Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Davíð og myndirnar „Á veggjum [stjórnarrádsinsj hanga myndir afjjölmörgum þeim sem verib hafa íforystu á þessum árum. Það er viðburður ef [ungtj fólk þekkir nokkurn þeirra sem á myndunum sjást. “ Davíó Oddsson: Viö áramót. HEFUR einhver ein- staklingur skipt meira máli en aðrir á þeirri þúsöld sem fólk ýmist telur vera að líða eða nýliðna? Ef marka má tímaritin Time og Der Spiegel stendur einn einstakling- ur upp úr, og það er Aibert Ein- stein. Hann er sagður hafa breytt heimsmyndinni. Það er hægt að vera sammála því að Einstein hafí verið merk- astur einstaklinga á öldinni, en óhjákvæmilega verður maður í því „soldið" að reiða sig á dóm- greind manna sem eru að sér í eðlisfræði, því það blasir kannski ekki beint við leikmanni hvemig afstæðiskenning Einsteins breytti ver- VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson öldinni. Jafnvel að manni dytti í hug, líkt og mörgum þeirra sem DerSpiegel spurði álits, að landi Einsteins, Wilhelm Röntgen, hefði haft meiri áhrif en aðrir, nú eða Johannes Gutenberg. Annars er það auðvitað ekki alveg einfalt mál að meta hver hafí skipt manna mestu máli. Það er alls ekki augljóst hvað „merkastur" þýðir. Kannanir og niðurstöður á borð við þær sem að framan eru nefnd- ar eru athyglisverðar, en ekki vegna þess að þær varpi í raun- inni ljósi á hver var eiginlega merkastur manna, heldur vegna þess að þær veita innsýn í hug- myndaheim samtímans með því að draga fram það sem fólki nú á dögum finnst mikilvægt. Og þá kemur ýmislegt merki- legt í Ijós, og jafnvel nokkuð sem gæti útskýrt það sem for- sætisráðherra Islands furðaði sig á og fram kemur í þeim orðum hans sem vitnað er til hér að ofan. Það er að segja, stjórnmálamenn eru ekki mjög ofarlega í huga fólks þegar kemur að þeirri spurningu hvaða menn hafi lagt mest af mörkum til aukins þroska mannkynsins. Einstein var efstur á listanum í Der Spiegel, yfir merkustu Þjóð- verja undanfarinna árhundruða, og Röntgen númer tvö. Þeir Gut- enberg, Lúther og Planck voru þama líka ofarlega. Það er ekki fyrr en í áttunda sæti að Helmut Kohl dúkkar upp (og rétt að taka fram að þetta var áður en í ljós kom að hann var með helling af óhreinu mjöli í sínu pólitíska pokahomi). Svo komu meðal ann- arra Goethe, Bismarck og Beet- hoven. Þessir menn raðast ekki svona á listann vegna þess að Einstein hafi í rauninni verið merkari en Kohl, heldur vegna þess að í hug- myndaheimi nútímans er Einstein skærari stjama en Kohl, og það má hafa til marks um, að vísinda- menn em núorðið meira metnir en stjómmálamenn. Sennilega er þetta líka til marks um að áhrif vísindamanna séu beinlínis að verða meiri, og áhrif stjórnmálamanna séu að minnka. Og kannski er þarna komið að því sem gæti útskýrt það sem Davíð Oddsson furðaði sig á. Ungt fólk ber ekki kennsl á stjórnmálamenn, það er að segja, þá sem verið hafa „í forystu", eins og Davíð orðar það, einfaldlega vegna þess að ungt fólk lítur alls ekki svo á að stjórnmálamenn séu forystumenn. Það lítur kannski frekar svo á - ef marka má áður- nefndar útnefningar - að vísinda- menn séu í forystu og að störf vís- indamanna séu mun meiri ábyrgðarstörf en störf stjórn- málamanna. Það er alls ekki ólíklegt að þetta fólk, sem ekki þekkir stjórn- málamenn á málverkum, myndi aftur á móti bera kennsl á menn eins og Einstein, Kóperníkus og Bill Gates. (Reyndar verður að taka með í reikninginn að þótt stjórnmálamenn séu, líkt og kvik- myndastjömur, fyrst og fremst þekkjanlegir af myndum, þá eru vísindamenn miklu fremur þekkj- anlegir af verkum sínum og/eða orðspori sínu.) Nú má í framhaldi af ofan- skrifuðu spyrja um tvennt. í fyrsta lagi hvort þetta sé nýtt - að stjórnmálamenn hafi fyrr á tím- um verið þeir sem fólk taldi mestu skipta - og þá í öðru iagi hvort það sé af hinu góða að þetta hafi breyst. Fyrri spumingunni væri hægt að svara ef í Ijós kæmi að svipuð könnun hafi verið gerð til dæmis við síðustu aldamót eða jafnvel fyrr. Ekki þykir manni ólíklegt að niðurstaðan hafi verið önnur þá, og að stjórnmálamenn hafi verið ofar á blaði. Líklegt er, að tími stjómmála- manna sem leiðtoga sé einfaldlega liðinn, og að vísindamenn hafi tek- ið við því hlutverki. Það er til þeirra sem maður horfir í leit að merkingu og svömm við því hvað skiptir máli. Fyrir tíma stjóm- málamannanna vom það aftur á móti trúarleiðtogar sem litið var til eftir forystu. En er þessi breyting til góðs eða ills? Sennilega skiptir engum sköpum hvort er, enda líka alls- endis vonlaust að skera úr um hvort heldur vísindamenn eða stjórnmálamenn hafa í raun og vem (það er að segja, burtséð frá því hvað öllum finnst) lagt meira að framfaramörkum. Ekki fer þó milli mála hvað flestum finnst, og kannski er ástæðan alvegjafnt vonbrigði manns með stjórnmálamennina eins og ánægja manns með vís- indamennina. Manni sýnist frekar meira að marka orð vísindamanna en orð stjómmálamanna. Forsætisráðherra Islands þyk- ir þetta aftur á móti ákaflega mið- ur, ef marka má orð hans. Hann segist hafa „þá trú að kennsla og þekking yngri kynslóðarinnar á síðari tíma sögu þjóðarinnar sé í molum“. En misskilningur Davíðs er sá, að hann telur sjálfgefið að stjórn- málamenn séu „í forystu“ og þess vegna heldur hann að ungt fólk þekki ekki forystumenn. En málið er ekki að ungt fólk þekki ekki forystumenn. Það bara lítur ekki á stjórnmálamenn sem leiðtoga sína. Kannski kemur sá tími, að það verður Kári Stefánsson, en ekki Davíð Oddsson, sem flytur ávarp til þjóðarinnar við áramót. MAGNUS ÁRNASON + Magnús Árnason fæddist í Reykja- vík hinn 3. júlí. 1919. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur á gamlársdag. Magnús var sonur Arna Kristins Magnússon- ar skipstjóra og konu hans, Kristjönu Elín- borgar Jónsdóttur Hoffmann. Magnús var yngstur fímm al- systkina sem öll eru látin en þau voru Karl, Guðrún, Pétur og Kristinn. Eftirlif- andi hálfsystir Magnúsar er Hulda H. Guðmundsson. Magnús lauk prófi í bakaraiðn hinn 19.9. 1946 frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann rak Bjömsbak- arí við Hringbraut 35 þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests árið 1985. Magnús kvæntist árið 1950 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Guðmundsdóttur, f. að Breiða- bólstað á Skógarströnd 5.5. 1917. Börn þeirra hjóna eru: 1) Krist- jana Elínborg, f. 1950, ógift, 2) Margrét M. Ragnars, f. 1952, gift Ragnari Ragnars. Böm þeirra eru Anna Þóra, f. 1976, Ásgrímur, f. 1977, Árni Magnús, f. 1981, Einar Franz, f. 1985, Sigríður Huld, f. 1987 og Friðþjófur Ottó, f. 1992. 3) Árni Kristinn, f. 1954, hann kvæntist Helgu Bjarnadóttur. Þeirra sonur er Magnús f. 1977. Þau skildu. Sambýlis- kona Árna er Mar- grét Jónsdóttir, upp- eldisdóttir hans er Sylvía Lára Sævar- sdóttir, f. 8.2. 1975. 4) Guðrún Björg, f. 1957, giftist Rolf Hindborg. Dóttir þeirra er Karin Kristjana, f. 1982. Þau skijdu. Seinni maður Guðrúnar er Árni Sverrisson. Þeirra sonur er Krist- inn, f. 1990. 5) Anna Sigríður, gift Halldóri Ragnari Halldórssyni. Börn þeirra em Halldór Ragnar, f. 1985, Björg, f. 1993 og Amar, f. 1995. Magnús vann ásamt öðmm bök- urum að byggingu Rúgbrauðs- gerðarinnar við Borgartún. Hann tók virkan þátt í starfi Landssam- bands bakarameistara. Einnig var Magnús virkur félagi Oddfellow í stúku Þórsteins um árabil. Utfór Magnúsar fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánu- daginn 10. janúar, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elskulegur tengdafaðir minn, Magnús Arnason, er látinn á áttug- asta og fyrsta aldursári, eftir aðeins tveggja daga sjúkrahúsvist. Ég kynntist Magnúsi íyrir fjórtán ár- um, skömmu eftir að hann hætti að reka Björnsbakarí við Hringbraut, hann hafði tvívegis fengið heilablóð- fall. Arni Kristinn, sonur hans, tók við rekstri föður síns og hefur byggt upp myndarlegt fyrirtæki á grunni þess. Vegna veikindanna átti Magnús erfítt með gang sökum jafnvægis- leysis, en var em og viðræðugóður. Hann fór því lítið sem ekkert út á meðal fólks, en fylgdist vel með út- varpi og sjónvarpi'. Ég hef átt marg- ar góðar stundir í eldhúsinu á Hringbrautinni hjá Magnúsi, þar sem við ræddum mál líðandi stund- ar. Hann talaði oft um að hann væri fæddur íhaldsmaður, kaus Sjálf- stæðisflokkinn á meðan hann gat, en var ekki ánægður með flokkinn sinn í seinni tíð, honum fannst vegið að einstaklingsfrelsi á flestum svið- um. Hann verslaði við Garðarsbúð á Furumel, því hann vildi hafa verslun í næsta nágrenni við sig, en til þess þyrftu einhveijir að versla þar. Honum var illa við stórmarkaði, þeir skerða einkaframtakið, veita litla þjónustu, engin persónuleg tengsl, var skoðun Magnúsar. I Garðarsbúð fékk hann vörur og þjónustu fyrir sanngjarna þóknun, meira að segja heimsendingarþjón- ustu þegar hann hætti að geta sótt vörurnar. Lífshlaup Magnúsar var um margt sérstakt, hann var yngstur í hópi fimm alsystkina, elstur var Karl, þá Guðrún, Pétur, Jakob og Magnús, þau áttu hálfsystur, Huldu H. Guðmundsson sem er á lífi. Einn- ig ólst upp með þeim Ingunn Ingi- marsdóttir, faðir hennar var bróðir Kristjönu Elínborgar Jónsdóttur Hoffman, móður Magnúsar. Magn- ús missti móður sína aðeins tveggja ára gamall, úr blóðsjúkdómi sem lagði að auki móðurbróður hans, Ingimar, systkini hans, Guðrúnu, Pétur og Jakob og uppeldissystur, Ingunni, öll að velli á besta aldri, milli tvítugs og þrítugs. Magnús ólst upp hjá föður sínum, Arna Kristni Magnússyni skipstjóra, og systkin- um í húsum þeim er Magnús Arna- son, afi hans, byggði á Túngötu 2 og Uppsölum á horni Aðalstrætis og Túngötu. Hafði pabbi hans ráðs- konu til að hugsa um börnin. Magn- ús var í sveit um sumur á Gijóteyri í Kjós hjá Sigríði föðursystur sinni, fyrsta sumarið fjögurra ára. Hann sagði mér að oft hefði verið hlegið að því er hann spurði á leiðinni í Kjósina: „Hvenær komum við til Danmerkur?“ Honum fannst tíminn lengi að líða, enda óvanur hestaferð; um, átti erfitt með að tolla á baki. I sveitinni þurfti hann að borða hafra- graut gegn vilja sínum, seinna hét hann því að gera það aldrei aftur. Mér hefur oft verið hugsað til þess, hvernig það hefur verið fyrir barn að upplifa það sem Magnús upplifði í æsku. Það skýrir fyrir mér margt í Blómastofa Friðjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKjAVÍK D/ii'íð lnger Öltifur Utfnr/irstj. Útfitrnrstj. Utf/trurstj. LÍKKISTUVIN N USTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR fari hans. A tímabili rak faðir hans fiskbúð á Nýlendugötunni, Magnús sentist þá vítt og breitt um Reykjavík með soðninguna á reiðhjóli, kom þá gjarnan að Háteigi hjá Halldóri Þorsteinssyni og Ragnhildi, þau tóku að sér Pétur bróður Magnúsar og ólu upp. Pétur lést í Bretlandi er hann var í námi þar. Magnús sagði mér að Ragnhildur frænka hans og Halldór hefðu alltaf verið þeim systkinum ákaflega góð, þar hefðu þau fengið mjólk, sem ekki var sjálf- sögð á öllum heimilum í þá daga. Karl, bróðir Magnúsar, keypti Björnsbakarí í Vallarstræti, þar lærði Magnús bakaraiðnina. Það var svo árið 1942 að borgin reisti fjöl- býlishús við Hringbrautina með litl- um kálfum til verslunarrekstrar við sitthvorn enda, að bræðurnir keyptu austari kálfinn á horni Hringbrautar og Birkimels. Magn- ús sagði mér að þá hefðu þeir freist- að þess að nota frændsemi þeirra við Bjarna Benediktsson, þáverandi borgarstjóra, og spurt hann hve háa upphæð þeir þyrftu að bjóða til að fá kálfinn. Bjarni svaraði þeim að bragði: „Bjóðið bara nógu mikið, þá fáið þið hann.“ Þetta þótti Magnúsi gott svar. I gamni og alvöru talaði Magnús gjarna um gullkálfinn sinn. Magnús starfaði mikið að málefnum bakara, var aðili að stofnun sultu- og efnagerðar bakara, átti ófáar vinnustundir við byggingu Rúg- brauðsgerðarinnar og fleira. Magnús giftist árið 1950 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Sigríði Guð- mundsdóttur, sem hann taldi mesta gæfuspor lífs síns. Þau hófu búskap að Túngötu 2, en fluttu að Hring- braut 47. Þar þótti Magnúsi gott að búa, stutt í bakaríið, elliheimilið Grund handan götunnar og kirkju- garðurinn svo að segja við hliðina á elliheimilinu. Ahugi Magnúsar á veraldlegum gæðum var ekki mikill, hann var bókamaður þegar hann var og hét, maður lífsins, maður gleði, maður gjafa. Heilsuleysi sein- ustu ára var honum erfitt, en hann gladdist alltaf þegar einhver kom og lét á engu bera, forðaðist tal um líð- an sína, sagðist hress enda nærast á mjólk og kökum úr Björnsbakaríi. Sagði að þá fyrst yrði maður veikur þegar hann færi til læknis. Ég er þakklátur fyrir þær stundir sem við Magnús áttum saman. Kristjönu mágkonu minni verður seint full- þökkuð umhyggjan fyrir foreldrum sínum, án hennar hefðu þau ekki getað haldið saman heimili svona lengi. Ég votta elsku tengdamömmu og öðrum aðstandendum innilega samúð mína. Árni Sverrisson. Elsku pabbi. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Margar góðar minning- ar koma upp í huga okkar og munu þær ylja okkur í framtíðinni og lifa áfram með börnum okkar. Ógleym- anlegur er kvöldlesturinn, þegar við systkinin hjúfruðum okkur í kring- um þig í hjónarúminu og þú last fyr- ir okkur framhaldssögur. Það var gott að alast upp á Hring- brautinni og geta alltaf leitað til þín í bakaríið á hinu horninu ef eitthvað bjátaði á eða bara til að sníkja kúlu- deig og vínarbrauð handa okkur og vinunum. Húmor þinn og kímnigáfa var einstök og hnittni þín í tilsvörum er ekki öllum gefin. En lífið er ekki bara dans á rósum og reyndist Bakkus þér erfiður ljár í þúfu á ár- um áður. Þrátt fyrir það stendur höfðingsskapur og rausn þín því of- ar og kvaddir þú þína öld eins og þín var von og vísa með því að panta kampavín og kransakökur handa þeim sem að þér hlúðu. Sjönu systur viljum við þakka fyrir að hafa gert þér kleift að dvelja heima þín síð- ustu ár því þar vildir þú vera. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Hvíl í friði, elsku pabbi. Guðrún Björg og Anna Sigríður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.