Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.01.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kœru jóganemendur! Ég verð d lndlandi til 21. janúar nk. Kennsla hefst: í Gerðubergi 31. janúar, mánudaga og miðvikudaga kl. 18-19.15 og 19.30-20.45. Byrjendanámskeið befst 14.febrúar. ÍKramhúsinu l.febrtiar, þriðjudaga ogfimmttidaga kl. 12.05-13.15. Skráning hefst 21. janúar í símtim: 557 3913 og 861 1373. Með friðarkveðju Kristbjörg Kristmundsdóttir Tár guðs Erlendar bækur Spcnnusaga BLÁTT LJÓS „BLTJE LIGHT“ eftir Walter Mosley. Warner Books 1999. 371 síða. BANDARÍSKI spennusagnahöf- undurinn Walter Mosley er að góðu kunnur fyrir einkaspæjarasögur sínar um svertingjann Easy Rawl- ings í Los Angeles. Pær eru skrifað- ar í hefð amerísku spæjarasagnanna að viðbættum góðum húmor og góðu innsæi í mannlegt eðli, jafnt fegurð þess og flónsku. Að minnsta kosti ein af Easy Rawlings-bókun- um hefur verið kvikmynduð. Hún heitir Devil in a Blue Dress en í myndinni fór Denzel Washington með hlutverk spæjarans. Af öðrum Rawlings - sögum má sérstaklega mæla með Little Yellow Dog. Bláa ljósið Walter Mosley hefur fengist við önnur skrif en spæjaraskrifin. Hann hefur sent frá sér safn smásagna sem hann kallar Always Outnum- bered, Always Outgunned og hann hefur skrifað skáldsöguna Bláa ljós- ið eða Blue Light, sem er alls ólík reyfurunum hans þótt ýmislegt sé reyndar ansi reyfarakennt í henni og vel megi kalla hana spennusögu. Bláa ljósið kom nýlega út í vasabroti hjá Warner Books-útgáfunni og segir frá dularfullu bláu Ijósi sem kemur utan úr himingeiminum og lýstur niður í nokkra einstaklinga er taka að haga sér vægast sagt undar- lega upp frá því. Bláa ljósið er þannig eins langt frá því að véra spæjarasaga og hægt er að hugsa sér. Með henni er Mosley að þreifa fyrir sér á skáldsagnabrautinni og gengur upp og ofan. Sagan gerist á hápunkti hippatímabilsins í Bandaríkjunum og hefur fólginn í sér boðskap um umhverfi og náttúru og segir frá hinni klassísku og eih'fu baráttu góðs og ills. Segja má að hér sé á ferðinni metnaðarfull tilraun en sag- an er full langdregin og þvælukennd og ótrúverðug, jafnvel klisjukennd. Frásögnin er byggð upp eins og nokkurs konar skýrslugjöf en sögu- maður er vitni að atburðunum og skráir niður sögu þeirra. Hann heit- ir Chance og er sagnfræðistúdent og fékk í sig ljósið bláa, sem hann kallar á einum stað tár guðs. Aðrir sem fyrir ljósinu urðu eru svindlari að nafni Ordé, sem verður mikill spámaður, kona að nafni Claudia Heart, sem stundar mjög frjálsar ástir, ofbeldisseggurinn Winch Fargo og stúlka að nafni Alacrity sem þroskast óhemju hratt. Þreytandi frasar Fólk þetta og margt fleira mynda einskonar söfnuð í San Francisco sem ræða áhrif bláa ljóssins og þýð- ingu þess og sjá inn í framtíðina. Mestar umræður fara í að skil- greina bláa ljósið. Er það guð? Hver er þýðing þess? Hvert leiðir það fólkið? Qœti þér ttðið betur? Þm heiUa er qutti betri <9 w. Eignastu þiha Qullstund Vid hjá Aerobic Sport teljum ad allir eiqi ad eiqa sína Gullstund. Þessi Gullstund er tími fyrir konur á öllum aldri sem vilja láta sér líða vel um leið oq þær styrkja líkama sinn oq qrenna. Rnœgdir þátttahendur Pálína Vaqnsdóttir Éq fór á þetta námskeið fyrir áramót oq það er ekki spurninq að éq fer aftur. Erna Valsdóttir Mér hefur aldrei liðið eins vel oq eftir síðasta námskeið oq í bónus missti éq mörq kíló. Una Maqnúsdóttir Þessi námskeið hjá Aerobic Sport eru hreint út saqt meiriháttar. Mringdu núna Strni 588 8400 Hefst midvihudaqinn tz.janúar AEROBiC SPORT • FAXAFENI 12 • REYKJAVÍK • SÍMI 588 9400 • AEROBIC@WORTEX.IS • WWW.AEROBICSPORT.IS Bláa ljósinu fylgir ógnvaldur, Dauðinn, sem tekur sér bólfestu í dauðvona manni og sker upp herör gegn „bláa fólkinu“ og ætlar að koma því öllu fyrir kattarnef. Söfn- uðurinn tvístrast og ílýr hann að vonum en hann er aldrei langt und- an. Hér er aðeins tæpt á því helsta í langri frásögn þar sem kemur við sögu fjöldi fólks og margskonar töfrar, kynórar, ofbeldi, ást og hat- ur, afturhvarf til náttúrunnar og rótgróin, gömul tré sem hafa sál. Sagan minnir stundum á Innrás líkamsþjófanna og annan vísinda- skáldskap og á kannski best heima þar í flokki. Hún er byggð upp hálfpartinn eins og helgisögn og hefur margvíslegar trúarlegar vís- anir varðandi leiðtoga og söfnuði og hið illa. Kannski er bókin helst af öllu fyr- ir nýaldarsinna með sínum þreyt- andi frösum. Orðin eru hugsanir og hugsanir eru draumar og draumar eru dögun breytinga, segir eitt blómabarnið. Og annar segir: Eg var maður sem varð ljós og síðan ljós sem varð að manni. Ég var lesandi sem leiddist, ef satt skal segja. Arnaldur Indriðason mbl.is mbl.is __J\L.LTA/= EtTTH\SAO NYTl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.