitt var hvelfingin, sem hafði ákveðna eiginleika sem voru kannski ekki nógu góðir, en þeim eiginleikum hef- ur verið breytt með þessum bylgj- um, sem gefa jafna dreifingu yfir rýmið,“ segir Stefán og bendir upp á bylgjurnar. „Dreifingin hefði orðið eilítið ójöfn ef þær hefðu ekki komið til, vegna þess að formið sem slíkt vill safna hljóðinu svolítið saman,“ heldur hann áfram. Stefán setur sig í spámannlegar stellingar: „Ef mað- ur ætti að segja eitthvað um spána, þá er hún góð - mjög góð.“ Hann segir salinn upp á sitt besta ef hann er nokkuð þéttsetinn fólki en tómur geti hann orðið dálítið ómmikill. „Svo er hugsað fyrir áframhaldandi aðgerðum sem stefna að því að jafna hljómburðinn með tjöldum, sem verða hengd upp fyrir ofan svalirn- ar. Síðar verða jafnvel einnig hengd tjöld á veggina. Ef fáir áheyrendur eru í salnum eða ef menn vilja af ein- hverjum ástæðum stytta ómtímann má stjórna því með tjöldunum." Stefán sá á sínum tíma um hljóð- hönnun í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs og því liggur beint við að biðja hann að bera saman húsin tvö. Hann segir hins vegar erfitt að gera beinan samanburð, þar sem eðli húsanna sé svo ólíkt. Salurinn sé t.d. allur fastari í sínu formi en tónlistar- hús Karlakórsins og bjóði upp á meiri þægindi, t.d. séu stólarnir þar eins og í leikhúsi. „Þetta verður allt- af ólíkt, því jafnvel þó að hljómburð- urinn verði tæknilega sá sami, þá er umhverfið ólíkt, þannig að upplifun- in verður aldrei sú sama. En ég sé ekki betur en að skilyrðin séu mjög góð hér,“ segir Stefán. Einföld efnis- notkun í margbrotnu rými Helgi segir að þó að rýmið sé í sjálfu sér svolítið marg- brotið hafi ver- ið lögð áhersla á mjög einfalda efnisnotkun. „Það viljum við gera til þess að rýmið sem slíkt njóti sín betur. Gólfin eru beykiklædd og veggir og loft máluð mjög ljós. Við hugs- um okkur svo að ná svolítilli tilbreytingu í litum þegar kemur að því að velja liti á húsgögn, tjöld og slíkt,“ segir hann en að- spurður segir hann ekki end- anlega ákveðið hver liturinn eða litimir verði. Það sama er að segja um litinn á húsinu að utan og frágang lóðarinnar, sem bíður betri tíma. Áhersla hafi verið lögð á að hafa ekki stærri áfanga undir en þá sem eru viðráðanlegir. Helgi segir það allt annað og að mörgu leyti skemmtilegra að hanna fyrir félagsskap á borð við Karla- kórinn en aðila sem hafa úr meira fé að spila. En það hefur líka tekið tím- ann sinn. Þegar blaðamaður spyr Helga hve mörg ár alls hann hafi unnið að húsinu hugsar hann sig um og lítur svo spyrjandi á félaga sinn, Bjöm Helgason arkitekt. Saman komast þeir að þeirri niðurstöðu að vinna þeirra við hönnun hússins hafi hafist fyrir um tólf áram. Valkostur sem mun standa Salnum fyllilega á sporði Formaður kórsins, Guðmundur Sigþórsson, telur húsið lofa mjög góðu. „Þetta er að verða sannkölluð sönghöll. Tónleikasalurinn er mjög glæsilega hannaður og vegna þess að hann er byggður í hring, þá er ná- lægð áheyrenda við flytjendur mikil, en það þekkist ekki víða í húsum sem notuð eru til tónleikahalds hér,“ segir hann. „Ég held að þetta hús sé valkostur sem mun standa Salnum fyllilega á sporði,“ segir Guðmund- ur, aðspurður um hvort Karlakór Reykjavíkur sé að fara í samkeppni við Salinn í Kópavogi. Hann kveðst telja að samstarfið við Helga Hjálmarsson hafi verið kórnum mikil gæfa. „Hann er smekklegur og mjög raunsær og sveigjanlegur þegar kemur að út- færslu á hugmyndum.“ Þá segir Guðmundur að myndarlegur fjár- stuðningur Reykjavíkurborgar hafi skipt sköpum, auk þess sem kórfé- lagar hafi lagt fram gífurlega mikla sjálfboðavinnu. Ekki megi gleyma kvenfélagi kórsins, en með dyggri aðstoð og framlagi þess hefur kór- inn fest kaup á konsertflygli af stærstu gerð frá Steinway. Þá hafa verið pantaðir sérhannaðir kon- sertkórpallar, sem verða að sögn Guðmundar hinir einu sinnar teg- undar á landinu. „Þegar þetta tvennt er komið í húsið tel ég að það verði best búna húsið á landinu til kórtónleika, því sviðið er mjög rúm- gott og getur því tekið stóra kóra.“ Hann segir þó ljóst að Tónlistarhús- ið með stórum staf, sem svo lengi hefur verið ráðgert að reisa í Reykjavík, verði inni á allt öðrum markaði en hús Karlakórsins og því muni ekkert skarast þar þegar þar að kemur. „Tónlistai'húsið verður fyrst og fremst fyrir stóra tónleika. Þetta hús okkar mun hinsvegar henta fyrir langmesta fjöldann af tónleikum sem hér eru haldnir, en það er mjög algengt að áheyrend- urnir séu um 200-350,“ segir Guð- mundur. Ásdís Ingólfsdóttir var nýverið ráðin framkvæmdastjóri hússins og mun hún sjá um daglegan rekstur þess. Þá er ætlunin að fá veitinga- mann til að taka að sér veitinga- rekstur í tengslum við tónleika og hinar ýmsu uppákomur í húsinu. Þegar Guðmundur er spurður hvað ævintýrið hafi kostað kórinn getur hann ekki nefnt ákveðna, end- anlega tölu. „Byggingarkostnaður- inn er á annað hundrað milljónir, en hér hafa byggingarnefndarmenn sníkt, prúttað og unnið í sjálfboða- vinnu, og það hefur auðvitað sparað okkur tugi milljóna. Ég myndi halda að svona hús hefði kostað á bilinu 160-180 milljónir ef einhver venju- legur aðili hefði byggt það,“ segir hann. Enn era ónefndir nokkrir þeirra sem komu að hönnun hússins. Verk- fræðingur þess er Jón Guðmunds- son, raflagnir og lýsingu hannaði Sveinn Jóhannsson rafhönnuður og loftræstingu og lagnir hannaði Rafn Guðmundsson, tæknifræðingur. Byggingameistari er Örvar Ingólfs- son. Bygginganefnd hússins skipa: Margeir Jóhannsson, Sveinn Jó- hannsson, Ómar Ingólfsson og Lár- us Lárasson. Verkefnisstjóri með bygginganefnd er Bjarni Axelsson, kórfélagi. =
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.