Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 41 HARALDUR MATTHIAS- SON OG KRISTÍN SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR + Haraldur Mattli- íasson fæddist í Háholti, Gnúpverja- hreppi 16. mars 1908. Hann lést 23. desem- ber síðastliðinn. Kristín Sigríður Ól- afsdóttir fæddist í Reylqavík 16. apríl 1912. Hún lést 29. des- ember síðastliðinn. Utför Haralds og Kristínar fór fram frá Dómkirkjunni 7. jan- úar. Jarðsett var í grafreit á Laugar- vatni. Það mun hafa verið um 1980 sem Steindór Steindórsson frá Hlöðum sagði mér frá því að dr. Haraldur Matthíasson á Laugarvatni væri ár- um saman búinn að vinna að miklu ritverki um Landnámabók. Hann, ásamt konu sinni Kristínu, hefði farið um land allt og borið Landnámu sam- an við staðháttu á hverjum stað. Mér fannst þetta afar áhugavert og beið ekki boðanna en hringdi strax í Har- ald og bauðst tii að gefa verkið út. Það er skemmst frá því að segja að hann tók málaleitan minni vel og með okkur tókust samningar. Verk af þessu tagi er ekki einfalt í útgáfú og margs þarf að gæta til þess að allt komist til skila með réttum hætti. Haraldur átti því margar ferðir til mín áður en bókin kom út 1982. Krist- ín, kona hans, var alltaf með í för og lagði margt gott til málanna, enda auðfundið að Haraldur mat mikils ábendingar hennar og athugasemdir. Þau hjón voru lítillát og ljúf í viðkynn- ingu og leyfðu mér t.d. að ráða nafni bókarinnar, þótt þau hefðu upphaf- lega haft aílt annað nafn í huga, en slíkt er ekki auðsótt í greipar allra höfunda. Þessi kynni leiddu til ein- lægrai- vináttu sem yljar mér um hjartarætur þegar ég nú lít til baka og minnist þessara merkishjóna. Mig hafði alltaf langað til að láta þýða hið mikla ritverk Kristians Kaa- lunds um íslenska sögustaði, sem á frummálinu nefnist Bidrag til en hist- orisk - toppgrafisk Beskrivelse on Is- land, en aldrei tekist að fá hæfan mann til þess. Nú varð mér strax ljóst að maðurinn var fundinn. Enginn var betur til þess fallinn en Haraldur. Hann var ekki einhamur maður og það er skemmst frá því að segja að hann réðst strax í verkið og það kom út í fjórum bindum á árunum 1984 til 1986. Og þótt aldur færðist nú yfir Harald lét hann ekki deigan síga og 1996 sendi hann frá sér stórvirkið Perlur málsins - islensk orðsnilld fom og ný. Mér er ósárt að viðurkenna að bækur sem ég hefi gefið út skilja mis- mikið eftir í minningunni. Margt kemur þar til sem ekki er ástæða til þess að rekja en eitt er alveg víst, mér þykir afar vænt um þau verk sem Haraldur fól mér til útgáfu. í hvert sinn sem ég fer um þau höndum fyll- ist ég stolti og þakklæti. Stolti yfir að hafa fengið að gefa út slíkar gersem- ar og þakklæti fyrir að hafa eignast höfund þeirra og eiginkonu hans að vildarvinum. Þegar upp er staðið skiptir það síðastnefnda mestu máli. Maður finnur, þegar slíkir hverfa á braut, hvers virði sönn vinátta er og hve mikið hún skilur eftir sig. Þau hjón voru mjög samhent og samfylgd þeirra einstök. Það er því í samræmi við allt þeirra lífshlaup að leggja saman í hinstu förina. Ég bið þeim blessunar á nýjum söguslóðum. Örlygur Hálfdanarson. Heiðurshjónin Haraldur og Krist- ín á Laugarvatni eru látin. Jóhanna, eldri dóttir þefrra og vinkona mín, hringdi í mig að kvöldi 23. desember til þess að segja mér lát föður síns, og síðan aftur að morgni 29. desember til þess að segja mér frá láti móður sinnar. Þeim sem þekktu Halla og Stínu, en svo voru þau oftast kölluð af vinum og frændum, þykir vænt um að þau skuli hafa kvatt með stuttu milli- bili og ég trúi því að þannig hefðu þau helst viljað hafa það. Þau voni ein- staklega samhent og samstiga í lífinu og nú einnig í dauða. Sjaldan var nafn annars nefnt nema nafn hins fylgdi með. Merku lífshlaupi þeirra hjóna mun ég ekki lýsa hér, ferðagarpsins, fræðimannsins, kennarans og heim- ilisföðurins Hai-alds og íþróttakon- unnar og húsmóðurinnar Kristínar, til þess munu aðrir verða. Mig langar hins vegar tíl að þakka þeim fyrir vin- áttu og gefandi samverustundir fyrr og síðar. Ég kynntist þeim á ungl- ingsárum mínum þegar ég var nem- andi við Menntaskólann á Laugar- vatni á árunum upp úr 1960. Með okkur Jóhönnu dóttur þeirra tókst þá góður vinskapur, sem haldist hefur alla tíð síðan og ég var ávallt aufúsu- gestur á heimili þeirra á Stöng. Nú vakna minningar frá þessum glað- væru, en líka stundum átakamiklu unglingsárum. Það var ekki nóg með það að vera aufúsugestur á Stöng, heldur varð ég eins konar fósturbam þeirra Halla og Stínu um vorið 1966, þegar við Jóhanna lásum saman und- ir stúdentspróf og ég flutti inn á heimili þeirra. Þá þurfti að vinna upp allt það sem hafði verið látið mæta af- gangi í náminu árin á undan. Við lögð- um nótt við dag í lestrinum og hlýleg- ur stuðningur og hvatning Halla og Stínu var ómetanleg. Allir sem til þekkja vita um umhyggju og ástúð þeirra til barna sinna, en hitt var ekki sjálfgefíð að vinir þeirra fengju að njóta hins sama. Þess fékk ég að njóta og mun ævinlega minnast með miklu þakklæti. Heimilislífið á Stöng var ógleymanlegt. Þar íákti glaðværð, þótt unnið væri af alvöru við námið, Halli gerði góðlátlegt grín að tauga- óstyrk stúdentsefnanna milli þess sem þau voru hvött við námið og Stína var aldrei langt undan með uppörvunarorð og kaffiboila eða ka- kó. Þegar hugsað er til þessa tíma og þeirra áhrifa sem heimilislífið á Stöng hafði, er mér nær að halda að einmitt það heimili hafi þá vakið með mér þann draum að ef ég ætti einhvem- tíma eftir að eignast fjölskyldu þá + Eiríkur Ketilsson fæddist í Kaup- mannahöfn 29. nóv- ember 1924. Hann lést á Landspítalan- um 16. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 29. nóvember. Fyrir nokkram ára- tugum settu örfáir ein- staklingar verulegan svip á miðbæinn í Reykjavík. Oft voru þetta kaupsýslumenn sem voru á sinni daglegu gönguferð í bankann til að reka þar erindi eða voru að koma frá Tollstjóra með skjöl. Svo áttu margir leið á pósthúsið í Póst- hússtræti, þegar næstum allir papp- írar og viðskiptabréf komu og fóru í umslagi með frímerki. Einn þessara manna var Efríkur Ketilsson kaupmaður. Hann hafði skrifstofu sína og fyrirtæki sitt rétt við miðbæinn mest alla síðustu hálfa öld. Hann var tíður gestur í Austur- stræti. Var þar oft daglega. Þá brá hann oft á þann sérstæða og sér- staka vana eða kæk að setja báðar hendur fyrir aftan bak og læsa hönd- unum þar saman. Þannig þrammaði hann svo áfram. Var þetta ósjálfrátt ogmeðfætt. Hafði fengið þetta í arf. í arf. f dag kalla menn þetta genin. Svo þekkti hann marga og stoppaði því oft til að taka menn tali. Þá sett- ist hann inn í miðbænum með mönn- um til að spjalla í létt- um dúr yfir kaffibolla. Mér var lengi for- vitni á að hitta þennan frænda minn. Ég hafði oft verið sendur fyrr á árum til móður hans, Guðrúnar, sem rak þekkta smurbrauðs- stofu austur í bæ. Kall- aði hana Björninn. Sér- staklega man ég að móðir mín talaði alltaf með mikilH virðingu um þessa frænku sína, hana Guðrúnu í Birnin- um, en það var móðir Eiríks oft köll- uð. Taldi móðir min Guðrúnu ein- staka dugnaðar- og myndarkonu sem seldi góða og vandaða vöru. Öllu mátti treysta sem Guðrún í Birnin- um lofaði. Ég kom þarna nokkuð oft að sækja pantað smurbrauð. Það brást aldrei að allt beið tilbúið til af- hendingar. Og alltaf var rétt afgreitt. Þetta er nokkuð ofarlega 1 huga mér þegar ég minnist Eiríks Ketils- sonar látins, þar sem Guðrún og son- ur hennar, Eiríkur, voru oft rædd saman í einu lagi í minni fjölskyldu. Á þeim árum fyrir rúmlega hálfri öld þótti það nokkur tíðindi þegar ein- stæð móðir eins og Guðrún í Birnin- um var rak sitt eigið fyrirtæki og af slíkri röggsemi og skörungsskap að margur karlmaður mátti öfunda hana. Svo átti hún son sem hún hafði ekki einu sinni fyrir að feðra heldur kenndi við forfeður sína og mikla sjó- sóknara í Grindavík og á Suðurnesj- um. Eiríkur var því skfrður Ketils- son þótt hann væri í raun og veru Guðrúnarson, eins og það héti lík- lega í dag. Ekki verður svo skiHð við þennan þátt í veröld Eiríks frænda að á margan hátt var Guðrún smur- brauðskona úr Grindavík hálfgerð Salka Valka sem stóð ein með syni sínum en sigraði samt heiminn. Eiríkur Ketilsson var alla tíð heildsali að starfi í sínu eigin fyrir- tæki. Með þvi móti gat hann ráðið sjálfur sínum tíma og rekstri. Hann sótti lítið til annarra. Samt fannst mér oft að Eiríkur ræki verzlun eða annan atvinnurekstur nánast sem sport og skemmtun þótt nauðsynlegt væri að hagnast líka. Án fjármuna varð ekki í döprum heimi haldið uppi risnu og gleðskap sem var honum meðfætt og mjög ríkt í eðli hans. Hann gerðist þó snemma á lífsbraut- inni AA maður og var svo til æviloka. Fyi-ir nokkru var gefin út ættar- saga þeirra sem komnir era frá Húsatóftum í Grindavík. Á kápu bókarinnar eru myndir af ýmsum þeim sem sett hafa svip á ættina með sögulegum hætti. Þar er mynd af Eiríki Ketilssyni ungum og glæsileg- um. Nú er Efríkur Ketilsson allur og kvaddur síðustu kveðju. Fáa eða enga hef ég þekkt sem líklegri væru til að óska sér þess að fara til Valhall- ar að ævi lokinni. Dagur er á enda, þar sem gengið hefur á ýmsu en við sólarlag rísa menn aftur upp jafn- glaðir og áður. Síðan er kvöldinu eytt í gleðskap, þar sem vinir gleðjast saman við veizluborðið svo sem gert var í Valhöll til forna. Megi Eiríkur Ketilsson hvíla í friði. Hann var góður fulltrúi margra góðra kosta úr Grindavík. Lúðvík Gizurarson. EIRÍKUR KETILSSON skyldi ég reisa yfir hana hús eins og á Stöng, heimilislegt hús með háu risi, þar sem notalegt er að heyra regnið bylja á þakinu og arin með snarkandi eldi, sem ekki væri sparað að nota. Þannig voru áhrifin ajf heimilislífinu hjá Halla og Stínu. Nú, þegar komið er að kveðju- stund, eru það ekki einungis minn- ingai- mínar frá Stöng sem leita á hugann, heldur líka orð skólasystkina okkar Jóhönnu um hlýjar og góðar móttökur þar fyrr og síðar og sér- staklega þó ummæli tengdamóður minnar, Steinunnar Matthíasdóttur, systur Haralds, um að sjaldan hafi henni og Steinþóri manni hennar ver- ið boðið hlýlegar í hús heldur en þeg- ar Stína og Halli tóku á móti þeim í forstofunni með rjúkandi súkkulaði- bollum með þeyttum rjóma ofaná. Svona eru minningaraar frá Stöng. Guð blessi minningu Haralds og Kristínar. Við Gestm- sendum bömum þeirra og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Drífa Pálsdóttir. Þegar jólaljósin lýstu upp skamm- degið kvaddi Haraldur þennan heim á Þorláksmessu og Kristín kona hans fylgdi honum eftir á þriðja dag jóla. Það var í anda þeirra hjóna að fylgj- ast að yfir móðuna miklu, sem í hjónabandi sínu og lífi öllu. HalH og Stína eru í okkar huga fyrst og síðast foreldrar hennar Þrúðar vinkonu okkar. Þegar við komum í Mennta- skólann á Laugarvatni kynntumst við Þrúði. Við þrjár bundumst vin- áttuböndum sem varað hafa síðan. Það var óhjákvæmilegt að við gerð- um innrás inn á heimili hennar í Stöng og Halli og Stína sátu uppi með okkur næstu þrjú árin. Það voru ófáir kaffibrúsamir sem framreiddir voru handa okkur. Þar lærðum við^ hvemig kaffi á að vera, sjóðheitt og rótsterkt. Við vissum að oft olli koma okkar truflun en í stað þess að vísa okkur á dyr var boðið upp á kaffi og kleinur. I kaupbæti var íslensku- kennsla, setning sem aldrei gleymist „hver er þessi mundi“ og glottið fylgdi. Á hátíðastundum var kveikt upp í arninum í Stöng. Þá tilheyrði að bjóða upp á koníaksstaup með. Þess- ar stundir og fleiri eru dýrmætar minningaperlur sem ekki verða frá okkur teknar. Við höfum átt þess kost gegnum árin að hitta þau hjónin og þá hefur oft verið glatt á hjalla. ' ' Haraldur og Kristín voru mikið úti- vistarfólk en íjölskyldan var ávallt í fyrsta sæti. Börnin þeirra, bama- bömin og bamabamabömin. Við fengum að njóta fjölskylduhlýjunnar og samstöðunnar sem þar ríkti. Með þessum fáu linum viljum við kveðja Harald og Kristínu og þakka fyrir allar góðu minningarnar sem við eig- um frá samverustundum með þeim og fjölskyldunni. Þannig er sitt eigið hrós, orðstír sem þú hrepptir: Þó að slokkni lífsins jjós, lifirbirtaneftir. (Guttormur J. Guttormsson.) Elsku Þrúður, Óli, Jóhanna og «-- fjölskyldur, við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Sigríður Hermannsdóttir og Katrfn Þorvaldsdóttir. + Útför hjartkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR ÁRNASONAR bakarameistara Björnsbakaríi, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á styrkt- arsjóð hjartveikra barna, sími 561 5678. Sigríður Guðmundsdóttir, Kristjana Elínborg Magnúsdóttir, Margrét M. Ragnars, Ragnar Ragnars, Árni Kristinn Magnússon, Margrét Jónsdóttir, Guðrún Björg Magnúsdóttir, Árni Sverrisson, Anna Sigríður Magnúsdóttir, Halldór Ragnar Halldórsson og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 11. janúar kl. 15.00. Hjörtur Haraldsson, Valgerður Jónsdóttir, Hanný Haraldsdóttir, Reynir Pétur Ingvarsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, BRYNDÍSAR JÓNSDÓTTUR frá Seyðisfirði, Engihjalla 19, Kópavogi. Valgeir Norðfjörð Guðmundsson, Jónhildur Valgeirsdóttir, Sigrún Valgeirsdóttir, Halldór Bragason, Unnur Marta Valgeirsdóttir, Arne Larsen, Svanhvít Jóhanna Valgeirsdóttir, Peter Rittweger, Óskar Halldórsson, Anna Freyja Finnbogadóttir, Valgeir Halldórsson, Snorri Halldórsson, Anders Jon, Daniel Rittweger. £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.