Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aiþingi lýsir stuðningi við framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun Og þú góði, Framsóknar-Austfirðingur eða ekki? 30% cifsláttur af töskum og beltum KRINGLUNNI • SÍMI 588 7230 WWW.LEONARD.IS Oldungadeildin vid MH Elsta öldunga- deild landsins UM ÞESSAR mund- ir cnj fjölmargir að hefja nám í hin- um ýmsu öldungadeildum í framhaldsskólum landsins. Menntaskólinn við Hamra- hlíð bauð fyrstm- upp á nám í öldungadeild undir stjóm Guðmundar Am- laugssonar rektors. Það var vormisseri 1972 og síð- an hefur þessi starfsemi verið þar við lýði. Kristín Guðmundsdóttir kennari er deildarstjóri öldunga- deOdar Menntaskólans við Hamrahlíð. Hún var spurð hvernig aðsóknin væri í ár. „Skráningu er lokið og aðsókn virðist svipuð og var á síðustu önn, en þá vom tæplega sex hundruð nemendur skráðir við nám í deildinni. Aðsókn hefur verið mis- jafnlega mikd, þó mest fyrstu árin, en einnig allgóð upp á síðkastið.“ -Hvaða sldlyrði þarf fólk að uppfylla til að komast þama í nám? „Vera átján ára gamalt. Nem- endahópurinn er mjög fjölbreyttur og skiptist í raun í þrjá hópa. Sá fyrsti stefnir að stúdentsprófi, í öðmm hópnum em þeir sem hafa þegar lokið stúdentsprófi frá ýms- um menntaskólum og vilja auka þekkingu sína á einhverjum grein- um áður en þeir hefja háskólanám. Þetta á sérstaklega við um raun- greinar. í þriðja hópnum er m.a. fólk sem leggur stund á tungu- málanám og á þessari önn bjóðum við upp á kennslu í þrettán tungu- málum. í þessum þriðja hópi er einnig fólk sem velur ýmsar aðrar greinar." -Hver er vinsælasta greinin sem J)ið bjóðið uppá? „A síðustu önn vora það gmnn- áfangi í spænsku og bókmennta- áfangi í íslensku. Takmarkaður fjöldi getur stundað nám í hverri grein. Þegar fullbókað er í viðkom- andi áfanga er honum lokað og þeir sem missa af honum þá verða að taka hann seinna.“ - Hafið þið eitthvað fylgst með fólki sem lokið hefur stúdentsprófi frá öldungadeild? „Já, með óformlegum hætti þó. Þetta er raunar að ýmsu leyti flók- ið mál. Margir koma hingað með talsvert nám að baki og ljúka svo kannski örfáum einingum hér en teljast samt stúdentar frá MH.“ - Er hægt að fá metið nám frá öllum framhaldsskólum í landinu inn í öldungadeOd ykkar? „Já, það er hægt samkvæmt reglum sem menntamálaráðuneyt- ið hefur sett, einnig er hægt að fá metið nám úr öldungadeddum annarra framhaldsskóla eftir sömu reglum.“ - Hver var fmmkvöðud að öld- ungadedd Menntaskólans við Hamrahlíð? „Guðmundur Amlaugsson fyrsti rektor MH átti hugmyndina að þessu námsformi og hrinti henni í framkvæmd með aðstoð annarra góðra manna.“ - Hefur starfsemi ___________ deddarinnar breyst frá upphafsámm hennar? „Fyrstu árin kom hingað fólk sem hafði ekki fyrr haft tækifæri td að komast í menntaskóla og þá var aldurstakmarkið 21 ár. Þá var þetta fyrst og fremst aðstoð við sjálfsnám og námshóparnir vom heljarstórir. Nú er þetta breytt, nú em færri í hveijum hópi og nem- endur gera meiri kröfur um þjón- ustu og vdja meiri kennslu, sem þeir vissulega fá. Samt er það þannig að þeir fá ennþá aðeins helming af þeim kennslustunda- Kristín Guðmundsdóttir ► Kristín Guðmundsdóttir fædd- ist 15. ágúst 1948 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavfk 1968. Eftir það lauk hún BA- prófi í sögu og ensku frá Háskóla íslands 1972 og prófi í uppeldis- og kennslufræði 1974 frá sama skóla. MA-prófi í ensku lauk Kristín 1991 frá HÍ. Hún hefur starfað við kennslu frá 1972 við Menntaskólann við Hamrahlíð og er þar nú auk kennslu deildar- stjóri öldungadeddar skólans. Kristín er gift Vigni Einari Thor- oddsen, aðstoðarforstjóra Haf- rannsóknastofnunar, og eiga þau eina dóttur, Hönnu Kristínu. fjölda sem nemendur í dagskóla fá. Þetta kemur þó öldungum ágæt- lega að sumu leyti því þetta fólk er flest í fullri vinnu og er fjölskyldu- fólk að jafnaði. Þetta er því mjög duglegt fólk sem leggur metnað í nám sitt og vill fá góðar einkunnir eins og einkennir þá nemendur sem em orðnir fullorðnir." - Taka nemendur öldungadeild- ar mikinn þátt í skólalífinu? „í öldungaráði eiga sæti full- trúar nemendahópsins gagnvart stjómendum skólans, þeir starfa í sjálfboðavinnu við innritun í deild- ina og ráðið skipuleggur m.a. viku- legar kaffisamkomur fyrir nem- endur öldungadeildar.“ - Hvað margir kenna við öld- ungadeildina? ,Á síðustu önn vom kennarar um 30 og það em sömu kennarar og kenna á daginn og þeir hafa mikla reynslu, em mjög vel menntaðir og mjög áhugasamir um fullorðinsfræðslu. Eg hef kennt við þessa deild um árabil og er nú nýlega tekin við starfi sem deildarstjóri, en það er ný staða.“ - Hvað með framtíðarsýn? „Við leggjum metnað okkar í að vera með eins góða kennslu áfram og hingað til. Við höfum áhuga á að brydda upp á nýjungum og í febr- úar-mars ætlum við að bjóða upp á tómstundanám á þremur nám- skeiðum til að byija með og kenna þar kennarar við skól- ann. I fyrsta lagi verður boðið upp á tölvu- kennslu fyrir byijendur í umsjá Sigurðar Har- aldssonar, í öðm lagi verður framburðamámskeið í ensku og verður lögð þar sérstök áhersla á að leiðrétta algengustu villur sem Islendingar gera í ensk- uin framburði. Guðmundur Edg; arsson kennir á því námskeiði. I þriðja lagi mun Sigurður Hjartar- son vera með námskeið um ind- íánamenningu í Mexíkó þar sem hann dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í eitt ár.“ Þrjú tómstunda- námskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.