Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 39 KJARTAN BERGMANN GUÐJÓNSSON + Kjartan Berg- mann Guðjóns- son fæddist á Flóða- tanga í Stafholts- tungum í Borgarfírði 11. mars 1911. Hann lést á Landspítalan- um hinn 17. desem- ber síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Hallgrímskirkju 29. desember. Kjartan Bergmann Guðjónsson, fyrsti for- maður og heiðursfélagi Glímusambands Islands, hefur markað mikil spor í sögu glímunnar og langar mig til að minnast þeirra lítillega um leið og ég vil fyrir hönd GLÍ votta Kjartani þakklæti fyrir hið mikla og giftudrjúga starf er hann innti af höndum í þess þágu og glímunnar, þeirrar íþróttar, er hann unni umfram allar aðrar frá barn- æsku til æviloka. Kjartan hóf glímuferil sinn korn- ungur á heimaslóðum sínum í Borg- arfirði árið 1929. Þá sigraði hann með glæsibrag í fyrstu sýsluglímu Mýrasýslu og lagði alla sína and- stæðinga sem ekki voru neinir auk- visar. Kjartan var þá aðeins 17 ára og þótti framganga hans frækileg. Ekki spillti fyrir að hann hlaut einn- ig verðlaun fyrir fegurstu og bestu glímuna. Hann hafði um veturinn stundað glímu í íþróttaskóla Sigurð- ar Greipssonar í Haukadal og tók um vorið þátt í Íslandsglímunni. Á Alþingishátíðinni 1930 tók Kjartan þátt í bændaglímu sem háð var milli Sunnlendinga annars vegar og hins- vegar glímumanna af Vestur- og Norðurlandi. Sunnlendingar sigr- uðu en Kjartan lagði fjölmarga úr þeirra liði og féll með sóma eftir að hafa skorað á bónda þehTa þegar hann var einn eftir. Næstu ár var Kjartan sigursæll í glímukeppni í heimahéraði en minna varð um æf- ingar og keppni þegar hann gerðist bóndi á Sigmundarstöðum í Hálsa- sveit um sex ára skeið. Mæðiveikin illræmda gerði út af við búskapardrauma Kjartans og hann flutti til Reykjavíkur og hóf störf í lögreglunni. Þar hóf hann glímuæfingar af endurnýjuðum krafti og komst strax í fremstu röð. Árið 1941 sigrar hann í tveimur sterkustu glímumótum landsins, Skjaldar- glímu Armanns og ís- landsglímunni og hlýt- ur einnig verðlaun fyrir besta glímu. Þá börðust margir öflugir og góðir glímumenn um þessi sigur- laun glímunnar. í Tímanum 7. Júní 1941 segir að lokinni Íslandsglímu: „Kjartan B. Guðjónsson var tví- mælalaust vel að sigrinum kominn og glímdi djarfmannlega og örugg- lega. Það var efalaust snerpa, tækni og kunnátta Kjartans í glímunni sem gerði hann að glímukóngi og glímusnillingi því hvorki voru þyngd hans né kraftar nema í góðu meðal- lagi. Kjartan var því sjálfur besta sönnun þess sem hann hélt ávallt fram að glíman byggðist hvorki á þyngd né kröftum, heldur góðri kunnáttu glímumannsins, snerpu hans og fimi og fyrst og síðast, full- um drengskap. Fyrirmynd Kjartans í glímu var Hallgrímur Benediktsson glímu- kappi. Kjartan taldi hann eitthvert mesta glæsimenni og prúðmenni sem hann komst í kynni við og lagði sig fram um að líkjast honum í at- gervi og drengskap í glímunni. Skömmu eftir þessa sigra hóf Kjartan störf sem glímukennari á vegum ÍSÍ og varð síðan fyrsti fram- kvæmdastjóri samtakanna. Lét hann þá af glímukeppni. Bæði þá og síðan bar hann framgang þjóðar- íþróttarinnar mjög fyrh- brjósti. Síð- ar gerðist hann glímukennari hjá glímufélaginu Armanni og þegar hann lét af þeim störfum gekkst hann fyrir stofnun Umf. Víkverja ár- ið 1964 en það félag hefur alltaf látið glímu mjög til sín taka. Kjartan var helsti glímukennari Víkverja um árabil og útfærði þar í verki kenningar sínar um góða glímu þar sem tækni íþróttarinnar nýtur sín en þjösnaskapur, bol og níð eru útlæg ger. Árangurinn varð só að innan félagsins uxu upp og þjálfuðust í glímulist margir vel glímandi einstaklingar og þeir bestu máttu kallast listamenn á glímuvell- inum. Segja mátti að glímumenn fé- lagsins skæru sig nokkuð úr á glímumótum svo var prúðmennskan rækilega mótuð í glímulag þeirra. Allt var þetta handaverk Kjartans. Hann hélt því fram að glíman væri jafnvægisíþrótt. Það hugtak gekk mörgum illa að skilja. Kjartan út- skýi'ði það svo að: „I því felst að glímumenn eiga að halda jafnvægi þá glímubragði er lokið, en falla ekki ofan á viðglímanda í lok glímu- bragðs." Slík glímulok voru honum lítt að skapi enda ekki í samræmi við eðli glímunnar. Arf Kjartans Berg- manns má sjá enn í dag á glímulagi keppenda Víkverja þar sem þeir forðast níð sem heitan eldinn og kappkosta að ljúka glímum í jafn- vægi. Það var glímunni mikið happ á þessum árum að Kjartan Bergmann valdist fyrsti formaður Glímusam- bandsins þegar það var stofnað 1965. Hann var fullur eldmóðs að bæta glímuna og lagfæra glímuregl- ur sem full þörf var á. Undir hans forystu urðu gagngerðar breytingar á búnaði glímumanna og níðinu var sagt stríð á hendur sem segja má að hafi staðið til þessa dags. Kjartan var duglegur formaður og átti mik- inn þátt í að festa sambandið í sessi sem öflugan vettvang glímumanna. Kjartan hafði jafnan auga fyrir nýmælum og breytingum í glímu- málum. Að hans frumkvæði var Landsflokkaglímunni komið á fót ár- ið 1947. Hún er í dag Meistaramót glímumanna í öllum aldurs- og þyngdarflokkum beggja kynja. Undir forystu hans hófust fjórðungsglímur og veitaglíma GLÍ sem nú er orðið umfangsmesta mót sambandsins. Tvívegis í formannstíð Kjartans voru farnar stórar sýningarferðir til Kanada árin 1967 og 1975. Þjálfun og undh'búningur hvíldi mjög á herðum Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa en Kjartan lét sér mjög annt um að ferðirnar færu vel fram og var með í för í seinna skipt- ið. Kjartan var sjálfur þátttakandi í + Jón Hermann- sson fæddist á Þórshöfn á Langan- esi hinn 24. nóvem- ber 1940. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 20 desem- ber síöastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjarkirkju 28. desember. Við fráfall vinar míns Jóns Hermannssonar koma fram í hugann minningabrot frá liðn- um árum og ég hugsa til þess dags er ég man fyrst til hans, en það var veturinn 1973-74 er hann kom hingað í Syðra-Lón til að fara á skauta, og man ég að ég var agndofa er ég sá færni hans og tilþrif á skautasvellinu, en þá var ég barn að aldri og að stíga mín fyrstu skref á skautum. Síðar, þegar ég komst til vits og ára, jukust samskiptin og ég minnist þess sérstaklega þegar Jón kom og vann með mér í heyskap á unglingsárum mínum og það fannst mér góð hjálp, því Jón var með rösk- ari mönnum í vinnu. Starfsævi Jóns var samofin sjón- um og sjávarútvegi. Hann fór ungur til sjós og vann bæði á togurum og bátum og eins nokkur ár í loðnu- verksmiðjunni hér á Þórshöfn. Ég átti því láni að fagna að starfa með Jöni á Stakfellinu, en þar starfaði hann í mörg ár. Jón var góður skips- félagi og lét sér annt um skipsfélaga sína og oftar en ekki hressti hann upp á and- an um borð með glettni sinni og skemmtilegum tilsvörum. Hestamennska var Jóni í blóð borin. Hann var afskaplega natinn við skepnur og það var gaman að heimsækja hann í hesthúsið og ég á góðar minningar frá útreiðartúrum við Ell- iðavatn. Fjölskyldulífið átti sérstaklega vel við Jón og hann naut þess að vera fjölskyldufaðir. Það var nota- legt að koma til hans og Heiðu í Ála- kvíslina og gott að sitja í eldhúsinu yfir kaffibolla og spjalla við Jón með- an hann sýslaði við eldhússtörfin, sem léku í höndum hans. Jón var sterkur maður og traust- ur. Handtak hans var þétt og vinnu- brögð hans traust og fumlaus og hann var ekki einn þeirra sem létu sér bregða þótt vindar blésu. Síðustu misseri hafa verið erfið og baráttan hörð við erfiðan sjúkdóm. Jón gekk æðrulaus til þeirrar bar- áttu og með óbilandi bjartsýni. Elsku Heiða, Elísabet Ólöf, Örk og Guðmundur, ég sendi ykkur mín- ar innilegustu samúðarkveðjur, sem og móður Jóns, systrum og aðstan- dendum öðrum. Blessuð sé minning Jóns Her- mannssonar. Guðmundur Vilhjálmsson. Jón Hermannsson vinur minn er látinn eftir að hafa háð langa og stranga bai'áttu við hinn illvíga vá- gest krabbameinið sem hafði betur að lokum. Ég kynntist Nonna, eins og hann var gjarnan kallaður af vinum sínum, þegar við vonim saman til sjós á togaranum Stakfelli ÞH frá Þórs- höfn. Þar um borð var Nonni hvers manns hugljúfi og góður félagi. Helstu kostirnir sem prýddu þennan góða dreng voru að hann var bráð- skemmtilegur, hörkumaður til allrar vinnu, ósérhlífinn, snyrtimenni og frábær sögumaður. Það var hrein unun að sitja og hlusta á hann segja sögur af gömlum Þórshafnarbúum og ýmsum strákapörum sem hann stóð fyrir þegar hann var unglingur. Urðu þessar sögustundir til þess að lyfta móralnum upp á hærra plan meðal áhafnaiinnar í löngum og leið- inlegum túrum. Nonni var alla tíð mikill hestamað- ur og átti hesta til hinsta dags. Einn- ig var Nonni góð skytta og hafði gaman af því að ganga til rjúpna á haustin og veiddi þá oft vel. Nú í haust frétti ég að Nonni væri kominn á líknardeild Landspítalans, svo ég fór í heimsókn til hans þang- að. Þar rifjuðum við upp gamla tíma, ég sagði honum rjúpnafréttir að norðan og margt var skrafað þann dag, og var Nonni hinn hressasti. Ég kom til hans nokkrum sinnum eftir þetta og í síðasta skiptið sem við hitttumst var ákveðið að við mynd- um hittast fljótt aftur. Nokkrum dögum síðar barst mér sú frétt að vinur minn væri látinn. Kæru aðstandendur, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Ölver H. Arnarsson. JÓN HERMANNSSON tveim stórum glímusýningarferðum Ármanns skömmu eftir að hann hætti glímukeppni. Var það til Sví; þjóðar 1946 og Finnlands 1947. í bændaglímum sem þá voru hluti sýningarinnar var Kjaitan jafnan bóndi á móti hinum rómaða glímu- garpi Guðmundi Ágústssyni. Kjartan var kjörinn heiðursfélagi Glímusambandsins 1981 og sat lengi í glímusögunefnd en skráning sögu glímunnar, glímumanna og glímu- móta var hans hjartans mál. Undir hans forystu var safnað miklum fróðleik um glímumenn fyrri tíma og einnig glímuna sem íþrótt. Var Gunnar M. Magnúss fenginn til að skrifa bók um þá fyrrnefndu en Þor- steinn Einarsson fenginn til að rita um þróun glímunnar sem íþróttar. Var þessu hvort tveggja hleypt af stokkunum að frumkvæði Kjartans fyrir 30 árum. Ýmis atvik höguðu því svo að hvorug bókin er komin út enn. Veikindi Gunnars og síðar and- lát stöðvuðu þá fyrri en handrit um þróun og sögu glímunnar er því sem næst fullbúið frá hendi Þorsteins. Það varð úrræði Kjartans þegar hann fann aldur og dvínandi heilsu færast yfir sig að hann réðst í að gefa út á eigin kostnað bókina ís- lensk glíma og glímumenn sem kom út árið 1993. Kjartan hafði um ára- tuga skeið ritað margt um glímu og nú var það búið til prentunar í einu lagi og mörgu aukið við. Þama er samankominn mikill fróðleikur um glímuna sem Kjartan hafði viðað að sér á löngum ferli og betra var en ekki að fékk að líta dagsins ljós. Því er ekki að neita að í þessari útgáfu var Kjartan ekki samstíga forystumönnum GLÍ sem hefðu gjarnan viljað hafa samráð um útgáfu verksins. Þótti mér leitt að*" um tíma voru samskipti okkar Kjartans lítil vegna þessa því ég hef alla tíð virt mikils framlag hans til glímunnar og tekið hjartanlega und- ir sjónarmið hans um góða glímu. Það var mér því til gleði og okkur báðum nokkru síðar þegar ég heim- sótti hann og við ræddum af ein- lægni glímumálin. I lok þeirrar heimsóknar gaf hann mér bók sína áritaða og höfðum við síðan ágæt samskipti. Einkum þótti mér vænt um að geta útvegað honum nákvæm úrslit ýmissa glímumóta frá fyrri tíð sem hann langaði til að skoða. Kjartan hafði átt við vanheilsu að stríða um árabil þegar dauða hans bar að höndum. Aldur hans var orð- inn nokkuð hár og hann var sáttur við að taka sér hvfld. Áhugi hans á málefnum glímu- nnar var hins vegar ófölskvaður til hins síðasta enda glíman hans óska- bam sem hann átti sinn þátt í að fegra og fága og lagði alltaf metnað sinn í það að glíman yrði sem best. Fyrir það vil ég þakka honum og hans óeigingjarna starf bæði utan og innan vébanda Glímusambandsins. Eiginkonu hans og öðrum aðstand- endum votta ég dýpstu samúð. Fyrir hönd Glímusambands ís- lands. Jón M. Ivarsson. NÚMI ÞORBERGSSON + Númi Þorbergs- son fæddist 4. september 1911. Hann lést 19. desem- ber siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 28. desember. Skammt er liðið síð- an Númi gekk lífsgöt- una á enda, orðinn al- draður maður. Og langt er síðan ég heyrði hans fyrst getið, en hann var þjóðkunnur maður um langt skeið. Dægurljóðin sem hann orti voru mörg og flugu víða, enda létt og lip- ur. Aldrei minnist ég þess þó, að hon- um hafi verið veitt nein sérstök við- urkenning fyrir skáldskap sinn. Það er eins og sumum mönnum sé ætluð þögnin ein, en öðrum sé stillt á stall. Hægt er að drepa menn með þögn- inni - um tíma. Enginn skyldi þó álykta, að hún verði hið endanlega hlutskipti. Númi mun, að ég ætla, fá loflegan dóm þegar um hægist, en margir þeir, sem nú er hæst hossað, dauðir og dottnir upp fyrir. Ég naut þeirrar ánægju að kynn- ast Núma á efri árum hans. Hann var í félagi kvæðamanna, sem ekki var neitt undarlegt um jafn snjallan hagyrðing og hann var. Þá sótti hann árshátíðir Húnvetninga, en í allmörg ár var einn ágætur Húnvetningur honum samferða, hún Ragnheiður Brynjólfsdóttir frá Blönduósi, sem lengi var gift Þorvaldi Þórarinssyni frá Hjaltabakka. Númi og Ragnheið- ur voru góðir dansfélagar. Vöktu einnig athygli á þeim vettvangi, komin hátt á efri ár. Minnisstætt er, þegar þau dönsuðu í sjónvarpsþætt- inum „Fólkið í land- inu“. Glæsilegt par á dansgólfi. Númi var alla ævi mikill gleði-. maður, og skemmti sér og einnig öðrum, enda stjórnaði hann dansi um langt árabil í sam- komuhúsuin höfuð- borgarinnar. En eins og íyrr sagði, orti hann mai'ga texta, sem sungnir eru oft í út- varpi, og eiga eftir að lifa enn um langa hríð. Ljóðið „Kvöldkyrrð", við lag Jónatans Olafs- sonar, orti Númi í minningu hins góðkunna söngvara Erlings Ólafs- sonar, bróður Jónatans og Sigurðar, söngvara og hestamanns. Það var sungið við útför Núma, einnig Jónat- . ans. Fór einkar vel á því. Hver man *■ ekki ljóðið hans Núma um Sigurð sjómann og um hana Stínu, sem var lítil stúlka í sveit? Þessi ljóð eru að- eins nefnd hér, en allir sem léttum ljóðum unna, kunna margfalt fleiri eftir hann Núma. Hver er skáld? Sá sem skapar það úr móðurmálinu, er auðgar tilvei-u annarra, gleður þá og göfgar. Þetta gerði hann Númi Þorbergsson. Að lokum stutt mynd frá kynnum okkar Núma. Við vorum á gangi í Viðey á síðsumri 1980. Tókum okkur út úr hópi félaga í Kvæðamannafé- laginu Iðunni. Við heyrðum allt í einu lambsjarm og gengum á það hljóð. Þá var lamb á sundi í skurði þar, og orðið langt leitt. Við björguð- um því á þurrt land og móðir þess heimti það úr helju. Minnisstætt. Þessa finnst mér ánægjulegt að minnast. Auðunn Bragi Sveinsson. t Eiginkona mín, Sesselja Svavarsdóttir, Garðabyggð 8, Blönduósi, sem andaðist aðfararnótt 4. janúar, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju mánudaginn 10. janúar kl. 14.00. Blóm eru afþökkuð en þeir sem óska að minnast hinnar látnu láti Samtök Sykursjúkra eða Umsjónarfélag Einhverfra njóta þess. Grímur Gíslason. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.