Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SESSELJA SVAVARSDÓTTIR + Sesselja Svavars- dóttir var fædd á Akranesi 31. ágúst 1922. Hún lést á Blönduósi 4. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Svav- ars Þjóðbjömssonar, bónda á Neðra- Skarði í Leirársveit, Bjömssonar, bónda á Brúshóli í Flókadal, og eiginkonu hans, Guðrúnar Finnsdótt- ur í Efra-Sýmparti á Akranesi, Gíslasonar. Bæði vom þau hjón, foreldrar Sesselju, Borgfirðingar aftur í ættir. Sesselja naut venjulegs bama- og unglinganáras á Akranesi, en um tvítugsaldurinn sótti hún nám- skeið í Húsmæðraskóla Suður- lands á Laugarvatni. Tæplega tvítug að aldri lagði hún leið sína norður í Vatnsdal og gerðist kaupakona hjá Runólfi Bjöms- syni, bónda á Komsá, og konu hans, Ölmu Jóhannsdóttur Möller. Þannig urðu kynni þeirra Gríms Gíslasonar í Saurbæ í Vatnsdal er þar var heima í föðurgarði. Þau Sesselja og Grímur gengu í hjónaband 25. okt. árið 1941 og hófu búskap í Saurbæ vorið eftir, 1942. Bjuggu þau þar til vorsins 1969, tvö síðustu árin í sambýli við dóttur þeirra og tengdason. Eftir að búskap þeirra hjóna lauk í Saurbæ og þau vom flutt til Blöndu- óss, starfaði Sesselja um skeið á Sauma- stofu Pólarpijóns á Blönduósi og Hér- aðshælinu meðan starfsorka leyfði. Hún annaðist heimili þeirra hjóna, með frávikum vegna veikinda, til æviloka. Börn þeirra Sesselju og Gríms em, talin í aldursröð: 1) Sigrún, húsmóðir og bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, gift Guðmundi Guðbrandssyni og eiga þau fjögur böm. 2) Katrín, hús- móðir og bóndi að Steiná 3 í Svart- árdal, gift Sigurjóni Stefánssyni og eiga þau tvo syni. 3) Sæunn Freydís, húsmóðir og skrifstofu- maður í Reykjavík, gift Guðmundi Karli Þorbjörnssyni og eiga þau tvö böm. 4) Gísli Jóhannes, bóndi og bókari á Efri-Mýrum í Engi- hlíðarhreppi, kvæntur Sigurlaugu Höllu Jökulsdóttur og eiga þau fimm böm. Baraabarnabörnin em ríflega hálfur annar tugur. Utför Sesselju verður gerð frá Blönduósskirkju á morgun, mánu- daginn 10. janúar, og hefst athöfn- in klukkan 14. „Hver á þá að baka afmælistert- una handa langafa?" sagði Sara Líf, fjögurra ára, þegar hún heyrði að Sella langamma hennar yrði jarðsett á afmælisdegi Gríms langafa. Aður var stúlkan búin að biðja Guð að hafa nú allt í góðu lagi í Himnaríki fyrir - langömmu sína og passa hana vel. Hún amma okkar hefði örugglega átt afmælisköku handa afa, hún átti alltaf eitthvað með kaffinu og tók ekki annað í mál en að gestir þægju veitingar af einhverju tagí. Heimili þeirra afa hefur oft verið eins og um- ferðarmiðstöð, húsráðendur vildu vita af sínu fólki og fannst slæmt ef eitthvert okkar átti leið um Blönduós og kom ekki í heimsókn. Það þurfti ekki endilega að stoppa lengi, bara að þiggja kaffibolla eða mjólkurglas og spjalla svolítið. Hversu samhent sem hjón eru get- ur farið svo að ekki séu þau á einu máli og stundum voru „konurnálin" rædd í eldhúsinu en afi gekk snúðugt ^ til stofu, þó glottandi í laumi. Það var nefnilega oft svo gott að tala við ömmu um svoleiðis mál, en eðlilega voru þau ekki á áhugasviði afa. Það voru kannski ekki heldur útsaumaðir stólar, borð og myndir sem bera vitni um handavinnuáhuga ömmu, allar lopapeysurnar, eða postulínsgripirn- ir sem hún vann handa börnum sín- um og barnabömum, en hann rétti henni hjálparhönd ef með þurfti, virti verk hennar og var stoltur af þeim. Lengi var það venja að stórfjöl- skyldan kæmi saman hjá afa og ömmu til að fagna áramótum, og var það ávallt mikið tilhlökkunarefni okkar bamabarnanna. Eftir því sem fólkinu fjölgaði þurfti meiri undir- búning en helst vildi amma sjá um allt sjálf. Þau afi vildu láta gestum sínum líða vel og lögðu mikið á sig til að svo mætti verða. En okkur fannst það dapurlegt að vegna sykursýkinn- ar mátti amma ekki borða nema sumt af góðgætinu sem hún bauð okkur. I veikindum ömmu hefur afi ann- ast hana af mikilli alúð og umhyggju. Það tíðkaðist ekki í hans ungdæmi að karlmenn ynnu heimilisstörf, allt slíkt lærði hann á efri áram til að geta auðveldað henni lífið, en stund- um þótti henni nú óþarfi að hann tæki af henni verkin. Hún amma var nefnilega þrjósk, svo mjög að einni okkar systra varð einu sinni að orði að ef einhver gæti dáið úr þrjósku þá væri það amma. Helst kom þrjóskan í ljós þegar henni fannst við ekki vilja þiggja það sem hún vildi fyrir okkur gera, eða við vilja gera of mikið fyrir hana. En amma var ekki bara það sem þegar hefur verið nefnt. Hún var ág- ætlega hagmælt þótt ekki gerði hún mikið úr því sjálf og líklega hafa fáir fengið að sjá vísumar sem hún orti. Söngelsk var hún, kunni mikið af lög- um, var læs á nótur og miðlaði því til þeirra sem áhuga höfðu. Þannig kenndi hún bæði Sigrúnu móður okk- ar og Sesselju fyrstu nótumar og lagði þar með grann að atvinnu þeirra. Hún fylgdist líka stolt með og hvatti mjög þá mörgu afkomendur sem stunda hljóðfæraleik og söng. An stuðnings ömmu hefði afi heldur ekki getað sinnt svo mikið og vel sönglífi og félagsstarfi sem hann gerði, bæði í Vatnsdalnum og á Blönduósi. Við kveðjum ömmu og tökum und- ir orð Svanhildar langömmustelpu að nú geti amma borðað „Sörur“ og hlaupið um staflaus. Saurbæjarsystur hinar yngri; Sesselja, Halla og Guðný Sif. Látin er góð kona sem minnst er með söknuði. Mörg era árin síðan leiðir okkar Sesselju lágu fyrst saman, líkast til rúmlega fimmtíu ár. Sem ung kona fluttist hún að Saurbæ í Vatnsdal, en þai- á bæ bjuggu þá móðurafi minn og -amma, Gísli og Katrín, í félagi við Grím móðurbróður minn. Hún og Grímur vora þá nýgift, ég var smá- stelpa í fóstri hjá afa og ömmu. Ungt barn hefur óljósar hugmynd- ir um hugarástand annarra en allra nánustu, en geta má þess til að það hafi verið nokkur viðbrigði fyrir Sellu eins og hún var jafnan kölluð í fjöl- skyldunni, að flytjast norður yfir heiðar og hefja störf við búskap. En hún var úr stóram systkinahópi, bor- in og barnfædd á Akranesi. Þegar afi og amma bragðu búi fluttist ég með þeim til Reykjavíkur. Var ég síðan svo gæfusöm að komast til Gríms og Sellu í sveit á sumrin, en þau höfðu tekið við búi í Saurbæ. Þar var í mörgu að snúast, og skemmtileg skyldustörf biðu bamanna. Mest vora það útistörf, að gefa hænunum, moka fjósið, sækja og fara með kýr og hesta; vonandi hef ég einhvern tí- mann komið að gagni við að þvo upp eða snúa kleinum, þótt ekki hafi verið meira! Grímur og Sella höfðu þó sennilega ýmsar áhyggjur sem við bömin höfðum ekki skilning á. Fram- farahugur var í þeim hjónum, en tím- arnir vora einfaldlega aðrir en nú: heimilistæki vora fá eða engin, brauðbakstur, eldamennska og þvottar gerðu vinnudaginn oft ærið langan. Yfirleitt vora Sella og Grím- ur ein fullorðinna við búið, þó að bragðið gæti út af því. Tvö yngri bömin af fjóram fædd- ust á sveitadvalaráram mínum í Saurbæ. Enn man ég vel þegar Sella kom heim frá Blönduósi með Sæunni litlu og síðar með Gísla Jóhannes. Birta og hamingja ríkti á heimilinu, bömin vora hvert öðra mannvæn- legra og móðurhlutverkið átti vel við Sellu. Sella var hávaxin og myndar- leg kona, dökk í brún og brá. Síðastliðin ár höfum við fjölskylda mín oft notið hinnar miklu gestrisni Sellu og Gríms. Sesselja var slyng í matreiðslunni og óþreytandi í að framreiða ljúffengar krásir, hvort sem það var á matar- eða kaffiborð. Frá hlýlegu heimili þeirra hjóna á Blönduósi, seinast að Garðabyggð 8, á ég margar góðar minningar um samtöl við Sellu. Til dæmis var hugur hennar mikið við bömin og þeirra fjölskyldur. Sagði hún mér frá þeim og þeirra viðfangsefnum og við skoð- uðum saman myndimar sem prýða veggina í stofu þeirra Gríms. Sella hafði sérstakan skilning á bömum og unglingum, hún tók þau eins og þau vora og fylgdist af einlægni með þroska þeirra. Hún sagði frá með djúpri og breiðri rödd sinni, skýr og hiklaus í tali og framsetningu, frá- sögn hennar endaði oft með góðlát- lega hlátri. Þá er eftir að geta hæfileika henn- ar sem sauma- og hannyrðakonu. Fyrr á áram saumaði hún allt á börn- in og tók jafnvel saumaskap að sér fyrir aðra, ef ég man rétt. Hún var líka afkastamikil í prjónaskap; hver veit tölu á öllum þeim lopapeysum sem hún pijónaði. Á seinustu áram var hún jafnan með alls konar hluti sem hún var að gera í höndunum. Hún vann alltaf eins og sá sem veit nákvæmlega hvað hann er að gera, jafnvel þótt hún væri að læra nýja fónduraðferð með nýju efni, svona var verksvit hennar og reynsla. Sella var gædd sérstökum dugnaði og úrræðasemi. Hún var ákveðin og fylgin sér. Langvarandi veikindi þar sem sifellt reyndi á nýjan leik á kjark og úthald hafa eflaust eflt þessa eig- inleika. En í veikindum sínum stóð hún ekki ein. Grímur sýndi henni stöðuga umhyggju og hafði í raun ná- ið eftirlit með ástandi hennar. En sykursýki var áratugum saman föra- nautur hennar. Sá sjúkdómur er prófsteinn á tvennt: á sjálfsagann og á umönnun aðstandenda. Það er því í rauninni afrek að ná sjötíu og sjö ára aldri. Að lokum sendum við hjónin, börn okkar og fjölskyldur þeirra Grími og öllum aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Sesselju Svavarsdóttur. Jóhanna Jóhannesdóttir. Amma þín dó í nótt. Svolítil setning sem þó flytur svo óskaplega sáran boðskap. Það var alltaf gott að koma til ömmu. Hjá henni fengum við alltaf hlýtt faðmlag og góðan koss. Sem unglingar höfum við systkina- börnin dvalið hjá ömmu og afa sum- arlangt og unnið okkar sumarvinnu eða jafnvel hluta vetrar á Blönduósi. Þá var alltaf gott að koma heim í há- deginu, maturinn beið á borðinu en þannig var það reyndar alltaf þegar hún átti von á okkur sama hvenær sólarhringsins það var. Síðdegis var hún gjaman búin að steikja kleinur, vöfflur eða jafnvel baka pönnukökur. Langömmubömin höfðu alltaf nóg að gera hjá ömmu og afa. Þau gátu ætíð gengið að skápnum góða sem innihélt kubba og annað dót. Lang- amma átti ekki gott með að hreyfa sig en alltaf var pláss á hné hennar og hlustaði hún jafnan af miklum áhuga þegar bamabarnabömin sögðu henni frá hvað hefði á dagana drifið. Eli'n Sesselja, Brynjar og synir. Grímur, Jóhanna og synir. Mig langar til að minnast mætrar konu, hennar Sellu, sem kvaddi þetta jarðneska líf svo skyndilega. Við höfðum spjallað saman stundu eftir að nýja árið gekk í garð og var hún þá svokát og hress. Ég kynntist þeim sæmdarhjónum Grími og Sellu fyrir nokkrum áram, eða þegar sonur minn Sævar tengd- ist þessu sómafólki. Mikið var notalegt að koma í heim- sókn til þessara mætu hjóna, Sella sitjandi í stólnum sínum, annaðhvort með pijónana sína eða útsaum, og Grímur stjanandi við okkur. Sonarsonum mínum var hún ynd- islega góð og vil ég þakka henni það. Anna systir mín kynntist þeim einnig og tekur hún heilshugar undir mín orð. Ég er alveg viss um að Sella er sammála okkar ástkæra skáldi: Þá ég hníg í djúpið dimma Drottinn, ráð þú hvemig fer þótt mér hverfi heimsins gæði hverfi allt, sem kært mér er. Æðri heimur, himnafaðir hinumegin fagnar mér. (M. Joch.) Hvfl í friði, kæra Sella. Elsku Grímur, við vottum þér, börnum og öllum afkomendum dýpstu samúð. Guðrún og Anna. DAGBJÖRT KRISTJÁNSDÓTTIR + Dagbjört Krislj- ánsdóttir fæddist á Hlíðarhúsum á Snæfjallaströnd hinn 6. janúar 1904. Hún lést 1. janúar síðastliðinn á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Foreldrar Dagbjart- ar voru Arnfríður Benediktsdóttir og Kristján Kristjáns- son á Nauteyri. Hálf- systkin hennar voru Guðmunda, Vigfús og Hallfríður sem öll eru látin. Dagbjört ólst upp á Nauteyri til 1924 en þá fluttist hún til Skálavíkur í Vatnsfjaröarsveit Elsku Dagga mín, þú kvaddir okk- ur á fyrsta degi ársins, aðeins fimm dögum fyrir 96. afmælisdaginn þinn. Við vissum að hveiju stefndi, svo það kom okkur ekki á óvart þegar við fengum fréttimar. Innst inni gladdist ég fyrir þína hönd, þar sem þetta var búið að vera ósk þín svo lengi, elsku frænka. Mig langar að minnast þeirra daga 4 þegar ég kom til þín fyrst í Skálavík. og stóð fyrir búi Ól- afs Ólafssonar bónda þar í yfir 40 ár. Hún fluttist frá Skálavfk 1973 og fór þá til Axels Pét- urssonar gullsmiðs í Reykjavík. Hélt heimili með honum til ársins 1986. Á af- mælisdaginn sinn 1988 fluttist hún á Hrafnistu í Hafnar- firði og bjó þar til dauðadags. títför Dagbjartar fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánudag- inn 10. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var mikið á sig lagt til að komast í sveit. Fyrsta sinn sem ég kom vest- ur var ég sjö ára gutti, sigldi með Esjunni með viðkomu á ýmsum stöð- um áður en til ísafjarðar var komið. Þar tóku á móti mér Guðmunda syst- ir þín og Hermann maður hennar. Að öllum ólöstuðum held ég að þau séu hjartahlýjustu hjón sem ég hef kynnst. Þegar ég kom svo í Skálavík vora allir mér ókunnir og ég svo langt að heiman og aleinn. En þá komst þú, elsku frænka, tókst mig í faðm þinn- og leyfðir mér að sofa í herberginu hjá þér. Þær voru margar dýrmætar og lærdómsríkar fyrir mig, stundirnar sem við sátum saman og spjölluðum. Elsku frænka, þú varst allt í öllu, varst á símstöðinni, eldaðir mat, þvoðir þvotta, í heyskapnum og svo öll börnin, sem þú hugsaðir um. Þessi sumur sem ég var hjá þér era dýrmæt í minningu minni. Þú og Ingi frændi vorað mér svo góð og ef það kom upp heimþrá í lítinn gutta þá kunnuð þið leið út úr því. Þú kenndir mér margt um lífið og eitt versið baðstu mig að muna alla daga, ég held að þú hafir haft þetta að leiðarljósi sjálf. Vertu, Guð faðir, faðir minn ífrelsaransJesúnafni. Hönd þín leiði mig út og inn svoallrisyndéghafni. (Hallgr. Pét) Elsku frænka, ég gæti sagt svo margt fallegt um þig, að það kæmist ekki fyrir í heilu Morgunblaði, en ég geymi það allt með mér. Mikið þótti mér vænt um núna síðustu árin, þeg- ar þú hringdir í mig bara til að spjalla °g spyrja frétta, og ég tala nú ekki um þegar þú hringdir til að skamma mig fyrir að vera einn á sjó. Þetta þótti mér vænt um. Ég reyndi að heimsækja þig eins og ég gat á Hrafnistu en það var aldrei nógu oft. Ég kveð þig, kæra frænka, með þökk fyrir allt og allt og vona að þið systkinin hafið fundið hvert annað hjá Guði. Guð blessi þig. Þór. Hún Dagga okkar er látin. Mín minning af Döggu byijar að mestu árið 1970 þegar ég fór fyrst í sveit í Skálavík þá 10 ára gömul, ég hafði jú oft hitt hana áður en ég kynntist hennar góðu persónu fyrst eitthvað að ráði. Dagga var alveg svona ekta amma allra bamanna í Skálavík, svo hlý og góð og naut ég þess alveg í botn þar sem ég hafði aldrei átt ömmu á lífi. Hún var alltaf að gera eitthvað í höndunum hvort sem það var að prjóna, hekla eða sauma og naut ég góðs af því hvort sem það vora vettlingar eða sokkar eða eitt- hvað annað. Mína fyrstu dúnsæng fékk ég frá Döggu sem hún tíndi dún- inn í sjálf. Var það alveg yndisleg gjöf eins og gefur að skilja. Dagga flutti síðan suður í kringum 1973 og gerðist hún ráðskona hjá Axel Péturssyni gullsmið. Árið 1977 tók ég þátt í samkomu í Neskirkju og vora þá góð ráð dýr; í hverju átti ég að vera? Þá spurði þessi elska hvort ég væri ekki til í að prufa upphlutinn hennar. Ég sagðist nú halda að ég myndi ekki komast í hann þar sem hún væri svo grönn. En viti menn, ég var aðeins 46 kg sjálf þarna þannig að upphlutinn fékk ég að láni og ég held ég hafi aldrei verið eins stolt af sjálfri mér eða fundist ég eins fín og þennan dag og hún var svo glöð fyrir mína hönd, þessi yndislega hlýja og góða kona. Þegar Axel dó flutti Dagga heim til foreldra minna upp í Hraunbæ og þá endurnýjuðust okkar kynni mikið, ég nú flutt heim frá Svíþjóð og búin að eignast mitt fyrsta bam. Dagga var ein hjarta- hlýjasta og besta manneskja sem ég hef kynnst. Hún kvartaði aldrei und- an neinu og sá alltaf björtu hliðamar á öllum málum. Alltaf var þessi fal- lega gamla kona sem vildi ávallt vera fín og vel tilhöfð með nýlagt hár, það var bara nauðsyn hjá henni. Það var ekki fyrr en undir það síðasta sem hún var hætt að fylgja manni í sam- ræðum enda orðin háöldrað kona. I síðasta skipti sem ég sá hana á lífi sagðist hún ekki skilja hann þama uppi að halda sér svona lengi héma í þessum heimi, hún væri nú orðin ansi gömul og þetta væri nú orðið gott. Sem betur fer þurfti hún ekki að bíða mikið lengur og fékk hún sína hvfld sem hún var búin að bíða eftir ansi lengi en þó án þess að kvarta. Elsku Dagga mín, ég kveð þig að sinni en ég kviði því ekki að það verði ekki vel tekið á móti þér þarna uppi því ég veit að hann faðir minn mun taka þér fagnandi. Þín frænka, Fríða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.