Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 43 [ ÓLAFUR MAGNÚSSON - EGILL ÓLAFSSON + Ólafur Magnússon fæddist á Hnjóti í Rauðasandshreppi 1. jan- úar 1900. Hann lést á sjúkrahúsinu á Patreks- firði 18. mars 1996 og fór útför hans fram frá Sauð- lauksdalskirkju 30. mars 1996. Egill Ólafsson fædd- ist á Hnjóti 14. október 1925. Hann lést á heimili sínu á Hnjóti 25. október 1999 og fór útför hans fram frá Sauðlauksdals- kirkju 6. nóvember. Foreldrar Ólafs voru Magnús Árnason bóndi á Hnjóti og Sigríður Sigurðardóttir. Ólafur átti ellefu alsystkini, tvö dóu í æsku, en tíu komust til fullorðinsára. Af þeiin er nú aðeins eitt á lífi, Kristjana Magnúsdóttir, búsett í Keflavík. Þá átti Ólafur tvö hálfsystkini sem bæði eru látin. Eiginkona Ólafs og móð- ir Egils var Ólafía Egils- dóttir frá Sjöundá á Rauða- sandi, ljósmóðir, f. 27. nóvember 1894, d. 20. októ- ber 1993. Eftirlifandi eigin- kona Egils er Ragnheiður Magnúsdóttir, f. 1.12.1926. Börn þeirra Ólafs og Ólaf- íu, auk Egils, eru Sigríður, f. 6.12.1927, gift Ara Benja- mínssyni, f. 15.11. 1917, búsett í Hafnarfirði, og Sig- urbjörg, f. 12.12. 1929, gift Bjarna Þorvaldssyni, f. 3.7. 1931, búsett í Reykjavík. Ólafur og Ólafía tóku eina fósturdóttur, Ólafíu Jónsdóttur, f. 10.6.1945. Kæru feðgar, móðurbróðir og afi. Nú eruð þið báðir famir. Frá því að ég var í sveitinni hjá ykkur á Hnjóti í sex sumur, frá 6 ára til 12 ára aldurs, er mér margt minnisstætt sem teng- ir ykkur svo mikið saman. Náið sam- band við ykkur báða til leiðarloka, fær mig nú til að rita þessa grein. Engan óraði fyrir því að afi yrði svona gamall þegar honum var vart hugað líf vegna magakrabba, þá 52ja ára, og heldur datt varla nokkrum í hug að Egill með sinn mikla lífskraft til hinstu stundar, hyrfi svo snögg- lega frá. í löngu símtali okkar Egils, kvöldið áður en hann lést, hafði hann á orði, að enginn vissi hver væri næstur og voru það orð að sönnu. í þessu sama samtali bað Egill mig um að hafa samband við systur sínar, og kanna hvort afkomendur gætu ekki komið saman um áramótin í tilefni aldarminningar um afa. Þau Ragna ætluðu að vera fyrir sunnan um ára- mótin. Það var ákveðið að afkomend- ur Ólafs og Ólafíu, böm og bama- börn ásamt mökum hittust á Carpe Diem hinn 8. janúar. Afi fæddist klukkan tvö á nýárs- nótt árið 1900 og er því að öllum lík- indum fyrsta bam nýliðinnar aldar. Það er því ánægjuleg tilviljun að fyrsta barn þessarar aldar skuli einnig koma í heiminn við Patreks- fjörð. Ég var ungur að ámm og við- kvæmur þegar ég fór fyrst í sveitina aðeins 6 ára gamall. Það var mér því mikill styrkur að finna fyrir hlýhug afa í minn garð hvenær sem ég þurfti á að halda. Afa leið ekki alltaf vel, hann vann mikið, sinnti bústörfum af miklum dugnaði, var árrisull, en fór einnig snemma í háttinn. Við nafn- arnir unnum oft saman, t.d. við að taka á móti lömbunum á vorin, í fjós- inu, hirða túnin, smala og rýja að ógleymdum haustréttunum. Við vor- um þrír nafnarnir á Hnjóti þessi sumur, Ólafur (afi), Óli Egils og Óli Ara (undirritaður). Afi gekk til allra starfa eins og sjálfsögðum hlut, trúði á árangur af allri sinni iðju, en þótti mest um vert MAGNÚS HJALTESTED + Magnús Hjaltested, Vatns- enda í Kópavogi, fæddist 28. mars 1941. Hann lést á heimili s/nu 21. desember siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 29. desember. Það var sumarið 1994 sem leiðir okkar Magnúsar lágu fyrst saman. Ólafur á Laxalóni hafði boðið okkur að sjá aðstöðu sína við Reynisvatn og væri hann með sérstakan bát fyrir hjólastóla sem Magnús á Vatnsenda ætti og væri báturinn þeim eiginleik- um gæddur að hægt væri að keyra hjólastóla um borð án nokkurra vandkvæða. Fórum við saman fjögur, Guð- mundur Magnússon, Helga Berg- man, Guðmundur Jónasson og ég. Það er skemmst frá því að segja að við fengum höfðinglegar móttökur hjá Ólafi og kynnti hann okkur fyrir Magnúsi. Kom fram í samtali okkar Magnúsar að hann hefði keypt bát- inn ásamt fleiri hjólabátum og hygð- ist hann reka bátaleigu, eins og hann hefði séð á Spánarströndum, á Ell- iðavatni. Það var svo þá um haustið sem Magnús hringdi í mig og sagði mér frá landspildu við Elliðavatn sem hann langaði að afhenda félaginu og væri það ósk hans að þar yrði úti- vistarsvæði fyrir fatlaða. Hefði hann hrifist svo af framgöngu okkar og ánægju við veiðamar á Reynisvatni um sumarið að hann langaði að leggja sitt af mörkum til að sett yrði upp svæði þar sem fatlaðir gætu far- ið um óhindrað. Það var svo þáverandi forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, sem gróðursetti fyrstu trén þar sumarið 95 og hefur verið unnið markvisst að uppbyggingu á svæðinu síðan. Magnús var mikill höfðingi heim að sækja og oft var það sem hann hringdi í mig með hugmyndir og ekki vantaði höfðingslundina og stórhug- inn. Mörgum sinnum lánaði hann okk- ur bátinn fræga með manni. Var þá alltaf nóg að segja að við værum á leiðinni upp eftir og var þá svarið: „Klukkan hvað, Jói minn?“ og aldrei minnst á greiðslu fyrir. Magnús var hrjúfur á yfirborðinu en undir sló hjarta úr gulli. Stjóm Sjálfsbjargar er þakklát Magnúsi fyrir framlag hans til mál- efna fatlaðra. Vil ég færa fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur frá Sjálfsbjargarfélögum. Megi Guð og gæfan fylgja þeim alla tíð. Jóhannes Þór Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á höfuðborgar- svæðinu. Leyf mér aðgista i garði þínum þvíég næ ekki háttum hjá sumamóttinni þegarþúvaknar verð ég á brott enskileftir lágarödd á trjánum (Sigvaldi Hjálmars.) Kveðja frá Dfsu, Einari Axel, írisi Huld og Einari Kristjáni. um orðum. Þú varst alltaf svo góður við mig. Hjá þér og ömmu átti ég mitt annað heimili fyrstu árin mín. Ég man þegar við vorum að spila ólsen ólsen og þú leyfðir mér alltaf að vinna. Þegar ég kom í heimsókn vildirðu alltaf að ég fengi mér að borða og bauðst mér meira og meira, því þú vildir að allir færu saddir af þínu heimili. Þú gafst mér stundum pening en hafðir samt áhyggjur af að ég fengi ekki neitt fyrir hann og ég þurfti alltaf að full- vissá þig um að svo væri. Nú ertu farinn frá okkur afi og ég vona að þér líði vel. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrii- birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftii’ að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. OTTAR BRAGI AXELSSON + Óttar Bragi Ax- elsson fæddist á Syðri-Bakka í Kelduhverfi 8. sept- ember 1918. Hann lést 1. janúar s/ðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 7. jan- úar. Elsku afi. Mig langar að kveðja þig með nokkr- FarþúíMði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hjjóta skalt. (V. Briem.) Bless afi minn. Þín Erla Sif. að þau kæmu öðrum að gagni, miklu fremur en honum sjálfum. Eitt af sóknarbömum Sauðlauksdalskirkju á þessum tíma, Sigurjón Bjarnason frá Hænuvík, lýsir flutningi hans í hlutverki meðhjálparans á hinni hefðbundu bæn þannig: „Rómurinn var lágur, framburður skýr en lát- laus, engin raddbrigði. í raun túlkaði framsögnin ekki bæn, heldur vissu, trú á hjálpræði, öryggi þess sem veit að hann gengur á Guðs vegum.“ Þannig gekk afi fram við öll sín störf. Ólafur afi fæddist á Hnjóti og ólst þar upp í foreldrahúsum við almenn sveitastörf og útræði. Hann var ell- efu ára er hann missti föður sinn og varð snemma að leggja sitt af mörk- um við búskapinn. Hann tók sjálfur við búskap á Hnjóti 1922 og stundaði þar búskap til 1953 er Egill sonur hans tók við búi. Auk þess stundaði Ólafur sjóróðra frá Kolsvík og fleiri verstöðvum frá unga aldri og til 1930. Þá fékkst hann mikið við dýra- lækningar um árabil. Ólafur sat í sóknamefnd og var safnaðarfulltrúi Sauðlauksdalssóknar um árabil frá 1938. Þá var hann meðal stofnenda og einn helsti hvatamaður að stofnun Mjólkurfélags Örlygshafnar, seinna Mjólkurfélags Rauðasandshrepps og formaður þess 1938-53. Hann sat í stjóm Sparisjóðs Rauðasands- hrepps og var formaður sjóðsstjórn- ar 1945-76. Hann var póstafgreiðslu- maður um 40 ára bil. Þá var hann fyrsti umsjónarmaður og sá um mót- töku safngesta við Minjasafn Egils Ólafssonar frá 1983 til 1995. Egill Ólafsson var þjóðþekktur at- hafnamaður, brautryðjandi og hug- sjónamaður sem lagði megináherslu á söfnun fornminja í ævistarfi sínu. Hann var óvenjulega ættfróður og varla var hægt að nefna þann mann á sunnanverðum Vestfjörðum sem Egill kunni ekki að segja hverra manna var. Egill var um langt árabil, eða á fjórða áratug landgræðsluvörður í Vestur-Barðastrandarsýslu. Hann sá árangur landgræðslustarfsins best í stöðvun sandfoks við Sauð- lauksdal og Patreksfjarðarflugvöll. Það sem borið hefur hróður Egils víðast, er uppbygging minjasafnsins sem við hann er kennt. Með því starfi,.^ sínu hefur hann ekki bara sýnt þeinP' kynslóðum sem á undan hafa gengið sýna dýpstu virðingu, heldur einnig lagt gmnn að því að skjóta nýjum stoðum undir atvinnu- og mannlíf á Vestfjörðum framtíðarinnar. Egill gaf sveitarfélögunum í Vestur— Barðastrandarsýslu minjasafnið. Árið 1973 tók Egill við starfi um- sjónarmanns flugvallarins við Pat- reksfjörð og efldist verulega við það áhugi hans á að halda utanum flug- sögu íslendinga. Fyrr en varði var risið á Hnjóti ótrúlegt flugsafn þar sem hið merka flugskýli frá Vatna-. . görðum í Reykjavík trónir hæst. Eg- ill ánafnaði Flugmálastjórn flug- minjasafnið með bréfi dagsettu 31. mars 1992. Það er fyrsta flugminja- safn sem stofnsett hefur verið á Is- landi, staðfest af dóms- og kirkju- málaráðuneytinu 10. júní 1994. Ekki verða upptalin hér ýmis trúnaðarstörf og önnur störf sem Egill sinnti í sveit sinni og sýslu. Söfnin tvö á Hnjóti standa uppúr sem árangurinn af ævistarfi hans og munu þau halda naftii hans á loft um ókomin ár. Vígsla Vatnagarðaflug- skýlisins og nýbyggingar minja- safnsins er áformuð að sumri. Virðingarvert er hversu vel Egill hugsaði um foreldra sína allt til ævi-, loka. Sem dæmi vil ég nefna um- ir* hyggjuna við afa eftir að amma dó tæplega 99 ára gömul, en þá átti afi enn eftir að lifa þrjú ár. Þessi þrjú ár kom Egill á hverju kvöldi upp til föð- ur síns til að rabba við hann, athuga hvort honum væri kalt, hvort hann væri þyrstur eða hvort eitthvað am- aði að annað sem bæta mætti úr. Á sama hátt lagði afi sig allan fram um að búskapur undir stjórn Egils efld- ist á meðan kraftar hans entust til. Hvíli þeir feðgar í friði. Ólafur Arason. lT- Fasteignasala - Síöumúla 33 Félag iiFasteignasala Opið virka daga frá kl. 9-18, sunnudaga frá kl. 12-14 WWW.lyngvik.is sími: 588 9490 Ármann H. Benediktsson, iögg. fasteignasali, GSM 897 8020 Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali, GSM 896 7090 Jón Guðmundsson, sölustjóri, GSM 897 3702. NYTT - ALFTANES Erum með í sölu raðhús, 160 fm. V. 9,4 m. Parhús 160 fm (með millilofti 200 fm). V. 10,65 m. Parhús 200 fm. V. 10,95 m. Húsin eru á tveimur hæðum og skilast í júní 2000, fokheld og frá- gengin að utan. Frábær staðsetning við sjávarsíðuna, glæsi- legar eignir. Ath.: Einnig erum við með til sölu lóðir fyrir einbýl- ishús. Traustur byggingaraðili, ÍAV. (1097) ..... ii ■■ ■ .... —— LYNGVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.