Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ólafur Vigfús- son vélsmíða- meistari fæddist á Brekku á Álftanesi 15. mars 1910. Hann lést á Borg- arspítala Reykjavík- ur 31. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Vigfús Sigurðsson, Græn- landsfari, vitavörð- ur á Reykjanesi og húsasmiður í Reykjavík, f. 16. júlí 1875 á Gilsbakka í Öxarfjarðarhr. í N- Þing., d. 26. maí 1950 í Reykja- vík, og kona hans, Guðbjörg Árnadóttir, f. 9. júní 1884 í Simbakoti á Eyrarbakka., d. í Reykjavík. 26. desember 1966. Þau hjón áttu 8 börn. Systkini Ólafs, sem nú eru látin voru, Tómas byggingameistari, Gunn- þóra verslunarmaður, Sigurður húsasmiður, Auður hárgreiðslu- meistari, Jóhann Pétur Koch múrarameistari. Eftirlifandi systkini eru Svanhildur og Anna. í janúar 1942 kvæntist Ólafur Þóru Jónsdóttur 1942, f. 18. apr- íl 1913, d. 29. janúar 1994. Hún Elskulegur tengdafaðir minn, Ól- afur Vigfússon, lést síðastliðinn gamlársdag, 89 ára að aldri, eftir til- tölulega stutta sjúkrahúslegu. Ólafur lifði við góða heilsu, allt fram á síð- sumar liðins árs, en þá tók heilsu hans að hraka, uns yfir lauk. Ólafur var, eins og öll hans systk- ini, ákaflega vel af guði gerður. Hann var mjög greindur, íhugull og hógvær maður, sem barst ekki mikið á. Lýðskrum, málþóf og orðagjálfur var honum ekki að skapi. Þvert á móti var hann frekar orðfár en fram- kvæmdasamur. Allt sem hann tók sér fyrir hendur bar vott um vandvirkni. I okkar samskiptum lærði ég fljótt að þegar ákvörðun var tekin fylgdu framkvæmdir strax í kjölfarið. Ef ég tók að mér að gera eitthvert verk þá var vissara að gera það strax, því ella var hann búinn að framkvæma verk- ið, þegjandi og hljóðalaust. Húseignin Skaftahlíð 27, sem hann byggði ásamt Tómasi, Önnu og Gunnþóru, systkinum sínum, var ákaflega vel við haldið. Allir bílar, sem hann átti um ævina voru ávallt eins og nýir. Það var mikill fengur var dóttir hjónanna Jóns Vilhjálmsson- ar skósmíðameist- ara og seinni konu hans Jónínu Jóns- dóttur, sem bjuggu á Vatnsstíg 4 í Reykjavík. Einka- barn Ólafs og Þóru er Hulda Ólafsdótt- ir rekstrarfræðing- ur, f. 31. ágúst 1943, maki Kristinn Ragnarsson arki- tekt, f. 12. sept. 1944. Börn þeirra eru Ólafur Kristins- son lögfræðingur, f. 16. október 1967, og Þórhildur Kristinsdótt- ir læknanemi, f. 6. desember 1974. Ólafur lærði sína iðn í vélsm- iðjunni Hamri. Hann rak tíma- bundið vélsmiðju á Dalvík ásamt Magnúsi Jocliumssyni. Hann fluttist síðan aftur til Reykjavík- ur og vann hjá Byggingafélagi verkamanna og síðast hjá vél- smiðjunni Hamri. Útför Ólafs Vigfússonar fer fram í Háteigskirkju á morgun, mánudaginn 10. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. fyrir þá sem keyptu af honum notaða bfla, því þeir voru lýtalausir. Fyrir- hyggja hans var alveg einstök. Ólafur var ákaflega hreinskiptinn maður og heiðarlegur. Hann tók ávallt ákvarð- anir að vel yfirlögðu ráði. Þegar ákvörðun var tekin var erfitt að skipta um skoðun. Ólafur var fróður maður og víðlesinn. Þau hjónin Ólafur og Þóra voru mjög samrýnd. Þau áttu gott heimili, sem þau hlúðu vel að. Þegar ég kynntist dóttur þeirra, Huldu, sem ég síðar kvæntist, tókst gagnkvæm virð- ing milli okkar. Þau mynduðu mér og minni fjölskyldu traustan bakhjarl, sem ég verð ávallt þakklátur íýrir. Þegar við Hulda snerum við til Is- lands eftir 10 ára dvöl í Þýzkalandi, fluttum við í Skaftahlíðina og bjugg- um í nánu sambýli hjá þeim hjónum. Við fengum ásamt bömum okkar, alla þá alúð og athygli sem hægt var að veita. Þau hjón áttu afar ríkan þátt í að móta uppeldi bamanna og vera þeim göfug og góð íyrirmynd. Hinn stóri systkinahópur Ólafs var nokkuð samrýndur og þá einkum var sambandið milli þeirra bræðra Tóm- asar og Jóhanns Péturs Koch gott. Elsti bróðirinn, Tómas, var systkin- um sínum nokkurs konar fjölskyldu- faðir. Þau Tómas og eiginkona hans, Katrín, sem lifir mann sinn vora sam- taka í að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Þannig atvikaðist það að þegar Ólafur og Þóra fluttu til Reykjavíkur eftir nokkurra ára dvöl á Dalvík, þá hvatti Tómas bróður sinn til að koma sér upp heimili í eigin hús- næði. Hugur Ólafs til þeirra hjóna var hjartnæmur og fölskvalaus til síð- ustu stundar. Jæja, ástkær tengdapabbi, ég hef reynt að setja þessi fátæklegu minn- ingarorð til þín saman á þann hátt að forðast væmni því það var enn eitt af eðliseinkennum þínum að slíkt ætti að forðast. Ég þakka góðum guði fyrir að leyfa þér að fara án þess að líða miklar kvalir undir lokin. Þú vildir ávallt vera sjálfum þér nægur og ekki upp á marga kom- inn. Þú vildir ekki vera dæmigerður langlegusjúklingur. Ég hef fulla vissu íyrir því að þú hefur öðlast betri vist, þar sem þú ert nú staddur í faðmi fjölskyldu og vina, sem hafa tekið á móti þér fyrir handan. Þín jarðvist vai- heilsteypt og þér til mikils sóma. Megi góður guð geyma þig. Kristinn Ragnarsson. Elsku afi minn, þá er þínu hlut- verki lokið og þú nú kominn aftur til ömmu og fleiri ástvina sem beðið hafa eftir þér með opinn faðminn. Þú varst góður maður og einstaklega duglegur og þú stóðst þig vel í lífinu. Eg veit það að þú hefiir það gott þar sem þú ert núna, því þú átt það svo sannar- lega skilið. Þú og amma vorað okkur Óla bróður sem aðrir foreldrar, því við bjuggum mestan hluta ævi okkar í sama húsi_ og þið, í húsinu sem þú byggðir. Ég á mér margar góðar miningar með ykkur og þær geymi ég og rifja upp þegar ég vil láta mér hða vel. Þið vorað okkur góð fyrir- mynd og kennduð okkur marga góða siði. Við búum að þeim og tökum þá með okkur út í lífið og kennum svo okkar afkomendum. Elsku besti afi minn, takk fyrir samverana, ég græddi svo sannarlega á því að hafa þekkt þig og umgengist þig svona mikið. Ég er rík manneskja eftir að hafa fengið að alast upp með ykkur ömmu. Hafðu það sem allra best þar sem þú ert núna og megi góður guð geymaþig. Þín Tóta. Elsku afi, ég kveð þig í hinsta sinn með ljúfsáru hjarta. Ég gleðst fyrir þína hönd að þú hafir getað lokið jarðvist þinni hér með þeini reisn sem einkenndi allt þitt líf, en söknuð- ur minn og missir eftir þig er mikill. Þú vissir hvaða hug við báram til þín á sama hátt eins og við vissum hvaða hug þú barst til okkar án þess að mörgum orðum hafi verið varið til að tjá þessar gagnkvæmu tilfinningar okkar. Enda varst þú aldrei maður orðagjálfurs heldur vildir fremur láta verkin tala en að ræða þau mikið. Það urðu öllum mikil auðnuspor að kynn- ast þér og ber öllum saman um að manni eins og þér sé erfitt að gleyma. Vandvirkni, einurð, stefnufesta og hógværð einkenndu hvert það verk sem þú komst nálægt. Ég veit að það hefði verið þér þvert um geð að ég helgaði minningu þína með orða- gjálfri. Ég get samt ekki látið hjá líða að segja þér að þú varst mér miklu meira en afi. Þú og amma, meðan hún lifði, vorað mér sem aðrir foreldrar. Þú varst minn besti vinur og stóðst með mér eins og klettur í gegnum allt mitt líf. Missir minn er mikill og stór- an stað áttu í hjarta mínu. Þú varst ávallt til staðar fyrir mig hvenær, hvar eða hvernig sem var. Af þér hef ég lært þá alúð, vandvirkni og auð- mýkt sem sýna skal hverju verki sem maður tekur sér fyrir hendur. Þú varst mér góð fyrirmynd og vita máttu að minning mín um þig mun vera mér áfram leiðarljós til góðra verka í framtíðinni. Afi ég þakka þér fyrir öll árin sem ég átti með þér um leið og ég bið guð almáttugan að gæta þín þar sem þú ert núna. Ólafur Kristinsson. Góður maður er genginn með föð- urbróður mínum Ólafi Vigfússyni. Hann kvaddi að morgni gamlársdags, rétt áður en árið leið í aldanna skaut og ný öld var á næsta leiti. Þá lauk lífshlaupi elskulegs frænda og vinar og verður hans nú sárt saknað í stór- um hópi frændsystkina og fjöl- skyldna þeirra. Enda þótt hugsunin væri skýr, var líkamlegt þrek hans á þrotum og hvfldin hefur því verið honum kær. - Margs er að minnast á kveðjustundu og vissulega verða all- ar góðu minningamar um þá sem gengnir era okkur hinum sem eftir lifum dýrmætt veganesti og hvatning tfl þess að horfa fram á veg til nýrrar aldar. En á stundu sem þessari leitar hugurinn ekld síður með söknuði aft- ur til þess sem liðið er og nú verður mér hugsað til bernskuáranna góðu vestur á Melum. Á þeim tímum var algengt að tvær eða fleiri náskyldar fjölskyldur ættu heima í sama húsinu og nábýli við frændfólk og vini þótti sjálfsagt og eftirsóknarvert. Þá var borgin okkar ekki stærri en svo að skipta mátti henni í aðeins þrjá megin hluta, gamla miðbæinn, og síðan austur- og vesturbæ. Allt var þá mun minna í sniðum og fjarlægðir innan borgarinnar styttri. Á þessum áram stækkaði borgin hins vegar mjög ört og tók Ólafur föðurbróðir minn virk- an þátt í þeirri uppbyggingu. Ólafur og faðir minn ásamt yngri bræðram þeirra áttu þar mjög náið samstarf og vart leið sá dagur að Ólafur ætti ekki erindi á heimili okkar systra. í minn- ingunni er Óli frændi því alltaf ná- lægur bæði í starfi og leik hvar og hvenær sem er öll okkar uppvaxtar- ár. Faðir minn og Ólafur vora mjög samrýndir, vinátta þeirra var mikil og einlæg og byggðist á gagnkvæmu umburðarlyndi og væntumþykju. Öll störf sín rækti Olafur af mikilli trú- mennsku og samviskusemi og hann var einstaklega vel látinn af vinnufé- lögum sínum og samferðafólki. Við- mót hans var rólegt og hlýtt og engan þekkti ég sem var jafn hændur að börnum og Óli frændi og þau þá ekki síður að honum. Allt fram til hins síð- asta sýndi hann frændfólki sínu um- hyggju og ræktarsemi og mikið þótti móður minni jafnan vænt um þegar Óli frændi og Þóra kona hans litu inn, en það gerðu þau reglulega enda mjög kært á milli þeirra allra. Annars var Ólafur heimakær og vildi helst eiga sem flestar stundir einn við lest- ur góðra bóka. Hann las mikið alla tíð, og nú um síðustu jól vöktu nýút- komnar jólabækur forvitni hans og veittu honum ánægju þótt þrek og kraftar væra nær þrotnir. En Ólafur var einnig mikill völund- ur í höndum og allt sem laut að vél- um, tækjum og tólum átti hug hans allan. Að eiga góðan bfl veitti honum ómælda ánægju og alltaf ók hann fal- legum gljáfægðum bflum enda mikið snyrtimenni í eðli sínu. í mörg ár átti Þóra kona hans við mikil veikindi að stríða og dvaldi löngum á sjúkrahúsum og minnist ég þess að Óli frændi ók hvert kvöld að loknum löngum vinnudegi suður að Vífilsstöðum til að vitja hennar. Þar féll aldrei dagur úr. Sem betur fer náði hún þó heilsu á ný og þau urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga mörg góð ár saman eftir það. Nutu þau þá einnig sambýlisins við einkadóttur sína og tengdason og bömin þeirra tvö en umhyggja þeirra við aldraða foreldra var einstök og mörgum til eftirbreytni. Söknuður þeirra er því sár en minningin um góðan foður og afa mun lifa. Að lokum, hvíl þú í friði, góði írændi. Guðbjörg. OLAFUR VIGFÚSSON Guðlaugur Bjarnason var fæddur á Sleggjulæk í Stafholtstungum 31. janúar 1908. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík 2. janúar síðast- Iiðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Guðlaugsson bdndi og kona hans, Grda Guðnaddttir. Guð- laugur átti fjögur systkini, tvö eldri, Guðfrfði og Jdhönnu, og tvö yngri, Jd- hannes og Laufeyju, en þau eru öll til moldar gengin á undan hon- um. Bjarni faðir þeirra andaðist 17. jún/ 1916, en þá voru systkinin frá eins til tfu ára. Heimilið leyst- ist þá upp og þau dlust upp hvert í sfnum staðnum víðsvegar um Nú hefur elskulegur afi okkar og langafi kvatt saddur lífdaga. Hann var farinn að þrá hvíldina þar sem heilsan var farin og allur þróttur búinn. Við vorum heppin að hafa notið Gulla afa svona lengi, svo ekki sé minnst á bamabarnabörnin hans. Þar sem hann bjó hjá okkur nokk- urn tíma kynntust þau langafa sín- Borgarfjörðinn. Á ár- unum 1925-1930 voru öll systkinin flutt á mölina nema það yngsta, Laufey, sem bjd áfram hjá mdður sinni þar til hún dd árið 1944. Eftir að á mölina var komið stundaði Guð- laugur ýmis störf, en lengst vann hann hjá Isafoldarprentsmiðju og síðan hjá brdður sínum í Rammagerð- inni frá árinu 1940 og fram á árið 1997, þá 89 ára að aldri. Guðlaugur giftist 4. oktdber 1934 Margréti Ólafsddttur, en hún andaðist 7. ágúst 1969. Hún var ddttir hjdnanna Ólafs Þdrðar- sonar og Steinunnar Sigurðar- ddttur, en þau fluttust til Reykja- um mjög vel og er þeim eðlilegt að umgangast svo fullorðið fólk. Þeim fannst alltaf notalegt þeg- ar von var á afa í helgarheimsókn því afi var einstaklega barngóður og hjartahlýr. Hann hafði alltaf tíma til að rabba örlítið við „litlu manneskjuna". Afi var Borgfirð- ingur í húð og hár og átti sterkar taugar til sinna átthaga. Hann víkur árið 1921 eftir að hafa verið bændur í 15 ár á Efstu-Grund undir Eyjafjöllum og önnur 15 ár að Kotvelli í Hvolhreppi. Margrét bjd í Danmörku frá 1926 til 1931 og lærði á þeim tíma vefnað. Þeim Guðlaugi og Margréti varð tveggja barna auðið, Bjarna Garðars, viðskiptafræðings og Óla Steinþdrs, vistmanns á Kdpa- vogshæli. Bjarni Garðar er kvæntur Önnu Kristínu Bjarna- ddttur, ddttur Bjarna Magnússon- ar skipstjdra, og konu hans Stef- anfu Stefánsddttur. Anna Kristín og Bjarni Garðar eiga tvær dæt- ur, Stefaníu, skrifstofumann, sem gift er Lárusi Daníel Stefánssyni, sölumanni. Þau eiga þrjú börn: Sigfríði, Guðlaug Garðar og Önnu Kristínu. Hin ddttirin er Margrét, skrifstofumaður, en unnusti henn- ar er Sigurður Ólafur Sigurðsson, vélstjdri. Margrét á tvö börn: Bjarna Garðar og Hansínu Rut. Utför Guðlaugs Bjarnasonar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudaginn 10. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. fluttist ungur maður til borgar- innar og vann alla tíð hörðum höndum. í fyrstu vann hann við sveitastörf, þar á meðal á Lágafelli í Mosfellssveit. Margar sögur og vísur sagði hann frá þessum tíma, þar sem húmorinn var í hávegum hafður. Hann vann við hin ýmsu störf. Meðal annars vann hann hjá dönskum bakara þar sem hann lærði að baka brauð og kökur, laga ís, steikja svínasteik og eitthvað í bruggeríi. Síðar vann hann lengi hjá Isafoldarprentsmiðju við prentiðn. Lengst af vann hann við innrömmun málverka og mynda, hjá bróður sínum og fjölskyldu hans sem stofnaði Rammagerðina. Þar unni hann hag sínum vel og naut hann sín sem góður hand- verksmaður. Hann var eftirsóttur af helstu snillingum þjóðarinnar, þar á meðal Kjarval, Matthíasi og Stefáni frá Möðrudal. Margar skemmtilegar sögur hafði hann að segja frá þessum tíma. Það væri lengi hægt að halda áfram að telja upp allt sem afi tók sér fyrir hendur, en aldrei var hann aðgerðarlaus og nutum við góðs af. Hann var endalaust til- búinn að dytta að og laga hjá okk- ur unga fólkinu. Hann var víðles- inn og kunni vel að meta góðar bókmenntir. Gaman hafði hann af ættfræði og var hann vel hagmælt- ur. Voru það hans ær og kýr að kasta fram réttri stöku á réttu augnabliki. Að lokum kveðjum við afa með hlýhug og geymum minn- ingu um yndislegan mann í hjarta- okkar. Fjölskyldan á Grund, Lárus og Stefanía. Látinn er föðurbróðir minn, Guðlaugur Bjarnason. Á langri ævi varð hann vitni að ótrúlegum breytingum á lífshátt- um og afkomu. Hann var ekki nema átta ára þegar faðir hans lést og móðirin varð að sundra heimilinu og koma fjórum ungum börnum fyrir en því yngsta gat hún þó haldið hjá sér. Þetta mikla áfall markaði djúp spor í líf ungu systkinanna en þau héldu samt ætíð vel saman og hlúðu hvort að öðru eftir því sem þau gátu. Þeir voru miklir vinir Guðlaugur og faðir minn. Þeir byggðu sér sumarbústað í Hveragerði þar sem fjölskyldur þeirra dvöldu á sumrin. Svo byggðu þeir sér hús saman í Hlíðunum og þar bjuggu þeir með- an aldur og heilsa leyfðu. Síðast en ekki síst þá unnu þeir saman. Fljótlega eftir að Rammagerðin var stofnuð eða upp úr 1940, kom Guðlaugur þangað til starfa. Þar vann hann í rúmlega hálfa öld, var hvers manns hugljúfi og féll aldrei starf úr hendi. Það er mikil gæfa og ómetanleg reynsla að hafa starfað við hlið jafn vandaðs manns og Guðlaugur var. Við glöddumst oft saman yfir vel unnu verki, stóra eða smáu, og aldrei hætti hann við fyrr en allt var slétt og fellt eins og vera bar. Nú er komið að kveðjustund. Góða frændanum mínum, honum Guðlaugi, þökkum við hjónin og drengirnir okkar samfylgdina, all- ar vísurnar og sögurnar og svo traustið og hlýjuna. Guð blessi minningu Guðlaugs Bjarnasonar. Svanhildur. GUÐLAUGUR BJARNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.