Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dregið í happdrætti SIBS upp á gamla mátann. Aðalhúsið að Reykjalundi í byggingu. Gömlu braggarnir í forgrunni. Helga Friðfmnsdóttir, framkvæmdasljóri Happdrættis SIBS. Morgunblaðið/Golli Reykjalundur haldi áfram að vaxa og dafna ✓ Happdrætti SIBS hefur komið mörgu góðu til leiðar þau fímmtíu ár sem það hefur verið starfrækt. Helga Friðfínnsdóttir er fram- kvæmdastjóri Happdrættis SIBS og hún rakti fortíð og nútíð fyrirtækisins í samtali við Morgunblaðið. Horft yfir Reykjalund. Tilurð SÍBS er afar sérstæð og á rætur að rekja til októ- bermánaðar 1938. Berklar fóru þá hamförum , margir dóu og aðrir voru grátt leiknir af sjúkdómnum. Þeir sem lifðu voru lengi að ná sér og urðu jafnvel aldrei samir. Félagslegar afleiðingar af veikindunum voru jafnframt alvar- legar, því í mjög mörgum tilvikum fengu afturbata sjúklingar ekki vinnu eða leiguhúsnæði vegna ótta almenn- ings við smit. „Þarna var hópur fár- veikra berklasjúklinga sem ákváðu að gera eitthvað sjálfir í sínum mál- um. Hvað getum við gert, spurðu menn, það vantaði heimili og vinnu- stað. Þetta var upphafið að vinnu- heimilinu að Reykjalundi," segir Helga. Sjúklingamir höfðu heppnina með sér ef þannig mætti að orði komast, því þjóðin stóð með þessu fólki. Segja má að annaðhvert heimili hafi á einn eða annan hátt orðið fyrir barðinu á faraldrinum. I kjölfarið var hinum nýju samtökum geftnn landskiki í Mosfellsbæ. Þar voru fyrir nokkrir herbraggar sem nýta mátti og fyrst í stað voru þeir nýttir sem vinnuskál- ar. En það sem meira var um vert, á jörðinni var jarðhiti sem skipti sköp- um þegar fram í sótti. Því gat hafist þama uppbygging sem segja má að standi enn í dag og sú starfsemi sem þar hefur verið hefur verið mörgum hjálpai-hella og stökkpallur út í lífið á nýjan leik eftir áföll vegna veikinda eða slysa. Með tímanum tókst að ráða niður- lögum berka að mestu leyti. Lyf komu fram og aðbúnaður batnaði. Þá var uppbyggingin á Reykjalundi orð- in slík að fleiri komust þar að og gátu notið þess sem í boði var. Má nefna sjúklinga með aðra lungnasjúkdóma en berkla, astma-, gigtar- og hjaita- sjúklinga og svo er alltaf viss fjöldi rúma ætlaður geðdeildarsjúklingum og þeim sem orðið hafa fyrir slysum og þarfnast endurhæfingar. Mikill fjöldi hjartasjúklinga nýtur Reykja- lundar, fer þangað í þjálfun, flestir þeirra sem gengist hafa undir hjarta- aðgerðir. 011 hefur starfsemi þessi verið fjár- mögnuð af því sem áður hét Vöru- happdrætti SÍBS, en heitir nú Happ- drætti SÍBS. Skammstöfunin stendur fyrir Samtök íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, en í upphafi hét félagsskapurinn Sam- band íslenskra berklasjúklinga. Helga segir að alla tíð hafi verið kappkostað að hafa happdrættið hið glæsilegasta, þ.e.a.s. að vinninga- skráin hafi verið freistandi. Fjölbreyttir vinningar Gaman er að skoða vinningaskrá frá 1. febrúar 1946 til að sjá þá breyt- ingu sem orðið hefur á tíðaranda og verðmætamati. Dagsetningin er svo sem valin af handahófi. En sem sagt: 1. febrúar árið 1946 voru dregnir út eftirfarandi vinningar: 1) Flugvél, 2 sæta og flugnám and- virði 50.000 krónur. 2) Bátur (skemmtijakt) andvirði 15.000 krónur. 3) Hjeppi (jepp bfll) andvirði 12.000 krónur. 4) Málverk Kjarval, andvh-ði 10.000 krónur. 5) Píanó, andvirði 10.000 krónur. 6) Radíógrammófónn, andvii-ði 7.000 krónur. 7) Flugferð til New York, andvirði 6.000 krónur. 8) Skrifborð, andvirði 4.000 krón- ur. 9) Ferð til Norðurlandanna, and- virði 2.000 krónur. 10) Golfáhöld, andvirði 2.000 krón- ur. Ljóst er samkvæmt ofanskráðu, að íslenska krónan annó 1946 var annað fyrirbæri heldur en annó 2000, enda myndi í dag vera meiri verðmunur á jeppa og píanói en 2.000 krónur. En SÍBS hefur alla tíð notið vel- vilja þjóðarinnar. Bæði myndlistar- menn, rithöfundar og fleiri hafa gefið verk sín í tengslum við fagár, þannig hefur SÍBS efnt til árs myndlistar og árs ritlistar og kynnt íslenska hönnun og handverk svo eitthvað sé tínt til. Allt hefur þetta undið upp á sig að sögn Helgu, að því marki að nú njóta 1.300 sjúklingar aðhlynningar á Reykjalundi á ári hverju og kostar sjúkrarúmið þar þriðjung af því sem það kostar á sambærilegum sjúkra- stofnunum og segir Helga ekki þurfa frekari vitnanna við hvað varðar þjóðhagslega hagkvæmni þess að Reykjalundur haldi áfram að vaxa og dafna og sem flestir geti notið endur- hæfingar þar en taki ekki dýrari sjúkrarúm annars staðar. Ekki bara happdrætti En SÍBS er ekki einungis happ- drætti. SÍBS er einnig starfsfólkið og segir Helga að um land allt starfi yfir 100 umboðsmenn og vinni þeir„ótrú- lega mikið og gott starf“, eins og hún kemst að orði. „Það veltur allt á þessu fólki og það er gulls ígildi,“bætir Helga við og minnir um leið á, að SÍBS hafi í gegn um tíðina ekki ein- skorðað sig við happdrættisrekstur, heldur komi SÍBS að margvíslegri starfsemi. Nefna mætti til dæmis Múlalund að Hátúni 10C þar sem er að finna stærsta hérlenda vinnustað- inn fyrir starfshæfingu.. Hann var stofnaður árið 1959 og árið 1999 voru þar 54 manns í starfshæfingu, auk annarra sem þar vinna, fólk sem vegna slysa eða sjúkdóma gengur ekki alheilt til skógar. „Og ekki má gleyma Hlíðarbæ, dagvistun fyrir alzheimer-sjúklinga sem SÍBS rekur í samvinnu við Reykjavfloirdeild Rauða krossinn í húsnæði sem Reykjavíkurborg á, og dagvistun aldraðra í Múlabæ þar sem SÍBS rekur athvarf fyrir gamla fólkið, í samvinnu við Reykjavíkurdeild Rauða krossins, í eigin húsnæði,“ að sögn Helgu. Helga segir „happdrættismálin á Islandi til skoðunar hjá stjómvöld- um,“ eins og hún kemst að orði, en hugmyndir um sameiningu allra happadrætta í landinu undir einn hatt hafa verið viðraðar. Helga segir að þær hugmyndir séu umdeildar. „Því er ekki að leyna, að það eru ýmsir kostir við að sameina happ- drættin. Það er t.d. tvímælalaust ódýrara að reka eitt stórt heldur en mörg smærri. Okosturinn felst hins vegar að mestu í því hvernig eigi að skipta kökunni og myndu menn lík- lega hafa mismunandi hugmyndir í þeim efnum. Ég hef heyrt ýmis sjón- armið og eitt þeirra er að það komi meira út úr því þegar hagsmunahóp- ar sitja hver á sínum stól og beijast fyrir sínu. En tímin leiðir í ljós hvaða sjónarmið verða ofan á.“ En hvemig gengur svona rekstur í misjöfnu efnahagslegu umhverfí? „Okkur hefur tekist að halda nokk- uð vel í horfinu, en baráttan er þó alltaf erfið. Um tíma var nokkur sam- dráttur, en það er svo skrýtið að svo- leiðis sveiflur verða ekki raktar til efnahagssveiflna. Þær sveiflur sem við upplifum eru óútreiknanlegar,“ svarar Helga. En hvað segir hún um vinningshafa, hverjir eru þeir? „Þeir koma auðvitað úr öllum átt- um, enda drögum við út þúsundir vinningshafa á ári hverju. Það er hins vegar gleðilegt að það er alveg ótrú- lega oft að ég hef hugsað með mér eftir útdrátt vinninga, að þeir stóru hefðu varla getað farið á betri stað. Það fór t.d. t.d. vinningur að verðgildi 5 milljónir út í desember síðastliðn- um og það var ekki ríkur einstakling- ur sem þann vinning hreppti, svo dæmi sé tekið. Það er alltaf ákaflega gleðilegt þegar þannig æxlast.“ En hefur Helga sjálf fengið þann stóra? „Nei, það hef ég ekki. Auðvitað styrki ég SÍBS og spila með, en hvort ég tæki við svo stórum vinningi ef hann kæmi á miðann minn yrði ég að gera upp við samvisku mína ef til þess kemur. Þangað til styrki ég happdrættið og þótt fortíð SÍBS sé glæst þá er það sem unnið er að í dag síst ómerkara. Þar bes hæst endur- hæfingarmiðstöð framtíðarinnar að Reykjalundi. Þjóðin studdi okkur dyggilega með landssöfnun, „Sigur lífsins", fyrir ári síðan. Þetta er risa- verkefni sem ég trúi að SÍBS muni takast að leysa með áframhaldandi stuðningi þeirra sem spila í happ- drættinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.