Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EINKAVÆÐING BANKANNA A DESEMBER fór fram vel heppnuð sala á hluta af hlutabréfum ríkisins í Lands- banka Islands hf. og Búnaðar- banka íslands hf. Þótt ríkið eigi enn yfirgnæfandi meiri- hluta hlutabréfa í þessum tveimur bönkum er ljóst, að verulegt hlutafé í þeim er kom- ið í hendur einstaklinga og annarra aðila. Jafnframt var allur hlutur ríkisins í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins hf. seldur fyrir nokkrum vikum eins og menn muna eftir mikl- ar deilur. Þessi sala hlutabréfa í þrem- ur bönkum þýðir, að töluvert af hlutabréfum í þeim eru komin á svonefndan eftirmarkað og ganga þar kaupum og sölum. Þess vegna er tímabært að rifja upp þær umræður, sem fram fóru fyrir nokkrum mán- uðum um nauðsyn þess að setja ákveðnar reglur um dreifða eignaraðild að bönk- um. I þeim umræðum var því haldið fram, að ekki væri hægt að setja slíkar reglur og að þær þekktust hvergi í heiminum. Morgunblaðið birti þá upplýs- ingar frá bandarískum stjórn- völdum, sem sýndu svo ekki varð um villzt, að í flestum löndum eru einhvers konar reglur um eignaraðild að bönk- um, þótt þær reglur séu mis- munandi. I sumum löndum eru ákveðnar reglur, sem tak- marka eign einstakra aðila við ákveðið lágt hlutfall af hlutafé bankanna. Augljóst er, að úr því hægt er að setja slíkar reglur annars staðar er það einnig hægt hér. I þessum umræðum lýsti Davíð Oddsson forsætisráð- herra þeirri eindregnu skoðun sinni að setja ætti slíkar reglur og endurtók það viðhorf ítrek- að í umræðum á Alþingi. Tals- menn hins stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, kváðust ekki vera andvígir því en töldu ýmist að þess mundi ekki ger- ast þörf eða að erfitt yrði að komaþví við. Fyrir Alþingi liggja tillögur um þetta efni, sem forsætis- ráðherra hvatti m.a. til að yrðu skoðaðar vandlega í þing- nefndum. Alþingi kemur sam- an á nýjan leik í byrjun febr- úar. Það hlýtur að verða eitt af helztu verkefnum þingsins að fjalla um þetta mál og komast að niðurstöðu um, hvernig hægt sé að tryggja dreifða eignaraðild að fjármálastofn- unum. VEIÐAR ER- LENDRA SKIPA AÐ ER grundvallaratriði í fískveiðistefnu okkar ís- lendinga, að útlendingar hafí ekki heimild til að veiða innan ís- lenzkrar fiskveiðilögsögu. Síð- asti brezki togarinn sigldi frá Islandsmiðum 1. desember árið 1976 og að baki þeirri brottför lá barátta í heila öld. Ein helzta ástæða íyrh’ andstöðu manna við aðild Islands að Evrópusam- bandinu er sú, að sjávarútvegs- stefna ESB mundi opna fisk- veiðilögsöguna fyrir erlendum veiðiskipum. Sú eina breyting sem hefur orðið á afstöðu þjóð- arinnar á þeim tæpa aldarfjórð- ungi sem liðinn er frá því að við náðum fullum yfírráðum yfír fiskveiðilögsögunni er sú, að al- menningur viðurkennir nauðsyn þess að heimila veiðar erlendra fiskiskipa hér við land ef um er að ræða endurgjald fyrir veiði- heimildir íslenzkra fiskiskipa í fiskveiðilögsögu annarra ríkja eins og dæmi eru um. I umræðum um dóm Hérað- sdóms Vestfjarða hefur komið fram, að staðfesting hans í Hæstarétti gæti leitt til þess, að erlend fiskiskip færu að veiða í íslenzkri lögsögu. I Morgunblað- inu í gær er því lýst hvernig þetta gæti gerzt. Þar segir: „Verði niðurstaða Héraðs- dóms Vestfjarða hins vegar stað- fest af Hæstarétti, virðist niður- staðan sú, að hver sem á haffært fiskiskip getur stundað veiðar án þess að hafa fengið úthlutað á það aflahlutdeild, það er kvóta... Vitað er um mikinn fjölda er- lendra fískiskipa, sem lítil sem engin verkefni hafa og gætu ver- ið föl fyrir lítið... Gangi það eftir að títtnefndur dómur verði stað- festur gæti því farið svo að mikill innflutningur yrði á fiskiskipum til veiða innan lögsögunnar. Það breytir þó engu um það að skipin verða að vera í eigu Islendinga." Þama er augljóslega vandi á ferðum og m.a. sá að hætta væri á að einhverjir tækju að sér að gerast eigendur slíkra skipa að nafninu til en þau væru raun- vemlega í eigu erlendra aðila. Þótt ekki sé ástæða til að ætla að þessi staða komi upp er nauð- synlegt að Alþingi geri ráðstaf- anir til að loka öllum hugsanleg- um glufum. OG SAMTAL OKKAR Gunnlaugs hélt áfram: M: En listin? G: Það var ekki mik- ið að sjá í Kaupmanna- höfn í þá daga af nýrri list sunnan úr löndum. Nei. M: En af danskri list? G: Það var ýmislegt nýtt að gerast í danskri list. En ég hafði ekki mikinn áhuga á því, sem ég sá, þótti einna mest varið í myndir Norðmannanna Munch og Karsten. Og svo frönsku málaranna í Glyptótekinu, Courbet, Carot, Gauguin og Cézanne og ein- hverra fleiri. Ég varð ekki var við neina frelsun í listinni, en það hefur ef til vill verið mér að kenna. Ég heyrði stundum talað um átök og drama og sálræna spennu eða eitt- hvað þess háttar, og á einhverri danskri módernistasýningu sá ég feiknalega mynd af grindhoruðum hesti; hann var hvítur og það var beinagrind ríðandi á skepnunni. Myndin hét: Kokain, og var máluð með geysilegum sveiflum. Mér þótti þetta ósköp leiðinlegt. Ekki man ég lengur, hver var höfundur myndar- innar, og hún minnti ekki á hina betri málara, sem fóru þá inn á nýjar brautir, en myndin var samt á ein- hvern hátt sérkennileg fyrir tíðar- andann, eins og hann kom mér fyrir sjónir á þessum árum. M: Þú hefur einhvern tíma sagt mér frá enskum málara, sem þú kynntist í Kaupmannahöfn, Gunn- laugur. G: Alveg rétt. Seinni part vetrar hitti ég enskan málara á Krokki-skól- anum við Breiðgötu. Hann var á mín- um aldri. Við urðum strax góðir kunningjar, og áður en ég hugsaði til heim- ferðar um vorið, fór ég með honum út á land að mála. Þetta var góð- ur félagi, fágaður í íramkomu, en jafn- framt ákaflega skemmtilegur og gamansamur. Hann hét Stormley Herbert, var írskur, en foreldrar hans höfðu flutzt til Englands, þegar hann var ungur. Þrátt fyrir gaman- semina og sína léttu lund var sem ógnir heimsstyrjaldarinnar íyrri lægju á honum eins og mara. Eldri bróðir hans hafði særzt í stríðinu, sprenging hafði orðið á vígvellinum, svo að hann tókst á loft og hentist langa leið, en höfuð og önnur öxlin stórsködduðust í fallinu. Þessi vinur minn lifði í sífelldum ótta við nýja styijöld, hann bjóst við, að hún kæmi þá og þegar, og það var stundum eins og öll hugsun hans snerist um það, á hvem hátt væri hægt að afstýra nýju böli. „Hvar sem leið þín kann að liggja," sagði hann við mig, „þá gerðu allt til þess að afstýra nýju stríði.“ Ég hafði sjaldan heyrt talað um stríð eða styrjöld. Þó man ég eftir að fólkið var eitthvað að tala um stríðið heima á Seyðisfirði og þá heyrði ég fóstru mína, sem var guðhrædd kona og baðst oft fyrir, segja einhverju sinni: „Þegar ég hugsa til allra þeirra mörgu bæna, sem nú stíga upp til guðs og til þess, hve heitt er beðið, þegar mæðurnar heima hugsa til sonanna á vígvellinum, þá finn ég, hvað bænir okkar mannanna eru veikar og lítils megnugar." Þetta sagði fóstra mín. Þessi enski félagi minn sagði aldrei gróft orð og mér fannst eins og ljót eða lág hugsun væri honum alltaf víðs fjarri. Hann málaði mikið og teiknaði, hafði, eins og oft er um Eng- lendinga, mikla leikni og kunnáttu til að bera. Hann var trúlofaður og sagði mér að á einhverjum tilteknum degi hefðu þau hjónaefnin mælt sér mót undir Nelsons-súlunni á Trafalgar Square í London. Þetta loforð átti að halda skilyrðislaust og hvernig svo sem allar aðstæður kynnu annars að verða. Mér hefur aldrei liðið þetta loforð unga fólksins úr minni, því að einhverra hluta vegna sneri ég þessu á íslenzku, ef svo mætti segja. Ég sá íyrir mér eitthvert íslenzkt kærustu- par í sömu aðstöðu, umrædd súla með tilheyrandi sjóhetju yrði að Persilklukkunni á Lækjartorgi, en Nelson kapteinn umskapaðist í þessu tilfelli í hina hvítklæddu, þýzku hús- móður, sem fundið hefur hið sannar- lega balsam lífsins í nýkeyptum pakka af Persilþvottadufti. Sá ágæti vinur minn og mekeans Guðbrandur Jónsson, prófessor, sagði mér eitt sinn, að einhverjir fulltrúar íslenzkr- ar háttvísi og „þjóðlegrar gráðu í diplomatískum raunvísindum“ hefðu eins og hann orðaði það, „á sínum tíma þakkað Þjóðverjum eða réttara sagt þeim hluta þýzku þjóðarinnar, sem hefur staðið og stendur enn að gerð hins ágæta þvottadufts fyrir hina vel gerðu og stundvísu klukku, ásamt viðeigandi tumhúsi. Og þótti þetta þá ekki ólaglega tilfundið eftir aðstæðum öllum. Þetta var sisona eins og að fá að líma auglýsingu upp á símastaur og vitanlega ber eiganda staursins í slíku tilfelli að segja Amen og Takk í lokuðu umslagi." Svo kvað Guðbrandur þá og þótti mér ekki illa kveðið. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF ITT AF ÞVI, SEM dómur Héraðsdóms Vestfjarða í Vatneyrar- málinu sýnii' er að deil- urnar um kvótakerfið eru jafn djúpstæðar og þær hafa verið allan þennan áratug. Stöku sinnum koma fram vísbendingar um, að tals- menn óbreytts kvótakerfis telji, að þessar deilur heyri fortíðinni til, núverandi kerfi sé smátt og smátt að festa sig í sessi og með því að þrauka verði þeir ofan á, sem sjái ekkert athugavert við fiskveiðistjórnarkerfið eins og það er. Þetta er grundvallarmisskilningur og mik- ið vanmat á stöðunni. Opinberar umræður hafa ekki verið jafn miklar og hatrammar síð- ustu 18 mánuði og áður vegna þess, að al- menningur hefur trúað því, að markvisst væri unnið að lausn, sem memhluti þjóðarinnar gæti verið sáttur við. Þess vegna m.a. voru umræður um kvótakerfið ekki jafn miklar í kosningabaráttunni á síðasta ári og ella hefði orðið. Ef hins vegar kæmi í ljós, að þessi trú hins almenna borgara væri ekki á rökum reist mundu deilurnar um kvótakerfið blossa upp á ný og af margföldum þunga miðað við það, sem áður var. Viðbrögðin í kjölfar Hæstarétt- ardómsins fyrir rúmu ári sýndu þetta og sömuleiðis þær umræður, sem sprottið hafa upp í kjölfar dóms Héraðsdóms Vestfjarða. Áf þessu tilefni er ástæða til að rifja upp stöðu mála eins og hún er nú. Kvótamálið er nú til meðferðar á þremur stöðum. Fyrst ber að nefna dómstólana. Eftir dóm Hæstaréttar undir lok árs 1998 var ljóst, að það væri aðeins spurning um tíma, hvenær málið kæmi til kasta dómstóla á nýjan leik. Nú hefur það gerzt, að fallið hefur dómur í Héraðsdómi Vestfjarða, sem snertir beint hina umdeildu 7. gr. fiskveiðistjórnarlaganna frá 1990. Þegar Hæstiréttur felldi dóm sinn í máli Valdimars Jóhannessonar var sá dómur gagnrýndur á ýmsum forsendum. Það var spurt hvers vegna dómurinn hefði ekki verið fullskipaður í svo veigamiklu máli. Því var haldið fram, að dómurinn væri ónákvæmur og orðaval benti til þess að dómararnir skildu ekki til hlítar það sem um væri að ræða o.s.frv. Hið sama hefur gerzt nú. Dómur Hér- aðsdóms Vestfjarða hefur verið gagnrýndur á ýmsum forsendum en það breytir ekki þeirri staðreynd, að honum verður væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar og þá má búast við að Hæstiréttur taki efnislega afstöðu til 7. grein- ar laganna frá 1990, sem dómurinn gerði ekki á sínum tíma, þótt margir teldu að lesa mætti út úr forsendum dómsins hver afstaða hans yrði til 7. gr. laganna. Akæruvaldið hefur átta vikur til þess að taka ákvörðun um, hvort dómnum verður áfrýjað. Miðað við þann frest og venjulega málsmeðferð fyrir Hæstarétti gætu liðið nokkrir mánuðir þangað til efnislegur dómur félli í Hæstarétti. Það er ástæða til að undirstrika rækilega, að dómur Héraðsdóms Vestfjarða er undii’- réttardómur. Þótt sá dómur byggist á rök- semdum Hæstaréttar í hinum umrædda dómi í máli Valdimars Jóhannessonar getur enginn fullyrt, að dómur Héraðsdóms Vestfjarða verði staðfestur í Hæstarétti. Það er óhyggi- legt að ganga út frá því sem vísu. I Ijósi þessa væri mjög vanhugsað af ein- stökum útgerðarmönnum og sjómönnum að hefja veiðar án aflaheimilda eins og sumir hafa haft við orð að gera. Þessir aðilar verða að virða þær leikreglur, sem þjóðfélagið hefur sett sér. Þeir vinna málstað þein-a, sem vilja ná fram breytingum á núverandi fiskveiðist- jórnarkerfi, ekkert gagn með því að hefja veiðar án aflaheimilda í skjóli dóms Héraðs- dóms Vestfjarða. Þeir eiga þvert á móti að sýna þau hyggindi að bíða eftir niðurstöðu málsins í Hæstarétti. Hún kemur og það eru yfirgnæfandi líkur á því að hún komi á þessu ári. Auðlinda- nefnd í EITT OG HALFT ár hefur setið að störfum þingkjörin nefnd, sem kallast auðlindanefnd og var sett á fót til þess m.a. að leita lausna á þeim deilum, sem staðið hafa um fiskveiðistjórnarkerfið, þótt umboð henn- ar sé víðtækara. Upphafleg hugmynd að þessari nefnd kom frá þingmönnum Alþýðubandalagsins en þá- verandi ríkisstjórn ákvað að lýsa yfir stuðn- ingi við tillögur þeirra í meginatriðum. Þings- ályktunartillaga um skipan þeirrar nefndar var samþykkt á Alþingi 2. júní 1998 en hún er svohljóðandi: „Alþingi ályktai’ að kjósa níu manna nefnd, sem hafi það hlutverk að fjalla um auðlindir sem eru eða kunna að verða þjóðareign, m.a. öll verðmæti í sjó og á hafsbotni innan efna- hagslögsögu, svo og í almenningum, afréttum og öðrum óbyggðum löndum utan heima- landa, námur í jörð, orku í rennandi vatni og jarðhita. Nefndin skilgreini þessar auðlindir á skýran hátt og hvernig skuli með þær farið. Nefndin kanni einnig hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í sameign þjóðarinnar, með hliðsjón af þeim gjöldum, sem fyrir eru. Nefndin kanni möguleika á að nota auðlindagjald til að tryggja að afrakstur sameiginlegra auðlinda skili sér á réttmætan hátt til þeirra, sem hagsmuna hafa að gæta. Um verði að ræða hóflegt gjald, sem varið verði til að standa undir rannsóknum og til að stuðla að vernd og sjálfbærri nýtingu auð- lindanna og réttlátri skiptingu afrakstursins, m.a. til að styrkja byggð í landinu." Eins og sjá má af þessu er umboð Auð- lindanefndar víðtækara en svo að hún eigi einungis að fjalla um fiskveiðistjórnarkerfið en jafn ljóst er að það hlýtur að vera kjarninn í störfum nefndarinnar. Sú ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar og stjórnarflokka að standa að samþykkt þess- arar tillögu gaf beint tilefni til þess að líta svo á, að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur, sem varið hafa óbreytt kerfi í fiskveiði- stjórnun af mikilli hörku allan þennan áratug, væru nú tilbúnir til þess að ganga til þess verks að finna málamiðlun í þessum hörðu deilum. Efasemdarmenn sögðu sem svo, að þetta væri einfaldlega leið stjórnarflokkanna til að ýta málinu til hliðar í kosningabarátt- unni fyrir þingkosningarnar vorið 1999. Fyr- irfram er ekki ástæða til að ætla mönnum annað en að þeir séu einlægir í því sem þeir segja enda sýnir reynslan að það kemur verst við þá sjálfa að lokum, ef um annað er að ræða. Það má ganga út frá því sem vísu, að þess- um tveimur stjórnmálaflokkum sé full alvara með því að vilja finna lausn á deilunum um fiskveiðistjórnarkerfið enda mundi það telj- ast mikill pólitískur sigur, ekki sízt fyrir þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, ef það tækist. Auðlindanefnd skilaði áfangaskýrslu í marz á síðasta ári, sem var fyrst og fremst útgáfa á gögnum og upplýsingum, sem safnað hafði verið saman á vegum nefndarinnar. Nú má gera ráð fyrir að nefndin skili endanlegum niðurstöðum í febrúar eða marz. Þá kemur í ljós, hvort Auðlindanefnd, sem skipuð er fólki, sem haft hefur mjög mismunandi skoð- anh- á kvótakerfinu eins og það er nú, nær saman um sameiginlega niðurstöðu og ákveðnar tillögur. Takist það fylgir slíkri tillögugerð augljós- lega mikill styi’kur vegna þess, að í sameigin- legum tillögum fólks með svo ólíkar skoðanh’ mundi væntanlega felast málamiðlun, sem talizt gæti sanngjöm. Hins vegar fer ekki á milli mála, að þar yrði einungis um að ræða tillögur þingkjörinnar nefndar. Eftir stæði svo hver yrði pólitísk af- staða bæði stjórnarflokka og stjórnarand- stöðu til þeirrar tillögugerðar. En jafnframt verður að gera ráð fyrir í ljósi ályktunar Alþingis að tillögur nefndarinnar verði víðtækari, þ.e. að þær snúi einnig að öðrum auðlindum en auðlindum hafsins. Á næstu árum má búast við, að einkavæðing orkufyrirtækja komi til umræðu og þá verður spurningin um auðlindagjald í orkugeiranum raunhæf en jafnframt hafa verið að koma til sögunnar nýjar auðlindir, sem teljast verða þjóðareign eins og Morgunblaðið hefur marg- sinnis bent á, svo sem sjónvarpsrásir og síma- rásir, svo að dæmi séu nefnd. Það mundi einnig auðvelda sjávarútvegin- um að sætta sig við gjaldtöku vegna afnota af auðlindum hafsins, ef ljóst væri, að sömu grundvallarsjónarmið ættu við um nýtingu annarra auðlinda. FISKVEIÐI- stjórnarkerfið er einnig til umræðu í nýrri nefnd, sem Árni M. Mathiesen, sjávar- útvegsráðherra, skip- aði í lok september- mánaðar sl. á grundvelli málefnasamnings núverandi Endurskoð- unamefnd sjávarút- vegsráð- herra Laugardagur 8. janúar stjórnarflokka en hlutverk hennai’ er að end- urskoða og koma með tillögur um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og á sú nefnd að skila tillögum fyrir 1. september nk. I nefnd þessari sitja bæði fulltrúar stjórnarflokka og stjómarandstöðu. Augljóst er, að störf þess- ara tveggja nefnda skarast að hluta til og verður að ætla að verkaskipting þeirra verði að einhverju leyti sú, að nefnd sjávarútvegs- ráðherra taki við tillögum Auðlindanefndar varðandi fiskveiðistjórnarkerfið og felli þær inn í tillögur sínar um endurskoðun á fisk- veiðistjórnarlögunum að svo miklu leyti, sem pólitísk samstaða verður um væntanlegar til- lögur auðlindanefndar. En jafnframt má gera ráð fyrir, að nefnd sjávarútvegsráðherra fjalli um breytingar á ýmsum fleiri þáttum fiskveiðistjórnarkerfis- ins heldur en Áuðlindanefnd er ætlað að fjalla um. Eitt grandvallaratriði, sem bæði Auðlinda- nefnd og endurskoðunamefnd sjávarútvegs- ráðherra þurfa augljóslega að taka tillit til í tillögugerð sinni er, að slíkar tillögur standist jafnræðiskröfur stjómarskrárinnar. Segja má, að dómur Hæstaréttar setji að þessu leyti ákveðinn ramma utan um störf þessara nefnda. Þeir sem draga í efa, að hugur fylgi máli hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki verða að svara þeirri spurningu, hvers vegna þessir tveir flokkar ættu að hafa fyrir því, að sam- þykkja tillögu þingmanna Alþýðubandalag- sins á árinu 1998 um skipun nefndar til þess að kanna hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum og ákveða jafnframt í málefnasamningi skipun annarrar nefndar til þess að fjalla um víðtækari breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu og skipa í þá nefnd fulltrúa stjórnarandstöðunnar. Það er of langt gengið að halda að þetta sé allt einn alls- herjar blekkingarleikur. Auðvitað er Ijóst, að hugur fylgir máli hjá stjórnarflokkunum og að forystumenn þeirra hafa gert upp við sig eftir langvarandi og harðar deilur að leita sátta um þetta mikla ágreiningsmál. Ef svo færi, að ekkert gerðist á næstu mánuðum og Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Vestfjarða er augljóst, að allt fiskveiðikerfí landsmanna er í miklu upp- námi. Það eru miklir pólitískir hagsmunir í húfi fyrir stjómaifiokkana að standa ekki frammi fyrir slíkri stöðu, því að hvað sem öll- um dómum líður verður að vinna að sáttum sem fólkið í landinu telut viðunandi. I þessu sambandi er líka mikilvægt að átta sig á, að stjórnarflokkarnir tveir komast að niðurstöðu um að samþykkja þings- ályktunartillögu Alþýðubandalagsins hálfu ári áður en dómur Hæstaréttar féll. Það er þess vegna ekki hægt að halda því fram, að þeir hafi verið knúnir til þess af Hæstarétti. Þvert á móti. Þeir höfðu bersýnilega tekið ákvörðun um að láta á það reyna, hvort mála- miðlun gæti tekizt löngu áðm-. Hitt fer ekki á milli mála, að meðferð þessara mála fyrir dómstólum landsins knýr á um, að niðurstöðu verði hraðað. Þegar á allt þetta er litið er ástæða til að hvetja menn til að fara sér hægt í kjölfar dóms Héraðsdóms Vestfjarða. En jafnframt er ljóst, að til þess verður ætlast að bæði út- gerðarmenn og sjómenn hverfi frá óbilgirni, sem gjaman hefur einkennt afstöðu sumra í þeirra hópi til þessara mála og taki heiðar- legan þátt í málamiðlun, sem meirihluti þjóð- arinnar getur fallizt á og uppfylli jafnframt þær pólitísku forsendur, sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra, lagði áherzlu á á síðasta ári, að meiri samstaða yrði í landinu um væntan- lega lausn en núverandi kerfi. ■IHBHi ÚTGERÐARMENN Hvers geta auðvítað spurt þeirrar spurningar , hvers vegna þeir ættu utgerðar- að semja um breyt- menn að ingar á núverandi kvótakerfi. Þeir geta sagt sem svo, að þeim hafi tekizt allan þennan áratug, þrátt fyrir harða gagnrýni, að halda sinni stöðu og að þeir geti það alveg eins áfram. Þessari rök- semd, sem vafalaust er til í huga einhverra út- gerðarmanna, má svai’a með eftirfarandi hætti: í fyrsta lagi er Ijóst með tilvísun til þess, sem áður hefur verið sagt, að stjórnaifiokkarnir hafa með gerðum sínum á undanförnum miss- emm sýnt augljósan vilja til þess að ná mála- miðlun og sáttum. Útgerðarmenn geta því ekki gengið út frá því sem vísu, að þeir njóti pólitísks stuðnings til þess að berjast fyrir meira og minna óbreyttu kerfi. I>vert á móti verður að ætla, að minnkandi líkur séu á því. Þótt LÍÚ séu öflug samtök er auðvitað ljóst, að það er pólitískur stuðningur Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, sem hefur vald- ið því að útgerðarmenn hafa haldið sinni stöðu. í öðru lagi fer ekki á milli mála, að það eru að verða miklir hagsmunir fyrir útgerðarmenn að ná sáttum og þá jafnframt samkomulagi um vissar breytingar þeim til hagsbóta á nú- verandi kerfi. Viss atriði núverandi kerfis hamla áframhaldandi hagræðingu í sjávarút- vegi. Takmarkanir á heimild til framsals afla- heimilda er eitt af því sem háir hagræðingu í útgerð eins og nú er komið. Fullt frelsi til framsals aflaheimilda væri útgerðinni mjög til hagsbóta. Hið sama má segja um kvóta- þakið svonefnda, sem kemur í veg fyrir, að út- gerðir renni saman í enn stærri einingar og nái aukinni hagkvæmni í rekstri með því. Al- menningur mun ekki fallast á að lyfta kvóta- þakinu við óbreyttar aðstæður. Öðra máli mundi gegna, ef Ijóst væri, að útgerðarfyrir- tækin borguðu umtalsverðar upphæðir fyrir aflaheimildirnar. Þá mundi viðhorf hins al- menna borgara breytast. I þriðja lagi fer ekki á milli mála að óvissa um framtíð kerfisins veldur útgerðarfyrii’tækjum óþægindum. Öragg vissa um, að þau gætu gengið að því sem vísu, hvert fiskveiðistjórn- arkerfið yrði til langrar framtíðar mundi breyta afstöðu þeirra mjög og mundi jafn- framt breyta afstöðu hlutabréfamarkaðarins til útgerðarfyrirtækjanna. Það era því augljósir hagsmunir útgerðarfyr- irtækjanna að samkomulag náist og mikil skammsýni af þeirra hálfu, ef sú ákvörðun yrði tekin að búa um sig í skotgröfunum í þeirri trú, að þau gæti haldið óbreyttri víg- línu. I Ijósi þessa væri mjög vanhugsað af einstökum út- gerðarmönnum og sjómönnum að heQa veiðar án afiaheimilda eins og sumir hafa haft við orð að gera. Þessir aðilar verða að virða þær leikreglur, sem þjóðfélagið hefur sett sér. Þeir vinna mál- stað þeirra, sem vilja ná fram breytingum á nú- verandi fiskveiði- stjómarkerfí, ekk- ert gagn með því að helja veiðar án aflaheimilda í skjóli dóms Hér- aðsdóms Vest- íjarða. Þeir eiga þvert á móti að sýna þau hyggindi að bíða eftir niður- stöðu málsins í Hæstarétti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.