Morgunblaðið - 09.01.2000, Side 17

Morgunblaðið - 09.01.2000, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Elías aðstoð- arþjálfari ÍBV Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV hefur ráðið Elías J. Friðriks- son aðstoðarþjálfara meistara- flokks karla í knattspymu. Elías verður því aðstoðarmaður Krist- ins R. Jónssonar, sem var sem kunnugt er ráðinn aðalþjálfari ÍBV síðastliðið haust. Elías er sjúkraþjálfari að mennt og starfaði sem slíkur í kringum liðið sumarið 1998 þegar IBV varð Islands- og bikarmeist- ari. Hann lék í mörg ár með meistaraflokki IBV og hefur einn- ig þjálfað töluvert, m.a. 2. flokk IBV 1997. Hann mun sjá um þjálfun meistaraflokkshópsins sem er í Eyjum, en Kristinn sér um æfingar hjá hópi liðsins í Reykjavík í vetur. Þá hefur stjórn knattspyrnu- deildar ÍBV ráðið Björgvin Eyj- ólfsson til að sjá um meðhöndlun á meiðslum leikmanna IBV jafn- framt því að sjá um fyrirbyggj- andi aðgerðir svo og uppbyggingu á leikmönnum sem eru að stíga upp úr meiðslum. Þjálfaranám- skeið hjá SKI SKIÐASAMB AND Islands gekkst fyrir þjálfaranámskeiði dag- ana 28. til 30. desember og var það haldið í Hamragili. Nám- skeiðið var ætlað verðandi þjálfurum á Reykjavíkursvæðinu. Kennarar á námskeiðinu voru Guðmundur Jakobsson, KR, Tóm- as Jónsson, Ármanni, Þórdís Hjörleifsdóttir, Víkingi, og Hall- dóra Blöndal, Breiðabliki. Námskeiðið fór fram viðgóðar aðstæður í Hamragili á tilbún- um snjó. Fræðslunefnd SKI fékk gestafyrírlesara, Hauk Bjarna- son, þjálfara Kristins Björnssonar, og fór hann yfir það sem þeir hafa verið að vinna með undanfarið ár. 12 þjálfarar voru útskrifaðir af námskeiðinu og voru þeir frá Ármanni, Víkingi, ÍR og Breiðabliki. ,A,-: SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 17 Námskeið hjá Yoga Studio í janúar Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 11. janúar - þri. og fim. ki. 20.00 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga i gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Yoga - breyttur lífsstíll með Daníel Bergmann hefSt 10. janúar - mán. og mið. kl. 20.00 4ra vikna grunnnámskeið fyrir þá, sem eru að taka sín fyrstu skref í jóga. Námskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vilja læra eitthvað nýtt til að vinna gegn spennu. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Á námskeiðum hjá Yoga Studio eru eftirfarandi þættir teknir fyrir: ★ jógaleikfimi (asana) ★ öndun * slökun ★ mataræði og lífsstíll ★ andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Jóga gegn kvíða er yfirgripsmeira heldur en Yoga - breyttur lífsstíll. Frír aðgangur að opnum jógatimum og saunu fylgir námskeiðunum. Stundaskráin tekur gildi þriðjudaginn 4. janúar 2000 Opnir tímar í Hatha Yoga; jógastöður, öndun og slökun ■ Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Guðrún Daníel Guðrún Guðrún Ingibjörg Guðrún Ingibjörg Kl. 9.30 til 10.35 Daníel Ingibjörg Daníel Ingibjörg Guðrún Ýmsir kenna Ásmundur Hugleiðsla Ásmundur Anna Anna Ásmundur 1. mán. kr. 5.800 | Hálfur mán. kr. 3.200 | Stakur Y06Af> STUDIO Kortin gilda í alla jógatíma á stundaskrá og að saunu. H (E Yoga - Sauna Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. HALUR OG SPRUND ehf. Afsláttardagar til 4. febrúar BIOTONE nuddvörur, Oshadhi 100% hágæða ilmkjamaolíur, nuddbekkir frá Custom Craftworks, nuddplaköt, slökunartónlist, ilmker, bækur o.m.fl. Nú er tækifærið til að heimsœkja vini og ættingja! Síðasti söludag ur 21. mars á vinalegu verði Kaupmannahöfn, Ósló, Stokkhólmur Verðdæmi: 27.440 kr.* til Stokkhólms. Arósar, Malmö, Gautaborg f SÁS tVá Kaupffiattnahíifh) H elSIflkl jmeð SAS (<:i. SK»kkhóIro»j Verðdæmi: 35.340 kr.* til Árósa. Ferðir skulu farnar á tímabilinu 15. janúar til og með 28.mars (síðasti heimferðardagur er 11. apríl). Bókunarfyrirvari: 7 dagar. Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl 14 dagar. Börn, 2ja - 11 ára, greiða 67%. Börn yngri en 2ja ára greiða 10%. Hafið samband við söluskrifstofiir Flugleiða eða Fjarsölu Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10 - 16.) Vefur Flugleiða: www.icelandair.is - Netfang: info@icelandair.is * Verð með Jlugvallarsköttum. Flugvallarskattar eru mismunandi eftir áfangastöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.